Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993 í alvöru - er það ekki? eftir Halldór Jónsson Einn góður vinur minn söng jafnan fyrir munni sér, þegar Jó- hannes í Seðlabankanum kom í sjónvarpið og tilkynnti um að bankinn hefði ákveðið nýtt gengi á gömlu krónuna, að höfðu sam- ráði við ríkisstjórnina o.s.frv... Lagið sem hann söng var „Happy days are here again“, sem gæti útlagst „hamingjan er aftur hér“. Hann var líka góður grínisti þó hann sæi oft lengra en margir aðrir. Ég var eiginlega hálf spældur að við fengum ekki að sjá nýjasta og hæfasta Seðlabankastjórann flytja þuluna í sjónvarpið þann 28. júní sl. Það var alltaf svo hátíðlegt að hlusta á þetta eftir að ráða- mennimir voru búnir að neita því statt og stöðugt að til stæði að fella gengið, meðan Sambandið leysti út gjaldeyri, sem aðrir fengu ekki. Það er nú einhver munur núna í þessu opna upplýsingaþjóðfélagi, sem við lifum í, þegar allir vita hvað til stendur með góðum fyrir- vara, nema sumir ráðherrarnir. Og öllum er sama nema bara Guðmundi jaka. En hann hefur tekið eftir því, að vextirnir virðast vera orðnir óstöðvandi náttúrulög- mál hjá bönkunum. Hann verður að athuga það, að það kostar sitt fyrir þá að gefa völdum fyrirtækj- um hálfa milljarða ef þau vilja ekki borga. Svo sjáum við það líka, að bank- arnir og sjóðirnir eru miklu flink- ari við að reka atvinnufyrirtæki en einkageirinn, sem alltaf er á hausnum. Sól þeirra skín á hótel, skipafélög, rækjusmiðjur og steypugerði. Ég held að ég hefði sungið gamla lagið hans vinar mins þenn- an dag ef ég hefði fengið nýja bankastjórann á skjáinn með þul- una góðu þennan júnídag. Hamingjan aftur hér! Nú fáum við aftur verðbólguna og þau upplífgunaráhrif sem henni fylgja. Við verðum bara að drífa okkur í að afnema lánskjaravísi- töluna svo að hún þvælist ekki fyrir framförum í landinu. Hann Guðmundur í Lífeyrissjóðnum ætl- ar hvort sem er að fara að kaupa hlutabréf erlendis svo hann þarf ekki á henni að halda lengur til þess að tryggja lífeyrinn minn. Enda þarf hann líka að vinna upp milljarðinn, sem hann er langt kominn með að tapa á að fjárfesta í innlendum hlutabréfum. Það ger- ist sko ekki í útlandinu að hluta- bréf lækki svona. Mikið er nú gott að hafa útvalin fjármálaséni í lífeyrissjóðum landsmanna til þess að hafa vit fyrir okkur, sem myndum bara eyða aurunum í vit- leysu. Og mikið varð ég líka glaður, þegar ég frétti að við hefðum líka fundið þann hæfasta til að verða sendiherra í Noregi. Og ég vona líka að það sé satt, að það sé búið að finna þann hæfasta til þess að taka við Tryggingastofnuninni. Mikið megum við annars meta Alýðuflokkinn umfram aðra fyrir það, hversu miklu meira mannvali en aðrir flokkar hann hefur skilað til forystustarfa fyrir þessa þjóð. Ég tala nú ekki um ef miðað er við kjörfylgið. Og nú er Framsóknarflokkurinn orðinn stærsti flokkur þjóðarinnar án þess að Steingrímur sé kallaður uppí útvarp. Þetta er maður sem ekki kippir sér upp við smámuni, myndi ekki fella gengið þótt á móti blési og er ekki hræddur við erlend lán. Þetta er maður að okk- ar skapi, sem getur leitt okkur framhjá óþægindum. Það þarf ekki að skipta um karl í brúnni á þeim bænum vegna aflaleysis. LÍU og hvalírnir Alveg stend ég forviða yfir því, hvað hann Jakob á Hafró er góður í reikningi. Þarna reiknar hann út uppá hár fyrir okkur, að ef LIU veiðir 175 þúsund tonn úr þor- skauðlindinni sinni, þá minnkar stofninn. En ef þeir veiða 155 þúsund tonn þá stækkar stofninn einhverntíma. Já, þetta er fínt stillt hjá honum. Þó hefði ég gaman af því, ef einhver vildi einhverntíma spyrja þennan Jakob, hvort það sé rétt, að hér við land sé um ein og hálf milljón tonn af hvölum? Líka hvort það sé rétt, að þessi tonn af hvöl- um éti kannske nærri 7 milljónir tonna á ári? Líka væri gaman að vita, hvort almenn friðun hvalanna leiði til fjölgunar þeirra og aukinn- ar fæðuöflunar, ef til vill 350.000 tonna með 5% fjölgun? Líka hvort það sé ekki alveg víst, að ekkert af þessu áti sé þorskur og þorskseiði? Það væri nefnilega laglegur fjandi ef hval- urinn væri að snuða hann Kristján í LIU með því að éta frá honum kvótann. Svo segja sumir, að það séu um 4.000 tonn af sel hér við land. Fáir nenna víst að veiða selinna lengur eftir að Hringormanefnd hætti að borga. Þessir selir eru sagðir hafa lyst á að éta um 60.000 tonn af fiskmeti á ári. Þeim fjölgi um 2-3% á hveiju ári. Kannske getur Jakob útskýrt hvernig standi á því, að selirnir skuli ekki éta neitt það af Hafró- þorski, sem hafi áhrif á reiknilík- anið?. Að byggja upp fiskstofna Það er annars ánægjulegt að vita, hversu vel er staðið að því, að vernda fiskimiðin okkar fyrir LÍU og byggja upp fiskistofna fyrir þá. Til dæmis með vel aug- lýstum svæðalokunum svo togar- arnir geti verið mættir í opnunina allir saman. Ef þessir rányrkjusinnar á fiski- flotanum væru ekki passaðir svo Halldór Jónsson „Svo sjáum við það líka, að bankarnir o g sjóð- irnir eru miklu flinkari við að reka atvinnufyr- irtæki en einkageirinn, sem alltaf er á hausn- um. Sól þeirra skín á hótel, skipafélög, rækjusmiðjur og steypugerði.“ af yfirvöldum, þá myndu þeir bara veiða allt í botn. Og þá fengist fljótlega svo lítið í halinu á hveij- um togara, að veiðin hætti að borga sig. Fyrirhyggjuleysi þess- ara manna verður ekki hamin á annan hátt en með svona þjóðará- taki. Og það þrátt fyrir það, að þjóðin sé búin að gefa þeim fiski- miðin um aldur og ævi. Þvílíkar vanmetakindur er þetta lið annars. Ef fískimennirnir væru látnir sjálfráðir, þá væri sama hversu oft og mikið gengið yrði fellt, það væri ómögulegt að reka útgerðina með hagnaði. Einhveijar útgerðir færu bara lóðbeint á hausinn. Það myndi líklega fækka snarlega í togaraflotanum, sem er víst allur í skuld. Þvílík skelfing og þvílík landauðn myndi þá ekki blasa við, ef fækkaði í félaginu hjá Krist- jáni? Kannske er líka best að bank- arnir geri sjálfir út án milliliða? Það yrðu fljótlega svo margir ferkílómetrar af landhelgi á hvern eftirlifandi útgerðarmann, að þeir bara kæmust ekki yfir að toga allstaðar. Þá yrðum við alfarið að treysta á hvalina til þess að sjá til þess, að þorskurinn gysi ekki upp aftur. Hvað skyldi hann Hannes Hólmsteinn annars segja um það, að láta samkeppni stjórna fram- boði veiðiskipa á takmörkuðum fiskimiðum? Spara þetta Hafró og þessa gæslu alla saman. Láta hlut- ina stýra sér sjálfa. Og láta útgerð- armennina byggja skip fyrir eigin reikning og áhættu? Er víst að þetta yrði nokkuð verra? Allavega yrði það ódýrara í framkvæmd. Svo væri líka hægt að hlusta á hann Önund og beina stærri skipunum dýpra en skeljunum grynnra. Líka án útreikninga og gæslu. En það þykir þeim í LÍU sjálfsagt alltof lummó. I ( ( ( Þakklæti til yfirvaldanna Mikið megum við íslendingar t vera þakklátir fyrir þá menn sem geta stillt þetta allt svona hárfínt fyrir okkur hin. Reiknað út gengi uppá tvo aukastafi, reiknað út fiskinn í sjónum og atvinnu á næsta ári og sett okkur lög, sem hvergi finnast önnur þvílík að mati alþjóðadómstóla. Enda ber brýnni nauðsyn til þess að byggja nýtt slot yfir Hæstarétt svo hann geti dæmt betur heldur en tugthús yfir ræningja og ofbeldismenn. Allt frá Áshildarmýri til þessa ömudega atvinnuleysissumars hafa íslendingar munað eftir því, að elska sín réttu yfirvöld. Svo t reyni ég að gera í anda mínum ■" og fel þeim alla mína forsjá. Ég vona að einhver sé samt í ekki að gera grín að mér. Þetta er allt í alvöru, er það ekki? Höfundur er verkfræðingur. „Fast þeir sóttu sjóinn ...“ Nokkrar staðreyndir um fiskveiðar á fyrri öldum eftir Siglaug Brynleifsson Skúli Magnússon skrifar í „For- sög til en kort Beskrivelse af Is- land“ 1786: „Timburskorturinn næst fólksfæðinni er mesta hindr- unin fyrir bættu ástandi“ (Biblio- theca Arnamagnæana Vol. V. bls. 60). Bjarni Halldórsson á Þingeyr- um nefnir mannfæðina sem frum- ástæðuna fyrir fátækt landsmanna svo og ísaldar-veðráttu og drep- sóttir. Bjarni lýsir ástandinu sem vítahring kulda, fátæktar og mannfæðar „sem ég sé engin ráð til að bæta úr“ eins og segir i rit- gerðum Bjama til Landsnefndar- innar (Landsnefndin 1770-71. II. bindi. Sögufélag 1961). Samkvæmt manntalinu 1703 tók Skúli Magnússon saman töflu um skiptingu mannfjöldans eftir framfærendum, þ.e. bændum og sjávarbændum. Eftir töflunni hafa um 2/3 mannfjöldans lifað af land- búnaði eingöngu, eða 69%, en stundað verferðir og róðra jafn- framt árstíðabundið. 15% hafa stundað nokkurn sjávarútveg jafn- framt búskap og 16% talist til sjáv- arbænda, þar sem sjávaraflinn var meginstoð búskaparins. Með lækk- andi skreiðarverði á 17. og 18. öld „var slakað á eignaskyldu þurra- búðarmanna, og loks var þurra- búðarvist leyfð með alþingisdómi 1679. Fjölgaði þá mjög í helstu verstöðvum ... skv. manntali 1703 virðast þurrabúðir einna þéttastar á Snæfellsnesi.. . en þar bjuggu um 200 fjölskyldur þurraþúðar- manna af um 340 í landinu" (Ein- ar Laxness: íslandssaga. Menning- arsjóður 1977. II. bindi). Þessi ráð- stöfun getur e.t.v. hafa að ein- hveiju leyti orsakast af flakki, sem var stöðugt umkvörtunarefni og var landinu til „hinna mestu þyngsla". Þjóðfélagið þoldi ekki iðjuleysi verkfærra manna á tímum takmarkaðrar fæðuöflunar. Með linun á eignaskyldu þurrabúðar- manna leitaði vergangsfólk að sjávarsíðunni, þar sem því gáfust einhveijir úrkostir og ánauð var létt af sveitunum. En þessi ráðstöfun heppnaðist ekki. A árunum 1685-1702 varð aflabrestur og harðir vetur, afleið- ingarnar mannfellir svo þúsundum skipti og aukinn þurfamannafjöldi og flakk. Ástandið í Evrópu á sama tíma var ekki betra. Veturinn 1693-94 í Frakklandi var mann- dauðavetur af hungri og annars staðar í Evrópu réð hungur og pestir, svo mjög að það getur um mannát. Hér hefði ástandið orðið mun verra ef þurrabúðarseta hefði verið í einhveijum mæli á fiskleys- isárum. í stað þess var ríkjandi jafnvægi miilílandbúnaðar og sjáv- arútvegs, bændur stunduðu hvort tveggja og með þeim árangri að þýðingarmesta útflutningsafurðin var skreið allt frá því um miðja 14. öld. Landið varð aldrei verstöð, svo er þessu jafnvægi fyrir að þakka. Sjávarbændur og þeir sem höfðu sjávargagn að hluta virðast hafa gætt þess vel að raska ekki fiski- göngum með, að því er þeir álitu, vafasömum veiðitækjum og veiði- tækni og jafnframt að hlutaskipti gætu gengið árekstralaust. Því var amast við löngum færum, mark- önglum og beitingu maðks. Stefna stjórnvalda að banna vetursetu erlendra kaupmanna í danska rík- inu, þar á meðal hér á landi, forð- aði því að hér kæmu upp erlend sjópláss, sem hefðu raskað jafn- vægi lífsbjargarinnar til lands og sjávar. Og það sem meira er, ís- lendingar voru mesta skreiðar- framleiðsluþjóð um norðanvert Atlantshaf á 15.-18. öld. Um 1775 eru landsmenn innan við 50 þúsund og útflutningur skreiðar nemur ca. 1.500 lestum. Norðmenn eru 718.000 árið 1775 (Heimild: The Cambridge Ec- onomic History of Europe Vol. IV) og útflutningur skreiðar þaðan var miili 6-7.000 lestir. Hefðu þeir haldið til jafns við íslendinga í skreiðarútflutningi hefðu þeir átt að flytja út rúmlega 20.000 tonn. Samanburður við Nýfundnaland bendir til stöðugt vaxandi útflutn- ings saltaðs þorsks frá Nýfundna- Siglaugur Brynleifsson „Svo af þessu leiðir að allur samanburður við Nýfundnaland og Nýja England er út í hött hvað aflaverkun íbú- anna snertir.“ landi átímabilinu 1675-1784 með- an útflutningur héðan stóð í stað. „Útflutningur íbúa Nýfundnalands á fiski“ átti sér varla stað. íbúar Nýfundnalands voru sárafáir, 1683-84 töldust þeir 120, 1754 3.400 og 1774 12.000. Það hljóta að hafa verið afturgengnir íþúar eða alþýða, sem verkaði allt það fiskmagn sem barst þaðan til Eng- lands, Hollands, Spánar og Mið- jarðarhafslanda á þessu tímabili. En svo var ekki. Nýfundnaland var verstöð, aðstaða gafst fyrir árs- tíðabundna dvöl meðan vertíð stóð, en meginhluti þorskaflans var . verkaður um borð í duggum og * skipum á miðunum við landið og fluttur beint á markað. Heimildir i um veiðar á Nýfundnalandsmiðum ' eru gloppóttar. En í skrám frá 1773 eru „taldar 264 franskar a duggur (25.000 tonn með 10 þús- * und manna áhöfn). Frá 1775 eru talin 400 ensk fiskiskip (36.000 tonn og 25 þúsund fiskimenn). Samtals verður þetta 1.329 skip og veiðin var áætluð um 80.000 tonn af fiski. Með því að bæta við hollenskum fiskimönnum og fiski- mönnum frá fleiri Evrópurikjum, þá verða skipin á Nýfundnalands- miðum um 1.500 og aflinn alls 90.000 tonn“ (Fernand Braudel: Les Structures du Quotidien — Civilisation materielle, Economie et Capitalisme Tome I. Paris 1979). Svo af þessu leiðir að allur samanburður við Nýfundnaland og t Nýja England er út í hött hvað ' aflaverkun íbúanna snertir. Það var íslensk valdastétt og Iandeig- | endur, sem voru íslenskir bændur " og sjávarbændur jafnframt, sem stuðluðu að því að þjóðin lifði af | og það voru sömu aðilar, sem áttu ' frumkvæðið þegar um hægðist. Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.