Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993 STJORNUSPA eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Vinir geta verið uppteknir í kvöld, en þú og félagi þinn njótið samvista í ein- rúmi. Hafðu ekki áhyggjur af smámunum. Naut '■ (20. apríl - 20. maí) l^ Tafír trufla framgang í vinnunni, en úr rætist síð- degis og ný tækifæri gef- ast. Sýndu vinnufélaga umburðarlyndi. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Nú er ekki rétti tíminn til að gera ferðaáætlanir. Þú nýtur samvista við aðra i kvöld, en reyndu að hafa hemil á eyðslunni. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HSí < Forðastu að móðga ein- hvem ættingja þótt þú hafír í mörgu að snúast. í kvöld áttu góðar stundir með fjölskyldunni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Hugmyndir þínar falla ekki í nógu góðan jarðveg ár- degis, og það veldur þér gremju. En það rofar held- ur betur til í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) Gættu þess að framlag þitt sé ekki vanmetið. Vinur er eitthvað öfugsnúinn. Þér berast góðar fréttir varðandi peninga. (23. sept. - 22. október) Þú gætir þurft að gegna foreldrahlutverki í dag. Ágengni í viðskiptum get- ur verið varasöm. Þróun mála er hagstæð í kvöld. * Sporðdreki (23. okt. — 21. nóvember) Reyndu að komast hjá deil- um í dag. Þér miðar vel áfram við lausn viðfangs- efnis. Góðar fréttir berast í kvöld. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Einhverjir erfiðleikar koma upp í samskiptum vina, og þú ættir að forðast deilur. Þú nýtur vinsælda í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) *Vertu samvinnufús í dag. Þótt hægt miði í fyrstu verður dagurinn mjög hag- stæður, og þú nýtur vel- gengni og viðurkenningar. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Nú er ekki hagstætt að reyna að telja öðrum hug- hvarf. Ráðgjafí færir þér góðar fréttir. Ferðalag gæti verið á döfínni. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú gætir verið eitthvað annars hugar og ættir að forðast ágreining við ást- vin. Kvöldið færir þér fjár- hagsiegan hagnað. DÝRAGLENS ! I' 15 TOMMI OG JENNI LJÓSKA FERDINAND SMÁFÓLK BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson „Gaman, gaman!" Sverrir Ár- mannsson og Matthías Þorvalds- son hafa nýlega dustað rykið af pólskri opnu, ættaðri úr sterku- pass-kerfi. Þeir voru orðnir þreyttir á „Jóni og Símoni“ (Tartan-tveimur) og ákváðu að breyta til. Opnun á tveimur í hálit sýnir nú 4-lit þar og a.m.k. 6-spila láglit til hliðar. Styrkur- inn er auðvitað undir frost- marki, eins og venjulega. Og svo gerist það merkilega, að Sverrir fær réttu spilin í sveitakeppni hjá BR á miðvikudagskvöldið: Norður ♦ Á765 V3 ♦ D7 ♦ Á86432 Hann er í fyrstu hendi, svo enginn getur tekið af honum ánægjuna að opna á tveimur spöðum. Pass hjá næsta manni og „Æ,æ,“ hjá Matthíasi, sem hafði tekið upp spil ársins, eld- rauðan. Suður ♦ - ¥ ÁKG9765 ♦ ÁK9864 ♦ - „Gat nú verið,“ hugsaði Matt- hías. „Nú er makker kolsvartur og líklega ekkert nema geim. En það er rétt að kanna málið." Vestur Norður Austur Suður 2 spaðar Pass 2 grönd Pass 3 lauf Pass 3 hjörtu Pass 3 grönd Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Ekkert kom á óvart við nán- ari eftirgrennslan svo Matthías lét geimið duga og hugsaði sem svo: „Hér græðum við, því þeir sleppa aldrei slemmunni á hinu borðinu." En svo kom blindur upp og Matthías ritaði 480 í eig- in dálk á meðan 1440 stóðu til boða í 7 tíglum. Sagnir voru ekki eins vísinda- legar á hinu borðinu. Þar sátu Rúnar Magnússon og Valgarð Blöndal í NS: Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 6 tíglar Pass Pass Pass „Þú átt tvo ása og hækkar ekki í sjö!!“ sagði Valgarð eftir spilið. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á stórmótinu í Linares á Spáni kom þetta endatafl upp í viðureign þeirra Gary Kasparovs (2.805) heimsmeistara, sem hafði hvítt og átti leik, og Jans Timmans (2.635). 52. Rxf6! - Kxf6, 53. g5+ - Kf7, 54. h6 og Timman gafst upp. Það þarf ekki að hafa mörg orð um vinningsleið Kasparovs. Svarti kóngurinn er bundinn við að hafa auga með frípeði hvíts á h6 og hvíti kollegi hans skeiðar yfír á drottningarvæng, myndar frípeð þar sem kostar svarta bisk- upinn. Staðan eftir átta umferðir á mótinu var þessi: 1. Anand 6 v., 2.-3. Kasparov og Karpov 5‘/2 v., 4. Shirov 4xh v., 5.-9. Timm- an, Salov, Kamsky, Beljavskí og Kramnik 4 v., 10. ívantsjúk 3‘/2V., 11.-13. Bareev, Júsupov og Ljubojevic 3 v., 14. Gelfand 2 v. í níundu umferðinni í gær áttu þeir að tefla saman Anand og Karpov. í dag mætast Karpov og Kasparov. Taflmennskan á mót- inu hefur verið afar lifleg og í háum gæðaflokki, þeir Anand og Karpov hafa teflt sérlega sann- færandi og ljóst að heimsmeistar- inn verður að taka á öllu sínu til að fara með sigur af hólmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.