Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993 3 Beint í 3. sætið PLATA Bjarkar Guðmundsdótt- ur, Debut, fór beint í 3. sætið á breska vin- sældalistanum um helgina. Plata Bjarkar fór í 3. sætið í Bretlandi 30 eintök vantaði til að ná öðru sæti PLATA Bjarkar Guðmundsdottur, Debut, fór bemt í þriðja sæti breska breiðskífulistans sem kynntur var um helgina, en íslensk- ur listamaður hefur aldrei komist svo hátt þar í landi. Að sögn forráðamanns útgáfufyrirtækis hennar hefur platan selst í 30- 40.000 eintökum, en hann spáir henni 300.000 eintaka sölu í Bret- landi áður en yfir Iýkur. Plata Bjarkar Guðmundsdóttur, sem heitir Debut, eða frumraun, kom út í Bretlandi sl. mánudag, en hér á landi kom platan út fyrir nokkru. Að sögn Dereks Birketts, forráðamanns útgáfunnar One Little Indian sem gaf Debut út, bjuggust menn þar við góðri sölu á plötunni, en þó útkoman væri frábær, væri hann afar vonsvikinn, því ekki hefði munað nema 30 ein- tökum að platan krækti í annað sætið á listanum. Hann spáir því að platan muni falla eitthvað niður í næstu viku, enda sé ekkert unnið við að kynna hana að sinni, en þráðurinn verði tekinn upp að nýju í næsta mánuði þegar önnur smá- skífan af henni kemur út. „Við stefnum að 300.000 eintaka sölu hér í landi,“ sagði Derek Birkett, „og förum létt með það.“ Derek Birkett segir að Björk sé nú önnum kafín að undirbúa tón- leikahald síðar á árinu, en ekki sé ljóst hvort hún muni gefa sér tíma til að þekkjast boð MTV sjónvarps- stöðvarinnar um að troða þar upp í svonefndum „Unplugged“-þætti, eins og áður var fyrirhugað. „Við þurfum ekki á MTV að halda til að kynna Björk,“ sagði Derek, „og hana langar mjög að setja saman hljómsveit núna.“ Umferðaröryggi á Suðurlandsvegi Hraðahindranir settar við þéttbýli Selfossi. NÝJAR hraðahindranir voru nýlega settar á Suðurlandsveg fyrir aust- an Hvolsvöll og verða settar á næstunni við Selfoss. Um er að ræða ræmur á veginum sem gefa ökumanninum góðlátlega til kynna að hann eigi að hægja á sér. Fýrirmynd þessara hraðahindrana er fengin frá Ðanmörku þar sem þær hafa gefið góða raun. Upphleyptar ræmur eru settar á veginn og þegar ekið er yfír þær á 90 kílómetra hraða fær ökumaðurinn á tilfínninguna að hann sé að auka hraðann og bein viðbrögð við því eru þau að hann hægir ferðina. Vegagerð ríkisins set- ur þessar hraðahindranir upp eftir óskum sveitarfélaga og á næstunni verða einnig settar slíkar hraðahindr- anir við Vík og Hellu. Upplýst gatnamót í sumar verður komið fyrir lýsingu á gatnamótum Biskupstungnabraut- ar og Suðurlandsvegar ofan við Sel- foss og við Skeiðavegamót. Búið er að koma slíkri lýsingu fyrir við gat- namótin hjá Hveragerði. Þetta eru aðgerðir til þess að auka öryggi á þessum gatnamótum en árið 1995 verða þau breikkuð og þar komið fyrir beygjureinum til hægri og vinstri og aðreinum fyrir umferð inn á Suðurlandsveg. Þessar framkvæmdir eru liður í því að auka umferðaröryggi á Suður- landsvegi. Sig. Jóns. Jgilá í mmI ■ llflÉiiÉÍ ve ímrn ' f j-.' b i ; j • Wf- Morgunblaðið/Kristinn Grafarvogskirkja skoðuð FRAMKVÆMDIR ganga vel við Grafarvogskirkju og sést móta fyrir framtíð- ar sölum. Sr. Vigfús Þór Árnason sóknarprestur tók á móti herra Ólafi Skúla- syni biskup ásamt þeim Magnúsi Ásgeirssyni formanni sóknarnefndar og Valgerði Gísladóttur safnaðarformanni, en stefnt er að opnun fyrstu hæðar fyrir safnaðarstarf í upphaf aðventu. Innflutt súkkulaði hækkar um 7,5 % SEM dæmi um verðhækkun vegna gengisfellingarinnar má nefna að innflutta súkkulaðið After Eight í 400 g pakkningum hefur hækkað úr 479 krónum í 515 krónur og er það um 7,5% hækkun. Viðskiptavinir sparisjóðanna hafa sterkan Bakhjarl. BAKHJARL SPARISJÓDANNA 6,85% RAUNÁVÖXTUN FYRSTU 6 MÁNUÐI ÁRSINS Enn einu sinni hefiir reynslan sýnt að þeir sem vilja ávaxta sparifé á innlánsreikningum geta borið mikið úr býtum hjá sparisjóðunum. Hafðu þetta í huga á næstu vikum og mánuðum. B SPARISJÓÐIRNIR fyrir þig og þína I Metsöluhladá hverjum degi! Verðbreytingar v. gengislækkunarinnar After Eight súkkuiaði Veröiö varkr. Verðið er nú kr. hækkar um 400 g 479 515 7,5%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.