Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ OIGEAJf '/UOflOM SUNNUBAGUR 9. JANÚAR 1994 Oheimilt að banna auglýs ingar á lausasölulyflum LEYFA verður auglýsingar á lyfjum í Iausasölu samkvæmt gildandi EES-samningi eftir því sem kemur fram í grein Magnúsar Jóhanns- sonar í lyfjanefnd í Tímariti um lyfjafræði. Magnús telur að breyting- in leiði til aukinnar lyQanotkunar. Slík þróun sé ósækileg, kostnaðar- söm og síst til þess fallin að auka heilbrigði þjóðarinnar. Hann velt- ir því fyrir sér hvernig farið verði að skráningu náttúrumeðala og varar við svokölluðum samhliða innflutningi lyfja. Magnús segir að þeim sem þekki til lyfjaauglýsinga erlendis fínnist breyting í þá átt ákaflega lítið til- hlökkunarefni. Lausasölulyfjum fari stöðugt fjölgandi og samkvæmt venjulegum markaðslögmálum megi gera ráð fyrir að gengdar- lausar auglýsingar í fjölmiðlum um lyf m.a. við verkjum, kvefí, ofnæmi og hægðartregðu leiði til aukinnar lyfjanotkunar. Slík þróun sé óæski- leg, kosti mikla fjármuni og sé síst til þess fallin að auka heilbrigði þjóðarinnar. Skráning náttúrumeðala Greinarhöfundur minnir á að EB krefjist skráningar náttúrumeðala á sama hátt og lyfja. Hann segir að slík skráning sé að ýmsu leyti til bóta en krefjist mikillar vinnu og sé rándýr, t.d. vinni 5 manns eingöngu við skráningu og náttúru- meðala og svokallaðan samhliða innflutning í Danmörku. „Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um hvernig að þessari skráningu verður staðið hér á landi en hægt er að útfæra hana á ýmsan hátt,“ segir m.a. í greininni og benti er á að skráningin verði væntanlega lát- in standa undir sér fjárhagslega þannig að leggja verði talsverð gjöld á náttúrumeðul, t.d. skráningar- gjöld og árgjöld eins og gert sé með sérlyf. Samhliða innflutningur lyfja Magnús telur að með EES-samn- ingnum opnist leið fyrir samhliða innfluting lyfja. Hann felst í því að lyíjafyrirtæki selja lyf á misháu verði í norður og suður Evrópu vegna ólíks efnahagsástands í þess- um hlutum heimsins. Lyfjaheildsali, t.d. í Danmörku , geta síðan keypt „ódýra“ lyfið í Portúgal og flutt inn til Danmerkur samhliða lyfinu sem keypt er beint frá framleiðandan- um. „Þetta er oftast gert í óþökk framleiðanda lyfsins og er talsverð- ur höfuðverkur fyrir yfirvöld lyíja- mála sem eiga ð tryggja að um sama lyf sé að ræða. Lyfín geta nefnilega haft ólíkt útlit, verið í ólíkum umbúðum og heitið mismun- andi nöfnum. Erfítt getur verið að tryggja öryggi slikra lyfja og marg- ir óttast lyfjafalsanir í þessu sam- bandi enda eru fölsuð lyf vaxandi vandamál víða um heim,“ segir í greininni og síðar að svo kunni að fara aðsamhliða innflutningur leiði til lítilsháttar lækkunar á lyfja- kostnaði sjúkrahús og Trygginga- stofnunar en hann muni valda auknum kostnaði hjá skráningaryf- irvöldum og lyfjaeftirliti. „Það er nokkur huggun að hér er einungis um tímabundið ástand að ræða, á næstu 5-15 árum mun verðlag væntanlega jafnast í allri V-Evrópu og þar með verður samhliða inn- flutningur lyfja úr sögunni,“ segir að lokum í þessu sambandi. í Xaupmannahöfn F/EST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI RAÐA UGL YSINGAR skíðadeild Fundur um vetrarstarf skíðadeildarinnar verður í Gerðubergi mánudaginn 10. janúar kl. 20.30. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. — Rafvirkjar - rafvélavirkjar Félag íslenskra rafvirkja heldur fund í félags- miðstöðinni, Háaleitisbraut 68, þriðjudaginn 11. janúar 1994 kl. 18.00. Fundarefni: Staðan í samningamálunum. Stöndum vörð um ákvæðisvinnuna og fjölmennum. Stjórn og trúnaðarráð FÍR. Auknir atvinnumöguleikar Námskeið til aukinna ökuréttinda hefjast hjá Ökuskólanum í Mjódd fimmtudag- inn 13. janúar kl. 18.00. Innritun stendur yfir í síma 91-670300. Skrifstofa skólans verður opin sem hér segir: Sunnudag 9. jan. kl. 10.00-15.00. Mánudag 10. jan. kl. 9.00-20.00. Þriðjudag 11. jan. kl. 14.00-20.00. Miðvikudag 12. jan. kl. 14.00-20.00. Fimmtudag 13. jan. frá kl. 9.00. Ökuskólinn í Mjódd, Þarabakka 3, 109 Reykjavík, sími 91-670300, fax 91-670370. Húsnæði með verðbúð Óska eftir atvinnuhúsnæði á Vestur- eða Norðurlandi. Fleiri staðir koma einnig til greina. Upplýsingar í síma 52844. Skósmiðir athugið Höfgm til leigu pláss fyrir skósmið í húsi Garðakaups í Garðabæ. Upplýsingar hjá Ólafi Torfasyni í síma 656400. Skrifstofuhúsnæði 198 fm skrifstofuhúsnæði á Grensásvegi 16, Reykjavík er til leigu eða sölu. Afhending möguleg nú þegar. Upplýsingar í síma 91-685730. íbúðar- og atvinnuhúsnæði Til sölu glæsilegt einbýli á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bílskúr í hjarta Kópa- vogs. Húsnæði skiptist í ca 140 fm íbúðar- húsnæði á efri hæð og innréttað atvinnuhús- næði með góðri lofthæð á jarðhæð. Uppl. gefur Fasteignaþjónustan, sími 26600. Skrifstofuhúsnæði Einbýlishús f Garðabæ til sýnis og sölu Sýnum í dag, sunnudag, frá kl. 13-18 einbýl- ishúsið Garðaflöt 37. Glæsilegt hús með góða nýtingarmöguleika. íbúðin er 140 fm. Tvöfaldur bílskúr með mikla lofthæð. 60 fm kjallari. Stórt bílaplan. Gott útsýni, gróðurhús og margt fleira. Páll Gislason, sími 76480 eða 656580. óskasttil leigu Við óskum eftir að taka á leigu 4-5 skrifstofu- herbergi ásamt tilheyrandi, 120-200 fer- .metra á góðum stað í austurhluta Reykjavíkur. Vinsamlegast leggið nafn og símanúmer inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 14. janúar, merkt: SJÁLFSTJEDISFLOKKURINN F K I. A (', S S T A R F Þorrablót sjálfstæðis- félaganna íReykjavík „S - 12145“. Til leigu Erum nú að innrétta að nýju hluta 2. hæðar í þessu glæsilega húsi við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Hér er um að ræða allt að 200 fm pláss, sem auðvelt er að skipta í minni einingar. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá, sem vildu hafa áhrif á herbergjaskipan. Um er að ræða mjög góða aðstöðu. Þeir, sem áhuga hafa, vinsamlegast leggið nafn og símanúmer í pósthólf 496, 222 Hafn- arfirði. Raðhús á Seltjarnarnesi 150 fm + 30 fm bílskúr er til leigu strax. Tilboð merkt: „Raðhús- 12146“ óskast send á auglýsingadeild Mbl. fyrir 14. janúar. Til leigu góð Ara herbergja íbúð 101 fm á 3. hæð í vönduðu húsi við Bragagötu. Nánari upplýsingt.r > síma 672136. Hið árlega þorrabiót sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður laugar- daginn22. janúarnk. íValhöll v/Háaleitsbraut. Blótið hefst kl. 19.00. Miðapantanir og sala fer fram í Valhöll dagana 17. til 21. janúar milli kl. 9 og 17, sími 682900. Dagskrá verður nánar auglýst síðar. Vörður, Hvöt, Heimdallur og Óðinn. ísafjörður - prófkjör Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á (safirði hefur ákveðið að frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningar næsta vor verði valdir í opnu prófkjöri. Prófkjörið fer fram 29. og 30. janúar 1994. Prófkjörið er opið öllum fullgildum félögum sjálfstæðisfélaganna á (safirði og þeim stuðningsmönnum flokksins, sem eiga munu kosn- ingarétt í sveitarstjórnarkosningunum á (safirði og undirrita stuðn- ingsyfirlýsingu samhliða þátttöku í prófkjöri. Hér með auglýsir kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins á (safirði eftir tillög- um til framboðs í prófkjöri. Framboðum skal skila til formanns kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins, Jens Kristmannssonar, Engjavegi 31, ísafirði, eigi síðar en 15. janú- ar 1994, en þann dag rennur framboðsfrestur út. Nánari upplýsingar veitir formaður kjörnefndar, hs. 3098 og vs. 3941. Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins á ísafirði. Sjálfstæðisfélögin í Rangárvallasýslu boða til fundar í Hellubíó, Hellu, þriðjudag- inn 11. janúar kl. 21.00. Framsögumenn: Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, Árni Johnsen, alþingismaður, Eggert Haukdal, alþingismaður. Fundarstjóri veröur Drífa Hjartardóttir, varaþingmaður. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélögin Fróði og Kári i Rangárvallasýslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.