Morgunblaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 44
í Jiem&C -setur brag á sérhvern dag! t _ —___________ MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: llAFNARSTRÆTl 85 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Sjómenn í baráttuhug á fjölmennum fundi í Bíóborginni Morgunblaðið/Kristinn Eindreginn stuðningur SJÓMENN troðfylltu Bíóborgina á baráttufundi i gær og lýstu fullum stuðningi við samninganefnd sjómannasamtakanna. Yfirlýsing eins fundarmanna um áð allir sjómenn myndu segja upp ef stjórnvöld settu lög á verkfallið var tekið með dynjandi lófataki fundarmanna. Guðbjörg IS fær mest í sinn hlut GUÐBJÖRG ÍS fær úthlutað mest af 781 skipi sem fá úthlutað 12 þúsund þorskígildislesta afla- heimildum Hagræðingarsjóðs. Guðbjörg fær rúmlega 214 þorskígildistonn í sinn hlut. Minnst er úthlutað 17 kílóum. Arnar HU fær næstmest, tæp 170 þorskígildistonn eða rúmlega fjörtíu tonnum minna en Guðbjörg. Þar á eftir koma Páll Pálsson ÍS og Jón Vídalín ÁR með um 157 tonn og Guðbjartur ÍS og Júlíus Geirmunds- son IS með um 143 tonn. Aflaheimildum Hagræðingarsjóðs sjávarútvegsins er, samkvæmt lög- um sem samþykkt voru í desember sl., úthlutað til þeirra fiskiskipa sem urðu fyrir mestri skerðingu við út- hlutun aflaheimilda fyrir yfirstand- andi fiskveiðiár. Útgerðarfyrirtækj- um.er heimiit að framselja aflaheim- ildir þessar til annarra skipa eða skipta á þeim. ------------- Borgfírskt vatn til Brasilíu? Borgarnesi Hreyfa sig ekki nema kvótabraski verði hætt A^Forsætisráðherra segist finna samningsvilja í báðum herbúðum HÁTT í eitt þúsund sjómenn, alls staðar að af landinu, voru einhuga á fjölmennum baráttu- fundi í Bíóborginni í gærdag. Lýstu þeir fullum stuðningi við samninganefnd sjómannasam- takanna sem fékk áskorun þess efnis að hvika í engu frá kröfum sjómanna, þátttaka í kvótakaup- um sé árás á launakjör stéttar- innar og útgerðarmönnum verði ekki lengur liðið að semja ekki um nýjar veiðigreinar. Jóhann Þorvarðarson, einn fundar- manna, sagði að sjómenn myndu ekki bakka fyrr en kvótabraskið heyrði sögunni til, enda væri það upphafið að nýju leiguliðaskipu- lagi. Voru sljórnvöld vöruð harðlega við því að hlutast til um kjör sjómanna með setningu bráðabirgðalaga sem sumir fundarmanna sögðu að jafngilti því að löggilda þjófnað. Forystumenn sjómannasamtak- anna gengu svo á fund forsætis-, sjávarútvegs- og utanríkisráðherra síðdegis. Varð niðurstaðan sú að deiluaðilar færu í sameiningu yfir stöðuna á fundi með ráðuneytis- stjórum sem hófst kl. 18 í sjávarút- vegsráðuneytinu. Sá fundur stóð enn um miðnætti og varð því ekk- ert af fyrirhuguðum fundi sjómanna með ríirissáttasemjara í gærkvöldi. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagðist í gærkvöldi fínna ákveðinn samningsvilja í báðum herbúðum og lagði áherslu á að deiluaðilar reyndu með öllum ráðum að finna lausn á kjaradeilunni. „Við erum miklu harðari en við höfum nokkurn tímann verið. Við fengum svo geysilegt traust á þess- um fundi,“ sagði Helgi Laxdal, for- maður Vélastjórafélags íslands, um fundinn í Bíóborginni í gær. „Sjó- menn eru ekki tilbúnir að hætta í þessu fyrr en þeir hafa fulla trygg- ingu fyrir að kvótabraskið sé í burtu,“ sagði hann. Aðilar verða að finna lausn Á fundi sjómannanna í Bíóborg- inni í gærdag var einnig lögð áhersla á að ljúka samningum undanfarinna ára sem ræðumenn á fundinum töldu að hefðu hingað til verið afgreiddir með gagnslausum bókunum. Mikill baráttuhugur var í mönnum og kom fram á fundinum að sjómenn kysu frekar að segja upp eða þola langt verkfall en sætta sig við þátttöku í kvótakaupum útgerða. Forsætisráðherra sagði eftir fundarhöld með deiluaðilum í gær- dag að ríkisvaldið hefði ekki áhuga á að beita lagasetningu í kjaradeil- unni og sjávarútvegsráðherra sagði að deiluaðilar yrðu að halda áfram þar til lausn fyndist. Sjá forystugrein blaðsins og fréttir á bls. 16. ISLENSKA vatnsfelagið hf. ætlar í samstarfi við Mjólkursamlag Borgfirðinga, MSB, að hefja út- flutning á vatni, og standa yfir samningaviðræður við- erlenda aðila vegna vatnssölunnar, meðal annars i Brasilíu. MSB mun sjá um átöppun vatns- ins í sérstakar kassa-poka-pakkn- ingar sem íslenska vatnsfélagið hf. hefur látið sérframleiða. Gert er ráð fyrir að starfsemin hefjist í maí á þessu ári. Að sögn Hauks Snorrasonar, framkvæmdastjóra íslenska vatns- félagsins hf., hefur markaðskönnun og þróun umbúða staðið yfir í tvö og hálft ár. Verið er að framleiða átöppunarvélarnar og frágangur umbúða er kominn á lokastig. Kvaðst Haukur búast við að starf- semin hæfist í maí. Náðst hefðu samningar við MSB sem yrði verk- taki og sæi um átöppunina. Notað yrði vatn frá borholum á Seleyrinni sem er sunnan Borgarfjarðarbrúar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir viðskiptamanni Avöxtunar bætur Seðlabankinn beri tapið síðustu vikur rekstrarins EKKI liggur fyrir hve stór hópur fyrrum viöskiptamanna Ávöxtunar sf. og verðbréfasjóða fyrirtækisins gæti átt kröfur til bóta frá Seðla- banka Islands á grundvelli dóms sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dómurinn úrskurðar að bankaeftirlit hafi ekki sinnt lögbundnum eftirlitsskyldum sinum með starfsemi fyrirtækisins. Að sögn Birgis Isleifs Gunnarssonar, seðlabankastjóra, hefur ekki verið ákveðið hvort dóminum verður áfrýjað til Hæstaréttar en samkvæmt honum er Seðlabankanum gert að greiða einum úr hópi þeirra 1.100 manna sem lýstu kröfum í eigur verðbréfasjóða Ávöxtunar tæplega 100 þúsund krónur í skaðabætur. Talið er að með því að grípa ekki inn í rekstur fyrirtækisins þegar það hafi sannanlega haft slæmar upplýs- ingar um stöðu þess 12. júlí, sex vikum áður en starfsemin stöðvaðist, beri bankaeftirlitið ábyrgð gagnvart tjóni þeirra sem lögðu fé í sjóði fyrir- tækisins frá þeim tíma og þar til rekstur stöðvaðist 20. ágúst 1988. Að sögn Arnmundar Backman hrl. hefur stór hópur viðskiptavina Ávöxtunar beðið úrslita þessa máls og kvaðst hann telja niðurstöðu dómstólsins sigur i grundvallaratrið- um þar sem sannað þætti að opin- ber stofnun hefði brugðist eftirlits- skyldu sinni þótt hann hefði gjarnan viljað sjá að víðtækari bótaskylda væri felld á bánkann. í máli lög- mannsins kom fram að ógjörningur væri að svo stöddu að segja til um hve háar skaðabætur bankinn þyrfti að greiða og hversu stórum hópi, þar sem ekki hefði verið skoðað í bókhaldi fyrirtækisins hve mikil velta þess hefði verið þá daga sem bótaskyldan næði yfir, þ.e. 12. júlí til 20. ágúst 1988. Sjá bls. 7: „Bankaeftirlitið sinnti ekki...“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.