Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1993 Tapie gjaldþrota FRANSKI fjármálamaðurinn Bernard Tapie, sem hagnaðist verulega á fyrirtækjakaupum og fótboltastjörnum, kveðst vera gjaldþrota. Þessi fyrrum eigandi Adidas fyrirtækisins er nú flæktur í hneykslismál vegna meintra mútugreiðslna fótboltaliðsins Marseilles, sem hann er eigandi að. Segir hann fyrirtæki sín hafa hrapað í verði og allar eigur sínar veðsettar, Flugfélag reykinga- manna „LOFTFRELSI" heitir nýtt flugfélag sem ætlunin er að fari í loftið í Chicago í næsta mánuði. Það er fyrir reykinga- menn eingöngu, og flogið er til Los Angeles. Tvær aðrar reyk- ferðir eru áætlaðar í október. Að sögn talsmanns félagsins er ekki mikið um bókanir enn, en vonast er til að reykinga- menn eigi eftir að taka við sér. Reykingar eru bannaðar í áætl- unarflugi innanlands í Banda- ríkjunum, en Loftfrelsi byggir á leiguflugi og kemst þannig framhjá banninu. Taka hallir Ferruzzi ÍTALSKIR dómstólar hafa lagt hald á 18. aldar glæsihöll í eigu Ferruzzi-íj'ölskyldunnar, sem hefur verið áberandi vegna spillingar og hneykslismála. Það var iðnaðardeild Ferruzzi- veldisins, sem nú er stjómað af kröfuhöfum, sem fór fram á að lagt yrði hald á allt að 500 milljarða líra sem eru í eigu fjölskyldunnar. Skoðanir Bretaprins KARL Bretaprins leggur sitt af mörkum við útgáfu á tíma- riti sem mun taka undir skoð- anir hans á ömurlegum arki- tektúr og umhverfísmálum. Sagði ritstjórinn að prinsinn myndi væntanlega rita nokkrar greinar í tímaritið og þá að lík- indum fjalla um arkitektúr, sem er mikið áhugamál hans. Prins- inn hefur oft látið í sér heyra um efnið og verið fáleikar milli hans og ráðandi afla í faginu. Útsala á flug- ferðum FLUGFÉLÖG í Bandaríkjunum hyggjast lækka fargjöld sín innanlands um allt að 35%, frá miðjum september og fram í desember. Delta, sem er þriðja stærsta flugfélagið í landinu, reið á vaðið en Continental fylgdi fljótt í kjölfarið. Um er að ræða ferðir innan Bandaríkj- anna, þar með talið Alaska, Hawaii og Jómfrúreyjar; auk ferða til Kanada, Bermúda og Bahama-eyja. 60 milljarðar blossuðu upp BANDARÍSKA dagblaðið The New York Times sagði á mið- vikudag að Titan 4-eldflaug, sem sprakk í flugtaki sl. mánu- dag, hefði átt að koma á braut um jörðu leynilegu njósnakerfi, sem kostað hefði 800 milljónir dollara eða rúma 57 milljarða ísl. kr. Njósnakerfið, þrír sólkn- únir gervihnettir, og eldflaugin kostuðu raunar samtals um einn milljarð dollara, rúma 72 milljarða ísl. kr., og óhappið er mikið áfall fyrir bandaríska njósnastarfsemi. Utangarðsbörn TALIÐ er, að hundruð þúsunda eða jafnvel milljónir barna séu á götunni í Brazilíu. Sum hafa að vísu í einhver hús að venda á nóttunni en flest verða að láta fyrirberast á strætunum eða í skúmaskotum út frá þeim. Líf götubarnanna í Rio einskis metið Nærri 300 myrt á fyrra helmingi ársins og 424 í fyrra MORÐIN á götubörnum í Rio de Janeiro í Brazilíu hafa vakið mikla athygli en nú í vik- unni voru þrír lögreglumenn handteknir eftir sakbendingu tveggja unglinga. Komust ung- mennin lífs af þegar átta félagar þeirra voru myrtir fyrir rúmlega tveimur vikum en á síð- asta ári voru 424 börn og unglingar myrt í borginni. Á fyrra helmingi þessa árs er taian komin í 298. Frásagnir fjölmiðla víða um heim af þessum atburðum hafa loks orðið til að ýta við stjómvöldum í Brazilíu og nú í vikunni var tilkynnt, að nærri átta milljörðum kr. yrði varið í úrbætur í málefnum götubarnanna. Morðin á götubörnunum í Rio hafa verið stund- uð árum saman en það er stutt sfðan þau fóru að vekja verulega athygli, innanlands og utan. Morðin fyrir hálfum mánuði voru kannski komið, sem fyllti mælinn, en þá var ráðist á nokkur böm og unglinga, 11 til 17 ára gömul og flest svört, þar sem þau kúrðu við gosbmnn í miðborg Rio. Vom tvö þeirra drepin í svefni en hin vom elt uppi og skotin í höfuðið eða bakið af litlu færi. TVö bamanna sluppu, annað með kúlu í hálsinum, og hafa þau nú borið kennsl á þijá árásarmann- anna en talið er, að þeir hafi verið fimm. „Götubamaiðnaður“ Morðin vöktu að sjálfsögðu mikla hneykslan í Brazilíu en þó er langt í frá, að þar séu allir á einu máli. Stjómvöld hafa eðlilega verið gagnrýnd harðlega fyrir að gera ekkert í málum bamanna og fyrir að hafa látið morðin viðgangast ámm saman en opinberir talsmenn segja, að ástandið sé að nokkm að kenna „götubarnaiðnaðinum“. Þá er átt við fjölmörg félög eða samtök, sem hafa að markmiði að beijast fyrir hagsmunum götubamanna en em sökuð um að „nota“ þau í fjáröflunarskyni og til að koma forystumönnum þeirra á framfæri. í Rio em að minnsta kosti 70 félög af þessu tagi. Milljónir á götunni Sumir telja, að allt að þijár milljónir bama séu á götunni í Brazilíu og flest bamamorðin stafa af átökum eiturlyfja- eða glæpaflokka, sem em allsráðandi í fátækrahverfunum. Götubömin eru oftast á snæram einhvers flokksins og það þykir ekki tiltökumál að drepa þau í átökum glæpagengj- anna. Lögreglu- og herlögreglumenn eru einnig atkvæðamiklir og oft drepa þeir bömin að beiðni kaupmanna, sem em orðnir þreyttir á innbrotum og vopnuðum ránum götubamanna. Raunar hafa 98 bamamorðingjar verið fangelsaðir sfðan 1991 en það hefur margoft sýnt sig, að í Brazilíu em margir sammála þessari „hreinsun", sem þeir kalla svo. (Heimildir: Reuter, The Economist) Málþóf á .japanska þinginu LDP vill fá þingforseta Tókýó. Reuter. EKKI varð af því að ný meirihlutastjórn undir forsæti Morihiros Hosokawas tæki við völdum í Japan í gær, þar eð Fijálslyndi lýðræðis- flokkurinn (LDP), sem nú verður í sljórnarandstöðu, hélt uppi mál- þófi vegna kjörs á forseta neðri deildar. Eftir 10 tíma þjark náðust sættir um að fresta formlegum þingfundi þangað til í dag. Fyrsta verk þingheims í dag á. að verða kosning forseta neðri deildar; að því loknu verður forsætisráðherra kjörinn. Ekki var ljóst hvort LDP-lið- ar myndu þæfa málin í dag svo sem í gær. Þeir vildu ekki sættast á að Takako Doi yrði forseti neðri deild- ar, þar eð hún kæmi úr röðum stjóm- arflokkanna. Hingað til hafa deildar- forsetar jafnan verið félagar í þeim flokki sem hefur flesta þingmenn, og vildu LDP-liðar því mann úr sínum röðum í embættið. Þótt LDP hafí tapað meirihluta er hann enn stærsti fiokkurinn í neðri deild. Doi verður fyrsta konan til að gegna embætti deildarforseta í 104 ára sögu jap- anska þingsins. Væntanlegur forsætisráðherra, Hosokawa, brást af hæglæti við töf- unum. „Það getur margt gerst þegar breytingar eru að verða í fyrsta skipti í 38 ár,“ sagði hann, og bætti við að hann vonaðist til að geta tilkynnt ráðherralista sinn fljótlega. Félagar hans í stjómarsamstarfmu vom sum- ir hveijir ekki jafn rólegir og bjugg- ust jafnvel við að nokkrir dagar myndu líða áður en nýja stjómin gæti tekið við. Kiichi Miyazawa, fyrmm forsæt- isráðherra, og ráðuneyti hans lét formlega af völdum í gær. Fyrir síð- asta ríkisstjómarfundinn sagði hann: „Þetta er einungis venjulegur dag- ur.“ Harmi slegin MEIRA en 50.000 manns komu í gær að konungshöllinni í Brussel til þess að votta Baldvin Belgíukonungi hinstu virðingu en þar ligg- ur lík hans á viðhafnarbörum. Biðin var löng og ekki dugðu kraft- ar allra til að halda hana út. Má hér sjá liðsmenn hjálparsveita bera konu af vettvangi sem féll í yfirlið er hún beið þess að komast að viðhafnarbörunum. Baldvin konungur lést úr hjartaslagi sl. sunnudag og hefur verið ákveðið að bróðir hans, Albert, taki við völdum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.