Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 1994 7 Aðstoðarbanka- stjóri Seðlabanka Staðvirði eða stað- verðlag umstöðugt verðlag BJARNI Bragi Jónsson, aðstoð- arbankastjóri Seðlabanka og formaður Stofnunar Sigurðar Nordals, fann upp orðið „stað- virði“ yfir hvað eina á stöðugu eða föstu verðlagi þegar hann vann að þjóðhagsreikningum á sjöunda áratuginum. Nær orðið yfir þjóðarframleiðslu, fjárfest- ingar, neyslu eða annað á föstu verðlagi, og er þá talað um stað- virði þjóðarframleiðslu, stað- virði neyslu o.s.frv. Staðvirði dró Bjarni af orðinu staðviðri, þ.e. kyrrt veður í langan tíma. Hann stingur einnig upp á sam- svarandi hugtökum, s.s. stað- verð eða staðverðlag. Bjarni lýsir yfir ánægju sinni með hugtakið verðstöður um stöð- ugt verðlag, sem varð til á rit- stjórn Morgunblaðsins í liðinni viku þegar skrifa þurfti frétt um svo stöðugt verðlag á löngum tíma að verðbólga mælist ekki, sem er óhefðbundið ástand í íslensku efnahagslífi. „Ég var þó sammála Hallgrími Snorrasyni, hagstofu- stjóra og formanni orðanefndar hagfræðinga, að það snerti mann undarlega fyrst því hliðstæða orð- ið, sólstöður, á við eitthvað sem er algerlega tímabundið. En það er heldur ekkert varanlegt öryggi í verðstöðum,“ segir Bjarni. Fleiri nýyrði urðu til við vinnu Bjarna við þjóðhagsreikninga á sínum tíma, en þá gegndi hann stöðu deildarstjóra þjóðhagsreikn- inga í Framkvæmdastofnun og síðar Efnahagsstofnun sem varð seinna að Þjóðhagsstofnun, og kveðst hann hafa samið orð eins og hagvöxtur og samneysla, sem nú hafa fest rætur í opinberu máli. m Suzuki Swift býður upp á lægri rekstrarkostnað því hann er sparneytnasti bíllinn á markaðnum. Bensíneyðslan er frá 4,0 1 á 100 km. Hann er einnig léttur, sem þýðir lægri þungaskatt. Síðast en ekki síst er endursöluverðið sérstaklega hátt. Við bjóðum hagstæð lánakjör. Dæmi: Suzuki Swift GA, verð kr. 798.000. Útborgun (eða gamli bíllinn) kr. 250.000, meðalafborgun af láni kr. 18.375 í 36 mánuði.' Handhafar bifreiðastyrhs $ SUZUKI Tryggingastofnunar rihisins! Itr Við sjáum um pappírsvinnuna fyrirykkur og gerum úthlutunina SUZUKI BILAR HF að peningum STRAX. skeifunni 17 SÍMI 68 51 00 SUZUKI SWIFT - ódýr, sparneytinn og aldrei betri Ódýrasti japanski bíllinn á markaðnum er SUZUKI SWIFT á verði frá kr. 798.ooo, ítarlegur og handhægur leiðarvísir um eitt hesta skíðasvæðið í Evrópu -franska fjallabæinn Chamonix. Sérvalin hótel og bílaleigubílar þar sem FAR- og GULL-korthafar VISA njóta sérstakra vildarkjara sem ekki standa öðrum til boða. Öll þjónusa er einkar góð og persónuleg. KYNNIN6ARFUNDITR Á HOLIDAYINN fimmtudaginn 27. janúar kl. 20:30 DAGSKRÁ: 1. Ávarp Einars S. Einarssonar forstjóra 2. Á skíðum skemmti ég mér -með VISA: Sigmar B. Hauksson 3. Góð ráð og heilræði: Prá reyndum skíðakennurum 4. Nýtt myndband frá Chamonix 5. Sýning á skíðavörum frá versluninni Útilíf mmm wma Veitingar í boöi VISA FARKLÚBBUR VISA UPPLÝSINGA- OG ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ Höfðabakka 9, 11 2 Reykjavík Sími 91-671700, Fax 91-673462 Á SKÍÐUM SKEMMTIÉ6 MÉR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.