Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994 23 Oaest tók fram að hann væri ekki löggilt- ur vottunarmaður en taldi að það yrði tiltölulega einfalt mál að fá vottun um að fjallalömbin séu lífrænt ræktuð. Þáu ganga villt og bíta villijurtir og gras, án allra aukaefna eða fóðurbætis. Framleiðendum lífræns ræktaðs grænmetis í Evrópu hefur gengið illa að anna eftirspurn allan ársins hring. Jarðhitinn og gróðurhúsin okkar kunna að vera lausn á þeim vanda _að brúa bilin. „Baldvin plataði mig eiginlega til íslands vegna g!'óðurhúsahugmyndarinnar,“ sagði Haest. „Ég á mikil viðskipti við stórmarkaði með lífrænt ræktaða ávexti og grænmeti. Jarðhitinn er um- hverfisvænn og krefst ekki þeirrar orkusóunar sem gjarnan fylgir gróðurhúsum. Þetta er mjög jákvætt frá umhverfissjónarmiði. Vöruna yrði að flytja með flugi á markað, en við verðum að skoða hvort þetta er fýsilegur kostur, bæði hvað varðar verð og aðra þætti.“ Haest telur að rafiýs- ing í gróðurhúsum eigi ekki að koma að sök, svo fremi hún hafi ekki óæskileg áhrif á gæði fram- leiðslunnar. Að gera landið lífrænt Það er löng leið að því marki að ísland hljóti alþjóðlega viðurkenningu sem framleiðandi líf- rænna og vistvænna afurða. Þó segir Haest að hún sé miklu styttri fyrir íslendinga en nokkra GUÐ- LAUGUR Björgvins- son for- stjóri Mjólk- ursam- sölunnar sýndi þeim Carli Haest og Baldvin Jónssyni fjölbreytt úrval ís- lenskra mjólkur- vara. I I aðra þjóð sem hann þekkir. Þeir Carl Haest og Baldvin Jónsson eru sammála um að keppa beri að því marki að gera ísland að fyrsta landinu í heiminum sem er yfirlýst „lífrænt land“. Carl Haest segir að yfirlýsingar um hreinleika lands- ins dugi ekki einar til markaðssetningar. „Það segja allir að þeirra land sé hreinast! I mörgum löndum er að finna að minnsta kosti landshluta sem eru lausir við mengun og geta skoðast sem hreinir." Hann minnir á velheppnað söluátak íra þegar þeir fluttu smjörfjall sitt til útlanda, meðal annars á forsendum hreinleika. Argentínumenn og Nýsjálendingar selja kjöt á sömu forsendum. „Það yrði erfitt fyrir íslendinga að fylgja í kjölfar- ið með svipaðar yfirlýsingar. Aftur á móti ef þið gætuð auglýst lífrænt lambakjöt þá yrði það nýjung og vekti mikla athygli! Ég ráðlegg ykkur eindregið að keppa að því að verða lífrænir fram- leiðendur." Lífrænt vörumerki Haest telur mikilvægt að framleiðendur líf- rænna og vistvænna afurða stofni samtök til að miðla upplýsingum og samræma starfsemi sína. Því næst ætti að gera úttekt á landbúnaðar- framleiðslunni sem fyrir er í landinu, framleiðslu- tækjum og vöruúrvali. „Þá gétið þið betur gert ykkur grein fyrir hvað þarf að gera til að brúa bilið frá núverandi framleiðslu yfir í lífræna," segir Haest. Því næst þarf að gera kostnaðar- og hagnaðaráætlanir á grundvelli markaðssetn- ingar og hefjast síðan handa um öflun markaða. Haest leggur til að íslendingar komi sér upp sameiginlegu „lífrænu" vörumerki. „Ekkert land í heiminum á lífræna ímynd, það yrði nýjung sem tekið yrði eftir og fjölmiðlar myndu gleypa við. Ef Island getur ekki markaðssett sig sem lífrænt land, þá er ekkert land sem getur það. Landfræði- leg staða ykkar er einstök og hún verndar ykkur frá mengun.“ Hann nefnir mikilvægi þess að móta trúverðuga ímynd landsins út á við, mót- Morgunblaðið/Árni Sæberg CARL Haest er ráð- gjafi um markaðs- setningu lífrænna og vistvænna afurða. Hann kom hingað til lands og kynnti sér íslenska landbúnað- arframleiðslu, hélt fundi með hags- munaaðilum og áhugafólki. mæli okkar við endurvinnslustöðinni í Sellafield styrki ímynd okkar sem umhverfissinnuð þjóð. Við megum heldur ekki gleyma því að land okk- ar er mjög viðkvæmt og Haest segir landeyðing- una dæmi um óæskilega þróun umhverfismála sem við þurfum að gæta að. Óheftur ferðamanna- straumur um viðkvæm svæði landsins gæti þann- ig unnið gegn umhverfisverndarímyndinni. „Ger- ið ísland að raunverulegu umhverfisverndar- landi, bæði hvað varðar matvælaframleiðslu og ferðamannaiðnað. Stefnið að því besta og sættið ykkur ekki við neitt minna!“ Opinber vöruvottun Haest segir að íslendingar geti ekki orðið sam- keppnisfærir um verð við landbúnaðarframleiðslu annarra landa. Þess vegna verðum við að keppa á grundvelli gæða og auka vitund íslendinga um mikilvægi gæða og hreinleika. „Það eru bein tengsl á milli heilnæmis fæðu og heilbrigðis," segir Haest. „Þegar þið aukið vitund heima- manna um mikilvægi gæða og bætið framleiðsl- una, þá eruð þið jafnframt að gera hana hæfari til útflutnings." Til að flytja lífrænar vörur á Evrópumarkað verður að fylgja opinber vottun um að vörurnar uppfylli kröfur Évrópubandalagsins þar um. „Vottunarstofan getur hvort heldur verið opinber eða í einkaeigu," segir Haest. „í Danmörku og á Spáni sjá ríkisstofnanir um þetta, en í flestum löndum eru þær einkareknar. Einkastofnanirnar verða að njóta viðurkenningar landstjórnarinnar og EB. IFOAM veitir einnig vottun sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar." Carl Haest telur ekki ástæðu fyrir ísiendinga að stefna að viðskiptum við erlendar stórmark- aðakeðjur, nema þær sem bjóða upp á sérdeildir með hágæða lífrænar vörur. „Þið ættuð að leita að sérgreindum samstarfsaðilum sem hafa áhuga á að kaupa þá heildarímynd sem þið getið boðið og vilja taka þátt í því að markaðssetja ísland sem framleiðanda lífrænna afurða. Þessum aðil- um ætti að selja sem breiðast úrval af íslenskri framleiðslu. Það þýðir ekkert að ætla að sigra allan heiminn, þið getið ekki sinnt nema mjög takmörkuðum fjölda viðskiptavina í fáum lönd- um.“ Haest segir að umhverfissinnar séu mjög tryggir viðskiptavinir. „Sá sem ákveður að kaupa vistvæna og lífræna vöru tekur um það mjög meðvitaða ákvörðun,“ segir Haest. „Þrátt fyrir efnahagssamdrátt og stöðnun í Evrópu { fyrra og hitteðfyrra hefur sala lífrænna afurða heldur aukist. Það á jafnt við um grænmeti og aðrar ísland á góða möguleika á að verða fyrst til að njóta viður- kenningar sem „lífrænt“ land, að mati Carl Haest ráðgjafa matvörur og gerist þrátt fyrir offramleiðslu og offramboð hefðbundinnar matvælaframleiðslu." Baldvin bendir á nauðsyn þess að íslendingar afli sér sem víðtækastrar viðurkenningar sem lífrænir framleiðendur, því reglur eru ólíkar í hinum ýmsu löndum. „Ég tel að við eigum að stefna á kröfuharða kaupendur svo sem sælkera- búðir sem selja lífræna fæðu.“ En hvaða lífrænar landbúnaðarvörur okkar telur Haest eiga besta möguleika á erlendum mörkuðum? „Lambakjöt, grænmeti, ýmsar mjólk- urvörur og jafnvel ostar og eldisfiskur." Ekki bara útflutningur Ef Islendingum tekst að skapa sér ímynd sem lífrænt og vistvænt land þá er ekki víst að flytja þurfi allan matinn til hinna erlendu neytenda heldur allt eins líklegt að einhveijir legðu leið sína hingað í lífrænar matarlystireisur. Þjóðleg matargerð og matargerðarlist er stór þáttur í ferðamannaiðnaði. Víða hefur þjóðleg matargerð lotið í lægra haldi fyrir skyndibitum og alþjóð- legri flatneskju. „Stórum hópi ferðamanna þætti akkur í því að geta borðað lífrænan og vistvæn- an mat á flestum ef ekki öllum veitingastöðum í landinu,“ segir Baldvin. „A hverju ári fara mörg hundruð þúsund flugfarþegar um Leifs- stöð. Þar ætti að vera gosbrunnur með ísköldu íslensku vatni og drykkjarílát svo fólk geti bergt á vatninu án endurgjalds. Við eigum að setja upp skilti við alla krana þar sem segir: Þetta vatn er drykkjarhæft. Yfírleitt eru útlendingar vanir að sjá varað við ódrykkjarhæfu vatni." Baldvin segir að bandarískar endurhæfingar- stöðvar fyrir krabbameinssjúka og annað lang- veikt fólk séu í vaxandi mæli að leita að ómeng- aðri og lífrænni fæðu. Áugu aðila á því sviði hafa beinst að íslenskri framleiðslu og allt útlit fyrir að þar geti skapast grundvöllur fyrir við- skipti. Fulltrúar slíkra stofnana eru væntanlegir hingað til lands í vor til að kanna aðstæður og möguleika á notkun íslenskra matvæla í heilsu- bótarskyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.