Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 Karólína J. Lárus- dóttír — Minning Fædd 13. mars 1910 Dáin 28. nóvember 1993 Menn hafa löngum fundið til skyldleika alls sem lifir og hrærist. Eðlisþættimir em hinir sömu: fæð- ing, þroski, hnignun og dauði. En hrörnun holdsins fylgir oft efling andans. Að því leyti er maðurinn ólíkur öllu öðm sem Guð hefur skap- að. Áföll herða manninn og veita honum dýrmæta reynslu. Þótt aldur- inn færist yfir og ýmsir sjúkdómar hrjái líkamann er andinn oft heill og ýmsir vaxa með hverri raun. Þegar skilin verða milli lífs og dauða átta menn sig á því að um leið hverfur ákveðin saga í gleymsk- unnar djúp. Einungis brotakenndir þættir verða eftir sem reynt er að safna saman í heildstæða mynd af þeim einstaklingi sem var. Þá skipt- ir engu hver á í hlut, reyndur þjóð- skörangur sem miklar heimildir em til um eða hógvær maður er sinnti störfum sínum af trúmennsku á meðan heilsan leyfði. Sú mynd sem eftir verður í hugum þeirra sem áfram lifa og minnast hins látna, mótar reynsluheim þeirra. Þótt ekki verði hentar reiður á því hvað sagt var eða gert, verður eitthvað óhöndl- anlegt eftir sem skilar manninum áfram á þroskabraut hans. Nú em þeir óðum að hverfa á braut sem mótuðu það nútíma þjóð- félag sem íslendingar njóta. Otrú- lega fljótt fennir i spor þeirra sem settu mark sitt og mót á Reykjavík fýrri ára. Breytingamar í borginni era örar: byggingar koma og fara og landið er stækkað svo að vart þekkja menn sig lengur á vissum svæðum borgarinnar. En saga brautryðjendanna er merk og menn- ing þeirra er undirstaða þeirra manngilda sem setja svip sinn á nútímann. Það er hverjum manni hollt að hyggja að fortíðinni, vilji hann rækta með sér þau frækom sem áar hans sáðu. Þessar hugrenningar verða til þegar minnst er Karólínu Lámsdótt- ur, sem lést hinn 28. nóvember síð- astliðinn. Með henni er fallin frá merk kona sem setti svip sinn á bæinn og var fulltrúi þeirrar kyn- slóðar sem átti rætur sínar í ís- lenskri alþýðumenningu aldamót- anna, dönskum áhrifum fyrri hluta aldarinnar og viðhorfum seinni tíma. Úr þessu varð heilsteypt kona, glað- vær og röggsöm, sem fróðlegt var og gaman að umgangast, enda sótti til hennar fólk á öllum aldri. Fæddur 7. júlí 1920 Dáinn 3. desember 1993 í dag, 14. desember, verður til moldar borinn elskulegur tengda- faðir minn, Siggeir Blöndal Guð- mundsson, sem lést á heimili sínu hinn 3. desember sl. Orð em lítils megnug þegar ástvinir kveðja og þá sérstaklega þegar umskipti ber snögglega að og öllum að óvömm. Hann kvaddi þennan heim á sinn hljóðláta hátt, eins hljóðlega og hann hafði gengið um veg lífsins og segir mér hugur að þannig hefði hann sjálfur kosið að kveðja. Við sem þekktum hann hefðum átt erf- itt með að sjá hann upp á aðra kominn ef heilsan hefði bmgðist eða þurfa að hætta vinnu sinni, sem hann stundaði daglega. Hann stóð meðan stætt var í lífsins ólgusjó. Eiginkona Siggeirs var Hulda Böðvarsdóttir, fædd 24. ágúst 1924, en hún lést langt fyrir aldur fram í mars árið 1987. Þeim varð fimm barna auðið. Elstur er Garðar, þá Sigrún, Ómar, Kristín og Snorri, Bamabömin em orðin átta og barnabamabömin fjögur. Umskipt- in í lífí Siggeirs urðu mikil og snögg við fráfall Huldu og kaus hann að Karólína fæddist 13. mars 1910, dóttir hjónanna Lámsar Lámssonar og seinni konu hans, Málfríðar Sig>. urðardóttur. Þau hjónin, Láms og Málfríður, vom bæði kynjuð vestan um land. Hún var Patreksfirðingur en hann var frá Narfeyri á Skógar- strönd. Þau Lárus og Málfríður byij- uðu búskap sinn á Patreksfirði. Þar hafði Láms orðið fyrir þeirri þungu raun að missa fyrri konu sína, en með henni átti hann fjögur börn. Karólína var hins vegar elst þriggja systkina af seinna hjónabandi hans og var heitin eftir fyrri konu föður síns. Þau hjónin, Málfríður og Láms, fluttust suður eftir fárra ára búskap á Patreksfirði. Lárus veitti m.a. verslun Milljónafélagsins í Sand- gerði forstöðu um nokkurt skeið, en varð síðar gjaldkeri hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur eða þar til hann lést árið 1933. Málfríður lést árið 1919 frá þremur ungum börn- um, þegar Karólína var á 10. aldurs- ári. Karólína gekk í Landakotsskóla. Síðan fór hún í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan gagn- fræðaprófi. Þá var það fátíðara en nú að stúlkur héldu áfram að stúd- entsprófi og stefndu að háskóla- námi. En Karólína var alla ævi námfús kona og að gagnfræðaprófi loknu hélt hún til Kaupmannahafnar þar sem hún dvaldist tvö ár við nám í heimilisfræðum. Hún var alla ævi hrifin af Danmörku og því sem danskt var. Þegar henni leist eitt- hvað sérstaklega vandað hér á landi sagði hún stundum: „Þetta er alveg eins og danskt." Þegar Karólína kom heim frá Danmörku hóf hún störf hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Þetta var í upphafí kreppunnar miklu þegar mjög svarf að íslenskum efnahag. Þrátt fyrir þrengingar kreppuár- anna horfðu menn þó fram á veginn og tileinkuðu sér eftir megni þær nýjungar sem fram komu. Bókhald var allt handfært á þeim ámm og fáar vélar voru komnar fram til þess að létta mönnum þau störf. Skömmu eftir að Karólína hóf störf hjá rafmagnsveitunni var hún beðin að fara ásamt einum af yfirmönnum sínum til Berlínar til þess að læra á bókhaldsvélar sem þá vora nýlega komnar á markaðinn. Sú saga er sögð að þegar þessi ráðsetti emb- ættismaður frétti að hann ætti að fara til Þýskalands með ungri stúlku hafi hann sett hljóðan og sagt að breyta engu í högum sínum. Fjöl- skyldan öll var Siggeiri mikils virði og bamelskur var hann með af- brigðum. Söknuðurinn er því mikill hjá afabömunum sem sjá á eftir elskulegum afa sem lét einskis ófreistað til að gleðja þau og um- vefja ástúð og umhyggju. Alltaf var nóg pláss fyrir barnabömin í Sól- heimunum og nóg af hjartahlýju. Þau minnast sunnudagsmorgnanna þegar afi kom með ís fyrir litla munna á leiðinni heim eftir að hafa keypt mjólkina fyrir ömmu Huldu. Oftar en ekki var afi Geiri allt of seinn í sunnudagssteikina því að margt þurfti að spjalla og spyija um, eða jafnvel aðeins að skreppa niður að Tjörn með hópinn og gefa öndunum. Á meðan Hulda var á lífi, og bamahópurinn var farinn að heim- an, nutu þau þess að ferðast og eftir fráfall hennar hélt hann upp- teknum hætti. Það er huggun harmi gegn að hann tók sér ferð á hendur til dóttur sinnar til Puerto Rico fyrr á árinu, ferðar sem hann naut í orðins fyllstu merkingu og hugðist fara aðra slíka áður en langt um liði. Nú hefur hann farið i annað ferðalag til annarra stranda þar sem nú yrði hann að ráðfæra sig við konu sína. Hann símaði til hennar og tjáði henni málavöxtu, að hann hefði verið beðinn að fara til Berlín- ar og ætti að taka Karólínu með sér. „Þá verðurðu að taka með þér hatt,“ sagði konan, til þess að mað- urinn gæti sýnt ungum stúlkum til- hlýðilega kurteisi og tekið ofan. Karólína fór tvær ferðir til Þýska- lands að kynna sér nýjungar á sviði bókhalds. I seinna skiptið var flogið frá Kaupmannahöfn til Berlínar. Kastmp-fiugvöllur var þá ekki svip- ur hjá sjón miðað við það sem nú er. Einn maður afgreiddi vélina úr litlum skúr. Það var allt og sumt. Þegar Karólína kom um borð í flug- vélina spurði hún konu sem var sessunautur hennar hvort henni væri ekki sama þótt hún fengi að sitja við gluggann. „Jú,“ svaraði konan, „ef þú hefur ekki gluggann allt of mikið opinn á leiðinni." Þessi litla saga gefur örlitla innsýn í þær aðstæður sem ríktu í upphafi milli- landaflugs. Ég hef reyndar heyrt, að það hafi tafið nokkuð brottför þeirra Karólínu og fylgdarmanns hennar frá Kaupmannahöfn, að maðurinn hafði heitið konu sinni að ferðast ekki landa á milli með flug- vél. En þegar einsýnt var að þau myndu fljúga var sent skeyti til ís- lands til þess að leita eftir sam- þykki eiginkonunnar og beðið þar til leyfið fékkst. Karólína vann hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur til ársins 1938. Þá fór fyrir henni eins og svo margri kon- unni að ástin greip hana og hún giftist Sigurði Hólm Guðmundssyni. Sigurður var ættaður frá Móakoti í Flóa, sonur Guðmundar Ólafssonar, bónda þar og organista við Eyrar- bakkakirkju, og konu hans, Guðrún- ar Sigurðardóttur. Sigurður stund- aði sjómennsku framan af ævi, gerð- ist síðar leigubílstjóri um nokkurra ára skeið, en vann lengst hjá Þór- oddi Jónssyni, skinnakaupmanni. Síðustu starfsár sín vann hann hjá Sanitas hf. Sigurður var hæglátur maður og hógvær, aðgætinn og ráð- -hollur. Hann lést 26. febrúar 1986. Þau Karólína og Sigurður settu saman bú á Sólvallagötu 2, þar sem þau bjuggu æ síðan. Láms, faðir Karólínu lét reisa þetta hús árið 1927. Þegar hann féll frá tók Fríða Guðmundsdóttir, ■ uppeldisdóttir hans og náfrænka, við heimilinu. Hún varð heimilisföst hjá þeim Ka- rólínu og Sigurði þar til hún lést hinn 17. nóvember 1978. Þau Karólína og Sigurður eign- uðust einn son, Láms, sem fæddur er 2. september 1949. Láras lauk prófi frá Verzlunarskóla íslands árið 1969. Að námi loknu vann hann hjá Reykjavíkurborgtil ársins 1980, en þá gerðist hann starfsmaður ís- lensk-erlenda verslunarfélagsins. vel verður tekið á móti honum af undangengnum ástvinum. Siggeir fæddist 7. júlf 1920 í Reykjavík, sonur hjónanna Sigríðar Stefaníu Jónsdóttur og Guðmundar Finns Guðmundssonar. Hann var næstyngstur tíu bama þeirra hjón og em þijár systur hans á lífi. Sig- geir dvaldist oft á sumrum og jafn- vel vetrarlangt í Haukatungu í Mýr- dal í Kolbeinstaðahreppi, æsku- stöðvum föður síns, og átti hann góðar minningar frá þeim tíma. Hann sigldi á stríðsámnum og tók síðar þátt í síldarævintýrinu mikla á Siglufirði. Eftir að hafa unnið um tíma í Rammagerðinni, stofnaði hann árið 1958 sitt eigið innrömm- unarverkstæði, verslunina Ásbrú, sem nú er til húsa við Njálsgötu., Hef ég vissu fyrir því að þangað leituðu hannyrðakonur með hand- verk sín til innrömmunar því að Siggeir var mjög fær á því sviði eins og öðra. Einnig var hann einn af þeim fyrstu sem tóku loftmyndir af bújörðum í sveitum landsins og nutu þær mikilla vinsælda á sínum tíma. Siggeir var ekki margorður mað- ur um eigin líðan eða hagi og bar ekki tilfinningar sínar á torg. Hann gat þó verið óvæginn þegar því var að skipta og lá þá ekki á skoðunum sínum. Þakklátur var hann fyrir hvert það viðvik sem honum var gert og þá sérstaklega síðustu árin þegar hann fann að krafturinn var ekki eins mikill og áður. Honum Þar starfaði hann fram á þetta ár, en nú nýtur Heildverslunin Insula starfsorku hans. Láras kvæntist árið 1984 Val- dísi, dóttur Atla Elíassonar málara- meistara og konu hans, Ragnhildar Bergþórsdóttur. Þau eiga saman þijú börn, Karólínu, fædda 1984, Sigurð Hólm, sem fæddist árið 1986, og sveinbam sem Valdís ól 25. fyrra mánaðar. Karólína lagði ekki árar í bát þótt hún hætti starfi sínu hjá raf- magnsveitunni. Hún tók til óspilltra málanna við alls konar félagsstörf. Hennar aðalvettvangur varð Kven- félag Dómkirkjunnar, en því vann hún öllum stundum. Ekki veit ég til þess að hún hafi keppt þar að nafngiftum eða viljað komast til metorða. Hún var ein þessara kvenna sem sýndu af sér þann fé- lagsþroska að hugsa ekki um nafn- giftir og mannvirðingar heldur um það gagn sem verða mætti af starfi hennar. í lok 7. áratugarins var farið að huga að málefnum aldraðra með öðram hætti en áður. Leituðu þá borgaryfirvöld til ýmissa félaga eft- ir sjálfboðaliðum. Karólína gaf sig fram og vann mikið starf á þessum vettvangi. Hún tók sjálfsagt ekki eftir því að þegar aldurinn færðist yfir varð hún smám saman þiggj- andi um leið og hún hélt áfram að gefa af sér vegna hæfileika sinna, mikillar reynslu og glaðværðar sem fylgdi henni. Eitt er víst: hún hélt áfram að aðstoða handavinnukenn- arana á meðan heilsa og kraftar entust. Þau Sigurður og Karólína reistu sér sumarbústað á Þingvöllum árið 1943 o g þar átti fjölskyldan skemmtilegt griðland. Þangað sóttu reyndar margir og nutu gestrisni þeirra. Fjölskyldunni á Sólvallagötu 2 kynntist ég með þeim hætti að vin- ur okkar bræðra kynnti okkur fýrir Lárasi. Þá varð sjálfgefið að heim- sækja hann og ekki varð komist hjá því að kynnast foreldmnum. Þau Karólína og Sigurður vom svo við- ræðugóð og skemmtileg að ungt þótti gott að geta farið í mat að Droplaugarstöðum, þangað sem hann gat skroppið fótgangandi í hádeginu, og viljum við, börn hans og tengdaböm, þakka starfsfólkinu öllu fyrir hlýlegt viðmót og ræktar- semi við hann undanfarin ár. Á einum stað í bók Kahlils Gibr- ans, Spámanninum, stendur: „Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum... Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú fólk laðaðist að þeim og ijómatert- uraar sem boðið var upp á við ýmis tækifæri spilltu ekki fyrir. Við strákamir töldum Karólínu til fínu frúnna í Reykjavík. Það gerðum við ekki af fordild heldur í virðingar- skyni og reyndum að sitja á strák okkar þegar hún var annars vegar. Það var reyndar óþarft því að hún skynjaði svo vel galsa æskunnar og tók þátt í umræðum okkar og vangaveltum af lífi og sál. Þegar jarðeldur varð á Heimaey árið 1973 flúðu flestir úr fjölskyldu minni til lands. Móðir mín var ein þeirra. Þau Láms, Sigurður og Ka- rólína leituðu þegar eftir vinfengi við hana og veittu okkur allan hugs- anlegan stuðning. Karólína naut góðrar heilsu fram á síðustu ár. Fyrir nokkra uppgötv- aðist hjá henni krabbamein í ristli, en hún komst yfir það. Síðastliðið vor fékk hún vægt heilablóðfall. Hún varð aldrei söm eftir það og síðustu mánuðina dvaldist hún á Elliheimilinu Gmnd. En hugurinn var við heimilið á Sólvallagötu 2 þar sem búa Láms og Valdís ásamt börnum sínum, en sambýli þeirra tengdamæðgna var ætíð hið besta. Karólína litla var mikil vinkona ömmu sinnar og hefur gaman af að láta ljós sitt skína eins og hún, og þær nöfnumar undu sér vel sam- an. Þegar ég hitti Karólínu á fömum vegi fór aldrei svo að ég fengi ekki að heyra hvernig barnabörnin þroskuðust. Síðustu daga nóvembermánaðar urðu mikil umskipti á Sólvallagötu 2. Þeim hjónum, Lámsi og Valdísi, fæddist sonur ftmmtudaginn fyrir aðventu og sunnudaginn þar á eftir var komið að leiðarlokum hjá Karól- ínu Lámsdóttur. Hún fékk hægt andlát. Megi Guð og góðar vættir blessa minningu hennar og veita henni brautargengi á þeim eilífðarstigum sem þau hjón feta nú eftir og verð- ur leiðin okkar allra! Arnþór Helgason. Látin er í Reykjavík föðursystir mín, Karólína Lárusdóttir, til heim- ilis á Sólvallagötu 2, eða Dæja eins og hún var alltaf kölluð. Mig langar til að minnast hennar með nokkrum línum. Dæja var fædd í Reykjavík 13. mars 1910. Foreldrar hennar vora Láms Lárusson og Málfríður Helga Backmann. Hún átti tvo albræður sem báðir em látnir, Sigurð, sem fórst í Halaverðrinu mikla 1925, aðeins 16 ára gamall, og Jón Egg- ert, sem var faðir minn. Hann lést árið 1981. Ennfremur átti hún fjög- ur hálfsystkini sem afi átti af fyrra hjónabandi. Þau voru Karl, Inga, Jóhanna, og Lára sem öll em látin. Já, það er margs að minnast um munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Með þessum orðum kveð ég tengdaföður minn. Við sem eftir stöndum erum minnug þess að gleðistundirnar með honum ylja okkur í framtíðinni þegar við nú kveðjum hann í hinsta sinn. Megi algóður Guð blessa minningu hans. Tengdadóttir. Afi minn er látinn. Það mætti segja að ég hafi ekki aðeins misst afa minn, heldur einnig föður. Sam- skipti okkar afa hófust þegar ég fæddist 15. maí 1972 er hann sótti okkur mömmu á fæðingarheimilið og var þetta byijunin á góðu og kærleiksríku sambandi. Þegar ég var yngri pössuðu afí og amma mig mikið og var ég hjá þeim nánast hveija helgi fyrstu tíu árin. Þessar helgar voru þær bestu sem ég hef átt. Ég man hvað ég hlakkaði alltaf til þess að fara til ömmu og afa því að þau voru alltaf svo góð og afi alltaf svo hress og kátur. Réttara sagt man ég ekki eftir að hafa, séð afa í vondu skapi eða súran á svip, nema auðvitað þegar amma lést en þá var hann allan tímann að hug- hreysta þá sem í kringum hann voru en ekki að sökkva sér í sjálfs- vorkunn. Afi vár alltaf tilbúinn til þess að gera eitthvað skemmtilegt með mér enda hafði hann mjög gaman af börnum og var einstaklega barngóð- Siggeir Blöndal Guð- mundsson - Minning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.