Morgunblaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1994 Á níunda hundrað sjómenn í baráttuhug á fundi í Bíóborginni Segja bráðabirgðalög á verkfallið löggilda þjófnað MIKILL fjöldi sjómanna sótti fund sjómannasamtakanna í Bíóborginni í gærdag. Baráttuhugur var í fundarmönnum, sem voru á níunda hundr- að, og var tillaga fundarins, þar sem sjómenn voru m.a. hvattir til þess að standa saman og samningamenn að hvika hvergi frá þeirri kröfu að sjómenn taki ekki þátt í kvótakaupum útgerða í framtíðinni, sam- þykkt með dynjandi lófataki. Benti Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafé- lags íslands, á að kjaradeila sjómanna snerist ekki síst um það að kjara- samningar væru plögg sem vinnuveitendum bæri að fara eftir. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands íslands, vakti athygli viðstaddra einnig á að þessi deila varðaði launþegahreyf- inguna alla og hvort stéttarfélög hefðu bolmagn til þess að verja kjara- samninga sína. Nokkrir vöruðu stjórnvöld við því að „hlutast til um kjör sjómanna með setningu laga“ og þegar einn fundarmanna hótaði því að sjómenn myndu segja upp ef gripið yrði til setningar bráða- birgðalaga stóðu allir fundarmenn upp með þrumandi lófataki. Sjó- menn lögðu ríka áherslu á að fá „kvótabraskið burt“ og sögðu að lög sem viðhéldu núverandi ástandi jafngiltu því að lögleiða þjófnað. væri tímaspursmál þar til það yrði regla en ekki undantekning. Segjum allir upp! Þórarinn Sigvaldason furðaði sig á því að ekki væri hægt að semja um lágmarksverð á fiski, það vefðist ^ ^ ^ Morgunblaðið/Kristinn Benedikt Davíðsson forseti ASÍ kemur til fundar. ítrekaði miðstjórn ASI stuðning við baráttu sjómanna á fundinum. Fundurinn hófst á erindum Helga Laxdal, formanns Vélstjórafélags íslands, Guðjóns A. Kristjánssonar, formanns Farmanna og fiskimanna- sambands íslands, og Oskars Vigfús- sonar, formanns Sjómannasambands íslands. Einnig var lögð fram tillaga þar sem stuðningi var lýst við samn- inganefndina, mælt gegn þátttöku sjómanna í kvótakaupum, áhersia lögð á að gengið yrði frá sérkjara- samningum sem lyktað hefði með „endalausum bókunum" allt frá árinu 1987 og varað við setningu bráða- birgðalaga af hálfu stjórnvalda. Orð- ið var síðan gefið laust og tók fjöldi sjómanna til máls. Guðjón A. Kristjánsson lagði áherslu á að ríkisstjómin styrkti rétt- arstöðu sjómanna með tilliti til þess að framtíðin bæri hugsanlega í skauti sér nýjar veiðigreinar og útgerð á fjarlaig mið og va’r því tekið með dynjandi lófataki. Óskar Vigfússon sagði viðsemjendur hafa lifað í skjóli samstöðuleysis sjómanna en eftir þennan fund þyrftu hvorki þeir né alþjóð að velkjast í frekari vafa um hug sjómanna. Hann spurði einnig í lok fundar hvort það yrði hlutskipti sjómanna einu sinni enn að þurfa að sætta sig við að stjórnvöld settu bráðabirgðalög, þjóðin stæði með sjómönnum gegn kvótabraskinu og ef setja ætti lög á verkfallið væri jafn gott „að pakka draslinu sam- an“. Fyrstur tók til máls úr röðum sjó- manna Ingvi R. Einarsson og benti hann á að þótt ekki væru allir út- gerðarmenn fylgjandi kvótabraski ekki fyrir útgerðarmönnum að ákveða það á miðri vertíð og skrýtið væri að á tuttugu ára ferli hefði hann aldrei orðið var við að útgerðin reyndi að fá hæsta verð fyrir fisk- inn. Síðan þyrftu sjómenn að taka á sig kostnað við kvótakaup og þegar tekið væri tillit til þess að þeir tækju þátt í olíukaupum líka mætti segja að þeir væru famir að gera út. Hann kvaðst orðinn þreyttur á því að þurfa að segja já og amen við tilmælum útgerðarinnar af ótta við að missa plássið, hvatti sjómenn til að standa saman og klykkti út með því að ef stjómvöld gerðu alvöru úr hótun sinni um setningu bráðabirgðalaga segðu sjómenn upp. Stóðu fundar- menn upp með dynjandi lófataki. Þórður Gíslason tók næstur til máls og krafðist þess að eftirleiðis yrði allur fískur seldur á fiskmörkuðum eins og eðlilegt væri. Ekki þýddi að setja á fót nefndir og umræðuhópa, hnúturinn myndi ekki leysast með endalausu „nefndakjaftæði". Sjómenn líka kjósendur Ámi Árnason tók til máls og lagði áherslu á að þótt útgerðin stæði straum af kostnaði við forsætisráðu- neytið væru það sjómenn sem meðal annarra kysu ráðherrann til starfa. Þvínæst sagði Kristján Jökulsson samninganefndina hafa fullan og óskoraðan stuðning sjómanna, kvótabraskið skyldi burt. Ef ríkis- stjórnin setti bráðabirgðalög á deil- una jafngilti það því að lögvernda þjófnað; í lagi væri að stinga hendi í vasa næsta manns. Hann sagði að ekki væri um kjaradeilu að ræða milli sjómanna og útgerðarinnar heldur væru þeir fyrrnefndu að beij- ast fyrir því að halda því sem þeir ættu. Síðan sagði Ásgeir Þórðarson að ef rekstur útgerðar og fiskvinnslu- stöðva yrði of samtvinnaður gæti fiskvinnslan stýrt kaupverði útgerð- arinnar og notað mismuninn til þess að draga úr rekstrarkostnaði. Þórður Gíslason gagnrýndi nefndarstörf og vildi allan fisk á markað. Sjómenn eða leiguliðar? Jóhann Þorvarðarson vakti athygli á því að lagt hefði verið upp í verk- fall með óvissu um tímasetninguna en ekki færi á milli mála að sjómenn styddu forystumenn sína og brýnt væri að gefast ekki upp fyrr en búið væri að semja. Ekki yrði bakkað fyrr en braskið heyrði sögunni til enda væri það upphafið að nýju leig- uliðaskipulagi. Haukur Sigurðsson bætti því við að þótt ekki væru allir útgerðarmenn í braskinu væri sá hópur sem það stundaði áhrifameiri. Hann kvað ærlega útgerðarmenn standa með sjómönnum og furðaði sig á viðhorfum ýmissa starfsbræðra sinna sem teldu braskarana slynga við rekstur útgerða sinna. Ef sjó- menn væru að verða þessarar skoð- unar væri spurning hvort þeir væru ekki þjóð í hlekkjum hugarfarsins. Síðastur tók til máls Valgarður Jök- ulsson og sagðist þess reiðubúinn að vera iengi, í verkfalli ef það mætti verða til þess að kvótabraskið hætti. Ef sjómenn mölduðu ekki í móinn liði ekki á löngu þar til það yrði alls ráðandi því þótt heiðarlegum útgerð- armönnum sviði braskið myndu þeir ekki láta það duga endalaust að vera áhorfendur að því. Þyrlukaupum verði flýtt Fundinum bárust hvatningarorð frá starfsbræðrum í níu félagasam- tökum viðs vegar um landið, auk annarra starfsstétta, m.a. vagnstjór- um SVR. Ennfremur var á fundinum skorað á stjórnvöld að flýta þyrlukaupum og komið á framfæri þakklæti til þyrlusveitar varnarliðsins fyrir björg- unarafrekið í Vöðlavík. Loks var lát- inna sjómanna minnst með stuttri þögn. Þorsteinn Pálsson eftir fundi ráðherra með forystu útgerðar og sjómanna Viðræður áfram þar til lausn finnst DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra lögðu áherslu á að fulltrúar sjómanna og vinnuveitenda reyndu enn til þrautar að finna lausn á kjaradeilunni eftir fund ráðherra með fulltrúum sjómannasamtakanna síðdegis í gær. Deilu- aðilar féllust á að fara yfir málið í sameiningu með ráðuneytisstjór- um forsætis- og sjávarútvegsráðuneytis í sjávarútvegsráðuneytinu og hófst fundurinn kl. 18 og í framhaldi af því átti svo að reyna að hefja samningaviðræður að nýju hjá ríkissáttasemjara. Davíð sagði að ríkisvaldið hefði ekki áhuga á að beita lagasetningu í kjara- deilu af þessu tagi. „Ég hef hins vegar sagt, eins og ég sagði á Alþingi þegar við frestuðum þinginu, að það væri aldrei hægt að útiloka það fyrirfram að til slíks þyrfti ekki að grípa til að forða ófremdarástandi,“ sagði forsætisráðherra. „Einhvern tíma verða menn að finna lausn og það þýðir ekki að gefast upp. Menn verða að halda áfram þar til hún finnst," sagði Þorsteinn. Forystumenn VSÍ og LÍÚ gengu á fund forsætisráðherra og sjávarút- vegsráðherra í gærmorgun til að skýra ástæður þess að upp úr viðræð- um slitnaðh Kristján Ragnarsson, for- maður LÍÚ, sagði eftir fundinn að ekkert nýtt hefði komið fram en sagð- ist telja að möguleikar ættu að vera fyrir hendi til að leysa deiluna innan eins eða tveggja daga ef hugarfars- breyting yrði hjá viðsemjendunum. „Ég tel að frá okkar hendi höfum við nálgast þeirra sjónarmið þannig, að málið eigi að vera ásættanlegt þegar mennirnir eru búnir að átta sig á því í rólegheitum. Þá eiga menn að sjá að þetta geti gengið eftir með þeim hætti sem við höfum verið að leggja til og þeir líka,“ sagði Kristján. Sjómenn vilja fulla tryggingu Eftir fund forsætis- og sjávarút- vegsráðherra með fulltrúum atvinnu- rekenda í gær komu Guðlaugur Þor- Morgunblaðið/Þorkell Staðan metin í stj órnarráðinu FORYSTUMENN sjómannasamtakanna komu af fjölmennum baráttufundi sjómanna í Bíóborginni til fundar við forsætisráðherra, sjávarútvegsráðherra og utanríkisráðherra í stjórnarráðshúsinu síðdegis í gær. valdsson ríkissáttasemjari og Geir Gunnarsson vararíkissáttasemjari á fund ráðherra og tók Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra þátt í fundinum. Að loknum fjölmennum baráttufundi sjómanna í Bíóborginni eftir hádegið gengu svo forystumenn sjámannasamtakanna á fund Davíðs, Þorsteins og Jóns Baldvins í stjórnar- ráðshúsinu. Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra- félags Islands, sagði eftir fundinn að lagasetning á verkfallið hefði ekki verið nefnd á fundinum en hins veg- ar hefðí m.a. verið fjallað um laga- setningu til að styrkja réttarstöðu sjómanna og hann vænti þess að stjómvöld stæðu við það. Helgi sagði að samninganefnd sjómanna hefði fengið mikið traust á baráttufundi sjómanna í gær og sjómenn væru ekki tilbúnir að ljúka deilunni fyrr þeir hefðu fengið fulla tryggingu fyrir að kvótabraskinu yrði útrýmt. Davíð Oddsson sagði að máljn hefðu skýrst í gær. „Þetta er óvenju- lega snúin og erfið deila en ég tel að það megi þó finna ákveðinn samn- ingsvilja í báðum herbúðum," sagði Davíð. Sagðist hann vonast til að tækist að finna leið sem leiddi til samninga og kvaðst eiga von á að fundir gætu staðið fram á nótt. Ef deiluaðilar fyndu samningsflöt gæti þó tekið nokkurn tíma að ganga frá öllum þáttum. „Menn eru að tala bæði um grundvallaratriðið sem sjó- menn kalla kvótabrask og svo um sérkjarasamninga um margvísleg og ólík málefni," sagði hann. Sagðist Davíð hafa skilning á kvörtunum sjó- manna um þátttöku þeirra í kvóta- kaupum og minnti á að hann hefði viljað stuðla að því með lögum að réttur sjómanna yrði styrktur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.