Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 9 tforgunlerikfrirnri hefst föstudaginn 28. janúar. Kennsla fer fram í íþróttamiðstöð Seltjarnarness. Kennt verður á þriðjudögum og föstudögum kl. 7.10-8.00. Upplýsingar í síma 622883, Margrét Jónsdóttir, íþróttakennari. 15% aukaafsláttur af útsölujökkum. Nýjar vörur komnar. Skipuleggbu eigin fjármál Þegar þú hefur reglulegan sparnaö með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs færðu handhæga áskriftarmöppu undir gögn um sparnað fjölskyldunnar. Mappan inniheldur einnig eyðublöð fyrir greiðsluáætlun og heimilisbókhald og með þeim getur þú skipulagt fjármál heimilisins enn betur en áður. Hringdu í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa, pantaðu áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs og fáðu senda möppuna Sparnaö heimilisins - Áskrift aö - spariskírteinum ríkissjóös. Nú getur þú skipulagt fjármál heimilisins - og sparað um leið. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91-626040 Ræða Portillos Michael Portillo fjárlagaráðherra er ásamt Kenneth Clarke fjármálaráðherra talinn sá sem helst kemur til greina sem næsti leiðtogi breska íhaldsflokksins ef John Major forsætisráðherra yrði hrakinn úr embætti. Þann 14. janúar flutti hann ræðu um „einhverja mestu ógn, sem breska þjóðin hefur nokkurn tímann stað- ið frammi fyrir". Tímaritið Economist ritar forystugrein um ræðu Portillos í nýjasta hefti sínu. Léleg og illa rökstudd í leiðara Economist segir: „Þó Thatcher-sinn- ar og fleiri hafi hælt ræð- unni sem frábærri kemur á óvart hvað hún var und- arlega léleg. Léleg vegna þess að hún var illa rök- studd og stundum hallær- islega. Undarlega léleg vegna þess að Portillo er almennt talinn vera mjög klár. En þar að auki trufl- aði hún mann. Til að breikka skírskotun sína innan flokksins hefur Portillo ákveðið að kynna sig ekki bara sem róttæk- an markaðssinna heldur einnig sem talsmann for- réttinda. Það er í besta falli óaðlaðandi samsetn- ing. í versta falli hættu- leg. Portillo skýrði þeim, sem hlýddu á ræðuna, frá því að sú ógn sem blasti við Bretum væri „nýja breska veikin: Hinn nið- urbijótandi sjúkleiki þjóðlegrar kaldhæðni". Jafnvel þeir sem minnst eru kaldhæðnir hljóta að hrökkva við er þeir heyra þessi orð. Gervileg föður- landsást, sú afstaða að það að ráðast á stefnumið íhaldsmanna eða fulltrúa þeirra sé að ráðast á eig- in þjóð, er hvorki ný né sérstaklega bresk. Þetta er hefðbundið hægra- lýðskrum og sem slíkt fékk það hið fyrirsjáan- lega hól úr hinni fyrirsjá- anlegu átt. Það sem sló mann í ræðu Portillos var hvemig hann vann úr þessum klisjum og hvaða rök hann færði þeim til stuðnings. Meginröksemd Portill- os var að hið stöðuga karp „blaðurskjóðanna“ (með því er þá átt við þig) hafi grafið undan virð- ingu þeirra stofnana sem séu horasteinar sam- félagsins. Hann leggur áherslu á virðingu fyrir „krúnunni, þinginu og kirhjunni". Hvers vegna? Vegna þess að án hennar, að hans mati, væri ekki til staðar nein virðing fyr- ir „lögum, dómurum, lög- reglumönnum, né heldur prófessorum, kennurum eða þá félagsráðgjöfum, yfirmönnum, fyrirtækja- stjórnendum eða verk- stjóram." Yið hverja er átt? Áfram segir: „Bíðum nú aðeins hæg. Hvaða prófessorar eru það sem verðskulda virðingu? Varla þeir sömu og, sam- kvæmt Portillo skömmu áður, „velta sér upp úr sjálfbirgingshætti" og bera ábyrgð á því að búið sé að „skrumskæla hina göfugu dyggð þjóðlegs umburðarlyndis yfir í nýja gereyðingarlineigð“. Hvaða virðingarverðu kennara skirskotar Port- illo til? Maður gengur út frá þvi að hann eigi ekki við þá sem kenna í skólum þar sem „samkeppni ... hefur í besta falli verið útvötnuð en í versta falli afnumin“. Hvaða fram- úrskarandi félagsráð- gjafa? Örugglega ekki þá sem aðhyllast villukenn- inguna um að „árangurs- leysi sé hægt að útskýra út frá félagslegum að- stæðum“. Það er augfjóst að Portillo aðhyllist þá skoð- un að sum okkar verða að verðskulda virðingu en að aðrir eiga heimt- ingu á henni. Sem betur fer, fyrir atvinnustjóm- málamanninn Portillo, á þingið heima í síðari fiokknum. Honum finnst sem það njóti þessa stimd- ina ekki þeirrar virðingar sem það eigi réttilega skilið. Breskir kjósendur eru ekkert yfir sig hrifnir af framferði þingmanna í þingsalnum. Þeir myndu helst vilja færri dýrsleg hfjóð og smá viðleitni, við og við, í átt að gáfulegri umræðu. Portillo telur hins vegar að allt sé í besta lagi í þinginu. Af hverju nýtur það þá ekki tilhlýðilegrar virðingar? „Ég tel að það hafi verið rangt hjá þinginu að hleypa sjónvarpsmynda- vélunum inn.“ Ef Portillo yrði einhvern tímann for- sætisráðherra myndi stjómsýsla fyrir opnum tjöldum, af þessari ræðu að dæma, ekki verða ein af hans sterkustu hlið- um.“ Tökumhanná orðinu Loks segir: „Hið yfir- borðskennda ósamræmi í hinum nýja stefnugrund- velli Portillos er því aug- ljóst. Hann hvetur til rót- tækra breytinga á þeim stofnunum, sem hann hef- ur andúð á, en vill skilyrð- islausa lotningu fyrir þeim sein hljóta náð fyrir augum hans (eða þar sem hann gegnir embætti). Á bak við þetta allt liggur (Jjúpstæðara ósamræmi. PortiUo er eindreginn talsmaður frjáls markað- ar. Og hvað felst i því? Hann gæti svarað því til að kapítalismi gangi mjög vel upp. Vissulega gerir hann það, en í þvi felst aftur á móti engin sið- ferðileg réttlæting. Kap- ítalismi er eitt afsprengi frelsis. Ef fólki em veitt ákveðin réttindi (s.s. eignaréttur og réttur tU að selja eigið vinnuafi) og látið óáreitt verður út- koman kapítalismi. Kapít- alismi er fyrst og fremst jákvætt fyrirbrigði vegna þess að frelsi er það. En í fijálsu samfélagi verður vald stofnana að byggja á samstöðu. Þær sem hafa staðist tímans tönn öðlast virðingu og um þær ríkir samstaða að hluta til vegna þess. Þetta er æskUegt og raunar eitt af því sem bindur samfélag saman. Ábyrgðarlaus og staðlaus gagmýni getur valdið skaða. Gagnrýni undanf- arinna missera á hendur kirkjunni, konungsfjöl- skyldunni eða ríkisstjórn- inni hefur hins vegar hvorki verið ábyrgðar- laus né staðlaus. Þegar stofnanir byija að bregð- ast almenningi eiga þær að vera opnar fyrir skoð- un og umbótum. PortUlo virðist vera annarrar skoðunar. Hvaða rök er hægt að færa honum tU varnar? Bretar em í þunglyndis- kasti, líkt og PortiUo bendir á. Þvi miður em kröfur hans um forrétt- indi ekki liklegar tU að breyta því. Hann segist hafa ætlað að ögra. Þýðir það að hami var að grín- ast? Glöggir fréttaskýr- endur segja hann hafa verið að tala tíl rótgró- inna afia innan fiokksins; það eigi að setja málið í rétt samhengi; þetta var bara enn ein ræðan. Bret- ar em hins vegar orðnir þreyttir á slíkum kaldr- analegum túlkunum á því sem liggur að baki orðum og gjörðum ráðherra. Kjósendur eiga að sýna ráðheixanum þá virðingu sem hann á skUið og taka hann á orðinu. Svo þegar loks kemur að því, eiga þeir að hugsa sig um tvisvar áður en þeir veita honum þau völd, sem hann fer fram á.“ r Öryggi frá upphafi til framtíðar Við ávöxtun verðbréfasjóða VIB hefur jafnan verið lögð megináhersla á öryggi, stöðugleika og góða ávöxtun. Stærstur hluti eigna sjóðanna er þannig ávaxtaður í skuldabréfum ríkis, sveitarfélaga og banka. Ársraunávöxtun verðbréfasjóðanna hefur að meðaltali verið 8,2% síðastliðin fimm ár og stuðla lækkandi vextir undanfarið að áframhaldandi góðri ávöxtun sjóðanna. Hægt er að innleysa sjóðsbréfin hvenær sem er án innlausnargjalds. Þess í stað er greitt upphafsgjald við kaup í sjóðina. Bréfin eru fáanleg í hvaða einingum sem er. Spegilsjóðir VÍB henta best til ávöxtunar sparifjár í eitt ár eða lengur. Ráðgjafar VIB yeita Jrekari upplýsingar um Spegilsjóði VIB og einnig er hœgt aðfá sendar uppljsingar í pósti. Verið velkomin í V7B! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi Islands • Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími: 68 15 30. Myndsendir: 68 15 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.