Morgunblaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANUAR 1994 Ævar R. Kvaran leikari - Minning Fæddur 17. maí 1916 Dáinn 7. janúar 1994 Ævar R. Kvaran, leikari, frændi minn er látinn eftir langvarandi veikindi og verður í dag til grafar borinn. Ævar var fæddur í Reykja- vík. Foreldrar hans voru þau Ragn- ar E. Kvaran og Sigrún Gísladóttir. Ævar var þríkvæntur og hann lætur eftir sig sex börn, en þau eru Gunn- ar Kvaran, sellóleikari, Sigrún Linda Kvaran, klæðskeri, Ævar Kvaran, verktaki, Silja Kvaran, starfsstúlka, ^Örlygur Kvaran, verkstjóri, og Nína Rúna Kvaran, nemi. Barnabörnin eru orðin 12. Eftirlifandi kona hans er Jóna Rúna Kvaran. Ævar ólst upp í húsi afa okkar, Gísla Þorbjamarsonar, á Bergstaða- strætinu,' en jafnframt sótti hann mikið til afa síns Einars H. Kvar- ans, skálds, sem bjó á Bessastöðum og hefur einlæg vinátta þeirra vafa- lítið markað djúp spor í æviferil og persónuleika Ævars. Ævar varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1936 og lauk emb- ættisprófi í lögfræði frá Háskóla íslands vorið 1941. En listhneigð hans leiddi til þess að hann hélt til Englands strax og stríðinu lauk, þar sem hann lagði stund á leiklist og söng í The Royal Academy of Music og The Royal Academy of dramatic Art, en var jafnframt við leikstjóm- arnám hjá BBC, árin 1945 til 1947. Árið 1952 var Ævar valinn úr hópi ungra íslenskra listamanna til að hljóta styrk til þriggja mánaða ferðalags um þver og endilöng Bandaríkin til þess að kynna sér leikhúsmál á vegum International Institute of Education í New York. Hann flutti þá jafnframt fyrirlestra um íslenskt leikhús, kynnti land og * þjóð, við fjölda bandarískra háskóla og einnig ávegum The New Play Society í Toronto í Kanada. Ævar sinnti lögfræðistörfum að- eins í þijú ár hjá Viðtækja- og bif- reiðaeinkasölu ríkisins, en þó svo hann hafi ekki hagnýtt sér lögfræð- inám sitt lengur, tel ég að það hafi engu að síður verið honum gott veganesti, því hann var með ein- dæmum rökvís og réttlætiskennd hans stóð á traustum granni, enda kom það vissulega í góðar þarfir fyrir leikarastéttina alla með af- skiptum hans af félagsmálum, en hann hefur setið í stjóm Leikfélags Reykjavíkur, var formaður Félags íslenskra leikara, stofnaði Leikara- félag Þjóðleikhússins og var jafn- framt fyrsti formaður þess og oft síðar. Þá var hann aðalhvatamaður að stofnun Bandalags íslenskra leik- félaga og fyrsti formaður þess. Að baki þessum störfum hans liggur gífurleg vinna, sem seint verður fullmetin. Ævar kom fyrst fram á leiksviði á menntaskólaárunum árið 1935 og var formaður leiknefndar skólans í eitt ár, en leikferill hans hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur hófst árið 1938 og starfaði hann þar óslitið þar til hann hélt til leiklistarnáms árið 1945 og svo að námi loknu frá 1947 til 1950, þar til Þjóðleikhúsið tók til starfa, en þar var hann fastráðinn allt frá stofnun þess til ársins 1981 er hann kaus að fara á eftirlaun og helga sig öðram viðfangsefnum, sem jafn- an höfðu átt dijúgan þátt í lífi hans. Ævar lék um 25 hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur og nær 150 hlutverk hjá Þjóðleikhúsinu, svo sjá má að hér liggur ekki lítið starf að baki. Ævar var jafnvígur á gaman- leik og alvarlegan og nýttist hann því leikhúsinu afskaplega vel eins og sjá má af hlutverkafjöldanum. Hann var löngu orðin þjóðkunnur leikari þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa og eru mörg þeirra hlutverka sem hann hefur leikið eftirminnileg. Má þar nefna von Úffelen í Islands- klukkunni, Georg í Flekkuðum höndum (Sartre), Jean Lemaitre í Heilagri Jóhönnu (Shaw), Lénharð fógeta í samnefndu leikriti eftir afa hans, Möller kaupmann í Pilti og stúlku, Ma í Krítarhringnum eftir Klabund, Mr. Peacock í Silfurtungl- inu eftir Halldór Laxness, Kennara og ofursta í Góða dátanum Svæk og Vaan Daan í Dagbók Önnu Frank. Allar þessar persónugerðir Ævars era mjög eftirminnilegar, en ógleymanlegar og snilldarvel gerðar vora persónur Alfreds P. Doolittles í My Fair Lady, Ögmundar Úlfdals í Dimmuborgum eftir Sigurð Ró- bertsson, Rio Rita í Gísl eftir Brend- an Behan, Dólgsins í Pijónastofunni Sólinni eftir Laxness, Fjasta í Þrett- ándakvöldi, Sams (60 ára) í Enda- spretti eftir Ustinov, Sir Mallaieu í Betur má ef duga skal eftir Ust- inov, Jafnvægismálaráðherrans í Delerium búbónis og loks ræningj- ans Kaspars í Kardemommubænum sem hann lék eitt hundrað sinnum. Ævar var sömuleiðis mjög af- kastamikill og vinsæll útvarpsleik- ari, hann lék í sjónvarpi og kvik- myndum. Fjölmargt fleira mætti segja um leikaraferil Ævars, en ég læt þetta nægja því af svo mörgu öðru er að taka, þegar farið er yfir starfsferil hans. Ævar hafði ákaflega fallega söngrödd og kom víða fram sem söngvari og naut leikhúsið sömuleið- is góðs af þessum hæfíleikum hans. Varla var flutt sú ópera, óperetta eða söngleikur að hann væri þar ekki í áberandi og oft eftirminnileg- um hlutverkum. Aður minntist ég á hlutverk hans í My Fair Lady, til viðbótar má nefna Monterno greifa í Rigoletto, Douphol í La Traviata, Mikro Zeta í Kátu ekkjunni, Giescke í Sumar í Tyrol, Cesare Angelotti í Tosca, Peter Homonay greifa í Sí- gaunabaróninum, Ferdinand Salvat- or í Sardasfurstynjunni, Prins Yamadori í Madam Butterfly og Peachum í Túskildingsóperunni. Aðeins hefur verið talið upp brot af því, sem Ævar hefur leikið, sung- ið og líka stundum dansað á sviði. Ævar var afar ástsæll meðal leik- stjóra og samleikara sinna og naut sérstakrar virðingar fyrir hina hnit- miðuðu og markvissu framsögn sína. Ævar hafði sérstaka hæfileika til að miðla öðram af þekkingu sinni og kunnáttu, enda víðlesinn og hafði aflað sér mikillar þekkingar á ýms- um sviðum. Hann stofnaði einkal- eiklistarskóla, Leiklistarskóla Æv- ars Kvaran, árið 1947 og rak hann nær óslitið fram á síðasta áratug. Margir þeir atvinnuleikarar, sem nú bera hitann og þungann af leiklist- arstörfum í landinu stigu sín fyrstu skref á leiklistarbrautinni í skóla hans og hafa fengið þar gott vega- nesti sem þeir búa að enn þann dag í dag, einkum hvað varðar meðferð á íslensku máli og tel ég á engan hallað, þegar ég staðhæfi að hann sé forvígismaður í kennslu á flutn- ingi mælts máls. Hann kenndi einn- ig um árabil við Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins, hélt ótalmörg fram- sagnarnámskeið, meðal annars við Háskóla íslands. Skömmu eftir að Ævar kom heim frá námi í Bretlandi hóf hann að stunda leikstjóm, hann leikstýrði bæði hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu, meðal þess sem hann leikstýrði hjá Þjóðleikhúsinu má nefna Lénharð fógeta eftir Ein- ar H. Kvaran, Brosið dularfulla eft- ir A. Huxley og Sá hlær best ... eftir Teichmann og Kaufmann. Hann leikstýrði og fjölda leikrita víðs vegar út um land, en þau tengsl hans við leiklistina á landsbyggðinni urðu áreiðanlega kveikjan að hug- myndinni um stofnun Bandalags íslenskra leikfélaga, sem áður er getið um. En afkastamestur á leik- stjórasviðinu var Ævar í útvarpinu. Hann leikstýrði þar fjölmörgum leikritum og einkum urðu fram- haldsleikritin sem hann leikstýrði vinsæl. En Ævar hafði frekari afskipti af útvarpi en að leika og leikstýra. Hann var áram saman með fasta þætti í útvarpinu, þar sem hann flutti ýmist frumsamið efni, þýtt eða endursagt. Stílj hans í þessari þátta- gerð var mjög persónulegur og var þannig að fyrstu setningamar hert- óku hlustandann alveg, þannig að ekki varð hjá því komist að hlusta á þáttinn til enda, honum tókst s.s. ævinlega að skapa þá spennu sem til þarf og er það ekki heiglum hent, því þættir hans skipta hundraðum, enda hlustendahópur hans mjög stór og flutningur allur slíkur að ég skipa honum hiklaust á bekk með okkar allra bestu útvarpsmönnum. Það muna sjálfsagt margir eftir lokaorð- um hans í þessum þáttum: „Verið þið sæl að sinni.“ Þegar hér er komið í frásögn af störfum Ævars Kvarans mætti ætla að hann hefði nú ekki haft tíma til að sinna öllu meira, en öðra nær. Ritstörf hans eru enn ótalin, en þau er mikil að vöxtum. Hann hefur þýtt ótal margt, bæði leikrit fyrir leiksvið og útvarp, þætti ýmis kon- ar, bækur og greinar, meðal þýðinga má nefna: Danskur ættjarðarvinur eftir Ole Juul, Kvendáðir eftir Etta Shiber, Hringurinn eftir Somerset Maugham, Brosið dularfulla eftir Aldous Huxley, Asía heillar eftir Chapman Andrews, Júpíter hlær eftir A.J. Cronin og Klerkar í klípu eftir Philip King og er þetta ekki ERFIDRYKKJUIt' IÍTEI BSJA sími 689509 V J nema brot af því sem eftir hann ligg- ur af þýðingum. Þá hefur hann fært margar sögur afa síns, Einars H. Kvarans, í leikritsform fyrir leik- svið, útvarp og sjónvarp. Hann hef- ur skrifað fjölda greina um margvís- leg efni, en einkum um íslenskt mál og dulræn efni. Hann var ritdómari Morgunblaðsins um bækur dulræns efnis og ritstjóri tímaritsins Morg- uns í fjölda mörg ár. Gefnar hafa verið út eftir hann margar bækur m.a. íslensk örlög, Ókunn afrek, Fólk og forlög, _ Kynlegir kvistir, Gildi góðleikans, Á leiksviði og Leik- sviðshandbókin. Síðasta bók hans, Sonur sólar, kom út fyrir nokkram áram. Ævar var mikill trúmaður og hafa sálarrannsóknir verið honum afskaplega hugleiknar, enda skrifað mikið um þær. Eftir því sem árin færðust yfir hann, sneri hann sér æ meira að dulrænum rannsóknum og hafa Jóna Rúna og hann náð miklum árangri á þessu sviði og einnig hafði Ævar fyrir all mörgum áram upp- götvað hjá sér hæfileika til dul- rænna lækninga og hefur fjöldi fólks leitað hjálpar hans á þessu sviði. Ég segi hér í upphafi, Ævar R. Kvaran, leikari, en eins og sjá má af orðum mínum var hann miklu meira en það og þekking hans á ýmsum sviðum mannlífsins hafa gert það að verkum að margir hafa átt við hann erindi. Ævar var alla tíð mjög vinmargur og margir hafa til hans leitað. Ekki er því að neita að frændsemi okkar Ævars varð til þess að ég lagði leiklistina fyrir mig. Ekki svo að skilja að hann hafí beinlínis hvatt mig til að leggja inn á þá braut, þvert á móti gerði hann mér fýllilega grein ■ fyrir því hvað í því fælist að vera leikari. En eftir að ákvörðun mín Iá fyrir, studdi hann mig eftir mætti og leiðbeindi mér og kenndi. Sem barn kom ég fyrst fram í leikritum í útvarpi sem hann leikstýrði, síðar settist ég i leiklistarskóla hans og tel að allur sá undirbúningur sem hann veitti mér sé sú kjölfesta sem ég hef byggt starf mitt á og er ég honum ævin- lega skuldbundinn fyrir. Þegar ég hóf störf við Þjóðleik- húsið átti ég því láni að fagna að deila búningsherbergi með Ævari og höfum við auk frændseminnar alltaf verið góðir vinir og félagar. Það er ómetanlegt að hafa átt slíkan mann að frænda, félaga og vini alla sína ævi og hefur hann Ieiðbeint mér og ég sótt til hans aðstoð sem ég hefði hvergi getað fengið annars staðar, eins og um bróður væri að ræða. Ævar var einkar skemmtileg- ur maður, orðheppinn og ósvikinn húmoristi og ætíð hrókur alls fagn- aðar þar sem fólk kom saman og aldrei skorti umræðuefni þegar hann var nálægur. Ævar var einkar frændrækinn og fylgdist vel með skyldmennum sínum, má þar nefna stuðning hans við kvikmyndagerð Óskars Gíslasonar, frænda okkar, en fyrir hann leikstýrði hann nokkr- um kvikmyndum. Móður sinni var hann alla tíð sérstaklega góður og umhyggjusamur sonur svo eftir var tekið og um var talað í bænum, enda var hún ein sú besta kona sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Vissulega er mikil eftirsjá að Ævari R. Kvaran, þó er dauðinn í hans tilfelli lausn frá erfiðum veik- indum. Það var því mikið lagt á Jónu Rúnu, konu hans, síðustu árin, Útsalan er hafin 20 - 80% afsláttur af öllum efnum. Nýtt kortatímabil. 0Q & HVERAFOLD 1-3 - SIMI 684272 en hún stóð eins og klettur við hlið hans í baráttunni við þennan erfiða sjúkdóm og lét hvergi bilbug á sér fínna. Hún á vissulega aðdáun og þakkir skildar fyrir það. En efst í huga mér era þó ótal ljúfar og skemmtilegar minningar og þakk- læti fyrir allt sem hann hefur gefíð mér í gegnum árin og deilt með mér af þekkingu sinni, mannviti og kærleika. Fyrir mörgum áram sagði Ævar við mig: „Þú átt aðeins það sem þú hefur gefíð.“ Ég hef lagt trúnað á þessi orð og ég veit að Ævar lifði eftir þeim, enda var hann auðugur maður, auðugur af mann- kærleika og skilningi. Ég færi Jónu Rúnu, bömum Ævars, tengdabömum, barnabörn- um og fjölskyldu hans allri innilegar samúðarkveðjur. Ég veit að ég mæli fyrir munn þeirra allra, svo og vina og félaga þegar ég segi: „Ævar minn, vertu sæll að sinni.“ Gísli Alfreðsson. Vinur minn og mágur Ævar R. Kvaran er látinn á sjötugasta og áttunda aldursári. Hann var fæddur 17. maí, sonur Sigrúnar Gísladcttur og Ragnars Kvaran. Vinskapur okkar Ævars hófst fyrir rúmum tuttugu árum þegar hann gekk að eiga systur mína Jónu Rúnu. Ævar hafði geysileg áhrif á mig, hann var mikill andans maður og átti auðvelt með að hrífa fólk með sér enda einn af okkar bestu útvarpsmönnum um árabil. Að hlusta á Ævar á síðkvöldum í út- varpinu þegar ég var að alast upp var stórkostlegt, en að fá hann í eigin persónu heim í stofu var geysi- lega magnað og oft var farið að birta af degi þegar þeim umræðu- kvöldum lauk. Hann gerði mér grein fyrir því að maðurinn lifír ekki á brauði einu saman. Áhugi minn á andlegum efnum var vakinn með komu hans inn í fjölskylduna. Ævar var óþijótandi viskubrunnur fyrir okkur, alltaf til staðar ef við þurft- um á honum að halda, alltaf jafn ljúfur og hlýr með einstaklega fal- legt bros, sem yljaði manni um hjartarætur. Ævar nam lög við Háskóla ís- lands og lauk þaðan lögfræðiprófi, hélt síðan til Bretlands í leiklist- arnám; hann starfaði sem fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið um margra ára skeið, var forseti Sálarrann- sóknafélags Islands og ritstýrði blaði félagsins Morgni; Ævar bæði samdi og þýddi ijölda bóka, flutti óteljandi útvarpserindi, rak Leiklist- arskóla Ævars R. Kvarans, kenndi framsögn í mörg ár, meðal annars í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, og svo mætti Iengi upp telja. Var Ævar náinn vinur Hafsteins heitins Bjömssonar miðils en Ævar sjálfur var gæddur miklum andleg- um hæfileikum og bað fyrir þúsund- um íslendinga. Einnig fór hann og heimsótti sjúka bæði í heimahús og á sjúkrahús, auk þess stóð hann í bréfaskriftum við fjölda fólks og leiðbeindi þeim og aðstoðaði í erfíð- leikum þeirra. Honum var umhugað um náunga sinn; hann sagði oft við mig: „Anna, mundu að þú átt aðeins það sem þú gefur.“ Hann var ein- staklega hlý manneskja. Ævar og Jóna unnu mikið saman að andlegum málefnum, einnig kenndi hann Jónu framsögn, en það tók hann sex ár vegna lesblindu hennar, og er þetta eitt af því sem sýndi best hve þolinmóður kennari hann var. Leiddi þetta til þess að Jóna gat aðstoðað Ævar við kennsl- una og tekið síðan við henni þegar heilsu hans tók að hraka. Ævar tók veikindum sínum vel og kvartaði aldrei, var alltaf jákvæður á hveiju sem gekk. Móðir minni Guðbjörgu Rúnu Guðmundsdóttur og Ævari var vel til vina; hann studdi hana á sína vegu, færði henni blöð og bæk- ur og annað sem hann taldi að myndi gleðja hana. Einnig bar hann mikla umhyggju fyrir Sophiu systur minni og var umhugað um að hún fengi dætur sínar heim. Á milli hans og Sophiu var sérstök vinátta, sem fór ekki framhjá okkur hinum, gagnkvæm umhyggja og virðing. Ævar var leikari af lífí og sál og nutum við góðs af í fjölskyldunni, því ófáar vora leikhúsferðirnar, sem okkur buðust fyrir hans tilstilli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.