Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C 283. tbl. 80. árg. FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Skilnaður Karls og Díönu mesta áfall bresku konungsfjölskyldunnar í meira en hálfa öld Mikil óvissa umframtíð ríkisarfans London. The Daily Telegraph. KARL príns og ríkisarfi í Bretlandi og Díana, prinsessa af Wales, eru skilin að borði og sæng og hafa þar með bundið enda á 11 ára hjónaband og það, sem einu sinni var kallað „konunglegt ævintýri“. Lögskilnaður er þó ekki á döfinni, segir í yfirlýsingu Buckingham- hallar, og stjórnarskrárbundin staða þeirra er óbreytt. John Major forsætisráðherra sem las yfirlýsinguna í breska þinginu í gær sagði að Díana gæti því orðið drottning taki Karl við ríkiserfðum. Þing- menn Iýstu strax vantrú sinni á að sú gæti orðið raunin. Sumir sögð- ust ekki geta ímyndað sér krýningu þar sem kóngur og drottning hyrfu á braut hvort í sínum vagni. Bandarískír hermenn leggja undir sig Mogadishu verður um kyrrt í Kensington-höll. Talsmenn konungsfjölskyldunnar lögðu á það áherslu í gær að þrátt fyrir fréttir fjölmiðla af ástarsam- böndum beggja utan hjónabands hefði enginn þriðji aðili ráðið ákvörð- unum þeirra. Sjá fréttir á bls. 30. Reuter Karl og Díana á krossgötum Karl reyndi að brosa en líklega var honum ekki frekar en Díönu hlátur í hug þegar skýrt var frá því í gær, að þau væru skilin að borði og sæng. Þau gegndu þó sínum opinberu skyldustörfum eins og ekkert hefði í skorist en hvort í sínu lagi. Sómalir fögnuðu „innrásarliðinu“ nætti og stóð í sex klukkustundir en að því búnu komu fyrstu flutn- ingaflugvélamar með bandaríska og franska hermenn. Er þessi hem- aðaraðgerð rúmlega 35.000 her- manna á vegum Sameinuðu þjóð- anna einstæð að því leyti, að þetta er í fyrsta sinn, sem gripið er til hervalds af mannúðarástæðum. „Það em ekki allir jafn hrifnir af komu Bandaríkjamannanna,“ sagði einn fulltrúi hjálparstofnana í Sómalíu í gær en í fyrrinótt urðu 13 hjálparstarfsmenn í bænum Kismayu í suðurhluta landsins að flýja burt undán óaldarflokkunum, sem notuðu kannski síðasta tæki- færið til að fara með mpli og ránum um bæinn. í Mogadishu virtust þeir hins vegar horfnir af yfirborði jarð- ar og var ástandið þar eins og fyrir- varalaust hefði verið efnt til þjóðhá- tíðar. Komu þúsundir manna, sem hingað til hafa ekki vogað sér úr einu hverfinu í annað, til að fagna „innrásarliðinu". Fjölþjóðaherinn, sem er skipaður hermönnum frá ýmsum löndum en aðallega Bandaríkjunum, mun á næstu dögum fara til annarra hluta landsins en áætlað er, að 300.000 manns hafí soltið í hel í Sómalíu á síðustu tveimur ámm og hungur- vofan ógni enn um einni milljón manna. Sjá „Landganga ...“ á bls. 31. )Iogadishu. Reuter. „EG þarf ekki á þessari byssu að halda lengur, ég vona að ofbeldið í landinu sé nú liðin tíð,“ sagði Sómali nokkur í gær eftir að hundr- uð bandarískra landgönguliða höfðu gengið á land við Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Óaldarflokkar í borginni, sem komið hafa í veg fyrir matvælaað- stoð við sveltandi fólk, höfðu hægt um sig en borgarbúar flykktust út á götur til að fagna hermönnunum og meðal þeirra ríkti hátíðar- stemmning. Landgangan hófst rétt eftir mið- Reuter Yið öllu búnir Bandarísku landgönguliðamir vom við öllu búnir þegar þeir tóku land á ströndinni við Mogadishu en mótspyman var engin. Ribbaldamir, sem ráðið hafa lögum og lofum í borginni, tóku þann kost að láta sig hverfa. Bolséviki boðinn út Moskvu. Reuter. „ÞETTA er frábært vöru- merki,“ sagði borgarbúi í Moskvu í gær þegar hann beið í biðröð eftir að kaupa hlut í fyrsta rússneska fyrir- tækinu, sem er einkavætt, sælgætis- og kökuverksmiðj- unni „Bolséviki“. „Bolséviki", sem heitir eftir byltingarmönnunum frá 1917, lýtur þeim örlögum að verða fyrst fyrir valinu í einkavæð- ingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Hafa starfsmennimir tryggt sér 56% hlutafjár en í gær átti að bjóða út hin 44%. Eitt Moskvublaðanna sagði í gær, að „Bolséviki" ætti eignir um- fram skuldir samkvæmt rúss- neskum bókhaldsaðferðum, sem „eru að vísu dálítið öðm- vísi en annars staðar". Jeltsín bíð- ur ósigur Moskvu. Frá Vladímír Todres, fréttaritara Morgunblaðsins. RÚSSNESKA fulltrúaþingið hafnaði í gær Jegor Gajdar sem forsætisráðherra og eru úrslitin mikið áfall fyrir Borís Jeltsín forseta og stjóm hans. Gajdar, sem hefur verið starfandi forsætisráðherra, er helsti höfundur efnahagsmálstefnu stjómarinnar en harðlínumenn á þingi saka hann um að vera of hallan undir Vesturlönd. Óttast er, að þessi úrslit geti orðið til að hægja á efnahagsumbótunum. Það var um miðjan dag í gær, að Major, forsætisráðherra Bretlands, kvaddi sér hljóðs á þingi og skýrði frá tíðindunum um skilnað þeirra Karls og Díönu og staðfesti með því sögurnar, sem gengið hafa allt þetta ár um sambúðarerfiðleika þeirra. Hann lagði hins vegar áherslu á, að réttur Karls til ríkiserfðanna væri óbreyttur en orðrómur er enn um, að hann ætli sér síðar að afsala sér þeim í hendur Vilhjálmi, syni sínum, en hann er nú 10 ára. Major kvaðst harma hvernig komið væri og leið- togar stjórnarandstöðunnar tóku undir það. Erfitt ár Skilnaður þeirra Karls og Díönu er smiðshöggið á það, sem Elísabet drottning hefur kallað „annus horri- bilis“, „skelfingarárið" í sögu bresku konungsfjölskyldunnar, en þetta er mesta áfall, sem hún hefur orðið fyrir síðan Játvarður VIII afsalaði sér konungdómi 1936 til að geta kvænst fráskilinni bandarískri konu. Hjónabönd allra þriggja barna drottningar hafa farið út um þúfur og er skemmst að minnast skilnaðar Andrésar og Söru Ferguson fyrr á árinu. Anna prinsessa fékk lögskiln- að í apríl en hún ætlar að giftast öðru sinni á laugardag. Aðalheimili Karls Bretaprins, sem er 44 ára gamall, verður nú í High- grove, sveitasetri hans í Gloucesters- hire, en Díana prinsessa, 31 árs, Stórslys í Bólivíu La Paz. Reuter. AÐ minnsta kosti 210 manns fórust og hundruða er saknað eftir að skriða féll á vinnubúð- ir gullnámamanna í Norður- Bólivíu í gær. Hefur Jaime Paz Zamora, for- seti Bólivíu, lýst yfir neyðar- ástandi á svæðinu en þetta er mesta slys í sögu landsins. Ollu miklar rigningar skriðunni, sem hreif með sér 90% búðanna, og var búið að finna lík 210 manna í gær. Er óttast, að tala látinna geti verið helmingi hærri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.