Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 40
40 rr MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1993 a/.úhb:n .n »!>jnTiTfna'T uhiah:/ j;w.m ffclk f fréttum Vandlega valið af kóreskum mat á Café Kim. Gestir gæða sér á líbönskum mat á Marhaba. Morgunblaðið/Sverrir Óskar Kim, eigandi Café Kim, Bjarni Ásgeirsson hótelstjóri Hótels Reykjavíkur og Aladin Yasin, eigandi Marhaba. VEITINGAHUS Austurlenskur matur að hætti Líbana og Kóreubúa Reykjavík, Líbanon, Kórea — er eitthvað sem tengir þessi nöfn? Jú, í Hótel Reykjavík við Rauðarár- stíg eru tveir veitingastaðir, annar líbanskur, Marhaba, í eigu hjónanna Gabriellu Graizani Yasin og Aladin " Yasin, hinn kóreskur, Café Kim, í eigu Jennýjar og Óskars Kim. Báðir staðimir bjóða upp á austurlenskan mat, en þó hvor með sinni áherslu. Aladin Yasin fluttist til íslands fyrir tíu mánuðum og þegar hann var spurður hvers vegna svaraði hann því, að hann hafi verið kvænt- ur íslenskri konu. Þau bjuggu í Saudi-Arabíu en eru nú fráskilin og hann langaði að vera í nálægð bama sinna, ómars Kjartans, 6 ára, og Inam Rakelar, 9 ára. Marhaba er eini líbanski veitingastaðurinn hér á landi. Þriðji veitingastaðurinn Jenný og Óskar em einu kóresku hjónin sem búa á íslandi og er Café Kim þriðji veitingastaðurinn sem þau hafa opnað, en 19 ár em síðan þau fluttu frá Þýskalandi, þar sem þau bjuggu í 3 ár. „Ég vann þar í skipasmíðastöð og var boðið að koma hingað til íslands," segir Ósk- ar. „Þetta var sumarið 1974 og þá var veðrið svo fallegt, sól og mikill hiti. Mér fannst allir sem ég hitti svo vingjamlegir og brosmildir, svo að við ákváðum að flytja hingað um haustið og ég fékk vinnu í Stálvík. En þegar við komum var grenjandi rigning og óskaplega kalt. Það þýddi ekkert að láta það á sig fá,“ bætir hann við brosandi. Jenný fékk vinnu sem sjúkraliði á Vífílsstöðum, en svo kom að því að þau langaði til að opna veitinga- stað. Árið 1983 opnuðu þau Kofann í Síðumúla, seldu hann 1987 og opnuðu Hjá Kim í Ármúla. Að þessu sinni, á Café Kim, munu þau þjóna gestum hótelsins auk öðmm viðskiptavinum. „Við verðum bæði með íslenskan mat og austur- lenskan. Útlendingar vilja fá ís- lenskan mat og þá útbúum við hann, en svo ætlum við meðal annars að bjóða upp á þjóðarrétt Kóreu „bo- ulgogi“ (kjötréttur), „shasimi" (físk- réttur) og salat).“ Nógu kryddaðan mat! Þau segja að á ámnum í kringum 1980 hafí íslendingar lítið kunnað að meta mikið kryddaðan mat. „Það hefur breyst og núna kvarta sumir sem koma til okkar yfir því að maturinn sé ekki nógu sterkur," segir Jenný, sem sér aðallega um matseldina núorðið ásamt öðmm kokki, því Óskar lenti í árekstri fyr- ir 4 ámm og „líkaminn er ekki eins og hann á að vera, eymsli hér og þar“ eins og hann segir. Þegar þau em spurð hvernig þeim líki íslenski maturinn grettir Jenný sig, en Óskar segir að hann langt oft í íslenskan mat, til dæmis skyr og kjötsúpu. Jenný segir að á borð- um heima hjá þeim og börnum þeirra, Klöm Jennýju, 14 ára, og Skúla Óskari, 8 ára, sé oftast kór- eskur matur. Hún minnist þess bros- andi þegar hún var ófrísk að Klöra og orðin hundleið á hvítkálinu sem hún notaði í salatréttinn „kimchi“. Valentínusarkvöld Kvöld elskendanna á veitingahúsinu A. Hansen fóstudaginn 12. febrúar kl. 19.00 Veislusfjóri: Kotrín Árnadóttir Undirleikur.- Guðni Þ. Guðmundsson Einsöngvari: Póll Óskor Hjólmtýsson lískusýning Irá lcelandic Models Hljómsveít Guðna Þ. Guðmundssonar Valentinusardagurinn er dagur óstarinnor og er holdinn hótíð- legur um ollon heim. Nofnið er dregið af nofni Valentinusar, sem var rómverskur prestur, Nónori upplýsingar eru gefnar íslma 651130. Matseáill: Tært fiskiseyði með Ijúffengum sjávarmolum. Piporlegið hangikjöt með melónu. Spínatfylltur lambahryggur á rifsberjagrunni. Valentinusardagur oð hætti Fjólu. Koffi og konfekt. Verðkr. 3.900. AHANSEN Vesturgötu 4, Hafnarfirði, sími651130 Kieran Culkin á harðahlaupum ásamt leikaranum Jean-CIaude Van Damme. KVIKMYNDIR Betri en stóri bróðir Kieran Culkin er farinn að feta í fótspor stóra bróður, Macaulay Culkin, því hann leikur í kvikmynd- inni Nowhere to Run. Ralph Novak kvikmyndagagnrýnandi People segir að Kieran sé ekki nærri eins sjálfsör- uggur og bróðir hans. Hins vegar sé hann miklu betri leikari. „Loksins sá ég kínakál í búð og keypti það. Þá kostaði það jafn mik- ið og nautakjöt, en ég keypti fullt af því, útbjó salatið og sat með heila stóra skál fyrir framan mig og borðaði. Það endaði með að Ósk- ar tók skálina frá mér með harðri hendi,“ segir hún hlæjandi. Þau segja að aðsóknin að veit- ingastöðum þeirra hafi alltaf verið góð. „Ef maður gefur sig allan í að búa til matinn og selur hann á hóf- legu verði, þá koma viðskiptavinirn- ir alltaf aftur,“ segir Jenný og bæt- ir við að hún brýni fyrir starfsstúlk- unum að hugsa um veitingastaðinn eins og heimili sitt og gestina eins og sína eigin gesti. Velta má fyrir sér hvort það sé ekki hluti af vel- gengni þessara brosmildu hjóna, sem finnst lítil ástæða til að barma sér þó að mörgum öðmm íslending- um finnist það. ■'GUMUhELAÖIU ÁRMANN ,kimchi“ (bragðsterkt Lýður Björnsson, höfundur bókarinnar Ármann í 100 ár, afhendir Grími Valdimarssyni, formanni félagsins, t.v., eintak af bókinni. BÆKUR Armanní 100 ár Ut er komin bókin Ármann í 100 ár, eftir Lýð Björnsson, þar sem rakin er saga Glímufélagsins Ármanns. Bókin verður seld í bóka- búðum, og einnig í Ármannsheimil- inu. Hún kostar 2.800 krónur. Bókin er ... „veglegt rit, sem lýs- ir ekki aðeins sögu íþrótta hjá Ar- manni heldur einnig stómm hluta af íþróttasögu íslands," segir Grím- ur Valdimarsson, formaður félags- ins m.a. í ávarpi í bókinni. Hann segir jafnframt: „í bókinni er að fínna heimildir um margar íþrótta- greinar sem ekki hafa verið skráðar í rit eða bók áður t.d. um hnefa- leika, judo og róður svo eitthvað sé nefnt. Einnir er að finna í bók- inni ýmiss sannindi um tildrög og atvik í hinu almenna íþróttastarfi á umliðnum áratugum.“ COSPER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.