Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993 19 ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNIMAR í REYKJAVÍK: í dagbókinni þessa helgi má sjá rúmlega 100 færslur vegna um- ferðarlagabrota ökumanna, 80 vegna ölvunarástands einstakl- inga, 13 vegna ölvunaraksturs, 26 vegna hávaða og ónæðis utan dyra og innan, 17 vegna innbrota og þjófnaða, 21 vegna bifreiða- árekstra. Hins vegar er ekki skráð líkamsmeiðing. Vonandi er það vísbending þess sem vænta má á næstunni. Aðfaranótt laugardags var til- kynnt um innbrot og skemmdar- verk á 5 bifreiðum á bifreiðastæð- unum við Háskólabíó. Þá mátti sjá að einni bifreið hafði verið ekið þar af vettvangi, en hún var stöðvuð í akstri í Hafnarfirði skömmu síðar. Bifreiðinni hafði verið stolið af bifreiðastæðinu, en í henni voru þrír drengir, sem all- ir eru lögregluni kunnugir. Talið var líklegt að þeir hafi og verið valdir af skemmdarverkunum á bifreiðunum fimm. í járnum Um þijúleytið um nóttina sást hvar bifreið var ekið á ljósastaur á Miklubraut. Sagt er að akstur- inn hafi verið all svakalegur áður en bifreiðin stöðvaðist á staurn- um. Flytja þurfti ökumanninn af vettvangi í jámum, en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis við aksturinn. Á laugardagsmorgun varð um- ferðaróhapp á Suðurlandsbraut skammt austan Kringlumýrar- brautar. Bifreið hafði verið ekið hratt eftir Lágmúla, en við gatna- mót Suðurlandsbrautar missti ökumaðurinn vald á henni með þeim afleiðingum að hún fór þar þvert yfir umferðareyju og lenti á 'gangstéttarbrún handan göt- unnar. Bifreiðin skemmdist mikið og var óökufær eftir. Auk öku- manns var farþegi í bifreiðinni, en þeir virtust báðir vera undir áhrifum áfengis. Um svipað leyti var númers- lausu bifhjóli ekið suður Selás- braut á miklum hraða. Við gatna- mót Viðaráss missti ökumaðurinn vald á bifhjólinu, lenti á götukant- inum og féll síðan af hjólinu. Far- þegi, sem verið hafði á hjólinu, féll einnig af því og er talið að hann hafí handleggsbrotnað. Ökumaður og farþegi virtust vera undir áhrifum áfengis. 16 ára á 119 km hraða Á laugardagskvöldið stöðvaði lögreglan stúlku í akstri á Reykja- nesbraut. Ökuhraðinn hafði mælst 119 km/klst, en leyfilegur há- markshraði á götunni er 60 km/klst. Stúlkan reyndist einung- is 16 ára að aldri og því próflaus. Hún hafi ekið á sviptingahraða, en ekki var hægt að svipta hana ökuréttindum sem hún hafði ekki. Skömmu síðar voru þrjú bifhjól mæld á 121 km/klst. á Sæbraut við Höfðatún. Þar er leyfður há- markshraði 60 km/klst. Öku- mennirnir voru allir færðir á lög- reglustöðina, en fóru þaðan á sex hæggengum. Tveir ökumenn aðrir fengu að sjá á eftir ökuréttindum sínum þessa nótt, en nokkrir aðrir voru nærri því að missa réttindi sín vegna hraðaksturs. Alls voru 40 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur um helgina. Það er ekki að ástæðulausu, sem lögreglan á Suðvesturlandi í samstarfi við Landhelgisgæsluna og tryggingafélögin telur sig þurfa að sameinast í aðgerðum í umferðinni á næstunni. Athygl- inni verður sérstaklega beint að hraðakstri og framúrakstri, en ástandið í þeim málum virðist vera óvenjuslæmt um þessar mundir. Á laugardagsmorgun var tilkynnt um að brotist hefði verið inn í fyrirtæki og skrifstofur húss við Pósthússtræti. Rúða hafði ver- ið brotin í útihurð og þannig hafði þjófurinn komist inn. Við nánari athugun kom í ljós að maður, sem talinn var vera hann, lá sofandi inni, en við hlið hans lá poki sem í hafði verið safnað skiptimynt og rafmagnstækjum. Maðurinn var færður á lögreglustöðina. Aðfinnsluverð hegðum Talsverð öivun var meðal fólks aðfaranótt laugardags, en aðfara- nótt sunnudags var hegðun fólks í umferðinni mjög aðfinnsluverð. Ef almenningur mætti lesa þær 449 færslur dagbókarinnar frá þvi um helgina myndu margir undrast það hvað getur í raun gengið á meðal fólksins í ekki stærra samfélagi en hér er. Svo virðist sem talsvert vanti á að sjálfsvirðing fólks sé sem skyldi, það kunni að tileinka sér tilhlýði- lega háttsemi, tillitssemi, aga og virðingu fyrir eigum annarra. Kannski er ekki hægt að gera þær kröfur til fólks í dag þegar fýrir- myndirnar og fórdæmin eru ekki betri en raun ber vitni. Á það jafnt við um einstaklinga og stofnanir. Hreindýrum fækkar Vaðbrekku, Jökuldal. Árleg hreindýratalning á svæðinu norðan Vatnajökuls, kringum Snæfell austur á Múla og vestur í Kringilsárrana var gerð úr flugvél 5. júlí síðastlið- inn. Hreindýr eru talin tvisvar sinnum á ári, að öllu jöfnu í apríl. Þá er talið af landi oftast á spjó- sleðum, síðan aftur í júlí úr lofti. Talningin fer þannig fram að flogið er yfir afréttinn þar sem hreindýrin ganga og teknar myndir af hjörðunum og síðan taiið af þeim er til byggða kemur. Samkvæmt talningunni reyndust 428 dýr á Múla, undir Fellum voru 255 dýr, á Vesturöræfum 551 dýr, og á Kringilsárrana voru 67 dýr rúmlega 100 færri en í fyrra. Alls var þetta 1.301 dýr, 164 dýrum færra en í fyrra, fullorðnum kúm hafði fækkað en törfum heldur íjölgað enda stefnt að því er veiði- kvóti var ákveðinn á síðasta hausti. Kálfahlutfall var nú með besta móti eða 33% á móti 29% á síðasta ári. Að sögn Skarphéðins Þórissonar er umsjón hafði með talningunni voru skilyrði- til talningarinnar þol- anleg, nokkuð dimmt yfir og skúrir sums staðar, en hreindýrin sáust vel. Mikill snjór var við Snæfell, aust- ast á Múla og á Hraunum. Greini- legt er að sumarið er allt að hálfum mánuði seinna á ferðinni en í venju- legu árferði, sagði Skarphéðinn ennfremur. Sig. Að. HARÐViÐARVAL HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 PABBI/MAMMA AHt fyrir nýfædda barnið ÞUMALÍNA Avaxta-og grœnmetisdagar í Hagkaupi dagana 1.-14. júlí Alls konar ávextir og margvíslegt grænmeti, - bæði vel jpekkt og framandi, - ferskt og safaríkt í öllum verslunum Hagkaups á ávaxta-og grænmetisdögum. Ný uppskera streymir á markaðinn, þar á meðal mikið af íslensku grænmeti. Hægt verður að bragða á |*||§§3 O fjölmörgum tegundum á kynningum og gera frábær kaup, því þarna verður hvert tilboðið öðru betra. Njóttu þess! HAGKAUP gœöi úrval þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.