Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 24
r 24 ACIUTMVH ©GEAJfiMUöHOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992 Serbía Panic fær að bjóða sig fram Sarajevo. Reuter. HÆSTIRÉTTUR Serbíu úr- skurðaði í gær að Milan Panic forsætisráðherra gæti boðið sig fram gegn Slobodan Milosevic forseta við forsetakosningarnar 20. desember. Miklar vonir eru bundnar við að hann nái kosn- ingu þar sem meiri líkur eru þá taldar á friðsamlegri lausn mála í Bosníu. Kjömefnd hafnaði framboði Panics á sínum tíma á þeirri for- sendu að hann hefði ekki dvalist nógu lengi í landinu en hann hafði verið búsettur um áratuga skeið í Bandaríkjunum er hann var kvadd- ur heim til þess að taka við starfi forsætisráðherra sl. júlí. Hæstirétt- ur hefur nú ógilt þá ákvörðun. Milosevic kvaddi Panic til starfa í Belgrad sl. sumar en fljótlega greindi þá um stjóm landsins. Panic er mun hófsamari og lq'ör hans af ýmsum talin forsenda þess að hægt sé að finna friðsamlega lausn deil- unnar í Bosníu. Panic kvaðst sigurviss í gær þrátt fyrir að ríkissjónvarpið hefði rekið áróður gegn honum og tekið af- stöðu með Milosevic. Hann sagði að þjóðin vildi efnahagslegar um- bætur, frið og losna undan við- skiptabanni Sameinuðu þjóðanna. Hann væri eini frambjóðandinn sem væri þess megnugur að koma þess- um málum í farsæla höfn. ----- ADEINS h.Crfnkfúhííngur nVfrönskum sóau gos og salat MÍNÚTUSTEIK Kryddsmjör, salat, 599«. 5957 HAMBORGARI 199« ny frörrskum og sósu 325t "Vosti, 345« nvbacon, 375« 2.fatdurnVfrönskum og sósu 425« FISKBORGARI m/sósa,skenka,8vepptr 3507 IX” PIZZA 3-teg 3997 FISKUR "Köiiu 370«. oy.kenka, oetur og ananas »99- PTLSAmoiiu 997 Hlfepsi 85,* Frltt KAFFI, töttu sjó Pig ogspéðul ’ ; :_____t_ BONUS Blóöugt stríð í nafní Rama Reuter. Ofbeldinu mótmælt Hindúskar og múslímskar konur gengu í gær um stræti Bombay og kröfðust þess að ofbeldinu vegna eyðilegg- ingu moskunnar myndi linna. Óeirðir héldu áfram víðs vegar um Indland í gær og er talið að alls hafi nú 600 manns fallið frá því ofbeldið hófst á sunnudag. ÞEGAR herskáir hindúar rifu niður moskuna i indverska bæn- um Ayodhya á sunnudag eyði- lögðu þeir ekki aðeins 400 ára gamla byggingu heldur kunna þeir einnig að hafa brotið niður þann grundvöll sem indverska ríkið byggir á. Helgispjöllin í moskunni, sem pólitískir leiðtogar hindúa stuðluðu að og lögreglan lét viðgangast, hafa alvarleg áhrif á tilraunir til að koma á einingu meðal Indveija. Niðurrif moskunnar getur aðeins stóraukið spennuna milli ind- verskra hindúa, sem eru um 80% Indveija, og 100 milljóna múslima í landinu. Þetta vandamál hefur verið í brennidepli í indverskum stjómmálum í hartnær tíú ár. Þótt leiðtogar hindúa haldi því fram að átökin um moskuna í Ay- odhya snúist um trúmál er hér í raun um pólitískt stríð að ræða sem öfgaflokkar hindúa hafa notfært sér til hins ýtrasta. Þeir tveir flokk- ar sem hafa kynt undir þessu stríði eru Bharativa Janata-flokkurinn, BJP, sem er stærsti stjómarand- stöðuflokkurinn á Indlandi, og Vis- hwa Hindu Parishad, VHP (Heims- ráð hindúa). Heittrúaðir hindúar telja að guð- kóngurinn Rama, einn æðsti guð hindúa, hafi fæðst í Ayodhya, hofbæ í fjölmennasta ríki Indlands, Uttar Pradesh, sem er einnig það mikilvægasta í indverskum stjóm- májum. Ýmsir trúarleiðtogar hindúa hafa árum saman reynt að sann- færa hindúa um að fæðingarstaður Rama sé einmitt þar sem moskan í Ayodhya stóð. Þeir halda því fram að moskan - sem fyrsti múslimski keisari Indlands, Babar, lét reisa árið 1528 - hafi verið byggð eftir að hof til dýrðar Rama hafi verið rifið til grunna á þessum stað. Þeir segja að með því að gera kröfu til staðarins séu þeir að bæta fyrir „ranglæti sögunnar“. Þótt þessi krafa sé frekar byggð á trúarkenningum en staðreyndum hafa hindúaflokkamir gerst sekir um alvarlega rangtúlkun á sög- unni. Héraðsdómstóllinn í Fa- izabad, sem Ayodhya heyrir til, kvað aðeins upp úr um það árið 1946 að Babar hefði látið reisa moskuna. Þremur árum síðar réð- ust samt hindúar inn í moskuna, eignuðu sér hana og komu fyrir helgimyndum af Rama. Yfírvöld skipuðu svo fyrir að moskunni skyldi lokað og bönnuðu hverskon- ar helgihald þar. Dómstóllinn úr- skurðaði síðar að moskan skyldi vera lokuð áfram og ekki bæri að fjarlægja helgimyndimar. Deilan magnast Hindúar og múslimar létu við það sitja þar til árið 1984, þegar leiðtogar VHP lögðu fram áætlun um að rífa niður þijár moskur í Ayodhya, Mathura og Varanasi, sem em allir helgir staðir sam- kvæmt trú hindúa. Deilan magnaðist aftur árið 1986 þegar héraðsdómstóllinn í Faizabad kvað upp þann dóm að opna bæri moskuna að nýju, án nokkurra takmarkana, auk þess sem hann staðfesti fyrri úrskurð um eignarrétt múslima til mos- kunnar. Eftir það hafa hindúa- flokkamir tveir beitt Kongress- flokkinn æ meiri þrýstingi. Leiðtog- ar flokksins - Rajiv Gandhi, Chandra Sekhar og Narashima Rao, núverandi forsætisráðherra - hafa allir notfært sér deiluna í póli- tísku skyni og reynt að friða bæði hindúa og múslima. Þótt múslimar séu í minnihluta er stuðningur þeirra afar mikilvægur fyrir flokk- inn, sem getur á hinn bóginn ekki unnið gegn hindúska minnihlutan- um. Púðurtunna Deilan um moskuna varð mesta hitamálið í indverskum stjómmál- um árið 1989 þegar leiðtogar VHP lögðu fram áætlun um Qármögnun hofs á þeim stað þar sem moskan stóð. Ifylgismenn VHP efndu til vígsluathafnar á staðnum í septem- ber sama ár og brutu þannig gegn úrskurði héraðsdómstólsins. Þetta var upphafíð að heiftúðug- um og blóðugum átökum milli hindúa og múslima. Ayodhya breyttist úr friðsamlegum hofbæ í trúarlega púðurtunnu. Miklar blóðsúthellingar urðu í norðurhluta Indlands frá september til nóvem- ber árið 1989. Aætlað er að 4.000 manns hafi beðið bana í átökunum til ársins 1990. Stjórnir falla Hæstiréttur Indlands hefur að- eins kveðið upp þann úrskurð að deilt sé um moskuna og bannaði byggingarframkvæmdir á stóru svæði umhverfís hana. Niðurrif moskunnar brýtur í bága við þetta bann. Kalyn Singh, leiðtogi stjóm- arinnar í Uttar Pradesh, lofaði því að moskan yrði ekki rifín og hof ekki reist á svæðinu. Singh sagði af sér eftir niðurrif moskunnar og indversk stjómvöld véku stjóm hans frá. Þetta er í annað sinn sem stjóm Uttar Pradesh-ríkis fer frá vegna deilunnar, því stjómin á undan sagði af sér vegna hennar. Indversk stjóm hefur einnig farið frá vegna þessa máls, því stjórn V.P. Singhs, leiðtoga Þjóðarfylk- ingarinnar, féll árið 1990 þegar BJP-flokkurinn hætti stuðningi við hana eftir að Singh hafði látið stöðva fjöldagöngu hindúa til Ay- odhya. ^Narasimha Rao, forsætisráð- herra Indlands, er einnig afar valt- ur í sessi vegna niðurrifs moskunn- ar og óeirðanna sem fylgdu í kjöl- farið. Mið- og vinstriflokkamir hafa krafist þess að hann segi af sér þar sem hann hafí ekki reynt að afstýra niðurrifí moskunnar og veija hagsmuni múslima. Heimild: Politiken. Sviss 60% vilja kjósa aftur um EES Zttrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaríti SEXTÍU prósent Svisslendinga myndu vilja fá að kjósa aftur eftir eitt til tvö ár um aðild þjóðarinnar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) samkvæmt skoðanakönnun- um. Aðeins 34% þjóðarinnar eru ánægð með niðurstöðu þjóðarat- kvæðagreiðslunnar um helgina. 50,3% þjóðarinnar og 16 af 23 kantónum felldu þá tillögu um aðild að EES. Aðeins 10% vijja að Sviss einangrist í Evrópu sam- Morgunblaðsins. kvæmt könnuninni. 45% viþ'a að tengslin við önnur Evrópuríki aukist hægt og sígandi og 53% vilja að undirbúningi umsóknar að Evrópubandalaginu (EB) verði haldið áfram í Brussel. Skoðanakönnun sem var gerð á kosningadag sýnir að 27% stuðnings- manna EES greiddu atkvæði með aðild til að koma í veg fyrir einangr- un Sviss, 23% af efnahagsástæðum, 15% til að opna Sviss fyrir umheimin- um og 13% til að auðvelda unga fólk- inu framtíðina. 15% andstæðinga EES nefndu aukningu erlends vinnu- afls sem helstu ástæðuna fyrir af- stöðu sinni, 11% óttuðust sjálfstæði- missi landsins og um 8% nefndu föð- urlandsást, andúð á EB eða ástandið í Evrópu almennt. Meirihluti íbúa allra kantóna franska hlutans og Basel greiddu atkvæði með aðild en meirihluti íbúa allra þýsku kantónanna og hinnar ítölsku greiddu atkvæði á móti. Leið- togar ,já-kantónanna“ velta nú fyrir sér hvaða stefnu samstarf þeirra við nágrannana í Frakklandi og á suð- vesturhomi Þýskalands getur tekið. Kantónumar hafa takmarkaðan rétt til að fara eigin leiðir í utanríkismál- um samkvæmt stjómarskránni en Vincent Granjean, sérfræðingur í Evrópumálum, segir að sérstakur EES-samningur við þær komi ekki til greina. SKMFBOSffiSTÓLL 150 er með Þykkbólstraðri setu og stillanlegu baki. Hœgt er að stilla bak í hvaða stöðu sem er. Stóllinn er á fimm arma fœti og á hjólum sem bremsa Þegar enginn er í honum en renná létt og liðug Þegar sest er í hann. Parket hjól eru einnig fóanleg. 13.870,- STGR. €gHS SKRIFSTOFUHÚSGÖGN HALLARMÚLA 2 SÍMI 813211 & 813509 TELEFAX 689315 TÖLVUT/EKI FURUVÖLLUM 5 AKUREYRI TÖLVUBORÐ 23« 10.950,- STGR. Ódýrt og hentugt, með útdraganlegri hliðarplötu og ó hjólum. Hæðastilling 66 - 80 cm. þetta tölvuborð er fáanlegt ( hvítu og beyki með gróu stelli. Fáanleg er prentaraplata 236 36 x46 cm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.