Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1993 Rakhmanínov-tónlistarhátíðin íslandsfari sló 120 píanóleikurum við Moskvu. Frá Lárusi Jáhannessyni, fréttaritara Morgimblaðsins. SEYTJÁN ára gamall píanóleikari, Olga Pusjesnikova, sigraði á Rakhmanínov-tónlistarhátíðinni, sem var að ljúka hér í Moskvu. Hún er íslendingum að góðu kunn því hún var gestur Listahátíðar í fyrra ásamt fleiri rússneskum undrabörnum. Þar vakti hún verð- skuldaða athygli. Hátíðin var mjög vegleg að þessu sinni því nú eru 120 ár frá fæðingu Sergejs Rakhmanínovs og 50 ár frá andláti hans. Alls tóku 120 píanóleikarar frá ýmsum löndum þátt í keppninni og kom- ust 8 í úrslit þar sem Olga var yngst. Dómnefndin, sem skipuð var heimsþekktum listamönnum, átti ekki nógu sterk orð til að lýsa hæfileikum sigurvegarans. Fyrstu verðlaun, tíu þúsund dollara, afhenti Alexander Rak- hmanínov, afabam meistarans, og komu þau úr hans eigin vasa, en hann var sérstakur heiðursgestur á hátíðinni. -------» ♦ ♦------- Meðal Víetnama Francois Mitterrand Frakklandsforseti ræðir við íbúa Hanoi í gær, á öðrum degi heimsóknar hans til Víetnams. Forsetinn fer í sólarhrings heimsókn til Kambódíu í dag. Forseti Frakklands með loforð í farteskinu í heimsókn til Víetnam Mitterrand harrnar stríðið og tvöfaldar ijárhagsaðstoð Hanoi. Reuter. FRANCOIS Mitterrand, forseti Frakklands, sagði í gær að niu ára strið Víetnama og franska nýlenduhersins, sem lauk árið 1954, hefði verið mistök. Hann lofaði ennfremur að tvöfalda fjárhagsaðstoð Frakka við Víet- nam á árinu og skoraði á Banda- ríkjastjórn að aflétta viðskipta- banni á landið. Mitterrand sagði að Frakkar hefðu átt að reyna að afstýra stríð- inu við víetnamska þjóðemissinna undir stjóm Ho Chi Minhs - sem leiddi til stríðs Víetnama og Bandaríkjamanna rúmum áratug síðar. „Ég hef alltaf sagt að þetta stríð milli Frakka og Víetnama hafí verið mistök," sagði hann og bætti við að það hefði verið dýr- keypt og „grimmdarlegt“. Hann sagði að hægt hefði verið að af- stýra stríðinu ef Ho Chi Minh hefði tekist að koma á samningaviðræð- um um sjálfstæði Víetnams þegar hann kom til Frakklands árið 1946. „Hann hitti hins vegar eng- an sem vildi ræða við hann og semja um sjálfstæði Víetnams. Niðurstaðan var því stríð. Nú, 40 ámm síðar, tel ég mikilvægt að kanna betur hvað gerðist,“ sagði forsetinn. Mitterrand kvaðst hafa undirrit- að samninga um aukna samvinnu ríkjanna og sagði það viðeigandi að Frakkar yrðu fyrstir vestrænna þjóða að ijúfa einangmn Víet- nams. Fjárhagsaðstoðin við Víet- nama yrði tvöfölduð á árinu, en hún nam 36 milljónum dala, 2,3 milljörðum króna, í fyrra. Viðskiptabann „tímaskekkja“ Forsetinn áréttaði ennfremur þá skoðun sína að Bandaríkja- mönnum bæri að aflétta viðskipta- banni á Víetnam, sem þeir settu árið 1964, ári áður en þeir sendu hersveitir til landsins. Hann sagði að bannið væri „tímaskekkja“. Þegar hann var spurður hvort hann hefði einhver skilaboð til Bills Clintons Bandaríkjaforseta svaraði hann: „Aðeins eina ráð- leggingu - losaðu þig við við- skiptabannið. Punktur." Mitterrand sagði í ávarpi til Le Ducs Anhs, forseta Víetnams, að Frakkar byndu vonir við að efna- hagsumbætur víetnömsku komm- únistastjómarinnar í átt til mark- aðsbúskapar leiddu til aukins fijálsræðis á fleiri sviðum. Hann lagði áherslu á mikilvægi lýðræðis og virðingar fyrir mannréttindum. Sky-sjónvarpstöðin Sendingar truflaðar? ENN liggur ekki fyrir ákvörðun um hvort tekið verður að trufla útsendingar Sky-sjónvarpsstöðv- arinnar bresku sem eigendur gervihnattabúnaðar í Evrópu og á íslandi hafa getað nýtt sér að kostnaðarlausu. Talsmaður Sky staðfesti í sam- tali við Morgunblaðið í gær að til tals hefði komið að rugla útsending- ar Sky News fréttarásarinnar og Sky One, sem einkum sýnir fram- haldsþætti. „Við höfum ávallt og ævinlega áskilið okkur rétt til að trufla út- sendingar á þessum rásum,“ sagði talsmaður Sky-fyrirtækisins en fyr- irtækið rekur nú fjórar rásir þar sem notendur þurfa að eiga af- ruglara hyggist þeir fylgjast með því efni sem þar er í boði. Taismað- urinn sagði aðspurður að vegna laga um höfundarrétt gætu einung- is áhorfendur á Bretlandi og írlandi nýtt sér afruglara fyrir rásir þessar. Breskir fréttamenn tilfinningasnauðir á frumsýningu „Di- nasty“ Harmsaga Díönu olli ekki táraflóði heldur hrossahlátri London. Reuter. SJÓNVARPSMYND í tveim þáttum um misheppnað hjónaband Karls Bretaprins og Díönu prinsessu var sýnd völdum hópi frétta- manna og fleira fólks á þriðjudagskvöld í fyrsta sinn í London og hlaut fremur óvæntar viðtökur. Framleiðendur studdust við metsölubók Andrews Mortons um ævi Díönu og höfðu gert ráð fyrir að myndin yrði til að hreyfa við tárakirtlum áhorfenda en hlátrasköll þeirra yfirgnæfðu stundum samræður söguheljanna. „Það hefði átt að kalla þetta Di- nasty,“ sagði blaðamaður slúður- blaðsins Sun um myndina sem sögð er blanda af táraflóði, bræðis- köstum og skartgripasýningu. Hann vísaði þar til bandarísku sápuóperunnar alþekktu; prinsessan gengur sem kunnugt er und- ir gælunafninu Di og enska orðið „nasty“ merkir illkvittinn. Myndin verður sýnd á SAy-sjónvarpsstöðinni í næstu viku. Framleiðendur vörðu þrem milljónum punda, nær 300 millj- ónum króna, í gerð myndarinnar. Lýst er harmsögulegu lífi ungu stúlkunnar sem varð fyrir því að æskudraumamir um sanna ham- ingju brustu vegna þess hve kon- ungsfíölskyldan er kuldaleg í framkomu og fáskiptin. Samtölin þykja sum einstaklega uppskrúfuð og tilgerðarleg, persónusköpun afar ýkjukennd. Leikkonan sem fer með hlutverk Díönu er Serena Scott-Thomas. Hún er miklu lægri í loftinu en prinsessan og hárið er tætingslegt, minnir fremur á hárkollu en vei hirta höfuðprýði Díönu. Karl prins stelur senunni, sem hann þykir annars ekki gera í reynd, með sérstæðu tungutaki sínu og hnyttni. „Hysjaðu nú upp um þig“ Díana, sem hefur átt við heift- arlegt lystarstol að stríða, er m.a. sýnd grátbiðja eiginmanninn að sýna sér meiri blíðu og nær- gætni. „Ég þarf á þér að halda, vil að þú haldir utan um mig,“ segir hún. Karl, sem leikinn er af Shakespeare-leikaranum David Threlfall, svarar grafalvarlegur: „Já en þú ert alltaf lasin“. Þessi og fleiri dramatískir hátindar verksins nutu sín ekki sem skyldi á frumsýningunni sakir hrossa- hláturs áhorfenda. Fréttamenn voru sammála um að eitt besta atriðið væri samtal Karls og Filippusar drottningarmanns þar sem hinn síðamefndi hvetur son sinn til að „hysja nú upp um sig“ og ná sér í konu. „Nú er ekki rétti tíminn til að vera niðurdreg- inn,“ segir Filippus, strangur á svip. Annars flokks fegurðardrottning Gagnrýnandi Sun, sem þykir Reuter Bresku leikararnir David Threlfall og Serena Scott-Thomas sem leika Karl, ríkisarfa Breta, og Díönu prinsessu í nýrri sjónvarps- mynd sem sýnd verður á Sfcy-sjónvarpsstöðinni í næstu viku. meinyrtur, taldi að hin háaldraða og vinsæla Elísabet drottningar- móðir liti út eins og „náungi með hárkollu," Díana eins og „annars flokks alheimsfegurðardrottning.“ Sara, hertogaynja af Jórvík, sem nú er skilin að borði og sæng við mann sinn, Andrés prins, er að sögn Sun „allt of lagleg og grönn til að líkjast fyrirmyndinni". Sjónvarpsstöðvar víða um heim, meðal annars í Frakklandi, Banda- ríkjunum og Japan, hafa keypt sýningarrétt að myndinni en breska Sky One-stöðin sendir myndina út á sunnudags- og þriðjudagskvöld. Buckingham- höll er búin gervihnattadiski og nær útsendingum Sky. Talsmaður hirðarinnar vildi ekki skýra frá því hvort konungsfjölskyldan gæti horft á stöðina og bætti hlæjandi við: „Þótt þau gætu það myndu þau ekki gera það“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.