Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANUAR 1994 21 i i Óvæntur glaðningur á nýju ári fyrir alla korthafa VISA. Beint leiguflug í glæsiþotu Flugleiða. 6 dagar í einni fegurstu menningarborg Evrópu. 'itir eistin9 á gullfallegu 4ra stjörnu hóteli í miðborginni. íslensk fararstjórn Kristins R. Ólafssonar. Skipulagðar kynnisferðir um borgina og nágrenni hennar. Korthafar geta greitt ferðina með raðgreiðslum á allt að 10 mánuðum. Takmarkað sætaframboð! Ein stórkostlegasta menningarborg í heimi ......... n ii f f á verði sem aðeins VISA og Urval Utsýn Bókun minnihlutans í borgarstjórn Útgjöld tíl atvinnu- mála eru vanáætluð Leiðir til aukafjárveitingar síðar KRISTÍN Á. Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Nýs Vettvangs, las bókun minnihlutans í borgarstjóm við fyrstu umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar á fimmtudagskvöld, og sagði að ýmsir útgjaldalið- ir væru vanáætlaðir í fjárhagsáætluninni og nefndi þá sérstaklega útgjöld vegna atvinnumála. Þetta myndi svo leiða til aukafjárveit- inga seinna á árinu. í bókuninni er einnig lýst yfir áhyggjum vegna versnandi skulda- stöðu borgarinnar og bent á að frá árslokum 1982 til ársloka 1991 hafi skuldirnar aukist um tæpar 3.000 milljónir króna, úr 2.200 milljónum króna í 5.100 millljónir. Fýrsta umræða um fjárhagsáætl- un borgarinnar fór fram, að lokinni ræðu Markúsar Arnar Antonssonar, borgarstjóra um fjárhagsáætlunina. ríkið á að leggja fram meirihluta fjármagnsins,“ sagði borgarstjóri. „Það er allt of mikið um það að ríkið velti byrðum yfir á borgina og sveitarfélögin og við verðum að spoma við.“ VERKSTJORN Námskeið ætlað öllum verkstjórnendum, bæði nýjum og þeim sem vilja bæta námi við reynslu. Verkstjórnarfræðslan á Iðntæknistofnun býr yfir meira en þriggja áratuga reynslu við fræðslu verkstjórnenda. Námsþættirnir eru alls yfir 20. Meðal þeirra eru: - Almenn samskipti, - vinnusálfræði og stjórnun, - hvatningu og starfsánægju, - valdframsal, Námskeiðið er samtals 90 stundir og skiptist í tvo hluta: 24.-29. janúar og 14.-19. febrúar. - áætlanagerð, - stjórnun breytinga. Innritun fyrir námskeiðið 24. janúar stendur yfir í síma 68 7000. Iðntæknistofnun IONTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Ksldnaholt.112 Reykjavtk n Skuldir á hvern borgarbúa aukist Sigutjón Pétursson, Alþýðu- bandalagi, sagði að fjárhagsáætlun- ing miðaðist að því að auka erlend- ar skuldir og Sigrún Magnúsdóttir, Framsóknarflokki, benti á að á einu ári hefðu skuldir á hvern borgarbúa aukist úr 72.000 kr. á mann í um 100.000 kr. á mann. Guðrún Ögmundsdóttir, Kvenna- lista, itrekaði gagnrýni á fjárfram- lög til atvinnumála og sagði: „Það er fyrir neðan allar hellur að gera ekki ráð fyrir ráðstöfunum í at- vinnumálum." Markús Örn sagði að vegna sam- dráttar í skatttekjum borgarinnar yrði að draga saman seglin. Einnig væri í sumum tilfellum við ríkið að sakast þegar framkvæmdir við t.d. hjúkrunarheimili fyrir aldraða gengi hægt, en Kristín Ólafsdóttir gagnrýndi m.a. lág úgjöld til þessa málaflokks. „Reykjavík getur ekki tekið frumkvæði í þeim málum þar sem Engin alvarleg augnslys um áramót Umfjöllun fjölmiðla áhrifarík „ÉG HELD að með því að minna á að slys hafi orðið og verði stuðlum við að því að fólk fari sér hægar, a.m.k. einhverja daga á eftir,“ sagði Einar Stefánsson, prófessor i auglækningum á Landa- kotsspitala, og vísaði þannig til þess að engir alvarlegir augnáverkar af völdum flug- elda hefðu orðið á gamlárs- kvöld í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um flugeldaslys tveimur dögum fyrir ármót. Tveir hlutu hins vegar augnáverka þrettánda dag jóla. Einar sagði að áramótin hefðu verið róleg og engir alvar- legir augnáverkar hefðu orðið vegna flugelda. Hins vegar sagði hann að tveir hefðu skað- ast þrettánda dag jóla. Annar hefði fengið að fara heim að lokinni skoðun. Hinn hefði verið lagður inn á Landspítala með opið beinbrot og augnáverka. Skyldulesning Aðspurður um hvað hefði að hans dómi einkum haft áhrif á róleg áramót sagðist Einar telja að umfjöllun fjölmiðla um flug- eldaslys fyrir áramót hefði haft góð áhrif. Fréttin hefði t.a.m. verið skyldulesning á mörgum heimilum þar sem hann þekkti til. Þrettán ára piltur hlaut al- varlega augnáverka í slysinu. Hann er nú á batavegi. geta náð fram Lágmúla 4: sími 699 300, í Hafnarfirði: sími 65 23 66, við Ráðhústorg á Akureyri: sími 2 50 00 * Verð m.v. tvíbýli á Hotel Aguamar í Madrid. Innifalið: Flug, ferðir til og frá flugvelli erlendis, hótelgisting með morgunverðarhlaðborði í 6 nætur, íslensk fararstjórn og allir skattar. Aukagjald fyrir einbýli er 7.950 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.