Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 KRISTJÁIM KRISTJÁNSSON • TONLISTARMAÐUR Að lifa lífinu og halda í hugsjónina Þegar ég var unglingur bjó ég upp við Skólavörðuholtið. Þá var fullt af góðum karakter- um þar allt í kring. Kiddi Sódó var með fornbókaverslun á horninu á Frakkastíg og Njálsgötu. Þangað fórum við inn og „fengum iánaðar" bækur. Við tókum heilu hillurnar með okkur út, hlupum í burtu og seldum í öðrum fornbókaverslunum. Það mátti nefnilega steia frá honum vegiia þess að hann var svona klám- sali. Hann var sá eini sem seldi klámbækur í bænum og þess vegna var öllum alveg sama. *** Eg var ailtaf mjög feiminn og óör- uggur. Og eina leiðin sem ég fann til að hegða mér var að spila á gít- ar, þá þurfti ég ekki að tala við fólk.' Maður var líka fullur af alls kyns komplexum sem fylgja því að vera unglingur. Fyrsta myndin sem maður fékk af kynlífi var úr klámblöðum. Þar voru einhverjir ægilegir gaurar sem dúndruðu fleiri, fleiri konum á einni nóttu og maður var með rosa- lega minnimáttarkennd; gat bara gert það einu sinni og þurfti síðan að bíða. Þetta er auðvitað mjög slæmt fyrir krakka, að taka af þeim þetta sakleysi og þennan unað í kring um það að stelpa og strákur kynnist og fari að vera saman. En ég held að þetta sé allt öðruvísi í dag, að krakk- ar séu með betri upplýs- ingar en við höfðum. Kynlífið er auðvitað aðal málið hjá ungling- um enda er það þetta sem lífið gengur út á í raun og veru, að viðhalda stofninum. STJÖRNUR CG ST6 FLSKAR En allt í sambandi við kynlíf var alveg ofboðslegt tabú þegar ég var unglingur. Ég man eftir því að þegar ég byrjaði fyrst að fróa mér, fannst mér það svo mikil synd að ég ætlaði aldrei að segja neinum frá því og þó ég myndi skrifa æyisögu mína ætlaði ég að sleppa þessu úr. Ég héit að ég væri að gera eitthvað svo ægilega ljótt. *** Ég hef verið svona tólf eða þrettán ára þegar ég var einhvern tímann að labba einn á Miklubrautinni og fór á almenningsklósett- ið við Lönguhlíðina og keypti smokka. Þetta þótti mikið afrek. Það var rosalegt að þora að kaupa smokka og fá þar að auki af- greiðslu. Ég fór heim og hringdi strax í strákana og sagði þeim að koma bara strax: „Þið trúið ekki hvað ég er með ...“ Svo komu þeir og við tókum smokkana, fylltum þá af vatni og hentum þeim út um gluggann. *** Það gekk allt út á það að vera með fé- lögunum og að spila. I þá daga gat maður alltaf fengið vinnu um helgar eða í páskafrí- um eftir að maður var orðinn svona fjórtán ára. Það var oftast hægt að fara niður á höfn í uppskipun og ná sér í pening. Og þá átti maður fyrir flösku. Síðan fór maður niður á Lindargötu þar sem ríkið var og þar biðu rónarnir yfirleitt, keyptu fyrir mann flösku og fengu sopa í staðinn. Hann varð oft stór sopinn; þeir kláruðu sturídum hálfa flöskuna í einum sopa. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Um helgar var farið niður í bæ, á Hallær- isplanið að leita að partýum. Það var yfir- leitt ekki hægt að vera inni neins staðar en við félagamir gengum í Fylkinguna, sem var mjög róttækur stjóm- málaflokkur þar sem við gátum setið inni, reykt sígarettur og drukk- ið kaffi. Við vissum í raun ekkert hvað þetta var og vomm alls ekki pólitískir en við gát- um verið í friði þarna á kaffistofunni og fólk var almennilegt við okkur. Maður lenti oft í því að fullorðið fólk bar upp á mann allskyns sakir og hélt alltaf að maður væri að gera eitthvað af sér. En maður var svo saklaus og skildi oft ekkert í þessu. En það má benda fullorðnu fólki á, að vera ekki svona tortryggið. En við vorum heppnir að því leyti að foreldrar okkar treystu okkur töluvert. Við fengum líka ýmislegt, eins og að brjóta niður vegg í kjall- aranum hjá Þorleifi vini mínum til að setja upp hljómsveit. Og þannig bytjaði ég í minni fyrstu hljómsveit. Ég vil segja unglingum að lifa lífinu og halda í hugsjónina. En hugsjón- inni verður að fylgja dómgreind og helst þarf maður að eiga peninga líka. Ef maður hefur þetta þrennt, er allt OK. Og reyndar ef hugsjónin og dóm greindin eru til staðar, reddast þetta allt. Ég hef sterka trú á því að þær fyrirmyndir sem eru til staðar í þjóðfé laginu í dag, eins og stjórnmála- menn, vari ekki að eilífu. Imyndirnar eiga eftir að breytast. Skautatískan árið 1950 Núna þegar ísa leggur og fólk fer á skauta er ekki úr vegi að skoða hvernig klæðnaði er æskilegast að vera í á skautasvellinu. Eftirfarandi er klausa úr Skautabókinni sem Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar gaf út árið 1950. Þegar skautar og skór eru fengnir, kemur röðin að klæðnaðinum. Það er ekkert álita- mál, að skemmtilegast er að vera í fallegum fötum. Karlmenn geta óátalið verið í venju- legum jakkafötum í fyrstu, eða í peysu í stað jakka og er það ágætt. Sumum stúlkum sem eru að bytja að læra á skautum og búast ekki við að hreyfa sig mikið á svell- inu, finnst ef til vill minna áberandi að vera í þröngu pilsi, eins og venjulegur götuklæðn- aður er. Þetta er ekki rétt. Skautaföt til- heyra skautasvellinu rétt eins og tennisföt tennisvellinum. Síð og þröng pils eiga ákaflega illa við á skauta- svellinu og eru hverri konu óklæðileg þar. Bezt er að skautapilsið sé vítt, hringsniðið. Það á að falla fijálst niður frá mjöðmunum, og það má aldrei ná niður fyrir hnéskelina. Nú orðið er hægt að fá falleg og viðeigandi skautaföt, sem alls ekki eru mjög dýr. Hinum hluta klæðnaðarins verður dómgreind og. smekkvísi að ráða, og þó ræður tískan ávalit nokkru. Unglingar geta verið í stuttbuxum meðan þeir eru að æfa skólaæfingarnar, en aldrei má nokkur stúlka vera í stuttbuxum í dansi né fijálsu listhlaupi. Það eykur mjög á yndis- þokka skautahlaupsins, ef sú, sem rennur á skautunum er í vel sniðnu skautapilsi, sem feykist til með hreyfmgunum. LESENDABRÉF VIÐ viljum minna á að þegar þið sendið lesendabréf þá látið nafn, heimilisfang og símanúmer fylgja með. Hæ, hæ, Moggi! Ég ætla að kvarta undan Stef. Mér & mörgum öðr- um finnst þeir mjög ósanngjarnir gagn- vart Sólinni. 40-50 kall á lag fyrir höf- undarrétt þurfa þeir að borga á meðan gamla gufan borgar minna en helminginn af því! Svo núna þegar eina almennilega unglingastöðin er hætt, hvað á maður þá að gera? Hlusta á spólur & kannski eitthvað á X-ið & geisladiska. GLÆTAN að maður nenni því!! Þeir (Stef) gætu nú verið AÐEINS sanngjarnari & látið þá borga minna. & hvers vegna þarf gamla gufan að borga svona lítið? Er það út af því að þeir spila svo lítið af ALMENNILEGUM lögum eða af því að hún er eldri en Sólin. Fólk gæti verið aðeins sanngjarnara & hætt. að kvarta undan unglingum í hópum þegar þeir gera ekki neitt af sér. (Sum- ir, margir, misskilja unglinga.) Svo viljum við gjarnan fá útvarpsstöðina Sólina aft- ur, eins og hún var best. Sólarsjúklingur. (0 '3 C M g c S 'O 2 jp'sr© >«0-0 E Helga, 14 ára: Nei. Guðfinna, 15 ára: Nei. Snædís, 14 ára: Nei. Sara, 14 ára: Já.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.