Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993 37 hjálpa til við vinnu. Ég man eftir því þegar ég var sex ára var verið að byggja hús í Stífludal og pabbi hafði vinnu við að flytja bygginga- efni þangað síðasta spölinn á hest- vögnum því bílarnir komust ekki alla leið og var hann með fjóra eða fimm hestvagna í þessum flutning- um, þá var ég látinn hjálpa til.“ Árið 1971 lét Jón af formennsku í félaginu en átti áfram sæti í trúnað- armannaráði þess. í samningunum 1974 varð uppi óeining í stjórn og og trúnaðarmannaráði um leiðir i samningamálum sem leiddi til þess að formaður félagsins sagði af sér. Var þá kosinn sérstök saminganefnd og var Jón valinn til formennsku í henni, eftir að fyrsti formaður nefnd- arinnar sagði sig úr henni. í hönd fór sex vikna verkfall og fipaðist Jóni aldrei stjórnin. Það var dýrmæt- ur skóli að starfa með þeim Jóni og Stefáni Ögmundssyni í þessari hörðu deilu, sem félagið kom með fullri reisn út úr þrátt fyrir nokkur innri átök í upphafi. Við svona kringum- stæður reynir á stéttvísi og þolgæði og því hefðum við vart getað haft betri foringja en Jón í þessum átök- um. Í kjölfar þessarar deilu var svo Jón aftur kosinn formaður félagsins, en hann gaf þá bara kost á sér tií setu í eitt ár. Atvikin höguðu því þannig að árið 1980 fengum við hjónin leigt á háa- loftinu á Hverfisgötu 21, en Jón bjó þá þar fyrir. Konunni minni, Kicki, sem þá var nýkomin til íslands leist ekki meir en svo á að hefja búskap með mér í nánast sömu íbúð og ókunnugur maður. Við höfðum þó ekki búið lengi í sambýli við Jón að þau urðu perluvinir og mat hún hann afar mikils. Oft spurði hann hafa frétta af Kvennalistanum, ekki minnst eftir að Kicki varð starfskona Veru. Jón fylgdist af áhuga með þessu starfí og bar virðingu fýrir dugnaði og starfi kvennalista- kvenna, þó ekki væri hann alltaf sammála þeim leiðum sem þær vildu fara í pólitíkinni. Meðan við bjuggum á loftinu eignuðumst við tvo stráka sem auðvitað létu nokkuð fyrir sér fara þegar sá gállinn var á þeim, ekki lét Jón það trufla sig og reynd- ist piltunum hinn besti. Eitt sinn þegar Jón kom heim var sá eldri búinn að krafsa á hurðina inn til herbergja Jóns án þess að við hefð- um orðið þess vör. Jón spurði þá með bros á vör hvor listamannanna hefði verið svo hugulsamur að mynd- skreyta hurðina og svo var lista- mönnunum ungu boðið upp á súkku- laði. Þann tíma og reyndar mun lengri sem við bjuggum á loftinu störfuðum við Jón jafnframt saman á jarðhæð hússins. Hann sem for- stöðumaður Lífeyrissjóðs bókagerð- armanna og ég sem formaður Félags bókagerðarmanna, það má því segja að samstarf okkar og samskipti hafí verið allmikil. Þó við værum ekki alltaf sammála um leiðir í félagsmál- unum bar aldrei skugga á vináttu okkar. Þegar ég hugsa um þessa tíma eftir á er mér ljóst hvílíkt lán það var fyrir mig sem formann okk- ar þá nýstofnaðs félags að geta hvernig sem á stóð farið í smiðju til jafngóðs og hollráðs manns og Jóns. Þegar við hjónin fluttum af Hverfís- götunni var það ekki sársaukalaust, en börnin þurftu á betri útivistarað- stöðu að halda en Hverfísgatan bauð upp á. Jón sótti okkur heim á nýja staðinn til að óska okkur til ham- ingju og „blómin" sem hann hafði með sér var heilt tré úr Miðdal. Ein fögur ösp sem við gróðursettum við innganginn og gáfum nafnið Evel- ina. Það kom oft í hlut okkar Jóns að fylgja látnum félögum til grafar, sem fulltrúar samtaka okkar. Það fór ekki hjá því að „eilífðarmálin" bæri á góma og við ræddum ræður prestanna og mikið fór mærð þeirra á stundum í taugarnar á Jóni. Félagi Jón, það verður bara að hafa það þó það fari ugglaust í taug- arnar á þér; hér þar sem ég sit fjarri heimaslóð og set orð á blað af því þú ert dáinn vil ég að þú vitir að þegar ég kveð þig er ég að kveðja einhvern þann mætasta og besta mann sem ég hef kynnst. Ég er þakklátur „forsjóninni" fyrir að ég fór að ráðum mömmu minnar og lærði setningu og eignaðist jafn- framt þig að félaga og vini. Aðstandendum og vinum Jóns sendum við fjölskyldan alúðarkveðj- ur. Skrifað í Svíþjóð, Magnús Einar Sigurðsson prentari. Jón Ágústsson er dáinn. Við sem vorum samstarfsmenn hans síðustu árin vorum harmi slegnir þegar við fréttum lát hans síðasta mánudag, jafnvel þó við vissum að hann átti ekki langt eftir í þeirri hetjulegu baráttu sem hann háði við sér sterk- ari öfl síðustu mánuðina. Jón var nefnilega einn af þessum mönnum sem maður getur helst ekki hugsað sér að vera án og vildi helst umgangast alla ævi. Við Jón vorum nokkuð nánir samstarfsmenn síðustu 10 starfsár hans eða svo. Hann vann hjá lífeyrissjóðnum og ég hjá félaginu og það var innan- gengt á milli okkar. Oft þurftum við að leita til hvors annars og fá upplýs- ingar um hitt og þetta. Ég hafði félagaskrána, en hann hafði líka miklar upplýsingar um fólk svo þetta var gagnkvæmt. Ég kynntist Jóni fyrst fyrir alvöru árið 1965. Þá var hann varaformað- ur Hins íslenska prentarafélags. Bókagerðarmenn höfðu þá haft sam- flot í samningum síðan 1963. Þetta voru óróatímar. Það var nóg að gera. Ekkert atvinnuleysi þekktist og þau voru löngu orðin landsfræg verkföll- in um laugardagana. Atvinnurek- endur voru orðnir þreyttir á þeim. í samflotinu 1965 gerðum við góða samninga eftir næturlangan fund vestur í Mjóstræti. (í húsi FÍP.) Ein- hvern tímann um nóttina kemur til- boð frá atvinnurekendum (Baldur Eyþórsson var formaður þeirra) um samning, um laugardagana sem eft- ir voru, til tíu ára. Þetta var rætt fram og aftur og flestum þótti þetta alltof langur tími og var tilboðinu hafnað. I samninganefndinni voru bara þrír frá hveiju félagi og var Jón ekki í samninganefnd HÍP. Stuttu seinna eftir þessa samninga hitti ég Jón á gangi og honum var mikið niðri fyrir og spyr hvort það sé rétt sem hann hafí heyrt að við höfum fengið þetta tilboð um laug- ardagana. Ég segi það vera og hvernig þetta hafi borið að. Árið eftir verður Jón formaður HÍP og nú gerðist það ótrúlega. Það var aftur komið að samingum og að þessu sinni voru samningafundir í Alþingishúsinu og stjórnaði þeim sáttasemjari Torfí Hjartarson. Við vorum náttúrlega tilbúnir með fullt af kröfum og sitt úr hverri áttinni, fjögur bókagerðarmannafélög og ekki allir samstiga. Ég get sagt með sanni að ég var ekki að hgusa um laugardagana á þessari stundu. Lagði meiri áherslu á kaupið. Þetta var ekki langur fundur hjá Torfa og hann boðar okkur inn til sín og boð- skapurinn var sá, að nú bjóði at- vinnurekendur alla laugardagana sem eftir voru og skyldi gerður samningur um það til sex ára. Kaup- ið átti ekkert að hækka. Þetta var það sem við gátum fengið og ekkert annað. Ég sá það einhvern veginn á Jóni að hann undi vel við þetta. Endirinn varð sá að prentarar og bókbindarar samþykktu þennan samning og átti hann að renna úr í árslok 1970. Framhaldið þekkja allir. Verkalýðshreyfíngin samdi um 40 stunda vinnuviku unna á 5 dögum eftir nokkurt þóf í lok ársins 1970 og kom það til framkvæmda 1. jan- úar 1971. Ég hef oft verið að hugsa um hvort það hafí ekki verið kveikjan að þessu öllu saman, þegar prentar- ar keyput orlofsjörð sína í Miðdal 1940 og þeir voru búnir að koma sér upp fyrstu bústöðunum svona í lok stríðsins eða þar um bil, að þá bytjar upp úr því þörfin fyrir að komast austur að Laugarvatni í lok vinnuvikunnar og baráttan fyrir laugardögunum hefst. Það voru hálf- ir laugardagarnir í júní, júlí og ág- úst fyrst og svo komu hinir á efir svona smátt og smátt. Jón var einn af þessum Laugdælingum sem undu hag sínum best í sveitasælunni fyrir austan og þangað fór hann oft og einatt um helgar á meðan hann hafði þrek til og síðasta sumar dvaldi hann þar um nokkurn tíma. Það er margt sem ég gæti talið fram um ágæti okkar góða vinar, Jóns Ágústssonar, en ég held að ég verði að þakka honum sérstaklega fyrir hönd okkar hinna sem eftir lif- um hans þátt í því að stytta vinnu- vikuna og að allir landsmenn njóta þess nú að geta verið í fríi með fjöl- skyldunni í tvo daga í viku í stað eins áður. Ég átti síðan langt og gott sam- starf við Jón í sambandi við Lífeyr- issjóð bókbindara, en hann var starfsmaður hans eftir að Jón Brynj- ólfsson lést 1976. Ég var þá formað- ur bókbindarafélagsins og hafði milligöngu um ráðningu Jóns og að lífeyrissjóðir prentara og bókbindara voru reknir undir sama þaki undir stjórn Jóns eftir það og sameinuðust síðan um leið og félögin 1980. Traustari mann var ekki hægt að hugsa sér í þessu starfí og það viss- um við félagar hans. Ég og kona mín Ragnheiður vilj- um þakka Jóni samfylgdina öll þessi ár. Hann var góður maður og gaf okkur mikið. Aðstandendum Jóns sendum við hugheilar samúðar- kveðjur. Svanur Jóhannesson. Félagi Jón Ágúst andaðist á Borg- arspítalanum 1. mars eftir erfið veik- indi. Jón hóf nám í Prentstofu JHG hinn 1. júní 1938. Atvikin höguðu því svo að hann var í fjórða fyrirtæk- inu, Alþýðuprentsmiðjunni, þegar hann lauk náminu 1. desember 1942. Hjá Alþýðuprentsmiðjunni starfaði hann áfram að námi loknu, allt þar til í apríl 1954, er hann réðst sem vélsetjari í Prentsmiðjunni Odda og vann þar í nærfellt tvo áratugi. Það var síðan í febrúar 1974 að Jón var ráðinn sem starfsmaður Lífeyris- sjóðs bókagerðarmanna og vann þar í 15 ár eða til vors 1989. Það var samtökum okkar mikill fengur að hafa slíkan félaga innan okkar raða. Hversu vel Jón var metinn sýna m.a. þau fjölmörgu störf, er hann var valinn til á vettvangi Hins ís- lenzka prentarafélags og Félags bókagerðarmanna. Hann sat í fast- eignanefnd Hins íslenzka prentara- félags 1944-64, formaður nefndar- innar frá 1958-64. í skemmtinefnd 1949-51. í orlofsheimilisnefnd frá upphafí árs 1955, formaður nefnd- arinnar frá 1958-64 og aftur frá 1970. Fyrsti meðstjórnandi Hins ís- lenzka prentarafélags 1956-64. Varaformaður 1965-66, formaður Hins íslenzka prentarafélags 1966-71 og aftur 1974-1975. í trúnaðarmannaráði frá 1969-1980. í bókasafnsnefnd frá 1971. Heiðurs- félagi HÍP 4. apríl 1972. Var einn af stofnendum prentnemafélagsins í Reykjavík 1941 og varaformaður í fyrstu stjóm þess. Heiðurfélagi Prentnemafélagsins 14. desember 1965. Sem betur fór gaf Jón kost á sér til setur í trúnaðarráði Félags bókagerðamanna frá stofnun þess og sat þar allt til ársins 1985. Það er engum blöðum um það að fletta, að það var Félagi bókagerðarmanna sérstakt lán að hafa mann með því- líka reynslu og þekkingu í mikilvæg- um störfum fyrir félagið. Frá því fyrst var farið að ræða möguleika á sameiningu hinna þriggja félaga bókagerðarmanna, Bókbindarafé- lags Islands, Grafíska sveinafélags- ins og Hins íslenzka prentarafélags, varð Jón strax sérstakur hvatamað- ur þess að svo mætti verða og lagði sig mjög fram um að fá farsæla lausn í því máli. Það var öllum ljóst, er um sameiningarmálin fjölluðu, að mjög viðkvæmt yrði að gefa eftir nafn Hins íslenzka prentarafélags, elsta stéttarfélags landsins, en segja má að það hafí ekkert velkst fyrir Jóni. Hann gerði sér auðvitað grein fyrir því, að þótt nafn okkar sam- taka breyttist hefði það eitt og sér ekkert að segja varðandi samfellda sögu prentiðnaðarfólks og að sjálf- sögðu myndum við teija okkar sögu frá formlegum stofndegi elsta fé- lagsins. Hjá honum réð sem fyrr það álit að sameinuð verðum við sterk- ari og náum frekari árangri í bar- áttu okkar fyrir bættum hag verka- fólks. Eftir að Jón lét af störfum fyrir Lífeyrissjóðinn mætti hann sem fyrr á alla félagsfundi í Félagi bókagerð- armanna. Þar lagði hann ævinlega öllum þeim málum lið, sem hann taldi félagsheildinni fyrir bestu. Síð- asti fundur, sem Jón sat með okkur, var félagsfundur 14. október sl. þar sem aðalmálið var: Á Félag bóka- gerðarmanna að sækja um aðild að ASÍ eða á það að standa utan þess? Þar hélt þessi glöggi hugsjónamaður góða brýningarræðu og sagði m.a.: „Ég kom á þennan fund til að hlýða á rök fyrir því að óska ekki aðildar að ASÍ sem og rök fyrir því að óska aðildar að ASI. í þau tvö skipti sem hjá FBM hefur farið fram atkvæða- greiðsla um aðildarumsókn að ASÍ hef ég að sjálfsögðu greitt atkvæði með því og mun gera það við kom- andi atkvæðagreiðslu, vegna þess að ég tel að það sé nauðsynlegt fyr- ir verkalýðsfélag, hvað sem það heit- ir og hversu fjölmennt sem það er, að það skipi sér í raðir heildarsam- takanna. Ég skora á fundarmenn sem hér eru að beita sér fyrir sam- þykkt aðildar á sínum vinnustöð- um.“ Ekki varð Jóni, frekar en mörg- um öðrum félögum, að þessari ósk. Mér fannst það lýsa Jóni ákaflega vel hvernig hann brást við veikindum sínum. Hinar gömlu og fullgildu hugsjónir jafnaðar og réttsýni í ís- lensku samfélagi voru honum efst í huga til hinstu stundar sem og nauð- syn þess að verkalýðshreyfíngin mætti í órofa samstöðu við kjör sem engan veginn dygðu til. Með öllum tiltækum ráðum yrði að koma mál- um svo fyrir að verkafólk hefði trygga afkomu, bæði efnahags- og félagslega, annað væri engan veginn sæmandi í íslensku samfélagi. í mörg ár átti Jón heimili sitt hér á Hverfísgötu 21. Það var ekki fyrr en veikindi hans voru orðin svo al- varleg að hann átti orðið erfítt með stigana upp í risið og yfír höfuð að annast sig sjálfur að hann fluttist árið 1991 til dóttur sinnar, tengda- sonar og bamabarna í Langagerðið. Margoft kom Jón við hér á skrif- stofu Félags bókagerðarmanna eftir að hann flutti. Þá var jafnan setið yfír kaffibolla og rætt um verkalýðs- málin, misréttið og pólitíkina og töluðu menn ævinlega hreint út og sögðu sína meiningu umbúðalaust. Auðvitað vom skiptar skoðanir um ýmis mál og það var allt í lagi og þannig átti það að vera. Ég tel á engan hallað þó fullyrt sé að Jón Ágústsson hafi verið einn okkar allar mikilsvirtasti og hæfasti forystumaður. Öll hans störf fyrir Hið íslenzka prentarafélag og Félag bókagerðarmanna vann hann af alúð og samviskusemi með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Fyrir öll hin ágætu störf er Jón vann fyrir samtök bókagerðarmanna og þar með um leið íslenska verka- lýðshreyfingu þökkum við nú og sendum bömum hans og öðmm að- standendum samúðarkveðjur. Þórir Guðjónsson. Fleiri minningargreinar um Jón Kristinn Ágústsson bíða birtingar og munu birtast á næstu dögum. HEIMILISIÐNAÐARSKOLINN Laufásvegi 2 - simi 17800 Dúkaprjón i Kennari: Ragna Þórhallsdóttir. 17. mars-21. apríl. Miðvikudaga kl. 19.30-22.30. -J. Skráning fer fram á skrifstofu skólans mánudaga dá -fimmtudaga kl. 14-16 í síma 17800. r . ■ K * — ■ __' _ ■ _' _ | _ • _ ■ _ - J ÁLFABAKKA12, SÍMI 72400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.