Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRUAR 1993 23 Fyrsti íslenski lífvarðaskólinn settur á stofn Lífvarðarstarfið gefur vel af sér en er 99% bið „Ég segi nemendum mínum í fyrsta tímanum að lífvarðarstarf- ið gefi vel af sér en sé 99% bið,“ segir Guðni Guðnason, sem sett hefur á stofn fyrsta íslenska lífvarðaskólann. Guðni byrjar að kenna fyrstu verðandi íslensku lífvörðunum í byrjun apríl en grunnnámið tekur 3 mánuði, 68 tíma á kvöldin og um helgar, og endar með viku hæfnisprófi. Kennslugreinar verða bardag- alist, hjálp í viðlögum, skotfimi, grunnur að vernd mikilvægra manna, athyglishæfni, þolfimi, hættugreining, kortalestur, sprengjuleit, akstur og námskeið um óvini og bandamenn. Inntöku- skilyrði eru hreint sakavottorð, bílpróf og þokklegt líkamsástand. Guðni kennir sjálfur allar námsgreinar í skólanum og segist hafa fengið þekkingu sína héðan og þaðan. Hann hafí stundað bar- dagalist í 20 ár, keppt í skotfimi og lært sprengjuleit þegar hann þjálfaði hermenn í Svíþjóð. Hann hefur búið í Svíþjóð í 9 ár og er nýfluttur til íslands. Norðurlandabúar í tísku Aðspurður um skólann segir Guðni að um ákveðna tilraun sé að ræða. „Ég veit ekki hvernig íslendingar eiga eftir að taka þessu en ég er viss um að fólk erlendis á eftir að taka tillit til þess hversu fjölbreytta starfs- reynslu við Islendingar höfum yf- irleitt aflað okkur," segir hann Skólastjórinn GUÐNI ætlar að kenna yfir tíu greinar i fyrsta íslenska líf- varðaskólanum. og bætir við að út í heimi sé um þessar mundir í mikilli tisku að ráða lífverði frá Norðurlöndunum. Það orð fari af þeim að þeir séu snöggir bardagamenn, frískt og hugsandi fólk. Hann segir að nemendur sínir eigi eftir að njóta sambanda sem hann hafi aflað sér erlendis en hann geti þó ekki tryggt fólki líf- varðastarf. Hins vegar geti það án efa fengið starf við annars konar öryggisgæslu vegna mennt- unar sinnar lánist því ekki að fá lífvarðarstarf. Ekkert aldurstakmark Hann segir að ekkert aldurs- takmark sé inn í skólann, allir geti fengið að spreyta sig, en hann geri kornungu fólki grein fyrir því að möguleikar þess til þess að fá starf séu minni en þeirra sem t.d. séu komnir yfir 25 ára aldur. Aðspurður segir hann að konur eigi ekki síður möguleika en karl- ar til að fá starf við lífvörslu. „Nú er það orðið svo úti í heimi að hlutföllin eru orðin um það bit 40 konur á móti 60 körlum. Þær eru jafnvel vinsælli vegna þess að færri búast við að kona sé lífvörð- ur. Sömuleiðis er viðurkennt að þær hafi meira innsæi varðandi utanaðkomandi en karlar.“ Talsmaður Lífeyrissjóðs bænda um ákvörðun Seðlabanka Reglurnar skerptar BENEDIKT Jónsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs bænda, segir að með ákvörðun Seðlabankans að hafna beiðni Lífeyrissjóðs bænda og Lífeyris- sjóðs Tæknifræðingafélags ís- lands um að kaupa milliliðalaust fyrir eina miltjón dollara hvor sjóður hjá verðbréfasjóði í New York sé Ijóst að búið sé að skerpa reglur sem settar voru um slikar fjárfestingar skömmu fyrir ára- mót. Reglugerðin kveður á um að Seðlabankinn geti veitt undanþágu frá takmörkunum við fjárfestingum í langtímaverðbréfum í erlendri mynt en Benedikt sagði að þessi neitun Seðlabankans verði ekki túlkuð öðru vísi en svo að engar undanþágur verði veittar þangað til öllum hömlum verður aflétt á þessu sviði. „Þá eru ekki aðrir möguteikar eftir fyrir þá sem hafa áhuga á að fjárfesta erlendis en að gera það í gegnum íslenska verðbréfasjóði. Þar eru heimildir líka takmarkað- ar,“ segir hann. niúákn. 1.939,- Stýris- snjóliotup 10,33,34,40,41,43, átorákr. 4.181,- Nú á kr. 1.995,- meö póðpapstypi, áðup á kp. 18.812,- li’litilM'RMi með tölvumæli, áðup á kp. 21.373,- Snjólmtup Nu á kp. 1.998,- i á kp. 499,- ÍÉ| ■ flðeins í fáeina daga örnMnÞ' BEl lTugardaga RAÐQREIOSLUR FRÁ KL. 10-13 SKEIFUNNI I f VERSLUN SÍMI 679890 VERKSTÆÐI SÍMI 679891 SérpV** n daga i Vikuna 11.-17.febrúar Videospolur E180 þrjár í pakka • 100 simanumer i minm • Tímaáætiun • Heimstimar • Reiknivél VERÐ kr. 4.970.-stgr. Philips Cafe Duo Kaffifilter úr polyester sem nota má aftur og aftur. Hentug tveggja bolla kaffivél. VERÐ 2.890.- . r- Pnilips Whirlpool þurrkari sem fer vel með þvottinn • Rafknúið þurrkkerfi • Tekur 4.5 kg. i þurrkun • Auðvelt að hreinsa, lósigti VERÐ kr. 26.970.- stgr ® * Heimilistæki SÆTUNI 8 SiMI 69 15 15 ■ KRINGLUNNI SlMI 69 15 20 Hljómsnældur C60 Casio hljómborð 32 nótur: 100 hljóðfæri. 10 trommutaktar. Verð kr. 6.700.- stgr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.