Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1993 ?------------------------------------- SAS Lukkupotturinn er fullur af ævintýrum! * Anægð- ur með sinn hlut SÆÞÓR Gunnaf'sson, skip- verji á dragnótabátnum Auðbjörgu II SH frá Ólafs- vík, landar hér úr bátnum á mánudag en þá fékk hann 33 tonn af fallegum þorski skammt frá Ólafsvík. Afl- inn var seldur á Fiskmark- aði Breiðafjarðar og feng- ust um þijár milljónir fyrir hann, eða 90 krónur fyrir kílóið. Sæþór er á einum og hálfum hlut og fær því 270 þúsund krónur í hlut eftir þennan dag. SAS LUKKUFARGJOLD Verð miöað viö einstakling: 30.160 34.520 41.550 46.720 52.930 58.110 61.210 Kaupmannah. Helsinki Berlín Amsterdam* Brussel* Aþena Bilbao* Stokkhólmur Turku Hamborg* Dusseldorf Budapest Kiev Oporto* Osló Tampere Hannover Frankfurt* Munchen* Mílanó Palma* Bergen Vaasa Stuttgart Parfs* Lissabon Valencia* Stavanger Leipzig Ríga Madrid Kristiansand Vín* Malaga Váxjö Vilníus Róm Vásterás Zúrich* Feneyjar Gautaborg Barcelona Alicante* Malmö Genf* Istanbúl Kalmar Prag Nice Jönköping Tallinn Norrköping Örebro 1250 kr. ísl. flugvallarskattur er ekki innifalinn í uppgefnu veröi. SAS flýgur frá íslandi til Kaupmannahafnar mánudaga, miðvikudaga og laugardaga. Flug til íslands er á sunnudags-, þriðjudags- og föstudagskvöldum. *Til eru ódýrari gjöld en þá má ekki stoppa í Kaupmannahöfn og bamaafsláttur er fyrir börn yngri en 12 ára. Kynntu þér SAS Lukkupottinn á söiuskrifstofu SAS eða á ferðaskrifstofunni þinni og fljúgðu á vit ævintýranna í Evrópu! /////S4S SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 172 Sími 62 22 11 Húsnæðisstofnun - lífeyrissjóðirnir SAS býður upp á ótrúlega lág far- gjöld til borga um alla Evrópu á verði sem er um 40% lægra en á venjulegum fargjöldum. Börn og unglingar frá 2ja til 18 ára aldurs fá þar að auki 50% afslátt. Til að spila ISAS Lukkupottinum þarf að kaupa farmiðann 7-14 dögum fyrir brottför og dvelja a.m.k. aðfararnótt sunnudags í því landi sem ferðast er til. Hámarksdvöl er einn mánuður. Þegar ferðast er til borga utan Norðurlandanna er hægt að stoppa í Kaupmannahöfn á báðum leiðum. Líkur á samkomulagi um bein kaup fyrir um 6 milljarða króna BÚIST er við að samkomulag takist í lok vikunnar milli samtaka lífeyrissjóðanna og Húsnæðisstofnunar ríksins um hvernig skulda- bréfakaupum lifeyrissjóðanna verði háttað á þessu ári. Húsnæðis- stofnun þarf að afla hér innanlands um 9 milljarða króna á árinu og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins verður fjárþörfin að öllum líkindum uppfyllt með 6 milljarða beinum skuldabréfakaupum lífeyrissjóðanna en að öðru leyti með skuldabréfaútboðum. Samningur þessara aðila frá því í fyrra hljóðaði upp á að helmingur- inn af lánsfjárþörf Húsnæðisstofn- unar skyldi fjármagnaður með bein- um kaupum og hinn helmingurinn með útboðum. Húsnæðisstofnun hefur hins vegar óskað eftir því að í ár verði meira en helmingurinn fjármagnaður með beinum kaupum vegna þess hve útboðin komu slæ- lega út í fyrra. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa lífeyrissjóðirnir tekið undir þessa breytingu á rammasam- komulaginu frá því í fyrra og þykir líklegt að samkomulag náist í lok vikunnar um bein kaup þeirra fyrir um 6 milljarða króna. Síðan verður samið við hvern einstakan lífeyris- sjóð um kaupin, en viðmiðunarregl- ur um lánskjör verða að öllum lík- indum óbreyttar frá því sem var í fyrra. Þá voru vextirnir, sem reikn- aðir eru út eftir á, 7,6% á tímabil- inu frá janúar til mars, en sam- kvæmt útreikningi Seðlabankans eru líkur á því að þeir verði 7,1% fyrir tímabilið frá apríl til desember á síðasta ári. Almennt fylgja vext- irnir vöxtum spariskírteina ríkis- sjóðs, og er skýringin á lækkuninni sem varð á síðari hluta ársins í fyrra meðal annars sú að ríkið seldi mikið af spariskírteinum á árinu, í áskrift, á 6,5% vöxtum. Sementsverk- smiðja ríkisins 95 millj- óna tap á síðasta ári ALLS varð 95 milljóna króna tap af rekstri Sementsverksmiðju ríkisins á síðasta ári en ársreikn- ingar fyrir 1992 voru lagðir fram og afgreiddir á fyrsta fundi ný- kjörinnar stjórnar Sementsverk- smiðjunnar siðastliðinn þriðju- dag. Að sögn Gylfa Þórðarsonar, framkvæmdastjóra Sements- verksmiðjunnar, er þetta nei- kvæðari útkoma en gert hafði verið ráð fyrir á síðasta ári og felst skýringin í að 43 milljónir stöfuðu af gengistapi á síðustu mánuðum ársins. Mikill samdráttur varð í sements- sölu á síðasta ári eða um 11% og gert er ráð fyrir að minnsta kosti 7% samdrætti á þessu ári. Verð á sementi hækkaði nýlega um 5% það hafði verið óbreytt í tæplega tvö ár. Samdráttur Gylfi sagði að fyrirtækið gæti ekki mætt þessum samdrætti með hækkunum á útsöluverði á sem- enti. Sú hækkun sem ákveðin var hafi eingöngu verið til að halda í við verðlags- og gengisbreytingar. „Við reynum að bregðast við sam- drættinum á annan hátt,“ sagði hann. 3kki hafa verið teknar ákvarðanir um hvernig að því verð- ur staðið. VZterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.