Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 Viðreisnin og saga hennar Bókmenntir Guðmundur H. Frímannsson Gylfi Þ. Gíslason: Viðreisnarárin, Almenna bókafélagið, 272 bls. Gylfi Þ. Gíslason er óneitanlega í hópi glæsilegustu stjórnmálafor- ingja eftirstríðsáranna. Hann er vel máli farinn, hefur glöggan skilning á viðfangsefni stjómmála og er menntaður í þess orðs beztu merk- ingu. Gylfi var ráðherra Aiþýðu- flokksins ailan þann tíma, sem Við- reisnarstjórnin sat að völdum, frá 1959 til 1971. Seta hans í þeirri stjóm hlýtur að teljast kórónan á ferli Gylfa sem stjórnmálaforingja. Hann hefur nú ritað merkilega bók um þessa stjórn, sem hlýtur að telj- ast veruleg tíðindi. Viðreisnarstjórnin sat í 12 ár. Engin önnur ríkisstjóm hefur setið að völdum svo lengi á lýðveldistím- anum. Engin önnur ríkisstjórn hefur markað jafn afdrifarík spor í sam- tímasöguna og hún. í huga stuðn- ingsmanna hefur þessi stjórn yfir sér ljóma sem engin önnur. And- stæðingar hennar vönduðu henni ekki kveðjurnar á sínum tíma og fyrst á eftir var ýmislegt staðhæft um hana og feril hennar, sem bæði var ósanngjarnt og jafnvel ósatt. En mér hefur virzt, að menn viður- kenni, þó með semingi sé, að bara sú staðreynd ein, að hún sat í 12 ár, sé markverð og merkileg. Það fylgir líka, að því lengur sem stjórn situr, því fleiri tækifæri hefur hún til að skilja eftir sig varanleg spor. Þessi bók fjallar um þróun í efna- hags- og stjórnmálum á sjöunda áratugnum. Aður en vikið er að efni bókarinnar, er rétt að nefna, hvað hér er ekki fjallað um. Það er nefni- lega merkilegt líka. Þessi áratugur er ekki bara frægur fyrir Viðreisnar- stjórnina heldur er hann líka þekktur fyrir stúdentauppreisnir og margvís- lega ólgu meðal ungs fólks. Gylfi segir ekkert af þessum atburðum. Mér virðist það skynsamlegt mat. Uppátæki 68-kynslóðarinnar eru svo ofmetin, að ekki tekur nokkru tali. Það, sem Gylfí fjallar um, er miklu merkilegra og varanlegra en nokkur hlutur, sem tengist 68-kynslóðinni. Það er í rauninni Guðsþakkarvert, að hann skuli ekki minnast á hana einu orði. Bókinni er skipt í 30 kafla, sem felldir eru saman í 6 hluta. Fyrsti hlutinn segir frá aðdraganda Við- reisnarstjórnarinnar. Annar hiutinn greinir frá fyrstu aðgerðum stjórn- arinnar og þeim öru breytingum, sem þá urðu. Þriðji hlutinn fjallar um ólík viðfangsefni stjórnarinnar þennan áratug og sömuleiðis fjórði hlutinn, nema þau viðfangsefni voru leidd til lykta á stjómartímanum að undanskildu landhelgismálinu. Fimmti hlutinn lýsir aðdraganda kosninganna 1971 og stjórnmála- þróuninni á áratugnum. Síðasti hlut- inn víkur síðan að árangri og lær- dómi, sem draga má af þeim stað- reyndum, sem lýst hefur verið í bók- inni. Þessi bók er ekki skrifuð sem endurminningabók um þetta tímabil og er í þeim skilningi ópersónuleg. • En hún er persónuleg með þeim hætti, að hún er rökstudd málsvörn Viðreisnarinnar og þar með orða og gerða höfundar. Það er líka einkenni á bókinni, að ekki er hallað orði á nokkurn mann, samheija sem og andstæðinga. Það gengur líka ljós- lega fram af síðum bókarinnar, að höfundurinn hefur lagt í töluverða vinnu við að afla fanga í bókina, giöggva sig _á staðreyndum og treysta ályktanir. Venjulegur lesandi þarf að leggja sig nokkuð fram til að fylgja öllum röksemdunum, því að ýmsar efnahagslegar staðreyndir, sem lýst er í bókinni, liggja ekki í augum uppi fyrir öllum þorra fólks. En þetta er alvöru bók um alvöru mál, sem verður ekki orðin úrelt eftir þessa jólavertíð. Það er þess virði að reyna að skilja hana og meta. Það, sem sætir kannski mestu tíð- indum í þessari bók, eru ályktanir höfundar um stjórnmálaþróun á fyrrihluta aldarinnar og hlut Alþýðu- flokksins í þeim, og einnig það, hve Viðreisnin skilaði góðu búi í lok valdatíma síns. í raun er það ekki síður merkiiegur hluti bókarinnar, hve vel er dregin fram efnahags- stefna stjórnarinnar allan valdatíma hennar og hvernig hún tengdist mis- heppnuðum tilraunum á sjötta ára- tugnum til að ná tökum á efnahags- stjórninni og öðrum þáttum stjómar- stefnunnar á sjöunda áratugnum. Það fyrsta, sem er mikilvægt um Viðreisnina, er, að henni heppnaðist að opna efnahagskerfið í upphafi valdatíma síns og vinna síðan að því allan tímann að tengja ísland inn í efnahagskerfi hins vestræna heims. Þetta fólst í að styrkja innlendar stjórnarstofnanir í efnahagsmálum, t.d. með stofnun Seðlabanka Is- lands, að opna erlendum fyrirtækj- um leið inn í landið með samningun- um við Alusuisse, og að ganga í Fríverzlunarsamtök Evrópu ásamt Mikið magn af limrum Nýjar bækur Heitbaugurinn eftir Þorstein Stefánsson Bókmenntir Skafti Þ. Halldórsson Hrólfur Sveinsson: Ljóðmæli mikið magn af limrum. Mál og menning. 1993. Fátt léttir betur lundina en vel kveðin limra. Þótt bragarháttur sá sé ekki íslenskur að uppruna hafa ýmsir gárungar hér á landi beislað hann af miklu listfengi. Einn þess- ara limrulávarða nefnist Hrólfur Sveinsson og hleypir nú skáldfáki sínum á skeið með nýtt limrukver undir hendinni, Ljóðmæli mikið magn af Iimrum. Eins og titillinn gefur til kynna er hér á ferðinni mjög svo ábyrgðarsnauður og al- vörulaus skáldskapur en þó engan veginn léttvægur. Limrurnar í bók- inni eru hugmyndaríkur og kíminn kveðskapur, oft geislandi af andríki og formið leikur í höndunum á höf- undinum. Skáldið kemur víða við og yrkir um andleg efni og veraldleg; graf- ljóð, sorgarkvæði, söguljóð, ástar- ljóð og heimspekileg kvæði. Hinu er þó ekki að leyna að limrurnar eru mestanpart útúrsnúningur, háðsádeila og kerskni eins og þeim ber að vera. Stundum eru mörg til- brigði við svipuð þemu og minni (grafljóð, riddarasögur og harm- ljóð) en annars eru limrurnar eins konar stökur. Ljóðmál textans er nokkuð ná- lægt því sem nefnt hefur verið fág- að talmál og höfundur skirrist ekki við að sveigja útlendar slettur að því með góðum árangri. Stílbrögð eru margvísleg; leikur að orðum og þverstæðum, ísmeygilegt myndmál, tvíræðni og afhelgun sögulegra persóna og geistlegra þjóna. Limran Einsemd er dæmi um hið síðast- nefnda: Abbadís Birgitta Brant var bústin og elegant Já, svo er að heyra. En hitt er þó meira, hvað henni var ábóta-vant. Ekki veit ég hvort Hrólfur Sveinsson hefur áður birt mikið á prenti undir eigin nafni. Ljóst er þó að hér er enginn byijandi á ferð og eitthvað hefur hann komið ná- lægt þýðingum enda eru þær hon- ýmsu öðru raunar. En hagstjórnin í heild og viðbrögðin við erfíðleikun- um, þegar síldin hvarf, held ég að hljóti að teljast merkustu afrek Við- reisnarstjórnarinnar. I heild þá voru afleiðingar efnahagsstefnu hennar þau að gera ísland að nútímaríki í efnahagsmálum. Hugleiðingar Gylfa um sögulegt hlutverk Alþýðuflokksins á fyrri- hluta aldarinnar eru skemmtilegar og fróðlegar. En þær breyta engu um það, að Alþýðuflokkurinn studdi það kosningakerfi, sem var megin- stoð veldis Framsóknarflokksins á þessum tíma sem og andstæðinga. Það gengur líka Ijóslega fram af síðum bókarinnar, að höfundurinn hefur lagt í töluverða vinnu við að afla fanga í bókina, glöggva sig á staðreyndum og treysta ályktanir. Venjulegur lesandi þarf að leggja sig nokkuð fram til að fylgja öllum röksemdunum, því að ýmsar efna- hagslegar staðreyndir, sem lýst er í bókinni, liggja ekki í augum uppi fyrir öllum þorra fólks. En þetta er alvöru bók um alvöru mál, sem verð- ur ekki orðin úrelt eftir þessa jóla- vertíð. Það er þess virði að reyna að skilja hana og meta. En tákn eru mikilvæg fyrir þjóð, þótt þau hafi engin áhrif á hags- muni hennar. Gylfi segir líka frá menntamálum, enda er hann sá menntamálaráðherra, sem lengst hefur setið í embætti. Og hann víkur líka að landbúnaðarmálum, sem eru kannski erfiðasta arfleifð Viðreisnar ásamt því að raunvextir urðu ekki jákvæðir nema tvö ár á tímum stjórnarinnar. En þess ber að geta að samanburður við aðrar stjórnir síðustu tvo áratugina er svo aumur, að Viðreisnin glansar í slíkum sam- jöfnuði. Það er mikill fengur að þessari bók. Hún er skynsamleg málsvörn merkilegs tímabils í nútímasögu ís- lenzku þjóðarinnar. um hugleiknar. í inngangi að ljóð- mælum sínum getur hann þess að nokkur „þessara ljóða minna hafa útlendingar reynt að þýða, hvernig sem þeir hafa nú komizt yfir þau, en ekki ráðið við það betur en svo, að þeir hafa neyðzt til að kalla þau frumort“. Þótt skáldskapur Hrólfs geti varla talist sjálfhverfur leitar þó kreppa sjálfsins á hann eins og önnur skáld 20. aldar. Hjá honum er hún jafnvel dýpri en hjá öðrum eða svo segir í kvæðinu Ég, Hrólfur Sveinsson: Æ, ég er bannsettur bjálfi sem bruðlað hef eigin sjálfi. „I hvað gazt þú eytt því sem aldrei var neitt?“ spyr frændi minn Helgi Hálfi. Þar sem Hrólfur er helgaður neindinni verður víst að leita hans í fórum þess sem dæmir hann svo. Hvað sem því líður sóttu að mér við lestur bókar þessarar orð sem annar meistari orðsins og Iffsspek- ingur lét frá sér fara í frægu riti. Grunntónn tilverunnar er mein- laust grín. ÚT ER komin bókin Heitbaugur- inn eftir Þorstein Stefánsson. í kynningu útgefanda segir: „Þor- steinn er borinn og bamfæddur Austfírðingur, fæddur árið 1912 að Nesi í Loðmundarfírði. Fyrsta bók hans, Frá öðrum hnetti, kom út árið 1935 og sama ár stefndi Þor- steinn fleyi sínu til Danmerkur. Þar kom út bók hans Dalen árið 1942 og fyrir þá bók fékk hann H.C. Andersen-verðlaunin. Þessi verð- laun voru veitt höfundum undir 35 ára aldri og var þeim fyrst úthlutað árið 1930 í tilefni 125 ára afmælis H.C. Andersen. Dalurinn kom síðan út í íslenskri þýðingu Friðjóns Stef- ánssonar, bróður Þorsteins, árið 1944. Framtíðin gullna kom út hjá Oxford University Press árið 1974 og í Bandaríkjunum 1977. Bókin hefur verið þýdd á fleiri tungumál, m.a. þýsku og hollensku." Heitbaugurinn kom fyrst úr árið 1976 í Bretlandi hjá Oxford Uni- versity Press undir nafninu The Engagement Ring. Bókin kom síðan árið eftir á dönsku undir nafninu Forlovelsesringen og nú hefur Þor- Nýjar bækur ■ Klukkan Kassíópeira og húsið í dalnum heitir nýútkomin barnabók eftir Þórunni Sigurðardóttur. Bókin er byggð á leikriti sem flutt var í Ríkisútvarpinu í haust og fjall- ar um börn sem fara að grafast fyrir um gamalt leyndarmál og komast þá að óvæntum sannleika. „Þegar farið er að grufla í fortíð- inni kemur ýmislegt spennandi í ljós og aðalpersónan, Halla, uppgötvar höfuðborgina, þar sem kapphlaupið við tímann er allsráðandi," segir í kynningu útgefanda. Klukkan kassíópeia og húsið í dalnum er fyrsta barnabók Þórunnar. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 140 blaðsíður, prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Katrín Sigurðardóttir myndskreytti bókina. Verð 1.390 krónur. ■ Út er komin bókin Sjö, níu, þrettán — hjátrú Islendinga í daglega lífinu. Ritstjóri er Símon Jón Jóhannsson. Um er að ræða bók um margvíslega hjátrú lands- manna fyrr og nú. A bókakápu segir að bókin sé í senn fræðandi og skemmtileg og að hún höfði jafnt til ungra sem aldinna íslendinga. Meðal efnisflokka má nefna ástir og brúðkaup', meðgöngu og fæð- ingu, íþróttir og leikhús, stiga og spegla, salt og svarta ketti, að því ógleymdu að banka undir borð og fara með töfraþuluna „Sjö, níu, þrettán!“ Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er rikulega myndskreytt, bæði með ljósmyndum úr ýmsum áttum og teikningum eftir Gísla J. Ástþórsson og fleiri. Hún er 269 blaðsíður að lengd, prentuð í prentsmiðju Arna Valdemars- sonar. Bókin kostar 2.980 krón- ur. B Út er komin bók sem nefnist íslensk málnefnd 1964-1989. Afmælisrit. Höfundar eru Halldór Halldórsson og Baldur Jónsson. í þessu riti er rakin saga mál- nefndarinnar í 25 ár og tildrögin að stofnun hennar allt frá því að Björn Ólafsson lagði fram frumvarp til laga um Akademíu íslands á Alþingi 1950. Fjallað er um barátt- una fyrir eflingu málnefndarinnar og um leið íslenskrar málræktar, og allrsgkilega er sagt frá fjölþættu starfi nefndarinnar bæði á innlend- um og erlendum vettvangi. Halldór Halldórsson prófessor var aðalhvatamaðurinn að stofnun málnefndarinnar og fyrsti formaður hennar. Hann rekur tildrögin að stofnun nefndarinnar og segir frá upphafi hennar. Þorsteinn Stefánsson. steinn þýtt bókina á íslensku. Útgefandi er Erla, en Lindin hf. annast dreifingu. Bókin kost- ar 1995 krónur. Baldur Jónsson prófessor var for- maður íslenskrar málnefndar 1978-1988 og er nú forstöðumaður íslenskrar málstöðvar sem mál- nefndin rekur í samvinnu við Há- skóla íslands. Baldur segir sögu nefnarinnar allt frá 1966 til 1989. Aftast í ritinu er skrá yfir skipan íslenskrar málnefndar 1964-1989, heimildaskrá og nafnaskrá. Afmælisritið er 8. ritið í bóka- flokknum Rit íslenskrar mál- nefndar. Það er 162 blaðsíður, prýtt myndum. Bókin er fáanleg í Islenskri málstöð, Aragötu 9, Reykjavík, og kostar 2.850 kr. I Út er komin bókin Milli sterkra stafna eftir Jonínu Micha- elsdóttur. Bókin fjallar um líf og störf fólks, sem á það sameiginlegt að hafa starfað áratugum saman hjá Eimskipafélagi íslands. í kynningu útgefanda segir: „Jónínu Michaelsdóttur, höfundi bókarinnar, tekst á skemmtilegan hátt að laða fram skoðanir og til- finningar viðmælenda sinna. Hún bregður upp mynd af fólkinu sjálfu, sem segir frá því hvað á daga þess hefur drifið, bæði í leik og starfi, gamni og alvöru. Margt af því sem sagt er frá í bókinni hefur aldrei komið fram opinberlega áður og fjölbreytileiki fólksins og frásagnar- gleði gerir bókina fróðlega og skemmtilega aflestrar." Frumkvæði að ritun bókarinnar Milli sterkra stafna er komið frá Eimskipafélagi íslands og er til- gangurinn sá að varðveita heimildir um starf fólks sem sumt hefur unn- ið í hálfa öld samfleytt hjá félaginu. Útgefandi er Almenna bókafé- lagið. Bókin er prentuð hjá Odda hf., er 288 blaðsíður og kostar 3.650 krónur. ■ Hestar og menn 1993, ár- bók hestamanna eftir Guðmund Jónsson og Þorgeir Guðlaugsson er komin út. Arbók hestamanna kemur nú út í sjöunda sinn. í Bók- inni segir frá hestamönnum og hestum þeirra í ferðalögum og keppni bæði hérlendis og erlendis á árinu. í bókinni eru viðtöl við ís- lenska og erlenda sýningarmenn og ræktendur. Þetta efni er í 11 köflum sem heita; Saga fjórðungsmóta á Norðurlandi, Fjórðungsmót á Vindheimamelum, Myndir af ræktunarbúum á fjórðungsmót- inu, Vignir Siggeirsson, Jóhann Þór Friðgeirsson, Tveir á ferð um V-Skaftafellssýslu, íslands- mót á Akureyri, Heimsmeistara- mót í Hollandi, Sigurður Vignir Matthíasson Jolly Schrenk og í þeim síðasta eru rakin úrslit helstu móta ársins 1933. Útgefandi er Skjaldborg. Bók- in er 255 bls. Verð 3.495 krónur. | € <£ 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.