Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992 Morgunblaðið/Gunnlaugur Rognvaldsson Steingrímur Ingason við heimasmíðaðan keppnisbfl sinn ásamt Páli Kára Pálssyni sem vann með honum Eikarborgararallið um helgina. Rallakstur 3.000 fóruí „SJÁLFSAGT flnnst einhverj- um brjálæði hvað ég hef eytt miklnm tima í smiðina á keppnisbilnum en þetta er mitt áhugamál. Síðustu tvö ár hefur ég veríð í bflskúrnum vinnustundir sigurbílinn ÖU kvöld og alLar helgar ásamt félögum mínum við smiðina. Líklega Uggja rúm- lega 3.000 vinnustundir að baki,“ sagði Steingrímur Ingason, sem vann Eikarborg- ararallið um helgina. Steingrímur ók keppnisbíl sem er handsmíðaður eftir hans eigin hugmyndum, aðeins vél, drif og gírkassi er upprunalega úr Nissan-keppnisbíl, annað er Við upphaf smíðinnar. Steingrímur og Ásgeir Ásgeirsson leggja á ráðin í tómrí yfirbyggingunni sem nú er að mestu úr plasti. handsmíðað, yfirbygging, fjöðr- un, bremsu- og stýrikerfi. Yfir- byggingin er að mestu úr plasti, aðeins toppurinn er úr jámi en sérstök röragrind er stór burðar- hluti bflsins. Hann vegur aðeins 950 kfló og vél bflsins skilar 250 hestöflum. „í raun varð smíða- vinnan mun meiri en til stóð í fyrstu og ég fékk fljótlega metn- að fyrir því að smíða bfl frá grunni. Lítið annað hefur komist að síðustu tvö árin,“ sagði Stein- grímur. „Þetta er búið að vera dýr en góður skóli og ég er kominn með mikla þekkingu á tækni- legri uppbyggingu keppnisbfla með grúski í bókum og reynslu af bflnum. Hann heppnaðist vel, hefur ekkert bilað í sumar og skilaði okkur í annað sætið til íslandsmeistara og tvisvar í fyrsta sætið. Með smíði bflsins gerði ég í raun það sama og verksmiðjulið gera þegar þau hanna nýja rall- bfla og finnst tiltækið hafa heppnast vel. Mig langar að setja fjórhjóladrif í bflinn, en það er Iíklega dýr kostur, en einnig gæti ég vel hugsað mér að selja bflinn og kaupa mér lítinn breyttan fjórhjóladrifsbfl og keppa þá eitthvað á erlendum vettvangi. Það freistar mín líka að fara á þessum bfl í bresku meistarakeppnina. En tímabilið hefur verið ánægjulegt og það skemmir ekki að hafa handsmíð- að hundruð hluta í nýtt verk- færi sem skilar árangri. Það fyllir mann sérstökum inn- blæstri," sagði Steingrímur Ingason, rallökumaður. WARNER'S undirfatnaður Gæði og glæsileiki Gullbrá-Nóatúni, Sautján-Laugavegi og Khnglunni, Evíta-Settjamamesi. Regnhlifabúöin-Laugavegi, Spes-Háaleitisbraut, Ársól-Grimsbæ, Libia-Laugavegi, Kjóiaieiga Dóru, Hverfisgötu. Mensý-Setfossi, Smart-Keflavík, Móna Lisa-Akranesi, Amaró-Akureyri, Apótek Ólafsvfkur, Hársnyrtistofa Huldu-HúsavSk, Herta-Reyóarfrði. Isokl-Sauðárkrókj, Heba-Siglufiröi, Krisma-ísafiröi, Hársnyrtistota Guólaugar-Vopnafirði, Hársnyrtistofa Oigu-Höfn, Við lækinn-Neskaupstað, Stórar stelpur Sandra-Hafnarfirði, Bylgjan-Kópavogi, Mióbær-Vöstmannaeyjum, Nana-Lóuhólum, Júllubúð-Eskifirði, Uf-Mjódd, Hjá Soilu- Hverageröi, Einar Guðfinns-Boiungarvík. cUj. Frönsk kvikmyndahátíð Kvikmyndir SæbjÖrn Valdimarson „Hógværa stúlkan“ Sýnd í Háskólabíó. Leikstjóri Chrístian Vincent. AðalUeikendur Fabríce Luchini, Judith Henry, Maurice Garrell. Frakkland 1990. Suðurlandabúar bera höfuð og herðar yfir flesta í gerð rómantískra kómedía og fara Frakkar þeirra fremstir. Það er virkilega afslappandi og notalegt að fylgjast með þeim framkalla hin ólíklegustu blæbrigði í samskiptum kynjanna einsog Hógvæa stúlkan ber gott vitni um. Engu að síður er myndin fyrsta verk- efni Christians Vincents sem leik- stjóri og með ólíkindum hversu fang- inni hann heldur athygli áhorfandans sem er öllu vanari átökum, hraða og ofbeldi en þeirri jrfirborðssléttu en því margbrotnari frásögn undir niðri, sem hann segir f Hógværu stúlkunni. Astamálin eru í algleymingi. Rit- höfundurinn Luchini hyggst láta vin- konu sína flakka, en hún verður fyrri til. Slíkt fer fyrir bijóstið á mönnum SINFÓNÍUHLJ ÓMS VEIT ÍSLANDS TÓNLEIKAR 12. NÓVEMBER í HÁSKÓLABÍÓI FORLEIKUR AO VILHJÁLMI TELL EFTIR ROSSINI G r æ n tónlcikaröð FIÐLUKONSERT { G-MOLL EFTIR MAX BRUCH Háskólabíói z>/Hagatorg. S í m i 6 2 2 2 5 5 SINFÓNÍA NR.5 EFTIR L. VAN BEETHOVEN Miðasala fer fram atla virka dnga frá 9-17 | HLJÓMSVEITARSTJÓRI ER GUÐMUNDUR Ó. GUNNARSSON 1 I fiGreiðslukortaþjónnsta ? ÍEINLEIKARI E R ZHENG RONG WANG Judith Henry er fínleg og óræð sem Hógværa stúlkan. og fyllist nú skáldið angurværð og hefiidarhug. Honum hefur ekki gengið of vel að fá verk sín á prent en mitt í öllu andstreyminu fær hann tilboð frá vini sínum, útgefandanum Garrel. Vill hann að Luchini næli sér í nýja vinkonu, nái ástum hennar og varpi síðan á dyr. Haldi dagbók um samneytið sem Garrel muni síðan gefa út. Þeim hefndarþyrsta líst vel á ráðabruggið og fyrir valinu verður hin unga og sakleysislega Judith Henry. En hún er ekki öll þar sem hún er séð ... Fabrice Luchine er sem fæddur í hlutverk skáldsins málgefna. Hann skapar skemmtilega pempíulegan kjaftask sem verður æ ráða- og átta- villtri með hverri mínútunni og held- ur vel saman þessari mynd sem ein- göngu byggist upp á samtölum örf- árra persóna. Garrell er gustmikill í hlutverki útgefandans og hin fínlega Henry smellpassar í hlutverk hins ópræða fómarlambs Luchinis. Hóg- væra stúlkan er vel þegin, svo mann- leg og ólík iðnaðarvamingi hvers- dagsins, dæmi um vel heppnaða há- tíðarmynd, þær mega ekki allar flokkast í þungavikt. Vinskapur á tímamótum Kvikmyndlr Arnaldur Indriðason Stórkostlegir vinir („Shaking the Tree“). Sýnd í Sagabíói. Leik- sfjóri: Duane Clark. Aðalhlutverk: Arye Gross, Gale Hansen, Dough Savant og Courteney Cox. Þær eru orðnar ófáar myndimar um félagana fjóra sem haldið hafa hópinn alla tíð en eru nú komnir að þeim timapunkti f lífinu að þurfa að þroskast, fullorðnast og taka ábyrgð á lífí sinu. Sumum hefur tekst vel upp við að lýsa þessum breytingar- tíma á hvíta tjaldinu, „Diner" eftir Barry Levinson er eftirminnileg, en Stórkostlegir vinir er mynd sem mis- tekst ætlunarverk sitt á flestum svið- um. Hún er einmitt um ijóra vini sem komast að þvi einn góðan veðurdag að þeir eru engir unglingar lengur, áhyggjulausu fylleríin og spilakvöld- in heyra sögunni tfl. Hjúskapur og fiölskyldulíf er það sem koma skal hjá flestum þeirra. Einn þeirra er bókmenntafræðikennari sem á von á bami með sambýiiskonu sinni, annar er kaupsýslumaður sem á í erfiðleik- um í hjónabandi, þriðji er milljónera- sonur sem haldinn er sjálfseyðingar- hvöt og sá fjórði er barþjónn sem saknar tengsla við föður sinn og stefnir hærra í lífinu. Málið er að ekkert af þessu snert- ir mann á neinn veg, nema kannski sagan um milljónerasoninn því hann sýnir besta ieikinn í mynd sem mjög skortir almennilegan leik til að virka trúverðug. Það er góður efniviður í vináttu- og þroskasögu sem þessari en leikstjóranum Duane Clark tekst aldrei að virkja hann og gera öðru- vísi en gervilegan og væminn. Það fer að auki lítið fyrir frum- leika í myndinni heldur eru troðnar fomar slóðir svo heila málið er fyrir- segjanlegt og aiveg laust við spennu áður en hnýttar em krúttlegar slauf- ur á vandamál vinanna, sem tryggja góðan endi. Sögumar eru reyndar misjafnar. Ódýr karíagrobbshúmor hittir ekki í mark í sögunni um bar- þjóninn, er lítur á kvenfólk sem ein- nota. Melódramað í kringum bók- menntafræðikennarann er mjög smitað af vondum leik. En svo eru einstaka góðir sprettir innan um. Mestanpart eru Stórkostlegir vinir þó einkar ómerkileg mynd, sem tekst aldrei að lyfta efninu á „hærra plan“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.