Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992 45 svæðinu til þess að þeir geti veitt þær sjálfír og selt í búðir? Vilja þeir kannski hefja sölu á veiðileyf- um? Kannski er enginn eðlismunur á því að selja veiðileyfi í Þingvalla- vatn fyrir landi þjóðgarðar og að selja veiðileyfí á rjúpur í þjóðgarð- inum sjálfum. Eitt af því sem stundum heyrist er að ekki megi raska jafnvægi í lífríkinu, orðið vistkerfí kemur mjög oft fyrir og menn telja sig vita að minnsta breyting í stofn- stærð einnar dýrategundar hafi I áhrif upp og niður allan fæðupýr- amídann. Hvert hið endanlega og guðdómlega jafnvægi svo er getur enginn sagt til um. Ef ekki á að hafa manninn inni í þeirri mynd verðum við íslendingar að biðja guð að hjálpa okkur. Akstur og umgengni er nokkuð sem margar sögur eru sagðar af veiðimönnum til hnjóðs. Rjúpna- skyttan er í hugum sumra einhver sem böðlast á fjallatrukk eða fjór- hjóli um viðkvæmar heiðalendur og vinnur stjórtjón á umhverfínu. A það skal minnt að ijúpna- tíminn hefst um miðjan október, skammdegið er að skella á, sá sem I ætlar í einhver ævintýri á bílnum sínUm áttar sig fljótt á því að tími til veiða verður lítill. Ég játa það I að ég þekki lítið til notkunar vél- sleða við ijúpnaveiðar en mér hef- ur alltaf fundist að lítið sé um ijúp- j ur þar sem snjór er nógu mikill fyrir sleða. Þó kann að vera að á vissum landsvæðum sé þetta tilfell- ið. Fjórhjól hafa mikið verið út- hrópuð sem mikilvirk við ijúpna- veiðar. Sumir virðast halda að ekki sé um annað að ræða en að aka yfír stokka og steina, gljúfur og fjöll með mundaða byssuna og salla niður ijúpur. Nú vil ég upplýsa fólk um það að fjórhjólum er ekki hægt að aka nema með báðar hendur á stýrinu og augun á því sem aka á um. Pjórhjól eru ekkert annað en létt, lipur og hagkvæm útgáfa af jeppa. Svo lengi sem heimilt er að flytja menn og veiði- j tæki með vélknúnum farartækjum til og frá veiðistað er fjórhjólið miklu umhverfísvænna en torfæru- ( bíll. Fjórhjólið er fyrir mér hreyfan- leg birgðastöð þar sem ég geymi nestið mitt og kaffibrúsann ásamt sjúkrakassa og úlpu. Að auki er notkun fjórhjóla svo langt frá því að vera almenn að hlægilegt er að tala um þau sem umhverfis- vandamál. Einnig má benda á að fjórhjólið sem slíkt er ekkert verr innrætt en ökumaðurinn. Hver eru þessi náttúruspjöll af völdum fuglaveiða? Kannski tóm skot- hylki? Flestir tína þau upp og setja á þann stað sem þau voru á fyrir notkun. Þau tómu' skothylki sem týnast hverfa úr augsýn á nokkr- um mánuðum. Þetta atriði er ákaf- lega léttvægt í samanburði við t.d. eina girðingu eða eitt bannskilti. Afréttir, fólkvangar og friðlönd- Síðasta atriðið sem brýnt er að ræða er afnot íslendinga af afrétt- um, fólkvöngum, þjóðgörðum og friðlöndum. Fyrst af öllu þarf ræki- lega að koma í veg fyrir misskiln- ing á báða bóga um það hvað má og hvað ekki má. Bláfjallafólk- vangur er til, má veiða ijúpur þar? Friðland að fjallabaki er til, er óhætt að veiða ijúpur þar, má ég tína þar krækiber? Má ég tína sveppi á Þingvöllum? Á hveijum hvílir sönnunarbyrðin fyrir því hvort ég er á afrétti eða heima- landi einhvers hrepps? Ég veit að ég mæli hér fyrir munn fjölmargra íslenskra útivist- armanna sem flestir eru löghlýðnir og seinþreyttir til vandræða en ég hef það á tilfinningunni að ef við höldum áfram að þegja og látum þröngva upp á okkur loðnum reglu- gerðum og lögum, boðum og bönn- um af firrtu öfgafólki verði ákaf- lega leiðinlegt að búa á íslandi. Ég hef fengið nóg af rangfærslum og „af því bara“ rökum og skora á menn og konur, sérfræðinga og leikmenn að láta í sér heyra, dug- lega, svo að stjómmálamenn lands- ins skilji það að það eru ekki bara öfgasinnaðir grænfriðungar sem hafa áhuga á umhverfismálum. Höfundur er deildarstjóri í Hafnarfirði og veiðimaður. Fyrirlestur um galdra MATTHÍAS Viðar Sæmundsson, bókmenntafræðingur, heldur föstudaginn 11. desember fyrir- lestur í Nýlistasafninu við Vatns- stíg, um galdra og galdrastafi. Matthías mun einkum fjalla um efni nýútkominnar bókar, Galdrar á íslandi, sem geymir, auk viðamik- illar ritgerðar Matthíasar Viðars um kukl og heiðna þjóðmenningu, merkasta galdrahandrit sem varð- veist hefur, íslenskt kennslurit í galdri frá 17. öld, sjálfri galdraöld- inni. j Matthías mun koma víða við og er óhætt að hvetja fólk til að mæta, hvort sem áhuginn beinist að kukli, | heiðnum sið eða sögu þjóðarinnar. Þessi fyrirlestur er sá þriðji í fyrirlestraröð sem Nýlistasafnið | stendur fyrir í vetur, en áður hafa þeir Hannes Lárusson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson sótt safnið heim. Fyrirlestur Matthíasar Viðars Sæmundssonar er öllum opinn. ♦ ♦ ♦---- Loðin rotta á Selfossi REYKVÍSKI dans- og söngva- flokkurinn Loðin rotta leikur í Gjánni á Selfossi föstudags- og laugardagskvöld 11. og 12. des- ember. Hljómsveitinni til aðstoðar eru fjórar dansmeyjar, ljósavinnuflokk- ur, búningahönnuðir og hljóðmeist- arar. I I i ítölsk leðurstígvél Teg. 5907 Litir: Ljósbrúnt, dökkblátt, svart m/vínrauðu. Stærðir: 36-4T/z (hálf númer). Verð aðeins kr. 9.950,- Staðgreiðsluafsláttur-Póstsendumsamdægurs. B (j^ sk/bi MÍLANÖ KRINGLUNNI8-12 S. 689345 LAUGAVEGI 61-63, SlMI 10665 Púlsinn 16 ára afmæli Geimsteins hf. AFMÆLIS- og útgáfutónleikar verða fimmtudaginn 10. desem- ber á Púlsinum í tilefni 16 ára afmælis útgáfufyrirtækisins Geimsteins hf. og útkomu geisla- disks Rúnars Júlíussonar sem ber heitið Rúnar & Otis. Sér- stakur gestur kvöldsins verður Bubbi Morthens. Tónleikamir verða sendir út í beinni útsendingu á Bylgjunni milli kl. 22 og 24 í tónlistarþættinum íslenskt í öndvegi — Púlsinn á Bylgjunni í boði Opus Allt við- skiptahugbúnaðar og íslenskrar forritaþróunar hf. Það má með sanni segja að Rúnar Júlíusson eigi langan og ævintýralegan feril í rokkinu sem hófst með stofnun Hljóma, vinsæl- ustu hljómsveit sjöunda áratugar- ins og síðar Trúbrots. Þá hefur Rúnar staðið fyrir útgáfustarfsemi í 16 ár sem hófst með stofnun Geimsteins-hf. auk þess að reka eigin hljómsveit að ógleymdum þætti hans í Lonlí blúbojs. Þegar sumir héldu að nú væri Rúnar loks- ins búinn að fá nóg af rokkinu kom hann öllum á óvart með samstarfí sínu við Bubba Morthens sem leiddi til stofnunar rokksveitarinnar GCD. Nú er Rúnar kominn með nýjan geisladisk á markaðinn sem heitir Rúnar & Otis en hún er af- Ekki er vitað til að teljandi tjón hafí hlotist af veðrinu sem var víða um land. Innanlandsflug lá niðri fram yfir klukkan 16 en eftir það tókst Flugleiðum að komast til allra áfangastaða annarra en ísa- fjarðar. Víða á vegum sunnanlands og rakstur samstarfs hans og Larry Otis, gítarleikara frá Bandaríkjun- um. Otis leikur með hljómsveit Rún- ars Júlíussonar á þessum tónleik- um en auk þerra félaga leika í hljómsveitinni Tryggvi Hiibner, gítar, Jón Ingólfsson, trommur, og Hjörleifur Ingólfsson á bassa. vestan gekk umferð erfíðlega með- an veðurhæðin var hvað mest enda fylgdi rigning og hætt við að bflar fykju úr af hálum vegunum sem veittu lítið grip. Hvassviðrið varð hvað mest á Snæfellsnesi eftir því sem næst verður komist en ekki hlutust af teljandi vandræði. Flutningabíll fauk á hliðina FLUTNINGABÍLL fauk á hliðina á veginum undir Hafnarfjalli í sunnan hvassviðri sem gekk yfir landið fyrrihluta dags á þriðju- dag. Hvorki ökumann né farþega sakaði. Bíllinn, sem var tómur, skemmdist nokkuð og var honum, að sögn lögreglu í Borgarnesi, lyft á réttan kjöl eftir hádegi þegar veður lægði. ► Húsgögn Meöal flnnars eiyin framleiOsla. Glugoatjaldðefni og húSQflgnaáhiæOi. Ljósabönaðuí Gtiljðs og inniljös. Lítiö viö og gleöjið augað ! Hönnun í hávegum... FAXAFENI 7 108 REYKJAVÍK SÍMI 91 687733
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.