Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 15
15 rökum gegn algjöru banni við hval- veiðum. Takist að fá slík rök viður- kennd á þingi Evrópuráðsins, nýtist sá ávinningur langt utan veggja þess. Val á leiðum Af orðum Gro Harlem Brundtland má ráða, að Norðmenn ætli að berj- ast - hart fyrir því innan vébanda Alþjóða hvalveiðiráðsins, að þar verði starfsreglur í heiðri hafðar. Norski forsætisráðherrann fer með rétt mál, þegar hún segir, að Al- þjóða hvalveiðiráðið hafi ekki verið stofnað til að friða hvali heldur í því skyni að hafa stjórn á hvalveið- um. Hér skal sorgarsaga Alþjóða hvalveiðiráðsins hin síðari ár ekki rakin. Hvort sem það var fyrir and- varaleysi eða eitthvað annað, virð- ast þeir hafa náð undirtökunum inn- an ráðsins, sem vilja ekki taka tillit til vísindalegra raka um sterka stöðu ýmissa hvalastofna. Island hefur nú sagt sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og getur því ekki lengur lagt Norð- mönnum eða öðrum lið þar, þegar þeir halda fram þeim sjónarmiðum, sem Gro Harlem Brundtland kynnti í Strassborg. íslenska ríkisstjórnin hefur valið aðra leið en hin norska í baráttunni gegn þeim, sem vilja með heiðarleg- um eða óheiðarlegum ráðum hindra hvalveiðar. Ef við ætlum að hefja hvalveiðar að nýju, verðum við sam- tímis að búa okkur undir öflugra kynningarstarf. Það verður að stunda á þingi Evrópuráðsins, innan annarra alþjóðasamtaka og á þeim lánsfjárþörf ríkisins heldur uppi vöxtum. Eina tiltæka ráðið er samdráttur í umsvifum ríkisins hvort sem mönnum líkar það betur eða ver og sala ríkiseigna. Jafnframt hefur verið unnið að því að treysta stöðu atvinnufýrir- tækja með afnámi aðstöðugjalds og lækkun tekjuskatts þeirra. Allt eru þetta aðgerðir sem munu skila árangri þegar frá líður, en varhugavert er að heimta tafar- lausan árangur af erfiðu starfi og ákvörðunum. Slíkar kröfur bera ekki vott um mikið raun- sæi, einkum í ljósi erfiðra ytri skilyrða eins og aflabrests og minnkandi útflutningstekna. Brýnt er að almenningur geri sér grein fyrir því að sársaukafullar aðgerðir nú eru í reynd fjárfesting til fram- tíðar. III. Þær kynslóðir íslendinga sem komist hafa til vits og ára eftir að lýðveldi var stofnað hér á landi þekkja í reynd ekkert annað en stöðugt batnandi lífskjör og hafa aldrei kynnst af eigin raun þeirri fátækt og því basli sem afar þeirra og ömmur máttu upplifa. Af þeim sökum er höggið sem dynur á þjóð- inni nú meira en ella. Það er engu líkara en að fólk trúi ekki sínum eigin augum og eyrum, þegar sagt er blákalt við það, að tímabili eyðslu og spennu sé lokið a.m.k. í bili, að ekki sé hægt að taka frekari lán í útlöndum til að halda uppi lífsgæð- unum, að draga verði úr útgjöldum ríkissjóðs vegna þess að framleiðsla þjóðarinnar stendur ekki lengur undir þeim, að samdrættinum í þjóðarbúskapnum sem staðið hefur í fimm ár sé ekki lokið og að leita verði allt aftur til kreppuára fjórða áratugarins til að finna hliðstæðu. Auðvitað eru þessar aðstæður sem hér hefur verið lýst grábölvað- ar, en það er tálsýn heillar þjóðar að gæla við þá hugmynd að hægt sé að auka og bæta lífskjörin við slíkar aðstæður. Á þetta er minnt hér vegna þess að forustumenn í stærstu samtökum launafólks hafa að undanförnu verið að lýsa yfir því að þeir ætli að ná í lcjarabætur til handa umbjóðendum sínum í komandi kjarasamningum, jafnvel þótt þeir viti mætavel að forsendur slíkra loforða eru á sandi byggðar. Allt hugsandi fólk skilur að mál- flutningur af þessu tagi er blekking ein, hreinasta tálsýn. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1993 mörkuðum, sem eru mikilvægastir fyrir íslenskar sjávarafurðir. Minn- umst þess, að í Bandaríkjunum eru enn í gildi lög um refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar gegn hvalveiði- þjóðum. Sjálfsagt er að bjóða andstæðing- um sínum hiklaust birginn, ekki síst þegar málstaðurinn er jafn góður og við íslendingar og Norðmenn höfum í hvalamálinu. A hinn bóginn er ekki skynsamlegt að hefja stríð, ef augljóst er, að tap manns sjálfs geti orðið meira en ávinningurinn. Til þess að svo verði ekki vegna hvalveiða er nauðsynlegt að efla mjög kynningarstarf í anda sköru- legs málflutnings Gro Harlem Brundtland á þingi Evrópuráðsins í Strassborg. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formaður Islandsdeildar þings Evrópuráðsins. Vogar Ein miUjón í snjómokstur í janúar Vogum. Vatnsleysustrandarhreppur greiddi eina milljón króna í snjó- mokstur í janúarmánuði, sem er til muna hærri upphæð en verið hefur á heilu ári síðastlið- in fimm ár. Að sögn Jóhönnu Reynisdóttur sveitarstjóra hefur snjómoksturinn kostað frá 30 þúsundum króna til 400 þúsund króna á ári síðastliðin fimm ár. Kostnaðurinn fyrsta mán- uð ársins er því verulega mikill og í fjárhagsáætlun fyrir yfirstand- andi ár er gert ráð fyrir einni og hálfri milljón króna í þennan mála- flokk. E.G. Eyjólfur M. Guðmundsson Krakkar moka og sópa hlaupabrautir á snjólögðu svellinu. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.