Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 1
56 SIÐURB 174. tbl. 81.árg. FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ný skipan gengismála Brussel. Reuter. STJÓRNVÖLD í Belgíu og Lúx- emborg hafa áhuga á að tengjast gengissamstarfinu, sem ríkis- stjórnir Hollands og Þýskalands sömdu um sín i milli sl. mánudag. Þegar níu Evrópubandalagsríki ákváðu að leyfa gengi gjaldmiðlanna að fljóta og hreyfast um 15% upp eða niður frá meðalgenginu, sömdu Þjóðvetjar og Hollendingar um að takmarka gagnkvæmar breytingar á gengi sinna gjaldmiðla við 2,25%. Frá því á mánudag hefur Belgíu- stjóm tekist að þrýsta frankanum inn fyrir þennan ramma og hermt er að stjómvöld beggja ríkjanna vilji fá aðild að þýsk-hollenska samningn- um. Ratvísi far- fugla skýrð London. Reuter. FUGLAR nota sólarljósið eða venjulega dagsbirtu til að stilla innbyggt leiðar- eða siglingakerfi sitt en við það styðjast farfuglarn- ir á langferðum sínum. Vísindamenn telja, að fuglar hafi í höfði sér eins konar áttavita, sem beini þeim rétta leið í langfluginu, en það hefur alltaf verið ráðgáta hvemig þeir fara að því að stilla hann með tilliti til snúnings jarðar. í grein, sem birtist í gær í vísinda- tímaritinu Nature segja tvenn hjón, að fuglarnir styðjist við sólarljósið. Það er þó ekki þannig, að þeir taki bara sólarhæðina, heldur hafi Ijós- eindir áhrif á rafeindir og myndi segulsvið í auga fuglsins. Það sýni honum aftur hvar hann er staddur. Ofbeldi síað úr sjónvarpi Washinglon. Reuter. FRUMVARP hefur verið lagt fram á Bandaríkjaþingi sem miðar að því að gera foreldrum kleift að koma í veg fyrir að börn þeirra sjái ofbeldi í sjónvarpinu. Lagt er til að öll sjónvarpsviðtæki verði með tölvubúnaði sem vinsi of- beldisatriði úr sjónvarpsefni sam- kvæmt boðum frá viðkomandi sjón- varpsstöð. 70 farast í sprengingum Reuter SPRENGINGAR urðu allt að 70 manns að bana í gær í iðnaðarhverfi kínversku borgarinnar Shenzhen, sem er skammt norðan við Hong Kong. Björgunarmenn reyndu að ná tökum á fyrri sprengingunni, sem varð í húsnæði fyrirtækis þar sem geymd vom eiturefni á borð við saltpéturssýru; en hitinn olli annarri og stærri sprengingu í nágrenninu, þar sem geymt var gas. Um 200 slösuðust í sprengingunum. Kín- versk stjórnvöld óskuðu eftir aðstoð frá Hong Kong við að slökkva eldana og er það í fyrsta sinn sem slík beiðni berst frá Kína. Fríðarviðræðum í Bosníudeílunni frestað fram yfir helgí Serbar vilja fela SÞ eftir- lit í fjöllum við Sarajevo Pale í Bosníu, Genf, London. Reuter. SÁTTASEMJARAR í Bosníudeilunni tilkynntu í gær að viðræðum hefði verið frestað fram yfir helgi. Bosníu-Serbar hafa boðist til þess að fela Sameinuðu þjóðunum (SÞ) eftirlit með svæðum í fjöll- um við Sarajevo og opna tvær leiðir til borgarinnar; sögðust þeir hafa þar tögl og hagldir, en vildu koma í veg fyrir að friðarviðræð- urnar færu út um þúfur og forðast að fá á sig loftárásir. Múslimar segja að láti Serbar tilboðið verða að veruleika muni þeir mæta aftur að samningaborðinu í Genf. Að sögn embættismanna kemur ekki til greina að Atlantshafsbandalagið (NATO) hafi afskipti af bardögum á borð við þá sem geisa í fjöllunum umhverfis Sarajevo. Serbum myndu taka af allan vafa, og það virtist augljóst að án þess næðist aldrei viðunandi lausn. Haft var eftir embættismönnum í gær að það væri ekki hlutverk NATO að skipta sér af átökum heija í Bosníu, heldur skyldi NATO æskja heimildar SÞ til þess að ráð- ast á Serba, ef þeir hindruðu flutn- ing á hjálpargögnum eða réðust gegn almennum borgurum. „NATO er ekki að leitast við að breyta stöðunni umhverfis Sarajevo, heldur að nota flugflot- ann til takmarkaðs hjálparstarfs," sagði embættismaður NATO í gær. Sendiherrar aðildarríkjanna hittast aftur á mánudag til að meta með hvaða hætti sé best að standa að loftárásunum. Reuter Beðið við Buckinghamhöll BIÐRÖÐ er nú tekin að myndast við Buckinghamhöll í London en salir hennar verða opnaðir almenningi í fyrramálið. Parið á myndinni hefur beðið frá því á þriðjudag og verður fyrst inn í höllina haldi það biðina út. „Við höfum sæst á að opna Sarajevo-borg eins fljótt og auðið er,“ sagði Radovan Karazdic, leið- togi Bosníu-Serba, við fréttamenn í höfuðstöðvum sínum í Pale, skammt frá Sarajevo. Sagði hann að opnaðar yrðu leiðir fyrir her- og hjálparsveitir á vegum SÞ, sem myndu fara yfir landsvæði á valdi Serba á leið sinni inn í borgina. Karadzic sagði ennfremur að her- sveitir þeirra, sem hefðu náð á sitt vald mikilvægum stöðum í fjöllun- um Igman og Bjelasnica nú í vik- unni, myndu hverfa aftur til sinna fyrri stöðva og láta gæsluliðum SÞ svæðin eftir til að gæta þar hlutleysis. Styðja árásir Abdul Sattar, utanríkisráðherra Pakistan, sem er í forsæti nefndar á vegum Samtaka um ráðstefnu islamskra ríkja (OIC), sagði á fréttamannafundi í Genf í gær, að aðildarríki samtakanna, 51 aðtölu, styddu hugmyndir Bandaríkja- manna um árásir á Serba. Sagði Sattar að einungis loftárásir gegn Systkinum forset- ans fer fjölgandi Phoenix í Arizona. The Daily Telegraph. BILL Clinton Bandaríkjaforseti kann að eiga hálfsystur í Tucson í Arizona ef marka má fæðingarvottorð sem birt voru í gær. Ekki er langt síðan hálfbróðir forsetans kom fram á sjónarsviðið. Samkvæmt fæðingarvottorði Sharon Pettijohn, sem fæddist árið 1941 í Kansas City, var fað- ir hennar William Jefferson Blyt- he, sem einnig var faðir forset- ans. Talsmaður Clintons sagðist í gær ekki geta tjáð sig um málið en óskað hefði verið eftir afriti af fæðingarvottorðinu. Móður Pettijohn, Wannettu, grunaði fyrst í kosningabaráttunni 1992 að hún væri tengd forsetanum en þá kom fram hveijir foreldrar hans væru. Wannetta giftist Blyt- he árið 1941 þegar hann var sölu- maður bifreiðavarahluta en þau skildu nokkrum árum síðar. Will- iam Blythe fórst í bílslysi árið 1946 einungis nokkrum vikum áður en Bill Clinton fæddist. Pettijohn sagði í gær að sér stæði á sama hvort hún væri skyld forsetanum. En íbúar Tucson voru yfir sig hrifnir og ríkti umsáturs- ástand við hús hennar. Fjölgunin í fjölskyldu forsetans er ör. Síðast í júní fannst hálfbróð- ir Clintons, Henry Leon Ritzent- haler. Clinton á annan hálfbróður sem heitir Roger og er tónlistar- maður sem sat á sínum tíma inni fyrir fíkniefnasölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.