Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1993 mmnn « /-ÍO<z Oft -Pi'nnur rnabur kcjcxUcinau- it>áb meb SUöLum? " Ást er ... ... að hengja hnefaleik- arahanskana á hilluna TM Reg. U.S Pat Off,—ail rights reserved ° 1993 Los Angeles Times Syndicate HOGNI HREKKVÍSI OyÚG, HELP Nll/ EKK/ i BRÉF HL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 S_ Ekkí er allt sem sýnist Frá Unni Guðjónsdóttur: ÞANN 22. júlí sl. birtist bréf til blaðsins frá mér með ofangreindri fyrirsögn, þar sem ég hef eitt og annað að segja um aðferð Ingólfs Guðbrandssonar við að auglýsa Kínaferð sína. Hann svarar bréfí þessu þann 29. júlí, en við það hef ég nokkrar athugasemdir fram að færa. Víkverji dagsins er einn þeirra, sem reglulega þarf að nýta sér þjónustu Flugleiða í millilanda- flugi. Verður að segjast sem er, að almennt er hann mjög ánægður með þá þjónustu sem veitt er og telur hana hafa batnað stórlega á undanförnum árum. Er nú svo kom- ið að þjónusta Flugleiða jafnast á við þjónustu flestallra annarra flug- félaga, sem Víkverji hefur haft við- skipti við. Eitt er það þó um borð í Flug- leiðavélunum, sem fer óstjórnlega í taugarnar á Víkvetja. Eins og gefur að skilja er Víkverji mjög háður lestri dagblaða og er varla í rónni fyrr en hann hefur fengið sinn daglega skammt af Morgunblaðinu á morgnana. Það sama á að sjálf- sögðu við er hann heldur til útlanda. Það virðist hins vegar vera regla fremur en undantekning að ekki séu til staðar nægjanlega mörg dagblöð þegar kemur að því að úthluta les- efni í Flugleiðavélunum. Hefur Vík- verji því oft tekið á það ráð að taka hreinlega sjálfur með sér sitt eigið Morgunblað í vélina til að vera með allt á hreinu. Þá kemur hins vegar upp annað vandamál, nefnilega sá ósiður flugfreyja að rífa dagblaðið frá fólki, leggi það blaðið frá sér 1. I.G. Skrifar að ég hafí fengið birta grein eftir mig um Kína í Les- bók Morgunblaðsins. Mín athuga- semd: Gísli Sigurðsson, ritstjómar- fulltrúi Lesbókar, átti frumkvæðið að grein þessari og pantaði hana hjá mér. I.G. heldur því fram að ég hafí bara farið tvisvar sinnum til Kína, það er rangt, vilji einhver les- andi þessa pistils gera sér ómakið um skamma stund, t.d. vegna sal- ernisferðar eða blundar. Er því nauðsynlegt að gæta blaðsins eins og ormur á gulli ætli maður að lesa það til enda, sem oftast er raunin, enda fátt annað hægt að hafa fyrir stafni á flugferðum. Sá kostur að koma með sitt eigið blað er hins vegar ekki til staðar þegar haldið er heim frá útlöndum. Þá er fréttaþorstinn oftast einnig sýnu meiri enda hefur þá oft ekki gefist tækifæri til að glugga í ís- lenskt dagblað í marga daga eða jafnvel vikur. xxx Iflugi til fslands er hins vegar dagblaðamagnið vægast sagt mjög takmarkað. Má nefna sem dæmi að í síðasta flugi Víkveija til landsins voru öll blöð löngu uppurin er kom að honum. Varð hann því að bíða í á aðra klukkustund áður en flugfreyju tókst loks að fínna handa honum blað, sem þá hafði verið marglesið, blaðsíðum ruglað, og búið að rífa úr grein á einni síðu. Taka skal fram að auðvitað er ekki við flugfreyjur* Flugleiða að sakast í þessum efnum. Þær eru nánast undantekningarlaust allar af vilja gerðar til að aðstoða farþega þegar að lesa þessa grein, frá 29. maí sl., getur sá hinn sami séð að ég hef farið fimm sinnum til Kína og ferð- ast og dvalist þar mánuðum saman. 2. I.G. skrifar að ég hafí verið tíður gestur á ferðakynningum hans og að ég hafí sótt fast að fá starf hjá honum sem aðstoðarfararstjóri. Mín athugasemd: Ég hef farið á tvær kynningar hjá honum og spurt hann einu sinni í sambandi við að- eins eina ákveðna ferð, til Suður- Afríku, hvort hann þyrfti á auka- aðstoðarmanni að halda. Hann þurfti þess ekki með og svo var það ekki meira með það. 3. I.G. skrifar að ég lýsi því yfir að hann hafí aldrei til Kína komið. Mín athugasemd: Skv. fréttatil- kynningu frá Heimsklúbbi hans 13. sept. 1992, dregur maður þá eðli- legu ályktun að hann hafí ekki far: ið áður með ferðamenn til Kína. í tilkynningunni er rakin starfsemi Heimsklúbbsins síðustu 12 árin, heimsferðir taldar upp, heimsálfur taldar upp, þ. á m. Asía, lönd sem farið hefur verið til, en hvergi nefnt að það hafí verið farið til Kína. í lok fréttatilkynningarinnar kemur svo eftirfarandi, orðrétt: „Sérstök ástæða er til að vekja athygli á ferð til Kína næsta haust, þar sem allir frægustu staðir Kína verða á boð- stólum og búið á bestu hótelum landsins." Ekki er ósennilegt að þessi „sér- staka ástæða“ hafí legið fyrir vegna þess að Kínaklúbburinn minn var nýkominn úr Kínaferð og var nú á förum til Kína og Tíbet og auk þess hafði ferðablað Morgunblaðsins nokkrum dögum áður skrifað um fýrirhugaða ferð klúbbsins til Kína í janúar 1993. Ég öfunda ekki farþega Heims- klúbbsins á hraðferð þeirra um Kína, en samkvæmt upplýsingum ferðafrömuðarins verða allir fræg- ustu staðir Kína skoðaðir á tæpum tveim vikum. UNNUR GUÐJÓNSDÓTTIR, - Kínaklúbbi Unnar, Reykjahlíð 12, Reykjavík. neyðartilvik af þessu tagi koma upp. Hins vegar má spyija hvort nauðsynlegt sé að skera blaðakaup- in jafn mikið við nögl og raun ber vitni. Víkveiji getur sér til að það sé gert í sparnaðarskyni enda leit- ast fyrirtæki alls staðar við að skera niður á þessum síðustu og verstu tímum. Én er ekki þama verið að ráðast á garðinn, þar sem hann er lægstur? Víkveiji segir fyrir sig að ef hann þarf að engjast um blaða- laus og pirraður í vel á aðra klukku- stund í vélinni, sífellt skimandi um eftir lausu Morgunbiaði, þá fer öll önnur þjónusta um borð forgörðum, sama hversu góð hún kann að vera. Ekki bætir úr skák að oft er sálar- ástand annars hvors farþega í vél- inni líkt og að framan er lýst, ef dagblöðin eru af skornum skammti. Víkveiji vill hvetja forráðamenn Flugleiða til að bæta ráð sitt hvað þetta varðar. Það ætti ekki að vera erfítt að áætla fjölda íslenskra far- þega á báðum leiðum á tölvuöld. Kostnaður ætti heldur ekki að vera teljanlegur. Víkveiji segir fyrir sig að hann*er fyllilega reiðubúinn að greiða 100-200 krónur aukalega fýrir flugmiðann sinn ef tryggt er að hann fái nýtt dagblað í hendurn- ar fýrirhafnarlaust. Hengilssvæðið Göngnleiðir Frá Sesselju Guðmundsdóttur: HITAVEITA Reykjavíkur fær bestu þakkir fyrir þá skemmtilegu fram- kvæmd að merkja gönguleiðir um Hengilssvæðið og setja upp gistiað- stöðu á Nesjavöllum. Um Verslunarmannahelgina fékk ég mér göngutúr frá Sleggjubeins- skarði og yfir Húsmúlann, Engidal- inn, Marardalinn og loks eftir miðj- um hlíðum Hengilsins að norðaust- anverðu og niður á Nesjavelli. Leiðin var vel merkt með stikum og veg- prestar sýndu fjarlægð til hinna ýmsu staða í kílómetrum. Umhverfí Hengilsins er stórbrotið og fallegt og sérvítt yfir af brúnum hans. Hverasvæðin eru mikilfengleg og á einum stað fann ég hlaðna laug þar sem gott var að dorma í og mýkja fæturna. Nesbúð heitir gisti- og veitinga- staðurinn á Nesjavöllum og er hann í fyrrverandi starfsmannaskála virkjunarinanr. Ég bað um svefn- pokapláss og var vísað á eins manns herbergi með rúmi, skrifborði, stól og fataskáp, en við hlið herbergisins var salerni og sturta en setustofg, með sjónvarpi o.fl. var í næsta gangi. Utan dyra var heitur pottur og hinu megin við veginn volgur lækur sem hægt var að baða sig í. Fyrir þetta allt borgaði ég aðeins 1.000 kr. Aðeins einn galli er á þessari þjón- ustu og hann er sá að ekki er eldun- araðstaða fyrir næturgesti. Bak- pokafólki þykir gott að geta hitað sér vatn á brúsa og útbúið nesti fyrir næstu dagleið ef þurfa þykir og trúlega líður varla langur tími þangað til kominn verður lítill eld- húskrókur í Nesbúð fyrir „puttal- inga“. Að sjálfsögðu var hægt að kaupa tilbúinn mat og kaffí á staðnum og daginn sem ég var stödd þarna voru margir gestir við glæsilegt kaffíhlað- borð. Nesbúð virðist kjörin fyrir ættarmót vegna þess að húsið grein- ist í stórar álmur sem hver hefur sína snyrtiaðstöðu, inngang og gras- flöt þannig að hægt er að halda hópum algerlega sér sé þess óskað. Eftir góðan nætursvefn í Nesbúð hélt ég um fallegan veg til Hvera- gerðis og þar lauk þessari skemmti- legu helgarferð um Hengilssvæðið. Að lokum hvet ég landann til þess að leggja Hengilssvæðið undir fót, endumæra sálina og líkamann með fjallafegurð og útivist og loks að njóta þjónustu og næturhvíldar í Nesbúð. Með ósk um að Nesbúð verði líka opin á veturna svo skíðagöngufólk geti notið þjónustunnar, það yrði sannarlega „toppurinn á tilverunni". SESSEUA GUÐMUNDSDÓTTIR, Brekkugötu 14, Vogum. Víkveiji skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.