Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1993 Minning Gissur Jörundur Kristínsson fram kvæm dasíjóri „Jæja fóstri, hvað segirðu í dag?“ Þessi orð Gissurar komu fyrst upp í huga mér þegar ég frétti andlát hans. Þessi orð sem ég kunni svo vel við því að þau gáfu til kynna vináttu og traust manns sem ég bar mikla virðingu fyrir. Kynni okk- ar náðu ekki að verða löng. Ég kynntist Gissuri þegar ég réðst til Félagsmálastofnunar Kópavogs í júlí 1991. Eins og eðlilegt er leitum við öll eftir öryggi og leiðbeiningum sem þó eru þannig að ekki hallist á sjálfsvirðingu þess sem í hlut á. Leiðbeiningum sem viðkomandi vex af, en situr 'ekki fastur, háður þeim sem þær gefur. Gissur gerði sér far um að leið- beina mér í nýju starfi með þeim hætti að eftirsóknarvert var að leita til hans og læra af honum. Ekki aðeins varðandi hans sérsvið sem forstöðumaður húsnæðisdeildar, heldur einnig almenn málefni er vörðuðu rekstur og samskipti. Oft sátum við eftir fundi eða reglulegan vinnudag og spjölluðum um líðandi stund. Var þá gaman að hlusta á Gissur sem greinilega var víðlesinn og hafði raunhæfar skoðanir á svo mörgu. Honum voru mjög hugleikin málefni bæjarfélagsins, en þó sér- staklega félagsíbúðakerfið. Gaf hann sig óskiptan að hagsmunum þeirra sem áttu í tímabundnum eða langvarandi húsnæðiserfiðleikum og beitti sér mjög fyrir því að upp- bygging þess yrði sem veglegust í bæjarfélaginu. Aðferð hans var sambland af diplómatíu, ýtni, húm- or og þijósku. Varð honum vel ágengt, svo vel að félagsmálastofn- un sér nú á bak fyrsta flokks starfs- manni og hefur skaða af. Einnig er þess að geta, að Gissur var ómissandi í kaffistofunni svo og öðrum samkomum starfsmanna. Hann var hrókur alls fagnaðar, skemmtilegur, sérstaklega orð- heppinn, vel greindur og á stundum stríðinn. Átti hann auðvelt með að greina samskipti og hegðun manna og varð oft hið mesta glens vegna þessa. Við starfsfólkið höfum því misst eftirsóknarverðan og góðan félaga. Þegar breytingar urðu á stjórn- sýslu bæjarfélagsins á árinu 1991, færðist húsnæðisnefnd undir fé- lagssvið bæjarins. Gissur hafði áður verið framkvæmdastjóri húsnæðis- nefndar, en varð við breytingarnar forstöðumaður húsnæðisdeildar. Var ákveðið að öll húsnæðismál bæjarfélagsins heyrðu undir verk- svið Gissurar og hans starfsmanna. Kom þá glöggt í ljós metnaður hans og dugnaður. Var hann ákaflega fylginn sér og þær hugmyndir sem komu upp urðu ekki bara áfram- haldandi hugmyndir, heldur voru framkvæmdar af atorku. Hann var mikill og góður tölvu- maður og beitti „Makkanum" af nákvæmni og snilld. Öll framsetn- ing hans var skipuleg og bar honum gott vitni. Það var sama hvað ég bað hann að kanna eða fram- kvæma, allt var gert með slíkum hætti að árangur og ánægja fylgdu. Margt fleira væri hægt að skrifa um Gissur, félagann og starfsmann- inn, húmorinn og greindina, skemmtilega framkomu hans við ólíklegustu tækifæri, kurteisina og alúðina; reynsluna, sem bara var ekki, heldur var nýtt til aukins þroska; tækifærin þegar hann tal- aði með hógværu stolti um börn sín og bamabörn. En ég læt hér staðar numið, minningin um læriföður er til staðar og hún er dýrmætust. Ég vil fyrir hönd starfsmanna félagsmálastofnunar votta aðstand- endum Gissurar dýpstu samúð. Ég tala án efa fyrir munn þeirra allra þegar ég segi að Gissurar verði sárt saknað. Aðalsteinn Sigfússon. Það mun hafa verið haustið 1981 sem leiðir okkar Gissurar Jörundar Kristinssonar lágu saman. Hann var þá nýorðinn framkvæmdastjóri Verkamannabústaða í Kópavogi og var að svipast um eftir arkitekt til að hanna nýja verkamannabústaði. Upp frá því störfuðum við óslitið saman við byggingu félagslegra íbúða, fyrst á vegum Verkamanna- bústaða í Kópavogi og síðar á veg- um Húsnæðisnefndar Kópavogs. Á þessum tæplega tólf árum sem liðin eru frá því að samstarf okkar hófst hafa risið 44 stigahús á sex stöðum í Kópavogi, við Álfatún, Sæbóls- braut, Hlíðarhjalla, Trönuhjalla, og nú síðast við Lindasmára og Lauta- smára, en þau síðastnefndu munu verða tekin í notkun á næstunni. íbúðirnar í þessum húsum eru tæp- lega þijú hundruð. Gissur var röggsamur og ákveð- inn stjórnandi og það var gott að starfa með honum. Hann kunni ágæt skil á öllu verklegu sem teng- ist húsbyggingum, enda útlærður smiður með langa reynslu við smíð- ar og verkstjórn. Ekki var stjórn hans á fjármálum síðri, þótt mér sé ekki kunnugt um að hann hafi verið sérstaklega menntaður á því sviði. Hann leitaðist í hvívetna við að lækka byggingarkostnað og sá maður mun vandfundinn sem farið hefði betur með það fé sem honum var treyst fyrir til ráðstöfunar fyrir verkamannabústaði. Gissur var fljótur að taka tölvuna í sína þjónustu og leikni hans með ýmiss konar hugbúnað í starfi vakti verðskuldaða athygli. Fyrir þá eig- inleika sem hér hefur verið drepið á fékk Gissur oft lof frá þeim sem hann vann fyrir eða með svo sem húsnæðisnefnd Kópavogs, Hús- næðisstofnun ríkisins, bæjarfulltrúa Kópavogs og samstarfsmönnum á byggingarstað. Gissur átti fjölmörg áhugamál og var bæði víðlesinn og fróður. Hann fylgdist vel með og var fljót- ur að taka afstöðu til þjóðmála og skoðun sína á þeim lét hann í ljós á afar persónulegan hátt og sá jafn- an hið spaugilega í hveiju máli. Það var ánægjulegt að setjast niður með Gissuri eftir starfsfundi á vinnustað eða á teiknistofunni og spjalla við hann. Á slíkum stundum kom vel í ljós hversu áhugamál Gissurar voru fjölbreytt og þekking hans á mönnum og málefnum mikil. Gissur var mannblendinn og fé- lagslyndur. Hann var oft hrókur alls fagnaðar, bæði í veiðiferðum með vinum og á stærri mannamót- um. Hann gladdist líka á góðri stund þegar verið var að taka í notkun nýja byggingaráfanga. Við slík tækifæri var honum einkar lag- ið að lýsa skipulega gangi fram- kvæmda, gera grein fyrir kostnaði og þakka öllum, sem nærri verkinu höfðu komið, þeirra þátt. Það er mikil eftirsjá að Gissuri og ég vil að leiðarlokum þakka honum fyrir margar góðar stundir og trygga vináttu. Fjölskyldu hans færi ég innilegustu samúðarkveðjur. Benjamín Magnússon. Fyrir hálfum mánuði eða svo leit inn hjá mér í kvöldkaffi vinur minn, Gissur Jörundur Kristinsson. Við eyddum kvöldinu með skrafi um menn og málefni eins og við höfðum gert svo ótal sinnum áður. Kvöldið enduðum við svo með skoðunarferð um heimilisgarðinn og Gissur fræddi mig heilmikið um margar af þeim jurtum, sem kona mín hef- ur komið þar fyrir. Garðferðinni lukum við svo sitjandi á bekk og dáðum fegurð himinsins og ræddum viðfangsefni, er við ætluðum að fást við þegar hann kæmi úr sumar- leyfi sínu. En enginn veit sitt skapadægur, því síðastliðinn fimmtudag hringdi Ásta Hannesdóttir, kona Gissurar, í mig til að segja mér að hann hefði orðið bráðkvaddur daginn áður í sumarferð í fjallshlíðinni utan við Eskiíjörð. Leiðir okkar Gissurar lágu fyrst saman fyrir réttum þijátíu og níu árum austur á Hornafírði þegar við bjuggum hluta úr sumri í sömu vinnubúðum. Tuttugu og sex árum síðar, eða fyrir þrettán árum, lágu svo leiðir okkar saman aftur og heita má að við höfum verið í dag- legu sambandi síðan. Þótt kynni okkar Gissurar fyrir þrjátíu og níu árum væru aðeins stutt sumarkynni á hraðfleygasta skeiði ævinnar, þá kom í ljós er við hittumst liðugum aldarfjórðungi síðar, að eitt og annað í fari hvors um sig hafði orðið hinum vel minnis- stætt. Það sem ég man best frá okkar fyrstu kynnum var aðdáun mín á honum fyrir undraverða leikni hans í reikningi og talnaþrautum alls konar. Ég sagði oft frá því árin á eftir, að á Homafirði hefði ég kynnst slíkum snillingi í reikn- ingsíþróttum, að hann gat sagt fyr- irfram útkomu úr reiknidæmum, sem hann bauð manni siðan að búa til. Árið 1980 lágu leiðir okkar Giss- urar saman í stjóm Verkamannabú- staða í Kópavogi. Árið 1981 sagði hann af sér stjórnarsetu og gerðist framkvæmdastjóri stjórnar verka- mannabústaða, síðar húsnæðis- nefndar Kópavogs. Þegar Gissur var ráðinn fram- kvæmdastjóri verkamannabústaða kom fram það álit, að starfið væri þess eðlis að það krefðist verkfræði- menntunar. Sjálfur var Gissur órag- ur að takast á við verkið. Stærð- fræði hafði verið hans tómstunda- gaman og að auki var hann húsa- smiður og þjálfaður í mannaforráð- um og verkstjórn. Fæmi Gissurar í þessu verki var líka fljót að sann- ast, og spyijast. Stjórnun Verka- mannabústaða í Kópavogi varð þekkt fyrirmynd sem visað var til meðal annars af starfsmönnum Húsnæðisstofnunar ríkisins og margir stjómendur verkamannabú- staða á landsbyggðinni komu eftir þeirra ábendingu í námsferðir til Gissurar. Gissur Jörundur var mörgum góðum kostum búinn. Hann var fróðleiksfús og víðlesinn, með af- burðagott minni og því óvenju fjöl- fróður. Hann hafði sterka réttlætis- kennd og flæðandi samúðarkennd og var trygglyndur og umhyggju- samur um hag vina sinna. Hann var bráðflinkur smiður og ávallt vandvirkur og kröfuharður um eigin verk og annarra og hafði ríka sjálfs- virðingu. Hann var mikill félagsmálamað- ur. Umburðarlyndur og heiðarlegur sósíalisti án forræðisáráttu, dóm- girni og refsigleði. Hann varði rétt manna til að hafa skoðun þó að hann væri henni ósammála. Hann fyrirleit persónulegt níð í stjórn- málaátökum og þótti mjög miður ef honum fannst að hans flokks- menn féllu í þá gryfju. Það er mikil eftirsjá þegar slíkur maður fellur frá um aldur fram og það sækir að manni tilfinning um óréttlæti. En allt frá því að Ásta hringdi í mig til að segja mér and- lát Gissurar, þá hefur oft á hveijum degi að mér hvarflað sú spurning, hveijum örlögin séu óréttlát þegar þau hrifsa yfir móðuna miklu lífs- glaðan mann úr dagsins önn, en skilja svo eftir þá, sem þjást og hvíldina þrá. Ég hef ekki kjark til að kjósa mér dánardægur, en ef ég mætti velja mér hvernig dauðdagi minn yrði myndi ég velja mér að hann yrði með sömu líkn og hjá Gissuri vini mínum. Að ég væri að upplifa eitthvað sem ég hefði yndi af er á mig rynni skyndilegt óminni og öllu væru lokið. Kæra Ásta. Gissur var góður vin- ur okkar Lólóar og vegna þeirrar vináttu þá skiljum við betur hvað mikið þið hafið misst. Við eigum engin orð að færa þér og bömum og barnabömum ykkar Gissurar til huggunar í ykkar þungu sorg. Við getum aðeins fært ykkur heita og djúpa samúð okkar. Birgir Dýrfjörð. Það verður daufara á kaffistof- unni eftir að Gissur kemur þar ekki lengur. Það gerist ekki lengur að hann líti upp úr blaðinu og sjái að umræðurnar eru ekki á háu plani t Eiginmaður minn, BJARNI PÉTURSSON, Hraunbæ 103, Reykjavík, lést í Landspítalanum fimmtudaginn 5. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Guðný Hailgrímsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, MARINÓ ÞORBJÖRNSSON, Lækjargötu 10B, Hafnarfirði, lést í Borgarspítalanum þann 4. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Una Jónsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR (SISSÝ) GUÐMUNDSDÓTTIR, Siglufirði, lést 31. júlí. Kveðjuathöfn fer fram í Siglufjarðar- kirkju laugardaginn 7. ágúst kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ida Christiansen, Jóninna Hjartardóttir. t Útför stjúpmóður minnar, GUÐBJARGAR JÓNSDÓTTUR, sem andaðist 25. júlí, hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kjartan S. Júlíusson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÉTUR HARALDSSON, Dýjahlfð, Kjalarnesi, verður jarðsunginn mánudaginn 9. ágúst kl. 13.30frá Dómkirkjunni. Halldóra Hermannsdóttir, Sigrfður Pétursdóttir, Hreinn S. Hákonarson, Margeir Pétursson, Sigríður Indriðadóttir, Vigdís Pétursdóttir, Ævar Aðalsteinsson, Halldóra, Haraldur, Jóhanna, Pétur, Elísabet, Ingveldur og Eyrún. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA BÖÐVARSDÓTTIR, Sæfelli, Eyrarbakka, verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 7. ágúst kl. 14.00. Halldór Guðmundsson, Böðvar Halldórsson, Halla Jónsdóttir, Ásta Halldórsdóttir, Kristinn Þórarinsson, Ólafía Halldórsdóttir, Ingveldur Halldórsdóttir.Guðmundur Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.