Morgunblaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1994 UM HELGINA Myndlist Samsýning’ 12 karlkyns listamanna Samsýning 12 karlkyns lista- manna sem túlka karlímyndina á sinn persónulega hátt hefst sunnu- daginn 16. janúar í Gerðubergi. Sýningin er eins konar bróðursýn- ing sýningar á Mokka í nóvember sl. um kvenfmynd- ina en að auki teng- ist hún aukinni umræðu um breytt kynhlutverk sem hefur vakið miklar umræður í ýmsum Evrópulöndum. Hver er hin nýja karl- ímynd, - sér þess einhver merki í mynd- list nútímans? Þátttakendur á sýningunni eru; Bragi Ásgeirsson, Hannes Sigurðsson, Haraldur Jónsson, Helgi Þorgils Frið- jónsson, Hlynur Hallsson, Ivar Val- garðsson, Magnús Kjartansson, Magn- ús Þór Jónsson, Óskar Jónasson, Sig- urður Guðmundsson, Sverrir Ólafsson og Þorvaldur Þorsteinsson. Auk fyrmefndra listamanna taka þátt í sýningnni nýútskrifaðir myndlist- armenn og myndiistamemar í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands. Verk þeirra felst í framlagi í einn dag frá hveijum og einum og tekur verkið því ýmsum breytingum á sýningartíman- um. Kór slökkvilistmanna mun flytja nokkur lög við opnunina. Opnunartími í Gerðubergi er mánu- daga-fimmtudaga kl. 10-22 og föstu- daga-sunnudaga kl. 13-16. Síðasta sýningarhelgi Vignis í Galleríi Sólon íslandus Vignir Jóhannsson, myndlistarmað- ur, sem búsettur er í New Mexico, hefur sett upp sýningu í Galleríi Sólon íslandus. Sýningin er að miklu leyti úr hvalbeinum. Vignir hefur undanfarin ár sýnt erlendis bæði á einkasýnngum og samsýningum. Þrátt fyrir búsetu sína í Bandarkjunum hefur hann líka af og til tekið þátt í sýningum hérlend- is. Sýningu Vignis lýkur þann átjánda. Olíu og olíukrítarmál- verk á Mokka Hringur Jóhannesson opnar sýningu á Mokka kaffi, sem hann nefnir „Þoka og dalalæða" á morgun laugardaginn 15. janúar. Hringur sýnir þar 10 olíu og olíukrít- armyndir. Sýningin mun standa yfir næstu vikumar. Eitt verka Gretars. Sýning á verkum Gretars Reynissonar í leikhúsi Frú Emilíu Opnuð hefur verið sýning í leikhúsi Frú Emilíu á myndverkum Gretars Reynissonar, er birst hafa á forsíðum tímaritsins Bjartur og Frú Emilía, sem er tímarit um bókmenntir og leiklist og hefur komið út í tólf heftum frá því 1990. Verkin eru unnin í ýmiss efni, ýmist ný eða eldri er þau hafa birst á forsíð- um tímaritsins og sum þeirra verið á einkasýningum Gretars. Önnur hafa ekki birst áður. ’ Gretar Reynisson útskrifaðist frá Myndlistar- og handíðaskóla íslands 1978 og dvaldi um árabil í Amsterdam. Hann hefur haldið á annan tug einka- sýninga og tekið þátt í samsýningum hér á landi og erlendis og einnig gert leikmyndir fyrir leikhús í Reykjavík, þar á meðal Frú Emilíu. Frú Emilía stefnir að því að halda sýningar á ýmsum verkum er tengjast leikhúsinu á einhvern hátt og eru ætl- aðar leikhúsgestum. Sýningin er í forsal leikhússins, sem er til húsa á Seljavegi 2, Héðinshúsi í vesturbæ Reykjavíkur og er opin alla sýningardaga frá kl. 17. Agatha Kristjánsdóttir. Agatha Kristjánsdóttir sýnir olíumálverk Agatha Kristjánsdóttir sýnir um þessar mundir olíumálverk í Café 17 við Laugaveg. Þetta er 10. einkasýning hennar. Agatha er fædd í Reykjavík 1935 og hefur stundað myndlist í ára- tug, á þeim tima hefur hún verið i myndlistaklúbbi Hvassaleitis, svo og sótt hin ýmsu námskeið, þ.á m. í Mynd- listarskóla Rýmis í Listhúsinu í Laugar- dal. Málverkasýning í veit- ingahúsinu Tilverunni I veitingahúsinu Tilverunni, Linn- etsstíg 1, Hafnar- firði, stendur yfir málverkasýning Gunnars Jóhanns- sonar. Á sýningunni eru 26 verk, aðal- lega uppstillingar, landslags- og báta- myndir unnar með pastel, vatnslitum og olíu. Gunnar stundaði nám á myndlista- sviði FB 1983-1986 og í Myndlista- og handíðaskóla íslands 1986-1990. Sýningin stendur til 8. febrúar og er opið frá kl. 10-23 alla daga. Myndlistarsýning nemenda Myndlistarskólinn í Hafnarflrði gengst fyrir sýningu á verkum nem- enda í húsnæði Portsins og Myndiista- skólans á Strandgötu 50, Hafnarfirði, á morgun, laugardaginn 15. janúar, og sunnudaginn 16. janúar. Á sýningunni verða sýnd verk sem nemendur hafa unnið það sem af er vetri. Alls hafa 75 nemendur stundað nám á haustönn og kennarar verið fimm. Kennsla á vorönn hefst mánu- daginn 24. janúar og fer innritun fram í skólanum 17. til 21. janúar. Sýningin um helgina verður opin frá kl. 14-18 báða dagana. Tónllst David Enns heldur tónleika í Norræna húsinu Kanadíski pianóleikarinn David Enns heldur tónleika í Norræna húsinu á morgun, laugardaginn 15. janúar, kl. 16. Á efnisskránni er tónlist eftir Schu- mann, Mussorgsky «g kanadíska tón- skáldið Brian Cherney. David Enns er fæddur í Saskatchewan í Kanada. Hann hóf píanónám 5 ára gamall og tók þátt í sini fyrstu tónlistarkeppni 7 ára. Frá 11 ára aldri lærði hann einnig á básúnu sem varð til þess að hann tók þátt í flutningi ólíkra tónlistartegunda. Hann hélt þó alltaf áfram píanónámi. Davið Enns lauk BA-gráðu í píanóleik frá Brandon University í Manitoba og hlaut viðurkenningu fyrir bestu frammistöðu. Davið Enns tók sér árs leyfi frá náminu og gerðist tónlistarkennari á Flateyri 1988. Þaðan lá leiðin svo til Mc.Gill University Montreal. Næstu flögur ár hélt hann svo tónleika víðs- vegar um Kanada og lauk Mastersgr- áðu þaðan 1993. David Enns er nú búsettur í Stykkishólmi, kennir við Tónlistarskólann og er organisti við Stykkishólmskirkju. Leiklist Margt býr í þokunni Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir leikritið Margt býr í þokunni, eftir Wiiliam Dinner og William Morum, í Risinu, Hverfisgötu 105. Þýðandi er Asgerður Ingimarsdóttir og leikstjóri Bjami Ingvarsson. Miðapantanir eru í síma 28812 á skrifstofutíma og á kvöldin í símum 12203, Brynhildur, 10730, Sigrún. Næstu sýningar verða á morgun, laugardag, kl. 16 og á sunnudag kl. 20.30. Bugsy Malone aftur til sýninga Unglingadeild Leikfélags Hafnar- ijarðar tekur nú aftur til sýninga leik- ritið Bugsy Malone eftir Alan Parker, í ieikstjórn og þýðingu Guðjóns Sig- valdasonar. Sýningar verða á morgun laugardag kl. 20 og kl. 16 á sunnudag. Verkið gerist í New York á bannár- unum kringum 1930. Alan gerði mynd- ina um Bugsy árið 1976 og efndi þá til þeirrar nýbreytni að í stað þess að nota feita, sköllótta karla með vindla og svæsnar konur, þá voru börn og unglingar í hlutverkum fullorðinna. Eins var með byssurnar, i stað blýkúlna var ijómi. í kjölfar myndarinnar var svo útbúið sviðshandrit sem vakti mikla lukku meðal barna og unglingaleikhúsa um heim ajlan. Þessi uppfærsla er frumsýn- ing á íslandi og í henni leika 43 ungl- ingar auk hljómsveitar. Týnda teskeiðin Leikfélag Þorlákshafnar sýnir Týndu teskeiðina eftir Kjartan Ragnarsson í Félagsheimili Kópavogs, sunnudaginn 16. janúar kl. 20.30. Leikstjóri er Signý Pálsdóttir. Ljóðlist Ljóð í lauginni Þorsteinn Joð Vilhjálmsson sýnir ljóðið Djúpt. Djúpt ofan í sundlauginni í Laugardal, frá og með laugardegin- um 15. janúar. Ljóðinu er komið fyrir á glerglugg- um undir vatns- borðinu í djúpu Þorsteinn Joð lauginm, þanmg að Vilhjálmsson. gestir þurfa að draga andann djúpt og kafa, til þess að komast í snertingu við það. „Segðu ekkert./hlustaðu á tónlist vatnsins,/sem steypist yfir fætur okk- ar,/eins og stjörnuljós", segir í ljóði Þorsteins. Sýningin stendur til 15. febrúar. Gunnar Jóhannsson. DAGBÓK LANGHOLTSKIRKJA: Aft- ansöngur kl. 18. SELJAKIRKJA: Fyrirbæna- stund í kirkjunni í dag kl. 18. Öllum opið. SJÖUNDA dags aðventistar á íslandi: Á laugardag: AÐVENTKIRKJAN, Ingólfs- stræti 19: Biblíurannsókn kl. 9.45. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Einar Valgeir Ara- son. AÐVENTSÖFNUÐURINN Hafnarfirði, Góðtemplarahús- inu, Suðurgötu 7: Samkoma kl. 10. Ræðumaður Steinþór Þórðarson. SAFNAÐARHEIMILI aðvent- ista, Blikabraut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíu- rannsókn að guðsþjónustu lok- inni. Ræðumaður David West. SAFNAÐARHEIMILI aðvent- ista, Gagnheiði 40, Selfossi: Guðsþjónusta kl. 10. Biblíurann- sókn að guðsþjónustu lokinni. Ræðumaður Björgvin Snorra- son. AÐVENTKIRKJAN, Breka- stíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíurannsókn kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður: Eric Guðmundsson. SKIPIN RE YKJ AVÍKURHÖFN: í fyrrakvöld fór Brúarfoss. í gær kom Dagrún ÍS og landaði hjá Löndun í gáma og fór samdæg- urs. Þá fóru Helgafell og Bakkafoss til útlanda með við- komu í Eyjum. Þá var Arnar- fell væntanlegt af strönd í gær og Mælifell er væntanlegt í dag, einnig norska rannsókna- skipið Grimsholm og norska olíuskipið Fjordshell. H AFN ARF J ARÐ ARHÖFN: í gær kom Hofsjökull. Þá fór Anso Malgaard á veiðar og Lagarfoss og Kaptain Ponom- arev fóru til útlanda. íbúðarhús óskast til flutnings Viljum kaupa íbúðarhús sem hægt er að flytja. Vinsamlegast sendið inn lýsingu og verðhugmynd (teikningar, myndir) á auglýsingadeild Mbl. merktar: „Draumahús94“. Öllu tilboðum svarað og trúnaði heitið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.