Morgunblaðið - 10.07.1993, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 10.07.1993, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993 13 Parkmsonsamtök- in á Islandi 10 ára Félagið og tilgangur þess eftir Bryndísi Tómasdóttur frá Tómasarhaga Parkinsonsamtökin er félagsskap- ur parkinsonsjúklinga, að standenda þeirra og annarra velunnara, sem vilja efla samstarf og hlúa að sjúkl- ingunum. Samtökin voru stofnuð 3. desember 1983 í Reykjavík en í dag starfar einnig deild á Akureyri. Nú- verandi formaður samtakanna í Reykjavík er Áslaug Sigurbjörnsdót- ir, hjúkrunarfræðingur. Hún er gift séra Magnúsi Guðmundssyni, sem verið hefur samtökunum stoð og stytta og verður það seint fullþakk- að. Samtökin gefa út fréttablað og hefur Magnús m.a. þýtt allar greinar fréttablaðsins úr erlendum málum á íslensku og verið umsjónarmaður þess frá 1987. Parkinsonsamtökin halda reglulega fundi og eru þeir í Áskirkju, u.þ.b. fimm fundir á ári. Þetta eru fræðslufundir, þar sem læknar og aðrir flytja erindi um park- insonveikina og fl. Einnig eru sýndar fræðslumyndir. Á fundunum er ætíð sungið og leikið á hljóðfæri. Allir fundir hefjast á fjöldasöng og er þá parkinsonsöngurinn sunginn. Einn af félögum samtakanna, Magnús Jónsson í Hafnarfirði, hefur samið þann texta við lag norsku samtak- anna. Margir af okkar ágætu lista- mönnum hafa komið á fundina og skemmt fundargestum. í júní er allt- af farið í sumarferðalag og í lok nóvember er haldin árshátíð. Fundir eru á laugardögum og byija alltaf kl. 14.00 svo allir séu vel á sig komn- ir og þeir standa til u.þ.b. kl 15.30. Rannsóknir Dr. Kjartan Guðmundsson gerði faraldsfræðilega könnun á parkin- sonveiki fyrir um það bil 40 árum. Nú hefur Dr. Jesús de Pedro Questa reiknað út að í Færeyjum séu tvisvar sinnum fleiri parkinsonsjúklingar en t.d. í Svíþjóð. Á Grænlandi 1,8 sinn- um fleiri en í Svíþjóð og á íslandi 1,7 sinnum fleiri. ísland hefur sérstöðu ísland hefur sérstöðu að því leyti að hægt er að rannsaka parkinson- Allan Salmón framkvæmdastjóri Himlegárden, sem er endurhæfinga- stöð. Birgitta Nyström hjúkrunarforstjóri og Karin Mánson frá MHR sem sá um ráðstefnuna í Sigtuna Salmón segir kostnað í Himlegárden helming af sjúkrahúsvist. Riddarí með hatt eftir Braga Ásgeirsson Upp á ýmsum frumlegheitum tek- ur listaspíran Hallgrímur Helgason, sem nú er búsettur í París. Honum mun lengi hafa verið sér- staklega uppsigað við okkur sem skrifum í Morgunblaðið, og má m.a. vísa til þess, er hann af mikilli óskammfeilni réðist á Valtý heitinn Pálsson, sem honum fannst ekki doka nógu lengi við á smásýningu sem hann hélt í einu herbergi fremst á Laufásveginum. Var helst á skrif- um Hallgríms að ætla, að hann hafí verið með skeiðklukku í vasanum og tekið tímann og kom á í ljós, að Valtýr hafði verið eitthvað innan við mínútu að skoða sýninguna í botn og fjalla svo um hana! Þetta var raunar það eina, sem Hallgrímur hafði upp á Valtý að abbast í það sinnið, því að rýni hans var langt frá því óvinsamleg, og kannski hefur Valtýr litið inn um stóra gluggann áður en hann lauk skrifunum. Það mátti í öllu falli greina meginhluta sýningarinnar í gegnum téðan glugga, og við sem skrifum reynum á einhvern hátt að nálgast sýningar aftur ef tilefni þyk- ir til. En kannski markaði hin stutta viðdvöl Valtýs á sýningunni einmitt listrænt vægi hennar í hnotskurn, og sagði mun meira en vinsamleg rýni, og þannig séð var frumhlaup Hallgríms mjög hjálparlegt til að upplýsa listunnendur. í Ijósi ofan- skráðs hef ég verið meira en hissa, að hinn hugumstóri krossferðariddari skuli hafa hlíft mér til þessa, því að ábyggilega er af nógu að taka í skrif- um mínum fyrir menn með slíkan hugsunarhátt. En nú hefur Hallgrímur reitt til höggs, en því miður á þann veg að greinin væri alls ekki svaraverð, nema að því leyti að mig greip óskilj- anleg ritblinda í pistli þeim sem hann er að agnúast út af. Áður en ég vík að því, vil ég leið- rétta ýmislegt í skrifí riddarans með skarpleitu ásjónuna. Hið fyrsta er, að hausinn „jnyndlist" er stundum fyrst og fremst til aðgreiningar efnis við vinnslu þess, og er eiginlega of- aukið í þessum vettvangsskrifum mínum. Sjónmenntir skara nefnilega mun víðara svið en myndlist ein- göngu, á sama hátt og að hönnun er sitthvað fleira en áþreifanlegir smíðagripir. Mætti ætla að menn með þá menntun að baki sem riddarinn stát- ar af geri sér grein fyrir þessu, en hér hef ég víst verið meira en einum of bjartsýnn. Þá gerði ég fulla grein fyrir þvi í fyrsta skyndibitapistlinum, um hvað ég myndi íjalla, en þetta er ósamstæð ferðasaga á milli safna og sýninga, þar sem hratt er farið yfir og smálegir atburðir af vett- vangi dagsins eru ekki útilokaðir. Ég er einmitt í almennum orðum að víkja á listavettvangi og bæti við einu og öðru sem á daga mína dreif, en síst af öllu að þylja upp óskiljan- legar fræðilegar romsur um einstök söfn eða listaverk, sem fara fyrir „Parkinsonsamtökin er félagsskapur parkin- sonsjúklinga, aðstand- enda þeirra og annarra velunnara, sem vilja efla samstarf og hlúa að sjúklingunum. Sam- tökin voru stofnuð 3. desember 1983 í Reykjavík en í dag starfar einnig deild á Akureyri.“ sjúklinga á öllu landinu. Á næstu mánuðum mun heíjast langtíma far- aldsfræðileg rannsókn á parkinson- veiki hér á landi, í samvinnu við EPDA sem er félagsskapur 17 Evr- ópulanda, og þýðir skammstöfunin European Parkinson’s Disease Association. Reynt verður að ná til allra parkinsonsjúklinga á íslandi og er samvinna sem flestra nauðsynleg til að fá sem bestar og nákvæmastar niðurstöður. Tekin verða viðtöl við sjúklinga, ástand þeirra metið og fengnar ýmsar blóðprufur. Best er að hver og einn gefi sig fram við sinn lækni en sjálfboðaliðar geta einnig hringt í ritara taugadeildar Landspítalans og gefið sig fram til þátttöku. Einnig munu parkinson- samtökin vera til viðtals og ráðlegg- inga fyrir alla sjúklinga sem það vilja. „Það er löng leið frá hugsun til handar" Þessa snjöllu setningu sagði dr. Páll ísólfsson eitt sinn þegar hann gat ekki framkvæmt það sem hann hugsaði en eins og alþjóð -veit hafa margir af okkar ástsælustu körlum og konum þjáðst af parkinsonveiki. En að mörgu þarf að hyggja. Ýmsar rannsóknir hafa leitt í ljós að park- insonsjúklingar þurfa að gæta vel að mataræði og samsetningu á fæðu. Ákjósanlegt er t.d. að borða ekki eggjahvíturíka fæðu fyrr en að kvöldi því eggjahvítan vinnur gegn lyijun- um Madopar og Sinemet. Virka efn- „Þegar ég svo skrifa um stórar sýningar sér- staklega, geri ég það á afmarkaðan hátt, svo sem ég hef oft gert og þá skoða ég sýningar hnitmiðað, en stundum er fjarska gaman að skoða þær einungis sem almennur sýningar- gestur og segja frá þeim þannig.“ ofan garð og neðan hjá hinum al- menna lesanda. Ég leitast einmitt við að vekja áhuga lesandans á flakki á milli safna á meginlandinu, sem mjög margir iðka og mun fleiri frá íslandi en áður gerðist, sem ég á vonandi einhveija sök á. Ég er líka að skrifa fyrir dagblað uppi á íslandi, og fyrir almenning í þessu landi, en ekki fyrir námslána- fólk í útlandinu, staðsett á einum möndli heimslistarinnar. Og sem jafnframt hefur hundruð safna í kringum sig og glæsilegan blaðakost um listir, þótt margur kunni lítið að meta það og loki að sér í sínum fíla- beinstumi. Þegar ég svo skrifa um stórar sýningar sérstaklega, geri ég það á afmarkaðan hátt, svo sem ég hef oft gert og þá skoða ég sýningar hnitm- iðað, en stundum er fjarska gaman að skoða þær einungis sem almennur Dr. Jan Presthus yfirlæknir frá Osló varð 70 ára og lætur af störf- um formanns parkinsonsamtak- anna eftir átta ára starf. ið í þessum lyijum er levodopa, sem er amínósýra. Eggjahvíta saman- stendur af amínósýrum sem keppa við levodopa um aðgang að blóði og heilaberki. Tilraunir á sjúklingum hafa staðfest þetta. Þjálfun og leik- fimi er þýðingarmikill þáttur í lífi parkinsonsjúklinga og í Reykjavík er boðið upp á leikfimi hjá Styrktar- félagi lamaðra og fatlaðra undir handleiðslu Guðlaugar Sveinbjarnar- dóttur og starfsfólks hennar. Einnig geta sjúklingar sótt sund á Grensás- deild. Að lokum má benda á að Heyrnar- og talmeinastöðin í Færeyj- um hjálpar parkinsonsjúklingum sem eiga erfitt með mál og mættu Islend- ingar taka sér það til fyrirmyndar. Ráðstefna parkinsonsamtakanna í Sigtuna í Svíþjóð Á þeim tíu árum, sem Parkinson- samtökin á íslandi hafa starfað, hafa þau gerst aðilar að Parkinsonsam- tökum Norðurlanda og einnig Evr- ópusamtökum parkinsonsjúklinga (ÉPDA). Nýlega var haldin ráðstefna parkinsonsamtakanna á Norðurlönd- um og voru íslensku fulltrúarnir þær Nína Hjaitadóttir og Bryndís Tómas- dóttir. Öll Norðurlöndin taka þátt í rannsóknum EPDA. Bæði félögin halda árlega fundi og sækja tveir fulltrúar frá hveiju landi ráðstefn- urnar á Norðurlöndum en formaður hvers félags á ráðstefnur EPDA. Ráðstefnan í vor var haldin í Sigtuna Bragi Ásgeirsson sýningargestur og segja frá þeim þannig. Og einmitt þannig hef ég náð til mun stærri lesendahóps en aðrir, er um myndlist og aðrar sjónmenntir fjalla, í öllu falli tel ég mér trú um það. Og það virðist fara óskaplega í taugarnar á vissum hópi manna, einkum þeim alvitru forsjárhyggju- mönnum sem ennþá vilja ólmir frelsa heiminn, þótt bylting þeirra hafi reynst tálsýn. Mörgum mun vafalítið þykja sitt- hvað varið í að frétta af þeim ágæta vini mínum Þórði Ben Sveinssyni í Dusseldorf, en lítið náði ég að tala við hann í það sinni sinnið svo sem fram kemur. Var annars með viðtal í maganum, sem mér fannst ég skulda honum, því að eitt lítið innlit til hans fyrir margt löngu varð til Tafla sem gott er að nýta sér svo ekki verði of mikið eggjahvítuefni í matnum á daginn. Matvörur Einingar Prótein Smjör og margan'n á brauð 0,0 gr Gos með sykri 1 flaska 0,0 gr Sulta á brauð 0,1 gr Epli 1 stk 0,2gr Kaffi lagað 0,2 gr Gulrót 1 stk 0,6 gr Tómatur 1 stk 0,6 gr Appelsína 1 stk 0,8 gr Banani 1 stk 1,1 gr Kaviarúr þorsk- á brauð 1,1 gr hrognum Hrökkbrauð 1 sneið 1,3 gr Pilsner 1 flaska 1,4 gr Mysuostur á brauð 1,7 gr Lifrarkæfa á brauð 2,0 gr Kartöflur 1 stk 2,0 gr Hveitibrauð 1 stk 2,2 gr Hrísgijón 1 skammt. 2,7 gr Salamí 2 stk 2,8 gr Magur srpjörostur á brauð 3,0 gr Vínarbrauð 1 stk 3,2 gr Heilhveitibrauð 1 stk 3,5 gr Makríll í tómat á brauð 3,8 gr Hveitibollur 1 stk 4,1 gr Súkkulaði 1 stk 4,5 gr Skólabrauð 1 stk 4,8 gr Baunir í tómat 100 gr 4,8 gr Flestar gerðir mjólkur 1 glas 5,0 gr Morgunkom sætt ldl 5,0 gr Goudaostur45% á brauð 5,4 gr Jógúrt 1 mál 6,1 gr Egg 1 stk 6,8 gr Snitsel, steikt 1 stk 8,2 gr Hnetur ldl 14,6 gr Pylsur, soðnar 1 stk 16,1 gr Þurrkaðar baunir 100 gr 21,6 gr Brúnar baunir 100 gr 23,2 gr Gúllaskjöt, nauta 1 skammt. 23,2 gr Svínakótelettur 1 stk 29,6 gr Nautabuff 1 stk 32,7 gr 'h kjúklingur 'h 50,0 gr sem er elsta borg Svíþjóðar eða frá 970 og var fyrsta sænska myntin slegin þar. Sigtuna stendur við Mal- aren og er u.þ.b. 45 mín. akstur frá Stokkhólmi. Oll götunöfn í bænum eru frá miðöldum og ráðhúsið, sem byggt var um 1700, hefur verið end- urbyggt. Þarna er einnig að flnna timburhús frá því um árið 1800, tijá- garða frá siðaskiptum, elstu rúna- steina, Maríukirkju sem er elsta tíg- ulsteinsbygging í Svíþjóð, vígð 1247, St. Olofs kirkjurústirnar síðan um 1100 og svo mætti lengi telja. Það er mjög skemmtilegt að halda ráð- stefnu á svo sögufrægum stað sem Sigtuna. Allir þátttakendur bjuggu á sama stað, gott samband var við alla ráðstefnugesti og skipst var á gagnlegum skoðunum. íslensku full- trúarnir fundu nú sem fyrr hve nor- rænt samstarf er gagnlegt fyrir sam- tök parkinsonsjúklinga á íslandi. Höfundur er deildarfulltrúi Skólasafnamiðstöðvar. þess að hann sleppti mér ekki fyrr en eftir 10 daga og þá var mikið skoðað, og mikið rætt um listir og mannlífsvettvanginn. Ég minnist ein- göngu á þetta hér, vegna þess að það er lágkúruleg ósvífni hjá riddar- anum, að ætla að ég sé að lítillækka dóttur Þórðar með því að segja áhuga hennar á námi lítinn í augnablikinu. Slíkt er mannlegt, og mun hreysti- legra að skipta um námsbraut en að pína sig í gegnum próf sjálfum sér og þjóðfélaginu til óþurftar. Hér var um algjörlega hlutlausan framslátt að ræða, og ég auk þess ekki á þeim buxunum að vera fær um að dæma neitt, né álykta eitt né neitt. Svo kemur að stóru sprengjunni, sem er að ég var gripinn ritblindu, sbr. skákblindu, en skákmenn á öll- um aldri og í öllum gæðaflokkum, jafnvel heimsmeistararnir eiga það til að lenda í slíkum hremmingum. Mér er farið sem þeim og er ekki í rónni fýrr en ég get leiðrétt þetta í mínum þriðja og síðasta skyndibitap- istli. Hvernig slíkt getur komið fyrir finnst manni éftirá fullkomlega óskiljanlegt, og veldur jafnvel and- vöku, og ég leitast jafnan við að vera hér sem nákvæmastur í skrifum mínurn. Sjálfur átti ég nefnilega að vita hvar Amó fljótið er, og einnig Isar- fljót, því að á bjó í 2 */j mánuð svo til á bökkum Arnó fyrir nákvæmlega 39 árum og í tvö bjó í borginni við Isar-fljót. Vera má að ég hafi ekki alltaf verið vel fyrirkallaður við samningu vettvangsins, en væri það ekki eilítið mennilegi-a, að riddarinn með hattinn svarta fjallaði einnig um þær greinar sem ég rita er ég er vel upplagður? Höfundur cr myndlistamaður og skrifar gagnrýni um myndlist í Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.