Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993 Minning Svanborg Ólöf Matthíasdóttir Fædd 6. október 1913 Dáin 1. mars 1993 í dag kveðjum við hinstu kveðju Svanborgu Matthíasdóttur, sem lést hinn 1. mars síðastliðinn eftir langa og erfíða sjúkralegu. Hún hefði lík- lega notið þess fallega marsveðurs, sem var þennan dag, ef henni hefði enst heilsa og kraftur, en þar var komið að leiðarlokum. Svana, eins og við kölluðum hana, var fædd hinn 6. október 1913 að Kaldrananesi við Bjarnar- fjörð á Ströndum og var því á áttug- asta aldursári er hún lést. Hún var dóttir hjónanna Matthíasar Helga- sonar og Margrétar Þorsteinsdóttur er bjuggu að Kaldrananesi eða að Nesi eins og bærinn var oft nefndur meðal sveitunga þeirra. Rétt eftir seinni stríðsárin flutt- ust Svana og maður hennar Stefán Jónsson múrari ásamt syni þeirra og foreldrum Svönu til Reykjavíkur eins og svo margir úr afskekktum sveitum landsins. Þau settust að við Langholtsveginn í Reykjavík þar sem Stefán og bróðir hans Ármann Jónsson trésmiður byggðu fyrst húsið við Langholtsveg 20 en síðan húsið við hliðina sem fékk númer 14. Þama bjó fjölskyldan svo næstu tuttugu árin eða þar til Svana og Stefán byggðu sér hús í Hraunbæ 27 J>ar sem þau hafa búið síðan. Árin á Langholtsveginum voru viðburðarík, ekki síst fyrir undirrit- aðan, sem kom inn í líf þeirra er foreldrar mínir bjuggu um tíma hjá þeim Svönu og Stefáni. Þetta var á árum stórfjölskyldunnar þegar ungir og aldnir bjuggu saman og alltaf var einhver heima við og ekki spillti umhverfíð fyrir þar sem stutt var í falleg óspillt svæði, sem engum ógnuðu. Þau tóku miklu ástfóstri við mig sem bam, sem ég hef og notið æ síðan. Svana fylgdist vel með öllu sínu fólki og lét sig velferð þess miklu skipta, ekki síst systkinabama, sem alltaf áttu gott athvarf hjá henni, ef á þurfti að halda. Hún sinnti þó ekkfbara mannrækt, heldur var öll ræktun og uppbygging henni að skapi. Henni tókst mjög vel að gera umhverfí sitt vistlegt og aðlaðandi, hvort heldur þar var um að ræða garðræktina eða skapa fallegt heimili fyrir fjölskyldu sína. Áhuga- mál átti hún mörg, hafði mikinn áhuga á allri menntun og menningu í víðasta skilningi, en hafði eins og margir af hennar kynslóð, ekki tækifæri sjálf til að afla sér mikillar skólamenntunar, sem hún þó þráði mjög. Hún hvatti ávallt alla, sem áttu möguleika til að ganga menntaveginn. Hún tók alla tíð þátt í ýmsum félagstörfum, m.a. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þó að útlendingar taki ástfóstri við það iand, sem þeir setjast að í, koma þær stundir þegar ókunnug- leiki orsakar heimþrá eða eirðar- leysi. safnaðarstafí við kirkjurnar í heimahverfi sínu. Svana og Stefán eignuðust einn son, Halldór, sem býr í Reykjavík og kjördótturina Ásdísi 'sem býr í Grundarfírði. Barnabömin eru þrjú og barnabarnabörnin fjögur, þar af eitt sem ber nafn langafa síns. Þeg- ar komið er að leiðarlokum og horft er yfír farinn veg viljum við systkin- in og móðir okkar þakka Svönu fyrir samfylgdina gegnum lífíð og vottum nánustu ættingjum innilega samúð okkar á þessum erfíða tíma. Einar Matthíasson. Mér er ljúft að minnast Svan- borgar, sem kvödd verður hinstu kveðju í dag, þriðjudaginn 9. mars. Friður er aldrei jafn dýrmætur og kærkominn og er ævidagur er að kvöldi kominn að loknu löngu og ströngu dagsverki. Eftir þrautir er loksins komið að leiðarlokum þessa lífs. Þegar kallið kom var það henni kærkomin hvíld. Svanborg, sem alltaf var kölluð Svana, fæddist 6. október 1913 að Kaldrananesi í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Foreldrar hennar vom hjónin Matthías Helgason og Margrét Þorsteinsdóttir. 16. september árið 1933 giftist Svana ágætis heiðursmanni, Stef- áni Eyjólfí Jónssyni, sem í dag kveð- ur kæran lífsförunaut. Þau áttu einn son, Halldór, sem kvæntur er Hjálmfríði Þórðardóttur, og eina kjördóttur, Ásdísi Björk, sem gift er Sigurði Péturssyni og eru þau búsett í Grundarfírðj. Dætur Ásdís- ar eru Margét og Svanhildur, sem dvalið hafa mikið hjá Svönu og Stefáni í Hraunbæ 27. Margrét á einn son, Stefán Frey, en hann var Stefáni afa sínum mikill gleðigjafí. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til Svönu og Stefáns. Þau voru einstaklega gestrisin. Heimili þeirra var öllum opið og voru þau öllum góð. Margar góðar minningar eru í huga mér frá heimsóknum til þeirra hjóna, sérstaklega er þau bjuggu á Langholtsveginum. Svana var ein af þessum dag- farsprúðu manneskjum, sem vann sín störf af skyldurækni og trú- mennsku. Svana átti mikla þolin- mæði og bar tilfínningar sínar ekki á borð. Hún var ávallt tilbúin að hlusta á aðra og rétta hjálparhönd. Síðustu tvö árin dvaldist Svana í Hátúni 10B, en hún missti skyndi- lega heilsuna. Starfsfólk og læknar í Hátúni á deild 4 eiga sérstakar þakkir skildar fyrir frábæra umönn- un. Margrét, systir mín, fór reglulega til Svönu og fylgdist af alúð og tryggð með heilsu hennar og sýndi Við tvær, sem komum frá öðrum heimshlutum, nutum hlýju og ást- úðar þegar dóttir Jóhönnu, Vikt- oría, bauð okkur að dveljast á heim- ili þeirra um jól og á öðrum hátíðis- dögum. Við vorum ávallt velkomn- ar. Við lærðum að halda íslensk jól á heimili Jóhönnu og oft lauk að- fangadagskveldi með því að Páll söng fyrir okkur gamlar rímur. ' Þegar önnur okkar átti við heilsu- brest að stríða bauð Jóhanna henni að dveljast á heimil sínu þar til fullri heilsu var náð. Ekkert virtist vera of mikil fyrirhöfn. Nafn Jó- hönnu Kristjánsdóttur verður ef til vill ekki skráð á spjöld sögunnar, en heimurinn varð vissulega betri af veru hennar hér. Judith og Patricia. henni sérstaka umhyggju. Hún kveður Svönu í dag með virðingu og söknuði. Móðir mín, Kristín Magnúsdóttir, kveður kæra uppeldissystur, en ávallt var kært og innilegt samband á milli þeirra. Eg og systkini mín kveðjum kæra heiðurskonu, sem gengin er til hvíldar að loknum löngum starfs- degi. Eg bið algóðan Guð að hún megi njóta ástar og friðar. Guð gefí fjöl- skyldu hennar styrk á erfíðri stund. Guðbjörg Matthíasdóttir. Hann er undarlegur þessi tími sem hverfur hjá í þungum föllum. Kynslóðir koma og fara og við sem stöndum í dag mitt í önninni áttum okkur skyndilega á því að fólkið sem næst hefur staðið og sterkast hefur mótað líf og framvindu er að hverfa af vettvangi. Svanborg Matthíasdóttir, föðursystir okkar, er ein slík, en hún andaðist í Reykjavík 1. mars sl. Svana frænka var hún í okkar huga, ákveðinn þyngdarpunktur í tilverunni og heimilið henar á Langholtsvegi 14 og síðar að Hraunbæ 27 var ekki aðeins áfangastaður og gististaður með gestrisni og hlýju heldur eins konar viðmiðun um það sem gott er og fallegt, eitthvað sem er traust og öruggt og alltaf mátti vitja í blíðu og stríðu daganna. Svana og Stebbi, Halli og Dísa, afí og amma; þetta var fólkið sem við heimsóttum og nutum samvista við æskuárin öll og alla daga síðan. Það eru dýrar minningar sem við eigum frá þeim fundum, gagnlegar og góðar og verða alltaf gull í sjóði minning- anna. Svana frænka var glæsileg og falleg kona, með reisn í fasi, snyrti- leg og smekkleg í allri framgöngu. Hún var skarpgreind, vel lesin og víða heima. Vísast var það arfur úr föðurhúsum að leggja sig eftir þjóðlegum fróðleik, ættum fólks og framgangi en stundum virtist Svana kunna svör við öllum þeim spurningum sem bar á góma um slík efni. Hún var ræðin og skemmtileg, kankvís og spaugsöm ef svo bar undir en undir niðri var hún þó hugsandi manneskja sem þekkti lífíð af alvöru þess. Hún var mikil tilfínningakona, en dul á allt slíkt og bar ekki á torg. Svana var hjartahlý og gefandi kona, trygg- lynd og raungóð. Eitt var það í fari Svönu frænku sem ungum ólátabelgjum reyndist gagnlegt og lærdómsríkt en það var hversu ákveðin hún var og föst fyrir þætti henni nokkru skipta. Þá var erfítt að hagga sannfæringu hennar og enginn komst upp með neitt múður. Hún sagði til vamms eins og góður vinur en aldrei gekk henni þó annað til en umhyggja og kærleikur og óskir um allt það besta ungum frændum til handa. Þegar árin færðust yfir og ungir menn náðu settum mörkum á lífs- leiðinni þá var það mikils virði að fínna gleði Svönu og hvatningu til frekari átaka. Það er líka mikið þakkarefni við þessi skil að mega minnast þess hve vel hún reyndist þegar veikindi og raunir urðu fyrir á lífsveginum, þá var gott að fínna skjól hjá þessari traustu og raun- góðu konu. Svana er horfín veraldlegum sjónum. í garðinum hennar í Hraunbænum fer vorið senn að sigra veturinn, lífíð að sigra dauð- ann. Reynirinn stóri við stofu- gluggann að laufgast, laukarnir að stinga upp kollinum, grasið að teygja sig upp úr snjófölinu. Stebbi vinur okkar fer að huga að því að setja niður kartöflur og hlú að þess- um fagra reit sem þau hafa skapað sér og sínum til yndis og gleði. Minning um góða konu lifír í hug- um ástvina allar ókomnar stundir. Minning sem yljar og bætir og sef- ar sorg og söknuð. Minning sem varpar birtu á lífsveg afkomenda hennar um ókomin ár. Halldór og Jón. í dag verður til moldar borin elskuleg amma okkar, Svanborg Ó. MattHíasdóttir, fædd á Kaldr- ananesi í Strandasýslu 6. október 1913. Hraunbær 27, hjá afa og ömmu, hefur verið okkar annað heimili. Við systurnar eigum sérstaklega góðar minningar um ömmu sem var okkur svo góð frá því að við munum eftir okkur. Hún lét sér einkar annt um hagi okkar og gætti_ okkar sem sjáaldurs auga síns. I minningunni verður hún allt- af sem hin mikla móðir og verndari. Við fundum hjá henni styrk og öryggi sem ekki er of mikið af í hverfulum heimi. Skarð hennar verður ekki fyllt, en minningin lifír og við þökkum styrka handleiðslu hennar, umhyggju og ást. Vertu kært kvödd og Guði falin. Margrét Huld og Svanhildur Rós. Milli lífs og hels, ljóss og myrkurs, fálmar allt dauðlegt að dyrum guðs. (Matth. Joch.) Mér flaug í hug þetta erindi er ég frétti lát Svanborgar, frænku minnar. Andlát hennar kom þó ekki á óvart, því að hún hafði leg- ið sjúk í nær tvö og hálft ár, eftir að hún fékk heilablæðingu í nóvem- ber 1990. í fyrstu lá hún á Land- spítalanum, en síðar í Hátúni 10 með dvínandi meðvitund þar til yfir lauk síðdegis hinn 1. mars sl. í sjúkdómslegu sinni naut hún frábærrar umönnunar hjúkrunar- fólks og nærveru ástvina sinna. Andlát náins ættingja og vinar snertir mann ávallt djúpt, enda þótt vitað sé að hver stundin geti orðið hin síðasta. Svanborg Ólöf, eins og hún hét fullu nafni, fæddist á Kaldrananesi í Strandasýslu 6. október 1913, dóttir hjónanna Matthíasar Helga- sonar og Margrétar Þorsteinsdótt- ur. Svana, eins og hún var nefnd meðal ættingja og vina, var yngsta barn foreldra sinna. Eldri voru Þorsteinn, kennari og skólastjóri, og Halldór, sem lést aðeins 17 ára að aldri, mikill efnismaður og varð harmdauði foreldrum sínum og ættingjum. Fóstursystur átti Svana, Kristínu Magnúsdóttur, jafnöldru sína, en Kristín hafði ung misst föður sinn, og Sigurveigu Jónsdóttur er tekin var til fósturs frá barnmörgu heimili. Ólust þessar stúlkur upp hjá foreldrum Svönu fram á fullorðinsár. Nutu þær sama atlætis og væru þær böm þeirra hjóna. Jafnan var kært með systk- inahópnum þótt leiðir skildu. Á uppvaxtarárum Svönu var fjöl- mennt á Kaldrananesi. Þar var þrí- býli og var heimili foreldra hennar rómað fyrir myndarskap og gest- risni. Bar þar margt til, gjörvileiki húsbændanna í sjón og raun og forysta í félagsmálum og sveitar- stjóm. Matthías faðir hennar var oddviti og hreppstjóri sveitar sinnar um áratuga skeið. Á Kaldrananesi var samkomustaður sveitarinnar og þar var rekinn umfangsmikill búskapur til sjós og lands, því að þar eru hlunnindi svo sem selveiði og æðarvarp. Margir áttu erindi að Kaldrananesi auk þess sem stað- urinn var í þjóðbraut að þeirrar tíðar samgönguháttum. í þessu umhverfí ólst Svana upp við ástúð foreldra sinna, bræðra og fóstursystra svo og móðurafa og ömmu, Þorsteins og Svanborg- ar, sem voru þar á heimilinu meðan bæði lifðu. Uppeldi á slíku menningarheim- ili, þar sem góðvild og samheldni fjölskyldunnar ríkir, er mikilvægt veganesti út í lífið, þegar fyrir hendi eru góðar gáfur og mann- kostir, en þá eiginleika átti Svana í ríkum mæli. Kennslu fyrir fermingu naut Svana að mestu hjá föður sínum, enda barnafræðsla af opinberri hálfu fátækleg út um sveitir um þær mundir. Síðan var hún einn vetur í Kvennaskólanum í Reykja- vík. Ung að árum, tæplega tvítug, giftist hún hinn 16. september, 1933 Stefáni E. Jónssyni, íþrótta- kennara, f. 1. september 1906, frá Gróustöðum í Geiradal, miklum ágætismanni, er lifír konu sína aldraður og nokkuð farinn að heilsu. Ungu hjónin hófu búskap sama ár í sambýli við foreldra Svönu og bjuggu þar til ársins 1945 er þau fluttust til Reykjavíkur. Þau keyptu sér íbúð á Langholtsvegi 14, en síðar byggðu þau sér myndarlegt raðhús í Hraunbæ 27. Þegar til Reykjavíkur kom stundaði Stefán byggingarvinnu og nam múraraiðn og vann sem múrarameistari meðan starfsorka entist. Svanborg og Stefán eignuðust tvö böm: Halldór, f. 15. desember 1934, og Ásdísi Björk, f. 13. júní 1954. Halldór er bókbindari og er kvæntur Hjálmfríði Þórðardóttur, skrifstofum., f. 24. febrúar 1936. Ásdís Björk er húsmóðir og gæslu- kona á barnaleikvelli, búsett í Gmndarfirði. Hún er gift Sigurði Péturssyni sjómanni. Dætur Asdís- ar em Margrét Huld og Svanhildur Rós. Sonur Halldórs fyrir hjóna- band, með Sigríði Samúelsdóttur, er Stefán Svanberg, tæknifræðing- ur, kona hans er Anna Bima Jens- dóttir, hjúkrunarforstjóri. Þau eiga þtjú börn. Húsmóðurstörfín urðu meginvið- fangsefni Svanborgar eins og títt var á þeirri tíð, enda jafnan fjöl- mennu heimili að stjórna, fyrst á Kaldrananesi þar sem saman fór myndarbúskapur og gestrisni og þegar til Reykjavíkur kom stóð hús þeirra opið ættingjum og vinum. Foreldrar Svanborgar fluttust með þeim til Reykjavíkur og dvöld- ust hjá þeim að vetrinum fyrstu árin, en síðan allt árið frá 1951 þar til þau létust, Margrét 1961 og Matthías 1966. Þau gömlu hjónin nutu góðrar aðhlynningar hjá dóttur og tengda- syni, enda þurftu þau þess með þar sem sjóndepra og blinda hijáði þau síðustu árin. Dvölin þar var þeim kær, enda vandfundin dóttir líkari föðúr sínum að ljúfmennsku og hlýju í allri umgengni. Og það voru fleiri er nutu hlýju heimilisins, barnabörnin og bróðurbörnin áttu þar ávallt skjól þegar á þurfti að halda. Það gafst því ekki mikill tími til vinnu utan heimilis né til félags- starfa á fyrstu árunum hér syðra. En þó stundaði Svanborg verslun- arstörf um skeið og um árabil starf- aði hún í stúkunni Einingu, enda bindindissemi áhugamál hennar. Þau Svanborg og Stefán höfðu búið sér fagurt heimili í Hraunbæ 27 og bar þar allt vott um hagleik og smekkvísi þeirra beggja, sama hvort litið var utanhúss eða innan. Þau áttu sér fallegan garð og gróð- urhús þar sem hlúð var að blóm- plöntum og öðrum gróðri. Allt þetta gladdi augu gesta, en mest um vert var þó að fínna þá hlýju er mætti manni í hvert sinn er komið var á heimili þeirra. Þar vorum við hjónin jafnan gestir á merkisdögum fjölskyldu þeirra og oftar. Ljúfar minningar um þær samverustundir munu ylja okkur um ókomin ár. Blessuð sé minning Svanborgar, frænku minnar. Eftirlifandi eigin- manni hennar, börnum þeirra og barnabörnum vottum við innilega samúð._ Olafur H. Kristjánsson. Jóhanna Krisijáns- dóttir - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.