Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992 Framdi rán á sólbaðsstofu Búrfellið í slipp Stálsmiðjunnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skemmdir á Búrfell- inu meiri en talið var MUN MEIRI skemmdir komu í ljós á flutningaskipinu Búrfelli en í fyrstu var talið, þegar skipið var tekið í slipp hjá Stálsmiðjunni hf. Um er að ræða skemmdir á síðu skipsins og þarf að skipta um stál, en áður var talið að aðeins væru skemmdir á botni þess. Að sögn Skúla Jónssonar, forsljóra Stál- smiðjunnar, er hér um 25% magn- aukningu á stáli að ræða í viðgerð skipsins. Upphaflega var reiknað með að 16 tonn af stáli færu í viðgerð á Búrfellinu, en nú er ljóst að það verður ekki undir 20 tonnum. Skúli sagði að endanlegt mat á skemmd- unum lægi ekki fyrir. Reikna mætti með að aukakostnaður vegna þessa yrði á þriðju milljón kr. Eftirlitsaðili skipsins, Norsk Ver- itas, fylgist með því að skipið upp- fylli ákveðin skilyrði til að það fái haffærisskírteini. Norsk Veritas gerði kröfu um að skemmdimar á síðunni yrðu lagaðar. Það er síðan Siglingamálastofnun sem endanlega gefur út haffærisskírteini. Stálsmiðjan ráðgerir að skila skip- inu 9. desember nk. Vegna fyrigreindrar nauðgunar á Akureyri lá ákveðinn maður undir grun en var hreinsaður af þeim grun eftir DNA-rannsókn þar sem blóð hans var borið saman við sæði úr tilræðismanninum. Nauðgunin var hrottaleg en auk þess sem hettu- klæddur maður ógnaði konunni með hnífi hótaði hann að vinna sofandi bömum hennar mein ef hún léti ekki að vilja hans. Nú liggja fyrir upplýsingar sem staðfesta að maðurinn hafi verið staddur á Akur- eyri á þeim tíma sem nauðgunin var framin. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa einnig í sumar ráðist vopnaður að konu inni á heimili hennar. Atvik þess máls voru, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins, þau að ung kona þáði far með manninum heim úr samkvæmi sem bæði höfðu sótt. Eftir að hún hafði kvatt manninn og neitað honum um að koma með sér inn ruddist hann inn á konuna vopnaður hnífi, tók um kverkar' konunni og taldi hún að hann hefði haft í hyggju að nauðga sér en hann flúði burt þegar fólk barði að dyrum á íbúðinni. Aukin sala á stórum troll- um veg’na úthafskarfaveiða Sala Hampiðjunnar skiptist jafnt á milli íslendinga og útlendinga MIKIL söluaukning hefur verið hjá Hampiðjunni að undanförnu á stórum trollum fyrir togara á djúpslóð. Gunnar Svavarsson, for- stjóri Hampiðjunnar, segir að gert sé ráð fyrir að heildarsala fyrir- tækisins verði um 730 milljónir kr. á árinu.' Að sögn Gunnars eru þessi stóru að átta sig á því hvemig það snúi. troll tiltölulega ný vara, en þau komu fyrst á markað fyrir þremur árum og voru hönnuð af Hampiðj- unni þegar íslendingar byijuðu fyrst á úthafskarfaveiðum. Sér- kenni þeirra er að þau eru stærri en önnur troll og hafa stækkað enn meira með árunum. Fyrsta trollið var með trollopi sem var um 6 þúsund fermetrar, en nú er stærsta trollið um 36 þúsund fermetrar. Önnur einkenni eru stórir möskvar í stórum hluta trollsins sem gerir það létt í drætti og mismunandi litir eru í hinum ýmsu byrðum trollsins til að auðvelda mönnum Þá væru notuð óhefðbundin efni, svonefnd ofurefni, auk nælons í trollin. Gunnar sagði að trollin hefðu selst ágætiega í hitteðfyrra en lítil sem engin sala hefði verið í fyrra. Mjög góð sala væri í ár, einkum vegna aukinnar sóknar í úthafs- karfa. í grófum dráttum hefði salan skiptst til helminga á milli íslend- inga og útlendinga. Verð á troliun- um lægi á bilinu 4-9 milljónir kr. hvert, allt eftir stærðum og út- færslum. „Okkar áætlanir frá síðasta ári gerðu ráð fyrir óbreyttri sölu í krón- um talið. Salan var jafnvel undir áætlun allt fram undir haust og síðan kom skot í hana. Þegar upp er staðið er reiknað með að salan verði 10% yfir því sem hún var í fyrra í krónutölu. Uppsveiflan er því um 5-7% að raungildi. í fyrra var salan tæpar 670 milljónir kr. og við reiknum með að hún fari í um 730 milljónir kr. á árinu. Hins vegar má geta þess að til að halda raungildi sölu ársins 1987 hefðum við þurft að selja fyrir 1.200 milljónir kr.“ Hann sagði að Hampiðjan hefði beint sjónum að fjarlægari mörkuð- um og selt tilbúin troll og trollefni til Suður-Ameríku og til verkefna annars staðar, m.a. Indónesíu. „Okkur þykir ástæða til að horfa til þeirra markaða þar sem við höfum eitthvað meira að selja en aðeins staðlaða fermetra af neti eða möskvum; markaða þar sem hönn- un, þjónusta og þekking fylgir með,“ sagði Gunnar. Gunnar sagði að greiðsiugeta íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja væri misjöfn en almennt væri hún erfíð. Ennfremurværu heldurerfið- ari tímar framundan. Islendingarnir í Angóla Bíða eftir pappírum ALLT er með kyrrum kjörum í Luanda höfuðborg Angóla, eftir að uppreisn UNITA- skæruliða var kveðin þar nið- ur í síðustu viku. Þrír íslend- ingar eru enn í borginni og biða þess að geta hafist handa við þjálfun áhafna á flugvél Sun Angola, stærsta olíufé- lags landsins, en tilskilin leyfi hafa enn ekki fengist að sögn Kjartans Guðmundssonar flugstjóra. Auk Kjartans eru í Luanda Jóhann Jóhannsson flugmaður og Smári Sigurðsson flugvirki. Kjartan sagði í samtali við Morg- unblaðið að allt athafnalíf væri að færast í eðlilegt horf og að þjóðhátíðardagur landsins hafi verið í gær. Hann sagði að rétta pappíra þyrfti frá samgöngu- ráðuneytinu í Angóla svo unnt væri að hefja þjálfun áhafna en svo virtist sem þeir væru ekkert á leiðinni. „Ég er farinn að halda að maður eigi ekki eftir að gera nokkum skapaðan hlut hér. Smári hefur verið að gera við flugvélina, gat eftir byssukúlu sem fór í gegnum vængbarð vélarinnar. En það stóð til að fara til Sao Tome og þjálfa áhafnirnar þar ef pappíramir fengjust," sagði Kjartan. Stangarhylur 1, hús Landsbjargar. Landsbjörg Morgnnblaðið/Þorkell Grunaður um nauðg- un á Akureyri í sumar Ákærður fyrir líkamsárás með hnífi MAÐUR sá sem handtekinn var eftir að hafa framið rán á sóibaðs- stofu í Reykjavík fyrr í vikunni er grunaður um að hafa framið nauðgun á Akureyri í sumar vopnaður hnifi og hettuklæddur. Morg- unblaðið fékk staðfest hjá rannsóknarlögreglunni á Akureyri I gær að blóðsýni úr manninum hefði verið sent til DNA-rannsóknar í Bretlandi til samanburðar við sæði úr tilræðismanninum og er niður- stöðu að vænta síðar í mánuðinum. Maður þessi var kærður fyrir að hafa framið nauðgun í Hafnarfirði fyrr í sumar og sætir ákæru fyrir að hafa ráðist vopnaður hnifi inn á heimili konu i miðbæ Reykjavíkur fyrr í sumar. Rætt um hugsanlegt vamarsam- starf Norðurlanda. 22. í dag Uppselt á allar sýningar á óper- unni Lueia di Lammermoor til þessa. 4. Þing Norðurlandaráðs íslenska óperan WmmMaMt VEDSQFTIJDVINNUIÍF Handboltinn Selfoss vann íslandsmeistara FH í gærkvöldi í Hafnarfirði. 50-51. Leiðari Norðmenn sækja um EB-aðiId. 26. Dagskrá ► Bíómyndin Guðfaðirinn III — Baráttan um Rúnu og Dagbjörtu í Tyrklandi — Ungt fólk hefur skoðun á íslendingasögum — Kynningarþættir um EES Viðskipti/Atvinnulíf ► Hlutafjárútboð Granda — Virðisaukaskatt af bílaleigubíl- um? — Pirelli skilar jákvæðu hag- kvæmnimati — Hvað verður um jólaverslunina? Eru að byggja 700 fermetra húsnæði LANDSBJÖRG, landssamtök hjálparsveita skáta og flugbjörgunars- veitanna í Iandinu, Ilytur á næstu vikum úr húsnæði sínu í Skátahús- inu á Snorragötu, í nýtt 700 fermetra húsnæði, sem samtökin eru að byggja í Stangarhyl 1. Samtökin hyggjast nýta 350 fermetra sjálf og vilja leigja út 350 fermetra. Bjöm Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Landsbjargar, sagði að bygging nýja húsnæðisins væri fjármögnuð með sölu flugelda og sjúkrakassa auk hagnaðar af happ- drættum samtakanna. „Það kreppir mjög að okkur, eins og t.d. með lag- eraðstöðu og aðstöðu fyrir markaðs- deild og annað," sagði Bjöm. Engin tæki eða áhöld til björgun- arstarfa eru í eigu samtakanna, enda eru þau öll í eigu björgunarsveitanna sjálfra, sem eru aðilar að Lands- björg. Hins vegar er húsnæðið einn- ig hugsað sem aðstaða fyrir þjálfiin- arskóla björgunarsveitarmanna. Aðspurður um hvort nægir pen- ingar væru til fyrir slíkri byggingu innan samtakanna sagði Bjöm að ákveðnar áætlanir hefðu verið gerð- ar og þær hefðu staðist. „Við þurfum þetta. Þess vegna erum við að byggja þetta," sagði Bjöm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.