Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 11 Sinfóníuhljómsveit íslands og Tónlistarskólinn í Reykjavík Paganini og Eavel á burt- fararpr ófstónleikum Sinfóníuhljómsveit Islands og Tónlistarskólinn í Reykjavík halda tónleika í Háskólabíói ann- að kvöld, fimmtudagskvöld klukkan 20, þar sem leiknir verða konsert í D-dúr op. 6 fyrir fiðlu og hyómsveit eftir Niccola Paganini, konsert í G-dúr fyrir píanó og hljómsveit eftir Maurice Ravel og auk þess Sinfonische Metamorphosen um stef eftir C.M. von Weber eftir Paul Hinde- mith. Stjórnandi hljómsveitar- innar verður Bernharður Wilkin- son en einleikarar eru Sigrún Grendal Jóhannesdóttir á píanó og Pálína Árnadóttir á fiðlu. Tónleikarnir eru liður í burtfar- arprófi þeirra frá Tónlistaskól- anum í Reykjavík. Pálína Ámadóttir er 18 ára og hefur lært á fiðlu frá 6 ára aldri, þegar faðir hennar, Árni Arinbjam- arson fiðluleikari fór að segja henni til. Hún var nemandi föður síns í Nýja tónlistarskólanum til 14 ára aldurs. Þá hóf hún nám í Tónlistar- skólanum og hefur síðan verið und- ir handleiðslu Guðnýjar Guðmunds- dóttur. í haust stefnir hún að fram- haldsnámi erlendis, e.t.v. í Banda- ríkjunum. „Ég veit ekki hvenær ég ákvað að verða fiðluleikari, það kom eiginlega aldrei annað til greina,“ sagði Pálína. Undanfarin tvö ár hefur hún helgað fiðlunni allan sinn tíma og verið lausráðin í fiðlusveit Sinfóníuhljómsveitarinnar auk þess að stunda námið af kappi. Á tónleikunum annað kvöld leik- ur Pálína fiðlukonsert eftir Pagan- ini. „Þessi konsert er aðgengilegur og skemmtilegur en erfiður og mjög góð fingraleikfimi fyrir fiðluleik- ara,“ segir hún. Blaðamaður sem spjallaði við Pálínu gekk út frá því í spurningum að líkt og í mörgu annars konar námi næði vinnuálag- ið hámarki þegar lokaverkefnið nálgaðist en það var ekki á Pálínu að heyra: „Ég lærði þennan konsert í fyrra og hef einu sinni spilað hann með skólahljómsveitinni sem er náttúrulega ekki sambærilegt við að spila með Sinfóníuhljómsveitinni en ég kann þetta verk ágætlega og það er ekki gott að æfa sig of mik- Sigrún Grendal Jóhannesdóttir ið fyrir tónleika," sagði hún og sagðist frekar hafa dregið úr æfing- um en hitt undanfarna daga og látið u.þ.b. þtjár klukkustundir á dag nægja í stað 6-8 klst. á þeim tímabilum sem æfingar hafa verið hvað mestar. Þess í stað hefur Pál- ína undanfarið lagt áherslu á and- legan og líkamlegan undirbúning sem ekki má vanrækja eigi tónleik- amir að takast eins og best má verða og aðspurð hvemig hún ynni að því sagðist hún annars vegar leggja áherslu á hreyfingu og úti- vera og hins vegar á að lesa í bibl- íunni og biðja til guðs. Sijrrún Grendal Jóhannesdóttir er nemandi Halldórs Haraldssonar í Tónlistarskólanum í Reykjavík og hefur verið það undanfarin sjö ár, allt frá því hún fluttist úr foreldra- húsum á Krossanesi á Mýram til að ganga í menntaskóla og halda áfram píanónámi. Sigrún hefur lært á píanó frá 10 ára að aldri og hef- ur lokið námi frá píanókennaradeild Tónlistarskólans. Hún segir að í tónlistamámi sínu hafi hún alltaf stefnt að því marki sem hún nú er innan seilingar; það hafí alltaf legið beint við að verða tónlistarmaður að atvinnu. Á tónleikunum annað kvöld leik- ur Sigrún píanókonsert eftir Morgunblaðið/Þorkell Pálína Ámadóttir Maurice Ravel. „Þetta verk er sam- ið 1931 þegar Ravel var nýkominn frá Bandaríkjunum og var undir áhrifum frá jassi og ýmsu öðra eins og kemur greinilega fram í konsert- inum. Þetta er sérstakur og skemmtilegur píanókonsert,“ sagði Sigrún. Hún segist hafa valið þetta verk til flutnings á burtfararprófinu í samráði við kennara sinn en á seinni hluta burtfararprófsins sem fer fram á einleikstónleikum í vor verður fjölbreytt efnisskrá sem end- urspeglar að við burtfarapróf hafi einleikarar vald á öllum tegundum tónlistar; hvort sem um er að ræða barrok, klassíska, rómantíska eða nútímatónlist. I haust flyst Sigrún til Bandaríkj- anna og stefnir að því að veija næstu áram þar við framhaldsnám. Hún segist aðspurð ekki vilja neinu spá um hve lengi hún eigi eftir að dveljast erlendis en segist ganga út frá því að koma heim eftir nokk- ur ár og leggja með einhveijum hætti sitt af mörkum til tónlistar- lífsins hér á landi. Slíkar bollalegg- ingar bíði síns tíma. „Þó ég sé núna að ljúka einleikaraprófí er það bara byijunin og ég ætla að fara út í nám til að sjá meira og þroska mig,“ sagði Sigrún Grendal Jóhann- esdóttir. Lítil íbúð í Haf narfirði Nýkomin í sölu 47 fm kjaliaraíbúð í mjög góðu ástandi í steinhúsi við Nönnustíg. Stofa, lítið herb., eldhús og bað. Sérinng. Laus strax. Verð 2,8 millj. Ámi Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 50764. 1 RH 91 97fl L^RUS Þ' VALDIMARSSON FRAMKVÆMOASTJÓRI • L I I I 0 / V KRISTINNSIGURJONSSOM,HRL löggiLturfasteignasau Meðal annarra athyglisverðra eigna: Glæsileg efri hæð í þríbýli Af sérstökum ástæðum er til sölu 6 herb. hæð á vinsælum stað í austurborginni. Mjög hagstæðir greiðsluskilmálar. Skipti á minni eign koma til greina. Nánari uppl. aðeins á skrifst. Nýlegt steinhús í Austurborginni Hæðin: 132 fm með 5 herb. ib. Nýtt parket. Kjallarinn: 132 fm íbúð- ar- og/eða vinnuhúsnæði. Sérinng. Bílskúr um 50 fm sérbyggður. Margskonar eignaskipti möguleg. AIMENNA FASTEIGNASAIAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 • • • Nokkrar eignir, minni og stærri, á skrá fyrir smiði eða laghenta. Hvassaberg í einkasölu þetta glæsilega og vandaða einbýlishús um 220 fm á tveimur hæðum auk tvöfalds bílskúrs um 43 fm. Efri hæðin er um 160 fm en neðri hæð um 60 fm. Mögulegt er að hafa séríbúð á neðri hæð. Áhvílandi byggingasjóðslán um 2,7 millj. Fasteignasala Árna Grétars Finnssonar hri., Stefán Bj. Gunnlaugsson hdl., Linnetsstíg 3, 2. hæð, Hafnarfirði sími 51500. FELLA- og Hólakirkja: Helgistund í Gerðubergi kl. 10.30. Umsjón sr. Hreinn Hjartarson. HJALLAKIRKJA: Starf fyr- ir 10-12 ára börn í dag kl. 17-19. HAFNARFJARÐAR- KIRKJA: Kyrrðarstund kl. 12 á hádegi og léttur hádegis- verður í safnaðarathvarfinu, Suðurgötu 11, að stundinni lokinni. VEGURINN, kristið samfé- lag, Smiðjuvegi 5, Kópa- vogi: Biblíulestur sr. Halldórs S. Gröndals í dag kl. 18. Matseðill -•ns^rru*. WfJIM vinsælustu gleöigjafar þessa lands með stórskemmtun á Raggi Bjarna, Maggi Ólafs, Hemmi Gunn, Ómar Ragnars, Þorgeir Ásvalds, Jón Ragnars, 4 sýn»n9 iauga^inn 5. feb- skemmtu þjoðinni mei glensi. Þeir eni mættíral enn harðskeyttarí og æi Að lokinni skemmtuninni , Þórður Verð aðeins kr. 3.900.- 7 |i. Tónlistarsljóm: Gtinnar Þórðarson og leikstjóm: Egill Eðvaldsson. Mlðasala og borðapantanir I slma 687111 frá kl. 13 til 17. Glæsileg tilboð á gistingu. Sími 688999 Sími 687111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.