Morgunblaðið - 06.02.1994, Page 2

Morgunblaðið - 06.02.1994, Page 2
2 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1994 EFNI Sigurður Einarsson í Vestmannaeyjum um rækjukvóta sem loðnuskip hafa Sjónarmið um flutning byggð á misskilningi SIGURÐUR Einarsson, forsljóri ísfélags Vestmannaeyja, segir sjón- armið um að flytja rækjukvóta loðnuskipa á skip Vestfirðinga byggj- ast á misskilningi. Þá segir hann það einnig misskilning, að loðnu- skipin hall fengið rækjukvóta vegna loðnubrests. Slagsmál áHöfn LÖGREGLAN á Höfn þurfti að hafa afskipti af nokkrum mönnum i slagsmálum um sexleytið í gær- morgun. Tveir menn á aðkomubáti höfðu farið í samkvæmi í bænum sem end- aði í slagsmálum fyrir utan húsið þar sem samkvæmið fór fram. Þar rifu menn upp girðingu og að sögn lög- reglu var slegist með girðingarefn- inu. Þá var ein rúða í húsinu brotin. Aðkomumennimir voru fluttir á lögreglustöðina, þar var gert að sár- um þeirra og síðan voru þeir fluttir í bát sinn. Læknir á Höfn var látinn vita og ætlaði hann að líta á þá sem lemstruðust í slagsmálunum síðar í gærdag. Að sögn lögreglu voru kvennamál tilefni slagsmálanna. „Árið 1988 var sett aflamark á rækjuveiðar og kvótanum skipt á milli skipa. Einn þriðji af þeim kvóta fór til loðnuskipanna og þá var bæði tekið tillit til reynslu loðnuskipanna í botn- fiski og rækjuveiðum. Þá var einnig úthlutað rækjukvóta sem skiptist jafnt á loðnuskipin,“ sagði Sigurður. Sigurður segir flölmörg loðnuskip hafa stundað rækjuveiðar undanfarin ár með góðum árangri. Hann segist ekki sjá hvemig það eigi að ganga upp, að taka kvótann af þeim og fyr- ir því sjái hann heldur engar forsendur. „Ég harma að þessi umræða skuli hafa komið upp og skil hana að sumu leyti ekki. Ég harma að menn skuli koma fram með sjónarmið sem byggj- ast á ákveðnum misskilningi. Ég vil líka vekja athygli á því, að við upp- töku kvótakerfísins 1984 voru loðnu- bátamir skertir mikið í bolfiski vegna loðnuveiðanna og það gagnaðist þá öðrum útgerðum," sagði Sigurður. Aðspurður um rækjukvóta ísfé- lagsins og ráðstöfun hans sagðist Sigurður ekki vilja tjá sig um það í þessu samhengi heldur aðeins ræða málið almennt. ilij-f 1: //Mm I' ■ - ' ■ ••■■■■;' -j i 1 _ J 1 r Morgunblaðið/Ingvar Rúðubror LOGREGLUMENN virða fyrir sér tvær rúður sem unglingar brutu á lögreglustöðinni i Mosfeílsbæ eftir að lögreglumenn höfðu tekið af þeim landa. Málverkum, listmim- um og áfengi stolið BROTIST var inn í geymslu í húsinu við Austurstræti 16 á föstu- dagskvöld. Þaðan var stolið áfengi, málverkum og listmunum. Ekki er vitað hverjir voru að verki. Á föstudagskvöld var brotist inn á tveimur stöðum öðrum. í Breið- holtskjöri var rótað til og ein- hveiju stolið en tveir menn sem brutust inn í myndbandaleigu við Dunhaga náðust á staðnum. Lögregla gerði á föstudags- kvöld upptækan landa sem ung- lingar í Mosfellsbæ höfðu undir höndum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins reiddust ungling- amir þessu, fóru að lögreglustöð- inni í bænum og brutu þar tvær rúður. Ekið var á þrjú böm við Fífu- rima í Grafarvogi á föstudags- kvöld. Tvö þeirra vom flutt á slysadeild með minniháttar meiðsl. U ndirbúningnr að uppsetningu GSM-farsímakerfis er í fulium gangi Fyrsti búnaðurinn væntan- legur til landsins á næstunni FYRSTI búnaður til uppsetningar á GSM-farsímakerfi er væntan- legur til landsins i iok þessa mánaðar, en þar er um að ræða stjórnstöð og radíóstöðvar, og að sögn Haraldar Sigurðssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra fjarskiptasviðs Pósts og síma, er kostn- aður búnaðarins á bilinu 250-300 milljónir króna. Hann sagði að farið yrði að vinna að uppsetningu búnaðarins strax og hann væri kominn til landsins, en svæðið sem hann mun ná til nær frá Leifsstöð og upp í Mosfellsbæ og í austurátt að Lækjarbotnum. Að auki verður ein stöð austan Eyjafjarðar og mun hún þjóna Akureyrarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að hægt verði að taka búnað- inn í notkun í lok júlímánaðar. Að sögn Haralds þarf nýjan bún- að fyrir GSM-farsímakerfíð (Global System Mobile), og er gert ráð fyrir að verð á honum verði fyrst um sinn svipað og á núverandi far- símabúnaði, en hins vegar muni það lækka eitthvað þegar fram líða stundir. GSM-kerfíð er stafrænt kerfí sem hefur ýmsa eiginleika umfram núverandi farsímakerfí, sem starfrækt verður áfram vel fram yfír næstu aldamót. Til dæm- is verður ekki hægt að hlera sam- töl í GSM-kerfínu, og síðar mun það gefa möguleika á yfírfærslu tölvusamskipta og aukaþjónustu á borð við flutning skilaboða. „í GSM-kerfínu verður mun meira úrval af handstöðvum, enda verður kerfíð uppbyggt þannig að það á að ná til handstöðva víðast hvar á þessu svæði þó þær séu inni í húsi eða bíl, þar sem miklu meiri sviðsstyrkur er frá þessu kerfí en núverandi kerfi sem einungis var miðað við bílstöðvar. Kostnaður við fyrsta áfanga farsímakerfísins verður á milli 250 og 300 milljónir króna, en gert er ráð fyrir að hann geti annað 3.000 notendum. Fjölg- un úr því verður síðan hlutfallslega miklu ódýrari því það er miðstöðin sem er svona dýr og hún getur þjónað miklu fleiri en þessum 3.000 notendum sem við gerum ráð fyrir í upphafí," sagði Haraldur. Hann sagði að ætlunin væri að útfæra GSM-farsímakerfíð smátt og smátt út frá því svæði sem byij- að verður með bæði í norðurátt og austurátt og þá byijað á þéttbýlis- svæðum meðfram þjóðvegi 1. Áætl- að væri að hægt yrði að ráðast í þetta að miklu leyti á næsta ári, en það væri hins vegar háð fjár- lagaheimildum, og stefnt væri að því að koma kerfínu á um allt land á örfáum árum. Dæmi um að fólk segi upp leikskólaplássum vegna atvinnuleysis ÞESS hefur orðið vart upp á síðkastið að fólk hafi sagt upp leik- skólaplássum barna sinna í kjölfar þess að það hafí misst at- vinnu. „Við verðum auðvitað aðeins vör við það ef fólk á ekki peninga að þá neitar það sér um þennan hlut,“ sagði Bergur Felixson, framkvæmdastjóri Dagvistar barna, í samtali við Morg- unblaðið. Bergur sagði að þegar ljóst hefði verið að atvinnuleysi færi vaxandi hefði stjóm Dagvistar bama samþykkt að biðja leik- skólastjóra að líta sérstaklega til þessa þannig að það kæmi ekki niður á bömum ef fólk væri að missa leikskólapláss vegna fjár- skorts. Framfærsla væri hins veg- ar á vegum fjölskyldudeildar Fé- lagsmálastofnunar og þangað hefði fólki verið beint undir þess- um kringumstæðum,, „Ef við verðum vör við að fólk er að segja upp plássi vegna pen- beina því og báðum við leikstjóra- skóla að vera vakandi yfír því og tilkynna ef mikið yrði vart við slíkt. Ég get hins vegar fullyrt ingaleysis þá reynum við að leið- það að þetta hefur ekki verið í sagði Bergur. neinum miklum mæli. Ástæðan held ég að sé sú að þó að þrengi að hjá fólki þá láti það það síðast koma niður á bömum sínum," Margir kallaöir, fáir útvaldir ►Prófkjör fyrir væntanlegar sveitastjómarkosningar hafa stað- ið yfir að undanfömu. Niðurstöður þeirra hafa vakið ýmsar spurning- ar./lO Óskabörn Rússa ráða ekki lengur ►Forsetakjör markar þáttaskil í finnskum þjóðmálum./12 Nútímalist rykfellur á íslandi ►Segir Magnús Kjartansson myndlistarmaður, en sýning hans á Kjarvalsstöðum hefur vakið mikla athygli./14 Suðupunktur í Seðla- banka ►Það getur orðið þrautum þyngra að manna seðlabankastjórastól- anna sem bíða eftirmanna þeirra Tómasar Ámasonar og Jón Sig- urðssonar/16 Ragnar í Smára ►Níutíu ár em liðin frá fæðingu Ragnars Jónssonar í Smára./20 B ► 1-32 í söngspegli ►Óperan kallar á stórt svið, stóra hljómsveitargryfju og stórt hús, segiróperusöngvarinn Sigurður Bjömsson, sem hefur ekki aðeins stórar og ákveðnar hugmyndir um óperahús, heldur líka um hag- kvæma stjómun þess. Á fjöratíu ára söngafmæli lítur Sigurður á líf óperusöngvarans og segir skoð- un sína á tónlist og óperu hér á landi./l Huldar bækur Bibl- íunnar ►Verið er að gefa út nýja þýðingu á aprokrýtum bókum Gamla texta- mentisins./4 Keith Richards ►Gripið niður í nýútkomna ævi- sögu Keith Richards, einnar fræg- ustu rokkstjömu okkartíma./8 í húsi andanna ►Viðtal við danska leikstjórann Bille August, en mynd hans, Hús andanna, verður framsýnd hér á landi á næstunni./14 C BILAR ► l-4 Eldsneytissparnaður upp á tugmilljónir ► Þingályktunartillaga um notkun eldsneytis- og mengunarvamar- búnaðar í ríkisbifreiðir /1 Mazda 323 reynsluek- ið ►Snarpur og rúmgóður bíll með góða aksturseiginleika /2 FASTIR ÞÆTTIR Fróttir 1/2/4/6/bak Kvikmyndahús 22 Leiðari 24 Helgispjall 24 Reykjavfkurbréf 24 Minningar 26 íþróttir 42 Útvarp/sjónvarp 44 Gárur 47 Mannlifsstr. 6b Kvikmyndir 8b Dægurtðnlist 9b Fólk f fréttum 16b Myndasögur Brids Stjömuspá Skák Bíó/dans Bréftil blaðsins 24b Velvakandi 24b Samsafnið 26b 18b 18b 18b 18b 22b INNLENDAR FRÉTTIR- 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR- 1-4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.