Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1993 KÓNGAFÓLK Danaprins kominn heim úr námi Anita og June Pointer klappa ánægðar á maga Ruth Pointer. Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morg- unblaðsins. Það eru ekki allir ferðalangar sem sjá sig knúna til að halda blaðamannafund á flugvellinum þeg- ar þeir snúa heim eftir tíu mánaða vist utan landstein- anna. Friðrik krónprins Dana gerði það um daginn þegar hann kom heim eftir að hafa stundað nám vi Harward-háákóla og keyrt um þver og endilöng Banda- ríkin. Friðrik prins leggur stund á stjómmálafræði við Árósarháskóla eins og móðir hans gerði á sínum tíma. í vetur hefur hann verið við nám í Harward og það verður metið sem hluti af námi hans heima fyrir. Prinsinn mætti blaðamönnum sportlega klæddur í blárri skyrtu, svolítið lubbalegur, en það var þó einkum fótabúnaðurinn sem dró að sér athygli blaðamann- anna, því á fótum sér bar hann þung og þykk amer- ísk kúrekastígvél. Lærdómsríkur tími Prinsinn sagðist ánægður með dvölina sem hefði verið sér lærdómsrík, ekki aðeins námið sjálft, heldur einnig kynnin af bandarísku þjóðfélagi. Hann heim- sótti Clinton í Hvíta húsið, auk þess sem hann tók til hendinni á heimili fyrir heimilislausa. Hann sá því ekki aðeins allsnægtimar heldur einnig örbirgðina. Sagði hann að þetta hefði haft mikil áhrif á sig. Ferð- inni lauk hann síðan með því að keyra um Bandaríkin í kádilljáki ásamt dönskum félaga sínum. Aðspurður sagðist hann ekki hafa saknað dönsku blaðamannanna heldur notið þess að vera Friðrik Henrikssen, eins og hann hét vestra. Fyrsta kvöldið heima fyrir notaði hann til að fara á tónleika og uppákomu með hljómsveitinni U2. I haust sest hann svo að nýju á skólabekk í Árósum. íslensk stúlka hittir krónprinsinn Morgunblaðið heyrði af skemmtilegri sögu í sam- bandi við Friðrik og tónleika U2 og fékk hana stað- festa hjá viðkomandi. íslenskur blaðamaður á Vik- unni, Sigrún Sigurðardóttir, var á tónleikunum þar sem henni var ætlað að taka myndir. Hljómsveitarmeð- limir höfðu neitað öllum norrænum blaðamönnum um viðtal, en hins vegar hafði ástralskur blaðamaður feng- ið áheym hjá hljómsveitinni. Fyrir mikla harðfylgni tókst Sigrúnu að ná viðtali við hljómsveitarmeðlimina ásamt ástralska blaðamanninum. Hver er þessi maður? Það skondna við kvöldið var þó að Sigrún hitti Friðrik Danaprins og talaði við hann tvívegis án þess að vita hver hann var. „Fyrir tónleikana hittist fjöl- miðlafólkið ásamt ýmsum aðstandendum tónleik- anna,“ sagði Sigrún í spjalli við Morgunblaðið. „Þegar TONLISTARFOLK Xhdro Vatnsþéttingarefni - VATNSFÆLUR -100% ACRYL MÁLNING - STEYPUVIÐGERÐAREFNI - GÓLFVIÐGERÐAREFNI Efni sem standast prófanir út um allan heim, síðan 1912. !l steinprýði Stangarhyl 7, Sifni: 672777. Friðrik Danaprins hefur snúið til baka úr námi frá Bandaríkjunum. Þetta er forsíðan sem Sig- rún Sigurðardóttir sá og uppgötvaði þá fyrst hver ókunni maðurinn var. Friðrik kom inn sá ég að margir þyrptust að honum og fjöldi mynda voru teknar. Ég kunni ekki við að spyija hver þetta væri en hélt að hann væri einn fjölm- iðlamannanna." Sigrún segist síðan hafa gengið til dansks kunn- ingja síns, sem hún átti erindi við, en hann var að tala við krónprinsinn. „Þegar ég hafði lokið erindi mínu sagði kunninginn: „Þetta er Friðrik.“ „Já, hæ ég heiti Sigrún. Ég er blaðamaður frá íslandi," sagði ég og gekk þar með í burtu.“ Prinsinn skemmti sér vel Eftir tónleikana hittist fólkið aftur og þá gekk Frið- rik til Sigrúnar, spurði hvemig hún hefði skemmt sér og sagði að sér hefðu þótt tónleikamir góðir. „Svo fór ég að tala við aðra stráka sem voru miklu meira spennandi," sagði Sigrún og hló. Hún gerir sjálf grín að því að hún hafí ekki þekkt Friðrik í sjón. „Þrátt fyrir að ég hafi fengið póstkort sent árlega með myndum af honum frá vinum mínum þekkti ég hann ekki. Hann hefur bæði fítnað og svo er maður vanur að sjá hann í jakkafötum, en þarna var hann í kúrekastígvélum, skræpóttri skyrtu og heldur hallærislegur. Þetta var nú samt dálítið leiðin- legt, því ég var með myndavélina á öxlinni allan tím- ann,“ bætti hún við. Það var svo ekki fyrr en daginn eftir þegar Sigrún keypti BT að hún uppgötvaði að það var krónprins Danmerkur sem hún hafði hitt. MATERNITY Verðandi mæður: Meðgöngubelti Meðgöngunærfatnaður Meðgöngu- brjóstahaldarar Gjafahaldarar tvmFDis Laugavegi 26, s. 13300 Kringlunni 8-12, s. 33600 Fjölgun í Pointer-ættinni Ruth Pointer, sú elsta af Pointer- systrum, lætur ekki aldurinn á sig fá varðandi bameignir því nú í ágúst á hún von á tvíburum. Hún segist ekki óttast fæðinguna, hún eigi uppkominn son og sé því ekki að fæða í fyrsta sinn. Systumar hafa sungið fyrir aðdá- endur sína í 30 ár, eða frá því þær vom 17-25 ára gamlar. Þær brugðu ekki út af vana sínum í sumar og héldu tónleika þrátt fyrir ásigkomulag Ruthar. „Við höfum alls ekki efni á því að hætta að syngja,“ er haft eftir þeim. Þær bentu ennfremur á að laun þeirra væru ekki í líkingu við þær upphæð- ir sem Michael Jackson eða Whitney Houston fengju. Prince á tónleikum Reuter Bandaríski söngvarinn Prince var á tónleikaferðalagi í Bretlandi um síðustu mánaðamót þar sem hann söng meðal annars lagið sitt Let’s Go Crazy and Sexy, sem slegið hefur í gegn í Bandaríkj- unum og víðar að undanförnu. Segir sagan að hann heimti að öll þau hótelherbergi sem hann sofi í verði máluð svört. Sömuleið- is vill hann að eðalvagnamir sem hann ekur í séu með svörtu áklæði. SJONVARP Vill búa til mynd um forsetafrúrnar Bandaríska sjónvarpsfrétta- konan Barbara Walters hefur áhuga á að framleiða þáttaröð um Ómissandi upplýsingabanki forsetafrúr Bandaríkjanna undan- farin 30 ár. Þær sem leitað hefur verið til og hafa gefið vilyrði fyrir samvinnu eru Lady Bird Johnson, Betty Ford, Rosalyn Carter, Nancy Reagan og Barbara Bush. Þær hafa ■sagst vera tilkippilegar að segja frá opinberu lífi sínu í Hvíta húsinu. Núverandi forsetafrú, Hillary Clint- on, svaraði því til að væru fyrrver- andi forsetafrúr reiðubúnar í slag- inn stæði hún ekki á móti því. En sú sem eftirsóttust þykir, Jacquel- ine Kennedy Onassis, hefur hingað til ekki verið mikið gefin fyrir að opinbera líf sitt, og því eru uppi vangaveltur um hvort framleiðsla þáttaraðanna strandi á henni. Reuter Barbara Bush og Hillary Clinton eru tilbúnar að segja frá lífi sínu í Hvíta húsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.