Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 51
51 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992 HANDKNATTLEIKUR / ÍSLANDSMÓTIÐ 1. DEILD ÚRSLIT FH - Selfoss 26:28 íþróttahúsið Kaplakrika, íslandsmótið f handknattleik, 1. deild, miðvikudagurinn 11. nóvember 1992. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 6:6, 9:7, 10:8, 12:9, 15:12, 15:13. 17:15, 17:17, 20:18, 20:20, 23:23, 23:25, 25:25, 25:28, 26:28. Mörk FH: Alexei Trúfan 8/5, Kristján Ara- son 4, Guðjón Ámason 4, Gunnar Beinteins- son 3, Hálfdán Þórðarson 3, Pétur J. Peters- en 2, Sigurður Sveinsson 2. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 12. Utan vallar: 6 mín. Mörk Selfoss: Sigurður Sveinsson 11/8, Einar G. Sigurðsson 5, Jón Þ. Jónsson 4, Sigurjón Bjamason 3, Gústaf Bjamason 2, Einar Guðmundsson 2, Oliver Pálmarsson 1. Varin skot Gísli F. Bjamason 8, Ólafur Einarsson 3 (eitt skot til mótherja). Utan vallar. 12 mín. (Sigurjón Bjamason útilokaður). Áhorfendur: Um 800. Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Stefán Amaldsson. Stjarnan - KA 23:21 Ásgarður: Gangur leiksins: 0:1, 3:3, 7:4, 9:6, 9:9, 11:9, 12:10, 16:10, 19:13, 19:17, 21:20, 22:21, 23:21. Mörk Stjömunnar: Patrekur Jóhannesson 7/2, Hafsteinn Bragason 5, Magnús Sigurðs- son 4, Skúli Gunnsteinsson 3, Einar Einars- son 2, Hilmar Hjaltason 2. Varin skofc Ingvar Ragnarsson 2 (annað til mótheija), Gunnar Erlingsson 2 (annað til mótherja). Utan valiar: 8 mínútur. Mörk KA: Alfreð Gíslason 6, Óskar Elvar Óskarsson 6/3, Erlingur Kristjánsson 5/2, Ármann Sigurvinsson 2, Jóhann G. Jóhanns- son 1, Pétur Bjamason 1. Varin skofc Bjöm Bjömsson 4/1. Utan vallar: 4 mínutur. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson. Fremur slakir. Áhorfendur: Fékkst ekki uppgefið, en þeir voru sárafáir. ÍR-HK 26:17 Seljaskóli: Gangur leiksins: 0:1, 2:2, 5:3, 7:5, 7:7, 9:7, 9:8, 9:10, 11:11, 16:12, 17:14, 21:14, 22:16, 24:17, 26:17. Mörk ÍR: Jóhann Ásgeirsson 7/3, Magnús Ólafsson 6, Róbert Þór Rafiisson 4, Sigfus Orri Bollason 3, Matyhías Matthíasson 2, Ólafur Gylfason 2, Guðmundur Þórðarson 1, Branilav Dimitrijv 1. Varin skofc Magnús Sigmundsson 11. Utan vallan 8 mfnútur. Mörk HK: Michal Tonar 6, Hans Guðmunds- son 4, Frosti Guðlaugsson 2, Guðmundur Albertsson 2/1, Guðmundur Pálmason 1, Pétur Guðmundsson 1, Jón Bersi EUingsen 1/1. Varin skofc Bjami Frostason 9, Magnús I. Stefánsson 2/1. Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Guðjón L Sigurðsson og Hákon Siguijónsson voru að venju góðir. Áhorfendur. 144 greiddu aðgangseyri og 150 höfðu boðsmiða. Víkingur - Haukar 18:19 Víkin: Gangur leiksins: 1:1,3:3,3:6,5:7,7:9,9:10, 10:10, 12:12, 12:15, 14:17, 16:17, 17:18, 17:19, 18:19. Mörk Vfkings: Dagur Jónasson 5, Birgir Sigurðsson 5/1, Gunnar Gunnarsson 4/2, Kristján Ágústsson 2, Ámi Friðleifeson 1, Friðleifur Friðleifeson 1. Varin skofc Alexander Revine 13 (þaraf 3 til mótheija). Reynir Reynisson 1/1. Utan vallan 6 mín. Mörk Hauka: Petr Baumruk 6, Syeinberg Gíslason 4, Siguijón Sigurðsson 3, Páll Ólafs- son 3/1, Pétur V. Guðnason 1, Halldór Ing- ólfeson 1, Aron Kristjánsson 1. Varin skot: Magnús Ámason 19 (þaraf 4 til mótheija). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Jón Hermannsson og Guðmundur Sigurbjömsson. Komust þokkalega frá erfið- úm leik. Áhorfendur: Fékkst ekki uppgefið. Einar Gunnar SigurAsson þrumar knettinum í netið hjá FH-ingum í Hafnarfirði í gærkvöldi. Morgunbiaðið/Juiius Spennufall hjá FH að er langt síðan sá er þetta ritar hefur verið á handbolta- leik sem byijar jafn rólega og leik- ur Stjörnunnar og skrifar ‘r fiögurra mínútna leik og þá var búið að dæma einu sinni leiktöf á hvort lið. í næstu sókn var dæmd töf á KA f annað sinn. Það var aðeins í lokin sem leikur- inn varð skemmtilegur og mest vegna spennunnar. Stjaman hafði 22:20 yfir þegar KA misnotaði víta- kast og þegar tæpar þtjár mínútur voru eftir var Einari vikið af velli. Alfreð minnkaði muninn í 22:21 og Patrekur var rekinn af velli þegar ein mínúta og 45 sekúndur voru eftir. Stjaman var þvf tveimur leik- mönnum færri í 55 sekúndur. Þeir „héngu“ á boltanum í sókn- inni og létu bijóta á sér þangað til Einar kom inná og áfram þar til ein sekúnda var eftir að Hafsteinn skellti sér innúr hominu og skoraði. Bæði lið léku fremur illa, gerðu aragrúa af klaufalegum mistökum, Stjaman þó færri. Vamir liðanna voru allt í iagi þó svo þær væru ekki áberandi sterkar. Sóknarleik- urinn var hins vegar langt frá því að vera í lagi. Sóknir beggja liða vom vandræðalegar og sumar hveijar ótrúlega langar. Heimamenn virtust vera ,að stinga af um miðjan síðari hálfleik- inn en þá gerði KA fjögur mörk eftir snaggaralegar sóknir, nokkuð sem sást allt of lítið af, og var kom- ið inní leikinn aftur. Það dugði samt ekki þó litlu munaði f lokin. Patrekur, Magnús og Hafsteinn vom bestir í liði Stjömunnar og Hilmar stóð sig ágætlega í vinstra hominu, en hann tók stöðu Axels Bjömssonar sem var í leikbanni. Hjá KA vom Alfreð og Erlingur atkvæðamestir. Ármann átti einnig ágætan dag í vöminni. FH-ingar vom yfír í leikhléi, 15:13, en Selfyssingar náðu að jafna, 17:17, og síðan 20:20. Þá tóku FH-ingar það til ráðs að taka Einar Gunnar Sigurðsson einnig úr umferð. Það kunnu Selfyssingar að meta og Einar Þorvarðarson setti Oliver Pálmarsson inná til að skerpa á hreyfanleikanum — þegar þeir léku sóknarleikinn fjórir gegn fjór- um. Þegar staðan var, 22:22, og 14. mín. búnar af seinni hálfleik, varði Bergsveinn Beigsveinsson, markvörður FH, sitt fyrsta skot í seinni hálfleik, en hann hafði varið níu skot í þeim fyrri. Einar hafði einnig breytt varnarleik Selfossliðs- ins með því að láta Siguijón Bjama- son fara framar á völlinn - í stöðu „indjána" (5-1 vöm). Sterkur leikur hjá Einari og hann setti FH-inga út af iaginu. Selfyssingar komust yfír 23:25, 25:28 og fögnuðu sigri 26:28 - við undirleik tólf trommu- leikara frá Selfossi. FH-liðið var ekki nægilega sann- færandi í leiknum og náði leik- stjómandinn Guðjón Amason sér aldrei á strik. Það var greinilegt að ieikimir gegn Ystad höfðu tekið sinn toll hjá leikmönnum FH - það varð spennufall hjá þeim. Mjög lélegur vamarleikur Selfyssinga í fyrri hálfleik gaf FH-ingum von, en þegar Selfyssingar fóm að taka á - náðu þeiryfirhöndinni áréttum tíma, og heimamenn urðu að játa sig sigraða. Miklu munaði að Gísli Felix, sem varði aðeins eitt skot í fyrri hálfleik, fór að sýna réttar hliðar á sér og varði hann eins ogj berserkur undir lokin, eða á ná-1 kvæmlega réttu augnabliki - þegar Selfyssingar gerðu út um leikinn. Þegar leikurinn er gerður upp í heild sinni, þá léku bæði liðin undir getu. Leikmenn liðanna geta miklu meira en þeir sýndu og þeir eiga ömgglega eftir að gera það í úr- slitakeppninni - þegar þeir hafa náð betri tökum á því sem þeir em að reyna að fást við; Að leika yfír- vegaðan og agaðan handknattleik. Liðin hafa mannskap til þess að endurtaka leikinn frá sl. keppnis- tímabili - að leika til úrslita. SELFYSSINGAR náðu að leggja FH-inga að velli, 26:28, með góðum endaspretti, eftir að Hafnfirðingar höfðu haft frumkvæð- ið nær allan leikinn. „Ég er mjög ánægður að ná tveimur stigum hér og þá einnig með baráttuna hjá mínum mönnum í seinni hálfleik - eftir dapran fyrri hálfleik, þar sem vörn okkar var galop- in,“ sagði Einar Þorvarðarson, þjálfari Selfyssinga, og bætti við: „Það þýðir ekki að fagna þessum sigri lengi, því að við þurfum að lagfæra ýmislegt og hafa verður í huga að FH-ingar léku tvo erfiða Evrópuleiki um síðustu helgi." Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar FH-ingar byijuðu strax með því að taka Sigurð Sveinsson-úr umferð, eða eins og þeir gerðu í úrslitaviðureignun- um við Selfyssinga sl. keppniatímabil. Þegar að var gáð átti þessi aðgerð að vera plús fyrir Selfyssinga, því að þeir em með snögga og hreyfanlega leikmenn, sem eiga að nýta sér breidd vallarins til að leika fimm gegn fímm manna vöm. Eiga að vera best undirbúnir allra til að glíma við það verkefni. Lengi vel héldu þeir í við FH-inga (6:6), en það sem háði þeim var að þeir gerðu mikið af mistökum í sókn og vörn þeirra var opin eins og vængjahurð. Gísli Felix Bjamason, markvörður Selfoss, varði fyrsta skotið eftir 14. mín. og þegar staðan var 13:9 vora FH-ingar búnir að leika vöm Sel- foss grátt - skora ellefu af mörkum sínum er þeir stóðu einir gegn Gísla Felix; fimm með gegnumbrotum, tvö af línu, tvö eftir hraðaupphlaup og tvö úr vítaköstum. Kristján Ara- son var sterkur í vöminni hjá FH og stöðvaði margar sóknarlotur Selfyssinga með því að fara vel út á móti Einari Gunnari Sigurðssyni. Það vora aftur á móti mistök hjá Selfyssingum að klippa ekki fyrir aftan hann og draga Kristján þar með aftur og þá nýttu þeir Jón Þórir Jónsson á vinstri vængnum ekki nægilega. Stjömu- menn skárri KA-MENN sóttu hvorki gull né stig í greipar Störnumanna í Garðabænum í gærkvöldi, þó svo það munaði litlu. Heimamenn gerðu færri mistök, höfðu undirtökin lengst af og sigruðu 23:21 þrátt fyrir ágæt tilþrif KA til að jafna í lokin. FRJALSIÞROTTIR Verðurró- leglþing - segirMagnúsJakobssonformaðurFRÍ MAGNÚS Jakobsson formaður Frjálsíþróttasambandsins (FRÍ) ætlar að gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku á ársþinginu um aðra heigi og sagðist ekki hafa vitað um að menn væru að huga að mótframboði. Eg vissi ekki af þessu en maður mátti svo sem búast við ein- hveiju frá Jónasi [Egilssyni] því samstarf okkar hefur ekki verið allt of gott Hann og nafni minn [Einarsson] em fulltrúar þeirra félaga sem eiga á að skipa tveim- ur af okkar mestu afreksmönnum og þeir telja hlut þeirra sjálfsagt ekki nægilega mikinn," sagði Magnús Jakobsson við Morgun- blaðið í gær. Hann sagði að svo virtist sem ungiingastarfið hefði gleymst um tíma, ef tíl vill vegna afreksmann- anna, því það væm ekki margir efnilegir frjálsíþróttamenn um tví- tugt en hins vegar væri mikið af efnilegu fólki á aldrinum 13-15 ára. „Fjármálin em víða erfið og svo er einnig hjá okkur. Ég tel þau þó í betri farvegi en áður, það hefur mjakast í áttina hjá okkur, en ef til vill ekki nóg. Ég á von á frekar rólegu þingi. Það verða tvær breytíngar í sijóm- inni því varaformaðurinn og ritar- inn ætla ekki að halda áfram. Ég vill endilega halda sama mynstri i stjóminni og því er verið að leita að nýjum manni á svæði Skarphéð- ins. Það verða litlar sem engar breytingar á starfenefndum og það em ekki margar tillögur sem liggja fyrir. Við ætlum að nota hluta af þinginu til að ræða um „Framtíð- armótun f frjálsíþróttum" og verð- um með þrjá fyririesara í því sam- bandi,“ sagði Magnús sem gerir ráð fyrir um 90 þingfulitrúum af þeim 161 sem rétt hefur til setu á þinginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.