Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993 11 I nýju húsi Mynstur ________Myndlist____________ Bragi Ásgeirsson í listhorni Sævars Karls Ólason- ar að Bankastræti 9, heldur ung myndlistarkona Katrín Sigurðar- dóttir að nafni fyrstu sýningu sína hér á landi, sem hún hefur gefið nafnið „Mynstur eiginda". Katrín stundaði nám í Nýlista- deild MH og útskrifaðist vorið 1988, en síðan við San Francisco Art Institute og lauk þar námi 1990. Síðan virðist hún hafa unnið að list sinni í borginni, því að þar hefur hún haldið tvær einkasýning- ar og tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum. annað borð móttækilegar fyrir formræn skilaboð í umhverfinu. Á veggjum stigagangs hefur verið komið fyrir veggspjöldum frá fyrri sýningarframkvæmdum og er það vel til fundið og dijúg prýði. Einnig er veggspjald frá sýningu Katrínar, og er það í sinni einangr- uðu mynd öllu hrifmeira sjálfri sýn- ingunni, en boðskapurinn er líka annar. Hins vegar er það ekki jafn vel til fallið að blanda saman listaverk- um og tízkufatnaði í sýningar- gluggunum eins og gert hefur ver- ið, nema það sé gert á mjög af- markaðan og hnitmiðaðan hátt. En slíkt er mikill galdur. Katrín Sigurðardóttir Markús Örn Antonsson borgar- stjóri afhenti myndhöggvurum lyklavöld að nýju húsnæði á föstudaginn sl. 9. júlí. Ljósmyndari Morgunblaðsins leit inn á Nýlendugötu 15 við þetta tækifæri og gefur hér að líta Markús Örn ásamt Brynhildi Þor- geirsdóttur formanni Myndhöggv- arafélagsins í Reykjavík sem hampar lykli að húsinu. Þar var áður vélsmiðja en þegar hafa þijár allstórar vinnustofur á neðstu hæð verið teknar í notkun. Á efri hæð- um verða minni einkavinnustofur sem koma á í gagnið í sumar og Morgunblaðið/Þorkell haust. Nýlendugata kemur í stað aðstöðu myndhöggvara á Korp- úlfsstöðum. Það er hið hugmyndafræðilega sem Katrín er að fást við eins og svo margir sem útskrifast hafa úr Nýlistadeild, og hún virðist ennþá altekin þeim grunnlærdómi. Sýningin gengur út frá einu heildarstefi, sem er eins konar veggfóðursmynstur og er einungis rofið af ýmsum táknum á víð og dreif. Gat ég ekki annað gert, er inn á sýningarsvæðið kom, en að hugsa til þess sem einn af okkar fremstu brautryðjendum á núlista- sviðinu lét hafa eftir sér er hann sá málverk á veggjum eða sýning- um, sem ekki vöktu sérstök við- brögð hjá honum, „þetta er be- trekk“. Átti hann þá auðvitað við, að þetta væri einfaldlega vegg- skraut, og enginn framsækinn málari vildi verða fyrir því að hann segði þetta um myndverk þeirra, en hann var hér óspar og fengu jafnvel nánir félagar hans að kenna á því, bæði í kernskni sem alvöru. En nú eru breyttir tímar og „be- trekkið“ á víst að vera orðið að fullgildri list, eftir sýningu Katrínar Sigurðardóttur að dæma. Rétt er að gefa listakonunni orð- ið, en hún segir svo um verkið í sýningarskrá: „í verkum mínum fjalla ég gjarnan um tengsl hins hefðbundna málverks við ýmis inn- anhúsþægindi og -skreyti. Ég kanna og gagnrýni þá aðgreiningu og stiggreiningu sem skipuð er á milli andlegrar sköpunar annars vegar og heimilisfegurðar og hönn- unar hins vegar. í vinnu minni hermi ég oft eftir vélrænum framleiðsluaðferðum og sný þannig við þeirri grundvallar- rökfærslu að maðurinn fari á undan maskínunni. Ég vinn iðulega með munstur og skoða í því hvernig sniðið er af merkingu ákveðins mótívs við endurtekningu þess. Munstrið sjálft í þessu tilviki lýsir formum og eiginleikum míns eigin líkama." í Ijósi þessarar skilgreiningar má það strax koma fram, að svo sannarlega er sniðið eftir ákveðinni merkingu með stöðugum endur- tekningum sama formsins, sem í fyrstu líkist einna helst fingrafari og sem er einungis rofið af einföld- um línuformunum á tvist og bast. En hins vegar gengur manni mun síður að finna tengsl á milli þessara mynstra og tákna og lík- ama gerandans og kann það að vera vegna þess að skoðandinn, í þessu tilviki ég, er alls ófróður á hið sérstaka dulmál tjáningarinnar. Skilgreining listakonunnar er þannig ekki fullnægjandi fyrir skoð- andann, nema hann sé sérstaklega inni í slíkum vinnubrögðum, en það eru fáir. Hins vegar munu flestir kannast við áhrifamátt veggfóðurs og vissulega magnar hann upp ýmsar hugleiðingar, ef menn eru á í Ioli’1' |pfii I I Siðast voru í ti/öfoldimi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.