Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993 49 Islandsmet í kennslu Frá Þorsteini Helgasyni: SUNNUDAGINN 7. febrúar birt- ist í Morgunblaðinu grein eftir Elínu Pálmadóttur, blaðamann, undir fyrirsögninni „íslandsmet í kennslu". Greinin fjallar um Jón S. Guðmundsson, menntaskóla- kennara. í inngangi hennar er að finna eftirfarandi setningu: „Er hann þó búinn að kenna í hálfa öld, að ætla má lengur en nokkur annar kennari frá upphafí skóla á Islandi.“ Af umfjöllunarefni greinarinnar má ráða, að bæði titill hennar og tilvitnuð setning eigi við um kennslu í menntaskóla. Þó er orða- lag beggja svo almennt, að auð- velt er að skilja það svo, að það eigi við um alla kennslu. Hef ég einmitt athugasemd fram að færa varðandi þessi atriði, að því er snertir almenna kennsiu á íslandi. Amma mín, Kristín Ólafsdóttir frá Sumarliðabæ, fæddist 4. októ- ber 1875 en lést 20. janúar 1965 og varð því rúmlega 89 ára göm- ul. Hún hóf kennslustörf sín sem kennari í Norðtungusókn í Mýrar- sýslu haustið 1898 og kenndi nán- ast samfellt fram á haustið 1963, en þá hafði hún rekið einkaskóla í Reykjavík í 40 ár. Kennsluferill hennar spannar full 65 ár og mun hún hafa stundað kennslu 64 þeirra. Beinar heimildir um kennslu Kristínar er að finna í rit- unum „Kennaratal á íslandi" og „íslenzkir samtíðarmenn". Fjöldi reykvískra góðborgara stundaði nám hjá Kristínu. Hún var þekkt fyrir að fá sitt hvað góða nemendur eða erfiða. Góðu nemendunum var beint til hennar vegna þess að hún náði ágætum árangri. Erfiðu nemendunum var gjarnan vísað til hennar vegna þess, að henni tókst oftast að koma gegnum barnapróf þeim nemend- um sem hinn hefðbundni barna- skóli réð ekki við. Það er merkt afrek sjálfstæðs kennara að geta laðað til sín nemendur á áttugasta og áttunda aldursári og fá fólk til þess að greiða fyrir þjónustuna. Auk kennslustarfa sinna, var amma mín þekkt fyrir ritstörf um ýmis þjóðleg málefni. Stundaði hún Landsbókasafnið að sumar- lagi fram á síðustu ár og safnaði efni í greinar sínar. Birti hún þær gjarnan í Lesbók Morgunblaðsins og stundaði ritstörf sín allt fram á níræðisaldur. Með því að benda hér á þátt ömmu minnar í fræðslu mikils fjölda ungmenna, vil ég síst draga úr einstæðu framlagi Jóns S. Guð- mundssonar. Ég hef sjáífur verið nemandi hans og varþeirrar skoð- unar, að hann hefði á þeim tíma borið af samkennurum sínum í ís- lensku. ÞORSTEINN HELGASON, prófessor. Pennavinir Indverskur karlmaður á þrítugs- aldri með áhuga á frímerkjum, ferðalögum, íþróttum: Ramesh Baid, 7 Parle Nav-Chetan, Malviya Road, Viie Parle (East), Bombay-400057, Idnia. Tékkneskur 25 ára karlmaður með margvísleg áhugamál: Szabo Akos, Dlha Nad/Vahom 226, 927 02, Czechoslovakia. LEIÐRÉTTIN G AR Ártöl féllu niður í minningargrein Benjamíns Jónssonar, Norðurbrún 1, um Kon- ráð Gíslason frá Bíldudal í Morgun- blaðinu á sunnudag féllu niður fæð- ingar- og dánarár. Konráð var fæddur 18. janúar 1909 og lést 25. febrúar 1993. Hlutaðeigandi eru innilega beðnir afsökunar á mistök- unum. Röng símanúmer í GREIN um íslenska forritabanka í blaðaukanum Tölvur, sem fylgdi sunnudagsblaði Morgunblaðsins 7. mars sl. féllu niður síðustu tölur í símanúmerum. Rétt er að mótaldasími forrita- bankans Villu er 995151 og upplýs- ingasími 679900. VELVAKANDI TAPAÐ/FUNDH) Leðurbudda tapaðist BRÚN, tvískipt leðurbudda með húslyklum en ekki miklum peningum tapaðist sl. fimmtudag í strætisvagni, leið 12. Finnandi vinsamlega hringi í síma 627862. Kvengleraugu fundust Kvengleraugu fundust á Lækj- artorgi að morgni 5. mars. Þeirra má vitja í afgreiðslu Morgunblaðsins. HERJOLFS- DEILAN MAÐUR fylltist undrun þegar Stýrimannafélagið taldi það verkfallsbrot að fiskibátur tók nokkra Vestmanneyinga í land sem áttu þangað erindi. Lítur Stýrimannafélagið á eyja- skeggja sem herfang sitt með- an deilan stendur yfir? Einar S. Erlingsson HEIMILISIÐNAÐARSKOLINN Laufásvegi 2 - simi 17800 Fatasaumur Kennari: Herdís Kristjánsdóttir. 24. mars-12. maí. Miðvikud. kl. 19.30-22.30. Skráning fer fram á skrifstofu skólans mánudaga -fimmtudaga kl. 14-16 í síma 17800. I I —■ —*— ■ — ■ — l — \ 820 fm Til sölu er nýtt og vandað iðnaðarhús- næði í Garðabæ. Allur frágangur er mjög góður, lofthæð 4,20 m og fjórar inn- keyrsluhurðir. Húsnæðið er nú tilbúið til notkunar. Verð 26,9 millj. (32,8 þús. á fm). Áhvílandi 14 millj. að mestu til 15 ára meðfyrstu afborgun 1995. Útborgun samkomulag. Upplýsingar í síma 812264 milli kl. 9 og 4 á daginn. STARFSLOK Upplýsinga- og fræðslufundur fyrir fólk frá 60 ára aldri verður haldinn laugardaginn 13. mars frá kl. 13:00 - 17:00 á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Fjallað verður um breytingar sem fylgja þessu æviskeiði, húsnæðismál, þjónustuíbúðir, tryggingamál, fjármál, heilsuna o.fl. Ýmsir leiðbeinendur. Þátttökugjald er 1000 kr., kaffi og gögn innifalin. Skráning á skrifstofu Rauða krossins í síma 91-626722 fyrir kl. 17:00 föstudaginn 12. mars. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ RAUÐA KROSS ÍSLANDS Rauöarárstíg 18 - Reykjavík - sími 91-626722

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.