Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 1994 Forystumaður í borgarsliórn eftirMagnús Jakobsson íslensk íþróttahreyfing er oft afskiptalítil um hveijir veljast til forystu í þjóðfélaginu, hvort sem er á landsvísu eða í sveitarstjórnir. Þessi stærstu félagssamtök landsins ættu þó að vera í stakk búin til að beita sínu afli ekki síð- ur en önnur samtök sem fámenn- ari eru. Þegar sú ákvörðun var tekin að sameina yfirstjórn íþrótta- og æskulýðsmála hér í Reykjavík ótt- uðust margir að hlutur hinnar fijálsu íþróttahreyfingar yrði fyrir borð borinn í samkeppni við aðra starfsemi, m.a. vel skipulagða starfsemi í félagsmiðstöðvum borgarinnar. Sá ótti var'ástæðulaus með öllu og er það mest að þakka að til forystu íþrótta- og tómstundaráðs valdist Júlíus Hafstein, sem vegna starfa sinna og þekkingar á þörf- um íþróttahreyfingarinnar, Jjæði sem formaður IBR og HSI um árabil, bar manna best skynbragð á alla framþróun íþróttafélaga hvað aðstöðu varðaði, jafnt félags- lega sem aðstöðulega. Þau spor sem dýpst marka und- ir forystu Júlíusar eru án efa stór- aukinn stuðningur við uppbygg- ingu félaga í hinum ýmsu hverfum borgarinnar, sem eflt hafa til muna þátttöku og aukið aðsókn barna og unglinga í þær íþróttir sem notfært hafa sér þetta frum- kvæði sem uppbygging íþrótta- mannvirkja víðs vegar um borgina hefur haft í för með sér. Ekki er síður mikilvæg sú ákvörðun sem tekin var undir for- ystu Júlíusar að styrkja íþróttafé- lög borgarinnar til greiðslu á hús- næði vegna æfinga þeirra, en þessi stuðningur hefur gert félögum kleift að kosta meiru til leiðbein- ingar og þjálfunar sinna iðkenda og sér þess vel merki í sífellt auk- inni afreksgetu reykvískrar íþróttaæsku. Þó þessi tvö mikilvægu atriði hafi hér verið nefnd er forganga Júliusar um endurnýjun á fijáls- íþróttaaðstöðu í Laugardal það sem fijálsíþróttafólki er efst í huga þegar litið er yfir störf hans sem forystumanns ITR á undanförnum árum. Eftir það aðstöðuleysi sem fijálsiþróttafólk hafði mátt búa við í Reykjavík ber að fagna og þakka þann áfanga sem þarna vannst með von um aukið gengi og afrek í fijálsum íþróttum. •Nýjustu hugmyndir Júlíusar um bætta innanhússaðstöðu íþrótta- manna sem hann kynnti fyrir stuttu eru sannarlega þess virði að íþróttafólk veiti honum brautar- gengi til fleiri góðra verka í fram- tíðinni, til viðbótar þeim sem hann hefur nú þegar unnið að. Eins og ég gat um í upphafi greinarinnar hefur íþróttahreyf- ingin verið aðgerðalítil við að styðja við bakið á þeim forystu- mönnum sem sækjast eftir áhrif- um á pólitískum vettvangi og því oft borið við að pólitík og íþróttir ættu ekki saman. Staðreyndin er hins vegar sú að íþróttir án sam- vinnu og fyrirgreiðslu hins opin- bera mættu sín lítils í okkar þjóðfé- lagi. Það hlýtur því að vera styrk- ur hreyfingarinnar að eiga öfluga málsvara sem víðast í hinu opin- bera kerfi. Margar fremstu íþróttaþjóðir heims hafa haft skilning á þessu og lagt metnað sinn í að tengja þessa þætti sem best saman. Má þar t.d. nefna Finna, en fyrrver- andi landvarnarráðherra þeirra, Carl Olaf Homén, er nú formaður fijálsíþróttasambands Evrópu og Magnús Jakobsson „Júlíus hefur ætíð verið þess trausts verður sem íþróttahreyfingin hefur borið til hans.“ núverandi atvinnumálaráðherra. Ilkka Kenerva er formaður Finnska frjálsíþróttasambandsins. Júlíus Hafstein hefur eins og áður segir gegnt fjölmörgum ábyrgðarstöðum innan íþrótta- hreyfingarinnar og nú hefur hreyf- ingin treyst honum fyrir einhveiju áhrifamesta embætti innan henn- ar, sem er formennska í Ólympíu- nefnd íslands. Það er öllum ljóst að Júlíus hef- ur ætíð verið þess trausts verður sem íþróttahreyfingin hefur borið til hans og er vonandi að hún veiti honum einnig brautargengi nú til öruggs sætis í næstu borgarstjórn Reykjavíkur. Á þann hátt er hags- munum íþrótta í Reykjavík vel borgið, það þekkjum við öll af hans fyrri störfum. Höfundur er fyrrverandi formaður Frjálsíþróttasambands Islands. Sjálfstæðisflokkur hefur stað- ið sig vel í dagvistarmálum Um sumt erum við sammála Höllu Hjáimarsdóttur í grein henn- ar sem birtist í Morgunblaðinu 18. janúar síðastliðinn. Það er rétt að dagvistarmál er mál allrar þjóðarinnar og því mikil- vægt hver situr í stjóm Dagvistar barna. Við minnumst þess ekki að Sig- ríður Sigurðardóttir hafí starfað að neinu málefni sem viðkemur uppbyggingu dagvistar dagmæðra síðastliðin fjögur ár sem varaborg- arfulltrúi. Aftur á móti hefur Anna K. Jónsdóttir, aðalfulltrúi og fímmta á lista í síðasta kjöri sjálfstæðis- flokksins og formaður stjórnar Dagvistar barna, unnið af ósér- hlífni og heilum hug að málefnum dagmæðra. Sjálfstæðisflokkurinn allur hefur staðið mjög fast saman að öryggi barnanna í þessari dag- vistun. í formannstíð hennar hefur dag- gl KERFISÞRÓUN HF. t=fcl FÁKAFEN111 - SÍMI 688055 Anna K. Jónsdóttir „Undir forystu Önnu K. Jónsdóttur hafa auk- ist leikskólarými og faglegt starf er orðið til fyrirmyndar.“ vistun á einkaheimilum breyst í það að vera vistun með landslög á bak við sig, reglugerð samin, sem er talin einstök á heimsvísu, og gott námskeiðakerfi. Anna K. Jónsdóttir ásamt Bergi Felixsyni, framkvæmdastjóra Dagvistar barna, stóðu fyrir því að koma upp leikfangasafni fyrir dagmæður í Reykjavík og skapað- ist þá einnig félagsleg aðstaða fyrir dagmæður. Það húsnæði hef- ur verið leigufrítt. Einnig var lögð mikil áhersla á að námskeið stæðu dagmæðrum til boða. í boði eru 60 tíma skyldunámskeið, 70 tíma valnámskeið og 100 tíma nám- skeið. Námskeiðin fara fram hjá Námsflokkum Reykjavíkur. í dag fær engin leyfi til dagvistunar í heimahúsum nema að tiafa tekið 60 tíma skyldunámskeið eða sé með uppeldismenntun. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið sig vel í dagvistarmálum og undir forystu Önnu K. Jónsdótt- ur hafa aukist leikskólarými og faglegt starf er orðið til fyrirmynd- ar. Ekki síst hefur öryggi barna í dagvistun í heimahúsum aukist til muna. Um starf umsjónarfóstra er þetta að segja: Það er verið að endurmeta það og byggja það upp og mun það vonandi gefa góðan árangur. Við vonum að Sigríður Sig- urðardóttir standi ekki á bak við rógskrif um Önnu K. Jónsdóttur, formann sinn í dagvistarstjórn og flokkssystur. Er það von okkar að Anna K. Jónsdóttir fái að leggja fram starfskrafta sína um langan tíma enn. F.h. Barnavistunar — félags dagmæðra, Særún Sigurjónsdóttir. Endurmat og framtíðin eftir Sigríði Sigurðardóttur Á þessu kjörtímabili hefur átt sér stað mikið átak í uppbyggingu leikskóla í borginni. Samt sem áður heyrast raddir um að betur þurfi að gera og endurskoða þurfi leikskólakerfið. En fæstir vita að þetta endurmat er nú þegar hafíð. Þar eru tekin til athugunar atriði eins oggjaldskármál, niðurgreiðsl- ur og yfírstjórnun dagvistar. En það er fleira sem þarfnast endur- skoðunar og það er hvort ekki beri að auka ábyrgð þeirra sem veita leikskólunum forstöðu svo það fjármagn sem til þeirra fer verði í það sem brýnast er hveiju sinni í stað þess að veita fjár- magni til þeirra eftir kvótakerfi eins og nú er gert. Einnig þarf að endurskoða fyrirkomulag á inn- ritunarreglum á leikskóla. Þau skilyrði sem hingað til hafa verið sett fyrir inngöngu barna á leik- skóla hafa orðið þess valdandi að börn eru dregin í dilka eftir hjú- skaparstöðu foreldra. Ég vil líta svo á að börn eigi jafnan rétt til leikskólans hver svo sem hjúskap- arstaða foreldranna er. Nú í janúarmánuði hefur einnig farið fram endurmat á rekstri skóladagheimila og tilgangurinn með því er fyrst og fremst sá að nýta betur það fjármagn sem nú þegar fer í lengingu skóladags yngstu barnanna. Niðurstöður þessa endurmats munu liggja fyrir á næstu vikum og ég geri ráð fyrir því að í kjölfarið verði hægt að bæta aðstöðu heilsdagsskólans og þróa hann enn frekar. í Reykjavík eins og víða um land þá er rekstrarsvið leikskól- anna frekar þröngt og þá á ég við að ætlast er til of mikils af borg- inni varðandi þennan rekstur og gjarnan vitnað í lög um að leik- skólarekstur sé skylda sveitarfé- laganna. Það stendur hins vegar í sömu lögum að aðrir en sveitarfé- lög geti rekið leikskóla og er það í samræmi við ályktanir lands- funda sjálfstæðismanna um að fleiri rekstraraðilar en sveitarfélög Sigríður Sigurðardóttir „Ég vil líta svo á að börn eigi jafnan rétt til leikskólans hver svo sem hjúskaparstaða foreldranna er.“ geti rekið leikskóla. Víða erlendis eru ýmsir aðilar sem sjá þennan rekstur eins og einstaklingar, stofnanir, félagasamtök og fleiri. Hins vegar er þróunin í þessa átt skammt á veg komin hjá okkur. Það er því framtíðarverkefni að laga leikskólann að breyttum þjóð- félagsaðstæðum, þar sem það er staðreynd að þarfír fjölskyldunnar í dag eru aðrar en þær voru fyrir 20-30 árum. Jafnframt ber að hafa í huga að Reykjavíkurborg ein og sér á ekki að uppfylla þess- ar þarfír, þar verður einnig að koma til aukið einstaklingsfram- tak. Höfundur er varaborgarfulltrúi og þdtttakandi íprófkjöri sjálfstæðisfóiks í Reykjavík. Korpúlfsstaðir - að gefnu tilefni eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um Korpúlfsstaði og endurbyggingu hússins. Eins og fram hefur komið eru Korpúlfsstaðir í afar slæmu ástandi. Kostnaður við endur- byggingu yrði mjög mikill. Sú staðreynd og ekki síður þær erf- iðu aðstæður sem við blasa í þjóðfélaginu réttlæta fullkom- lega að mínu áliti frestun á fyrir- hugðum áformum um uppbygg- ingu á staðnum. Ég tel nauðsynlegt að Korp- úlfsstaðir verði varðir fyrir skemmdum og frekari niður- níðslu. Byggingin er vitnisburður um áræði og dugnað hins merka athafnamanns Thors Jensens og tákn um baráttuvilja og þor kyn- slóðanna sem lögðu grunninn að íslensku nútímasamfélagi. Ég hef oft verið spurður að undanförnu hver afstaða mín væri til þess máls. Hún er þessi: Ekki verði ráðist í neinar meiriháttar framkvæmdir vegna Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson breytinga á Korpúlfsstöðum á næsta kjörtímabili. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi íprófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.