Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANUAR 1994 15 Fyrriim kommúnistaríkjum boðiú að ganga til tvíhliða samninga um náið hernaðarsamstarf á sögulegum • fundi leiðtoga NATO-ríkjanna samninga vonast NATO-ríkin til að geta sleg- ið tvær flugur í einu höggi. i fyrsta lagi vilja þau tryggja samstarf við Rússland og önnur fyrrverandi sovétlýðveldi eins og Úkraínu svo fremi þau haldi áfram á umbótabrautinni. Í öðru lagi vill bandalagið sannfæra Mið-Evr- ópuríkin um að „Friðarsamvinnan" verði gagnlegur undirbúningur undir inngöngu í NATO síðar, því hún auðveldi þeim að end- urnýja heri sína í samræmi við kröfur banda- lagsins. Ríkjunum sem undirrita þessa samninga er í sjálfsvald sett hversu langt þau ganga í samvinnunni og það gerir ríkjum eins og Ungverjalandi og Póllandi kleift að koma á nánum tengslum við NATO. í samningunum verða þó ekki þær öryggistryggingar sem Mið-Evrópuríkin óskuðu eftir og' þeir leiða ekki sjálfkrafa til aðildar að bandalaginu. Fimm ríki hafa sótt um aðild að NATO - Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ungveijaland og Litháen - og þau verða að öllum líkindum aðilar að „Friðarsamvinnunni". Líklegt er að þijú fyrrverandi kommúnistaríki til viðbótar undirriti slíka samninga (Rúmenía, Búlgaría, Albanía), hugsanlega öll fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna, svo og Finnland og Austurríki. Varað við undanlátssemi Mið-Evrópuríkin hyggjast undirrita samn- inga um friðarsamvinnu úr því ekkert annað býðst. Því fer fjarri að samningarnir fullnægi óskum þeirra og nokkrar NATO-þjóðanna, svo sem Þjóðveijar, vildu ganga mun lengra, þótt þær féllust að lokum á hugmyndina. Málamiðlun Bandaríkjastjórnar olli einnig miklum deilum í Bandaríkjunum. Nokkrir Evrópa kvödd BANDARISKAR þyrlur búnar undir flutning úr evrópskri herstöð til Bandaríkjanna. Arið 1996 verða aðeins 109.000 bandarískir hermenn í Evrópu - voru 317.000 fyrir fimm árum. embættismenn í Washington létu í ljós þá skoðun að með því að hindra aðild Mið-Evr- ópuríkjanna að NATO væru Bandaríkjamenn í reynd að viðurkenna að þau væru enn á áhrifasvæði Rússa. Hugmyndin um samvinnusamningana vakti mikla óánægju á meðal Mið-Evrópu- þjóðanna, einkum Pólveija, sem telja sig í tómarúmi í öryggismálum eftir hrun kom- múnismans. „Það að skilja Pólland eftir á einskismannslandi getur haft hrikalegar af- leiðingar fyrir öryggismál allra Evrópuríkj- anna,“ sagði Andrzej Olechowski, utanríkis- ráðherra Póllands. Vaclav Havel, forseti Tékklands, líkti „Friðarsamvinnunni" við Munchensáttmál- ann frá september 1938 þar sem Bretar og Frakkar veittu Þjóðveijum yfirráð yfir Súd- etahéruðunum í Tékkóslóvakíu til að friða Hitler. Lech Walesa, forseti Póllands, minnti hins vegar á viðvaranir Pólveija um yfirvofandi innrás Þjóðveija í Pólland undir lok fjórða áratugarins. „Við æptum og kveinuðum árið 1939 en þeir trúðu okkur ekki fyrr en stríð- ið breiddist út til Parísar og Lundúna," sagði hann. „Astandið núna er svipað og það myndi ekki gleðja mig ef sagt yrði eftir 50 ár að ég hefði haft rétt fyrir mér.“ Mið-Evrópuþjóðirnar telja að í aðild að NATO felist ekki aðeins tryggingar í öryggis- málum, heldur einnig staðfesting þess að þær séu nú á meðal lýðræðisþjóða og fúsar til að veija lýðræðið. Þær segja að NATO sé ekki stætt á því að hafna lýðræðisríkjum og benda á að nokkur af aðildarríkjunum hafa ekki alltaf haldið lýðræðið í heiðri. Portúgal, eitt af stofnaðilum NATO, var einræðisríki árið 1949 og var það til ársins 1974. Grikk- land gekk í bandalagið árið 1952 og herfor- ingjastjórn var þar við völd í sjö ár til ársins 1974. í Tyrklandi voru þijár herforingja- stjórnir við völd, sú síðasta 1980-83, og al- þjóðasamtök hafa ítrekað gagnrýnt mann- réttindabrot þar í landi. Rússland lykillinn að öryggi Evrópu Mið-Evrópuþjóðirnar segja að kjörfylgi Zhírínovskíjs staðfesti að ótti þeirra við Rússa sé ekki ástæðulaus. Vegna úrslita þingkosn- inganna í Rússlandi sé enn mikilvægara en áður að veita þeim tryggingar í öryggismál- um sem fyrst og gera Rússum ljóst þegar í stað að landheimtustefna af þeirra hálfu verði ekki liðin. Embættismenn í Moskvu telja hins vegar þessa afstöðu barnalega og segja að nokkrar tilslakanir af hálfu NATO og Mið- Evrópuríkjanna geti komið í veg fyrir enn alvarlegri þróun, svo sem sigur Zhírínovskíjs í næstu forsetakosningum. Þeir sem beittu sér fyrir málamiðluninni segja að sú samvinna, sem skapaðist á al- þjóðavettvangi eftir að kalda stríðinu lauk, sé í hættu ef Rússar snúi baki við lýðræðisum- bótum. Rússland, öflugasta herveldi Evrópu, sé lykillinn að öryggi álfunnar og því sé óráð- legt að ögra því á meðan lýðræðissinnar eiga þar í vök að veijast. Og þegar öllu er á botn- inn hvolft er það ekki síst hagsmunamál Mið-Evrópuríkjanna sjálfra að stöðugleiki skapist í Rússlandi. NATO-þjóðirnar geta ennfremur dregið þann lærdóm af mannkynssögunni að ríki mega ekki veita meiri öryggistryggingar en þau geta eða vilja standa við. Þá kann að reynast erfitt að draga mörk- in og ákveða hvaða ríki fái aðild. Takmörk eru fyrir því hversu mörg aðildarríki Atlants- hafsbandalagsins geta verið þar sem engar ákvarðanir eru teknar án samþykkis allra aðildarríkjanna. Því fleiri og ólíkari sem aðild- arríkin og herir þeirra eru því erfiðara verð- ur fyrir bandalagið að starfa með skilvirkum hætti. Flestir eru sammála um að bandalagið geti ekki orðið sam-evrópskt varnarbandalag því þá yrði það óstarfhæft eða gagnslítil sam- ráðsstofnun, önnur Ráðstefna um öryggi og samvinnu í Evrópu. FLMIDI Ver&dæmi ORLANDO kr. 41.480 á mann m.v. 4 í íbúS á Enclave Suits í 6 nætur, 2 fullor&nir og tvö börn 2ja-12 ára. Skattar innifaldir. 51.050" á mann í tvíbýli á Enclave í 6 nætur. Skattar innifaldir. Brottfarardagar Maí 2. 7. 9. 14. 16. 21.23. 30. * 10.000 kr. aukaálag fyrir hvern fullorðinn, 5.000 kr. á barn. FORT LAUDERDALE Veroaæmi 44.770 á mann m.v. 4 í íbúb á Guest Quarters í 6 nætur, 2 fullorðnir og tvö börn 2ja-l 2 ára. Skattar innifaldir. 54.340" á mann í tvíbýli á Guest Quarters í 6 nætur,. 2 fullorðnir og tvö börn 2ja-12 ára. Skattar innifaldir. Janúar Febrúar Mars Apríl 15. 17. 7. 12. 5. 7. 12. 2.* 4. 9. 22. 24. 14. 19. 14. 19. 10. 11. 31. 21.26. 21.* 16. 18. 28. 26.*27* 23. 25. 28.* 30. SKIÐI Sérstaklega ódýr feró 29.jan.-6. feb. 43.450" Sérstaklega ódýr feró 12.-19. mars. 42.150" Viku fjallafjör í Kirchberg/Kitzbuhel 57.450k Tveggja vikna fjallafjör í Kirchberg/Kitzbuhel -¥A OCAkr Farar- 5. 12. dagar 19. 26. Mars Apríl 5. 12. 2.* 9. 16. 19. 26.* 23. 30. Maí 7. 14. 21.28. 10.000 kr. aukaálag fyrir hvern fullorðinn, 5.000 kr. á barn. OATLAS/S (E) Qffl 74.350k Brottför 1 vika 2 vikur 29. jan.* 5. feb. 1 2. feb. 19 feb. 26. feb. 5. mars 12. mars** laus sæti laus sæti uppselt fá sæti laus laus sæti laus sæti laus sæti laus sæti fá sæti laus uppselt laus sæti laus sæti laus sæti** laus sæti 3ja vikna sæla, 16. feb.-9. mars. 92 970k á mann í tvíbýli á Arena Maspalomas. Allir skattar innifaldir. SÉRTILBOÐ 2ja vikna sæla, 26. jan.-9. feb. 54.1701 á mann i tvíbýli á Arena Maspalomas. Allir skattar innifaldir. 15 daga sæla, 23. mars-7. apríl. 70.370' á mann í tvíbýli á Koala. Allir skattar innifaldir. sæfi I* Flogið til Lúx, heimflug frá Salzburg. ** Heimflug frá Lúxemborg. AUSTURRIKI 2. mars uppselt 9. mars uppselt 23. mars laus sæti (15 dagarj 30. mars laus sæti (15dagar) Hafóu samband vi& söluskrifstofur Fluglei&a, umbo5smenn félagsins um land allt, fer&askrifstofurnar e&a í síma Ó90300 (svara& alla 7 daga vikunnar frá kl. 8-18). FLUGLEIDIR Traustur islcmkur feriafélagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.