Morgunblaðið - 17.10.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.10.1992, Blaðsíða 10
10 MÓRGÚNBLÁÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER Í992 VTTASTÍG13 26020-26065 2ja herb. Þangbakki. Falleg ein- staklíb. ca 40 fm fm á 7. hæð. Góð lón áhv. Fallegt ústsýni. Stórar svalir. Næfurás. Falleg 2ja herb. rúmg. rúmg. ib. á 1. hæö ca 80 fm. Góðar svalir. Falleg sameign. Laus. Hraunbær. 2ja herb. falleg íb. á 2. hæð 55 fm. Nýjar innr. Suðursv. Fallegt útsýni. 3ja herb. Brekkustígur. Falleg 3ja herb. íb. 92 fm. Góð sameign. Nýl. gler. Fallegur garður. Kjarrhólmi. 3ja herb. falleg íb. 75 fm á 1. hæð. Sérþvherb. í íb. Suðursv. Góð sameign. Verð 6,3-6,5 millj. Eyjabakki. 3ja herb. falleg ib. ó 1. hæð. 60 fm. Góð lén áhv. Falleg sameign. Meðalholt. 3ja herb. góð íb. á 1. hæð auk herb. í kj. Laus. Breiðvangur. 3ja herb. góð íb. á 1. hæð 115 fm auk 25 fm bílsk. Góð lán áhv. Kleppsvegur. 3ja herb. falleg ib. 84 fm á 2. hæð í lyftubl. Suðursv. Parkat. Nýl. glar. Seilugrandi. 3ja herb. íb. á tveimur hæðum 87 fm auk bil- skýlis. Stórar svalir. Góð lán áhv. Austurberg. 3ja herb. fat- leg ib. 78 Im á 4. hæð auk bilsk. Suðursvalir. Góð lán éhv. Verð 7,5 millj. 4ra herb. og stærri Skaftahlíö. Neðri sérhæð 137 fm auk 25 fm bílsk. Suðursv. Parket. Flókagata. Sórl. falleg sér- hæð á 1. hæð um 115 fm auk 26 fm bflsk. Glæsil. garður. Nýjar innr. Hulduland. 5-6 herb. falleg íb. 120 fm á 2. hæð auk bílsk. Suðursv. Húsið allt nýviðg. Skipti mögul. á minni íb. í sama hverfi. Verö 10,5 millj. Einbýli - raðhús Langholtsvegur. Fallegt raöh. á þremur hæðum ca 235 fm m/innb. bílsk. Fallegurgaröur. Víðílundur. Einbhúsáeinni hæö 125 fm auk 40 fm bflsk. Suöurgarður. Góð lán áhv. Ákv. sala. Kársnesbraut. Glæsil. einbhús é tveimur hæöum 157 fm auk 33 fm bílsk. Innr. í sérfl. Fráb. útsýni. Góö lán áhv. Hlí&arvegur. Fallegt einb- hús á einni og hálfri hæð, 242 fm auk 30 fm bflsk. Fallegt út- sýni. Suöurgaröur. Makaskipti mögul. á minni eign. HœÖarsel. Giæsil. einbhús á tveimur hæðum 221 fm. Falleg- ar innr. Parket. Arinn í stofu. Fallegt útsýní. Rúmg. bflsk. Makaskipti mögul. á minni eign. Hjallabrekka. Glæsil. tveggja íb. hús m. bílsk. og gróð- urskála samt. 349 fm. Minni íb. er 65 fm, bílsk. 25 fm. Fallegt útsýni. Miklir möguleikar. FÉLAG HfASTEIGNASALA Gunnar Gunnarsson, lögg. fasteignasali, hs. 77410. Börnin — það besta sem til er IV. OG SÍÐASTA GREIN Bókmenntir Jenna Jensdóttir Veðrið seilist líka inn í ráðstefnu- sali, gestir verða betur á sig komnir til þess að taka á móti því sem þeim er flutt, klárari í kollinum til að finna sér forsendur og hugsa út frá þeim, þegar úti skín sól og hiti kemst yfir 20 gráður. Enginfi bókmenntafyrirlestur var þvingandi, fijálsræðið var alltaf á næstu grösum, góð hlé, sérlega gott viðurværi. Seinnipart daga voru stundum hópumræður, menningar- og fræðsluferðir, m.a. á opnun sýningar á nútíma þýskum myndabókum og myndskreytingum. Utsýnisferð um borgina. Pergamonsafnið skoðað, farið til Potsdam. Að kvöldi óperu- ferðir, stórveisla þýskra barnabóka- útgefenda og lokahóf ráðstefnunnar. Mabel Segun frá Nígeríu gaf fyr- irlestri sínum á ráðstefnunni heitið Heima eríendis? alþjóðleg menning í bamabókum. Reynt var að bijóta til mergjar áhrif fólksflutninga, stjómmálalega og félagslega á ýmsa þætti sem hafa myndað alþjóðleg menningarsamfélög s.s. í Bretlandi, I B B Y BERLIN 19 9 2 Bandaríkjunum, Ástralíu og hluta Asíu. Neikvæð sálræn áhrif á íbúa Bretlands og Bandaríkjanna ________ gagnvart Afríku- menningu vegna þrælasölu yfir Atl- antshafið og nýlendustefnu. Barnabækur allt frá 19. öld hafa breyst hægfara frá því að lýsa for- dómum og fyrirlitningu á innflytj- endum og menningu þeirra til skiln- ings á gildi menningarlegs fjölbreyti- leika og þarfarinnar á því að efla samfélagslegt lýðræði milli þjóða og þjóðarbrota. Þar gegndi barnabókin mikilvægu hlutverki í því að eyða fordómum og gefa innflytjenda- börnum jákvæða sjálfsímynd og veita fræðslu um menningarlegan uppruna þeirra, jafnframt því að hjálpa þeim til að finna sig „heima erlendis". Fjöldi „alþjóðamenningarlegra" bamabóka hafí komið út á síðustu árum í áðurnefndum álfum. Samt væru þær of fáar til þess að veru- legra áhrifa gætti. Annað væri, að oft skorti höfunda þekkingu þar sem þeir væm hvorki fómarlömb kyn- þátta né menningarlegra fordóma og gættu því ekki sett sig í viðkom- andi spor. Því væri óskandi að afrísk- amerískir rithöfundar skrifuðu fleiri bamabækur en raun væri á. Fagurfræði fátæktar = hungur, Ronald Jobe alþjóðaforseti Ibby og Iðunn Steinsdóttir rithöfundur. stríð og heimilisleysi í texta og mynduin bamabóka, var yfirskrift á fyrirlestri þeirra prof. Birgit Dank- ert, Hamborg, og prof. dr. Jens Thiele, Oldenburg. Að gera raunverulega eymd að umræðuefni og sýna hana í jafn- vemduðum og tilfmningahlöðnum miðli og myndabókin er virðist bann- að. Kaupendur myndabóka hræðist ekkert meira en sýningu á örvænt- ingu og þjáningu í myndum fyrir börn. Raunsæið í öðrum miðlum stangist algerlega á við hinn lokaða heim myndabóka þar sem fátækt, heimilisleysi og stríð væru gerð skil í tilfinningalegu formi, ef það sé yfir höfuð frá því sagt. í þessu ligg- ur aðalvandamálið. Bæling, vanmat og það að gera lítið úr félagslegum háska í myndabókinni á sama tíma og þúsundir barna í Evrópu einni væru að missa heimili sín og þjást af hungri og fátækt vegna stjórn- málalegra ástæðna og borgarastyij- alda, þá haldi evrópskar myndabæk- ur áfram sínum kanínu- og músasög^ um langt fjarri raunveruleika. I heimi sárra vandamála bregðist myndabókin hrapalega við veruleik- anum þrátt fyrir allar alþjóðlegar tilraunir og samtök. Reynt væri að réttlæta og fegra fátækt fýrir ungum lesendum. T.d. í stíl við „hamingjusöm fátækt", o.fl. Þess mætti sjá merki í bókum höf- unda er hlytu H. C. Andersen-verð- launin. Fátæktin sem mótív hafi orðið eins konar mælikvarði til þess að réttlæta þá stefnu í bókmenntum sem stæri sig af uppeldislegum, menntandi áhrifum. Dæmi: „Fátækt er rómantísk." „Fátækt var áður, og er einhvers staðar, en ekki hér.“ Skyggnumyndir voru sýndar með þessum fyrirlestri og einnig með fyrirlestri Pólveijans Dr. Piotr Olszowka. Gullsmíða- sýning Katrínar í Stöðlakoti KATRÍN Didriksen gullsmiður opnar sýningu í Stöðiakoti, Bók- hlöðustíg 6, laugardaginn 17. október kl. 15.00. Þetta er fyrsta einkasýning Katr- ínar. Hún lauk sveinsprófi í gullsmíði 1985 hjá Reyni Guðlaugssyni gull- smiði. Katrín var á mörgum fram- haldsnámskeiðum við Gullsmíðahá- skólann í Kaupmannahöfn veturinn 1986-87 og nam skartgripahönnun þar 1987-89. Katrín hlaut Kunst- og handværk- erprisen fyrir ofna skartgripi úr silfri og stáli 1988. Hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum í Danmörku o g er þátttakandi í Form íslands-sýn- ingunni sem hefur verið í Bergen og Gautaborg og verður í Kunstindustri í Kaupmannahöfn í nóvember. Einnig tekur hún þátt í sýningu íslenskra listamanna í Váxjö í Svíþjóð í nóvem- ber. Stöðiakot er opið daglega kl. 14.00-18.00 alla daga nema mánu- daga. Sýningunni lýkur 1. nóvember. ------» ♦ ♦---- Steinþrykk Helgina 17. og 18. október mun Magdalena Margrét Kjartansdótt- ir kynna steinþrykksverk unnin á verkstæði að Lambastaðabraut 1, Selljarnarnesi. Verkin eru þrykkt af kalksteinum í pressu frá árinu 1887. Magdalena Margrét er fædd 1944 í Reykjavík og lauk námi frá grafík- deild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands árið 1984. Hún á nú verk á nokkrum samsýningum, til dæmis Norrænna teiknara sem fer um Skandínavíu og Norrænna grafíkera, en á báðar þessar sýningar er valið úr innsendum verkum. Hún á einnig verk á Íslandskynningum í Finn- landi, Noregi, Eistlandi og Svíþjóð. Verkstæðið er öllum opið frá kl. 14.00-18.00 báða dagana. ÉDamíM ináQ Umsjónarmaður Gísli Jónsson 662. þáttur Bréf frá Ömólfí rektor Thorlacius hafa þann kost að sameina fróðleik og skemmtun og gef ég honum hér með orðið um sinn: „Kæri Gísli! Mikill kross eru sólarlanda- ferðirnar orðnar þegar menn þurfa að eyða í þær sumarleyf- inu. í mínu ungdæmi, fyrir daga slíkra ferða, var drykkur (eða drukkur) einkum mysa. í sjón- varpi getur oft að líta texta á borð við „Má bjóða þér drykk'F og er þá átt við göróttari mjöð en sýrublöndu. Eg á því hins vegar að venjast að miður bind- indissamir íslendingar bjóði hver öðrum í glas (nema drukkið sé af stút, svo sem í réttum) eða einn gráan. Fyrst ég er farinn að fárast út af þýðingum á skjánum má benda á það að stundum er hægt að þýða ensku sögnina to love sem að þykja vænt um. Deyjandi lögregluþjónn á Stöð 2 (sá varð ekki sjálfdauður) biður um þau skilaboð til starfsbróður síns að hann elski hann og var þó hvorugur hommi. Páfínn í Róm kallar sig þjón guðs þjóna. Vörðum réttvísinnar er því engin vansæmd af titlinum lögregluþjónn. Því miður virðist þetta heiti vera óðum að þoka fyrir rislægra orði, lögreglumað- ur. (Sumir sjónvarpsþýðendur snúa sig út úr þessum vanda með því að kalla þá aldrei annað en löggur.) Og skrifandi enn um laganna þjóna þá fínnst mér ómaklegt þegar fréttaþulir tala um þá sem lögruglu. í ágætum þætti í Sjónvarpinu 8. september um ónæmisdeild Landspítalans var talað um að algengi einhvers kvilla hefði aukist. Hefði ekki mátt segja að kvillinn væri orðinn algeng- arP. Allir eiga leiðrétting orða sinna og líka forsætisráðherra vor, sem hélt því fram á blaða- mannafundi 15. september að stjórninni hefði tekist að ná nið- ur sparnaði. Slíkt markmið munu ekki einu sinni áköfustu stjórnarandstæðingar ætla að skijgreint hafi verið í Viðey. íslendingar fara stundum eig-. in leiðir við að velja framandi dýrum nöfn. Mér er ekki kunn- ugt um að fíil þekkist í málum annarra Evrópubúa. Kunnugir segja mér að orðið sé ættað úr arabísku. Ég gældi við þá hugs- un að Guðríður Símonardóttir hefði numið það í barbaríinu og kennt síra Hallgrími, en svo var mér bent á að fíls er getið í Alexanderssögu og heitið þar með komið í íslensku á 13. öld. Oft er talað um að gera úlfalda úr mýflugu. Þróun íslensks máls hefur samt verið á annan veg. Forfeður okkar gerðu úlfalda úr fíi. Latneska heitið á fílnum, elephas, eða samstofna orð í öðrum málum breyttist. fyrir misskilning á íslensku í úlfalda. Hann er einnig nefndur í Alex- anderssögu, eigandi jafnörðugt með að komast gegnum nálar- auga og prestar þjóðkirkjunnar virðast að mati ríkisstjórnar hafa átt með að komast til himnaríkis að óhnekktum kjara- dómi. Úlfaldinn heitir camelus eða afbrigði af því orði á þeim tungum erlendum sem ég þekki. Raunar teljast úlfaldar tvær teg-. undir, sem á íslensku hétu til skamms tíma kameldýr og drómedari, og hefur fyrrnefnda dýrið tvo fituhnúða á baki en hitt einn. En víða veldur tóbakið bölvun. Þegar íslenskir reykingamenn voru á árum síðari heimsstyij- aldar sviptir Comrriander og May Blossom og neyddir til að anda að sér reyk úr amerískum vindl- ingum blasti við þeim utan á pökkunum mynd af drómedara og yfír stóð stórum stöfum CAMEL. Síðan hefur sigið á ógæfuhlið fyrir úlfaldanum. Hann verður æ oftar að sæta því að kallast kameldýr, hvort sem hann ber eina kryppu eða tvær. Lifðu heill.“ ★ Þess skal getið, um leið og ég þakka bréf Ö. Th., að próf. Þorkell Jóhannesson í Reykjavík skrifar mér að hann sé hjartan- lega sammála Ö. Th. um kynn- ingu laga og texta, sjá 659. þátt. Því til staðfestingar sendir hann mér ljósrit af bréfí sínu fyrir nokkru, því er hann sýndi þáverandi starfsmanni Sjón- varpsins. ★ „Ég er hættur að kvíða fyrir dauðanum. Við deyjum dálítið á hveijum degi, þangað til við deyjum. Þá hættum við að deyja.“ (Tómas Guðmundsson, 1901-1983.) ★ Hlymrekur handan kvað: Sr. Hagbarður Hildibrands reið sínum hesti á flugagandskeið, þetta var bar' einn hvellur, uns hann valt af og skellur inn í Versali á Sprengisandsleið. P.s, Einn er hátt settur, annar hærra settur, enn annar hæst settur. Enginn er „háttsettastur"! Þá finnst mér afar hæpið að menn „borði hollustu", fremur en t.d. heppni eða guðhræðslu. Auk þess legg ég til að hinir ágætu útvarpsþættir Ara Páls Kristinssonar um málið okkar verði gefnir út hið fyrsta mönnum til leiðbeiningar, svo skýrir sem þeir eru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.