Morgunblaðið - 06.02.1994, Side 47

Morgunblaðið - 06.02.1994, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRUAR 1994 47 Gárur eftir Elínu Pálmadóttur NYLÆEÐIR FORDÓMAR? Af aðskiljanlegum tilefnum hafa nú orðið miklar um- ræður um hörundslit íslenskra ríkisborgara - gagnlegar um- ræður að því leyti að þær hafa dregið fram í dagsljósið viðhorf einstaklinga í okkar samfélagi til litarháttar fólks. Mig grunar raunar að stöku maður hafí fund- ið í sjálfum sér viðhorf sem hann hélt ekki að hann ætti tii. Þessi umræða hefur að því leyti orðið gagnleg, þótt ekki væri hún allt- af geðfelld. Og hún hefur skýrt svolítið línumar í viðhorfi okkar, meðvitað eða ekki. Ég held raunar að fólkið með ógeðfellda talið sé mjög fátt. Fjölmargir hringdu þegar þessi blaðamaður lét þess getið að gamni í sambandi við grein um Þrælaeyjamar dönsku - fæðing- arstað Hans Jónatans þess sem settist að á íslandi eftir 1820 og miklar ættir em af komn- ar - að for- sætisráðherra okkar Davíð Oddsson mundi m.a. vera einn af þeim. En allir þeir mörgu sem_ hringdu hingáð og í ættfræði- stofnun, gerðu það af ómenguðum íslenskum ættfræðiáhuga - burt séð frá litarhætti. Ættfræði- áhuginn er raunar með ólíkindum á landinu. Jafnframt hafa ágisk- anir um faðemi löngum verið landlægt sport, sem kunnugt er, þótt slíkt verði seint sannað eða afsannað. En auðvitað á maður ekki að vera með slíkt gáleysis- hjal þótt þjóðlegt sé. Móðemið eitt öraggt, eins og stundum er staðhæft. Af þeim sem samband höfðu og spjölluðu, sumir iengi, vottaði ekki fyrir því að eitthvað þætti að því að vera afkomandi þess merka manns Hans Jónat- ans af þvl að hann hafði verið fæddur þræll og dökkur á hör- und. Fullorðin kona að austan vakti með réttu athygli á því að for- dómar gagnvart litarhætti hlytu að vera nýtilkomnir á íslandi. Það væra einmitt Hans Jónatan og hans afkomendur í landinu dæmi um. Aldrei í þau 170 ár síðan hann kom hingað hefði nokkram íslendingi dottið í hug að vera öðravísi í hans garð eða hans afkomenda vegna dökks lit- ar. Það hefði í hugum fólks verið fjarstæða. Þetta staðfestu allir Austfírðingar sem þetta var bor- ið undir. Þá vaknar spumingin: Hvenær ætli íslendingar hafi orðið svona, þ.e. þau eintök af íslendingum sem heyrst hafa í útvörpunum eða tjáð sig með mynd eða tali? Og hvar og hve- nær ætli þeir hafí lært þetta? Skyldi það hafa orðið þegar ís- lendingar fóra að sækja nám og ferðast í svo ríkum mæli til landa, þar sem slík mismunun er vegna litarháttar? Til þjóða sem fyrr á öldum tóku svarta í þrælkun og gerðu þjóðir að undirokuðum nýlendum, en eru nú með æmu erfíði að reyna að losa sig við þann leiða arf í hugsunarhætti? Dulítið meinlegt ef við erum þá hér að manna okkur upp í slíka fordóma sem ekkert hafa á bak við sig annað en mannfyrirlitn- ingu? Raunar virðist þetta fordóma- 'upphlaup ekki hafa beinst að afkomendum Hans Jónatans, enda viðurkennt og aiþekkt sómafólk í 170 ár sem allar ætt- ir mega vera stoltar af. Heldur virðast þeir fremur beinast að íslenskum ríkisborgara, sem er dökk á hörand, blökkukonunni Amal Rún. Yfirvarpið að það sé frekja að nota sinn íslenska ríkis- borgararétt til fullrar þáttöku í því samfélagi sem hún. er í. Þó era það aðallega aðferðirnar sem vekja ugg. Tæknin sem beitt er. Umfram allt að líðast skuli opin- berar aðferðir í okkar samfélagi til að leggjast á fólk sem einhver telur öðra vísi, af einhveijum ástæðum. Að það skuli vera tek- ið gott og gilt að senda á öldum ljósvakans yfír landslýð slíkan óhróður í garð tiltekinnar ís- lenskrar manneskju. Að kalla í opinberam fjölmiðli tiltekna ís- lenska konu mellu af því einu að hún hefur átt óskilgetið bam. Er einstæð móðir. í landi þar sem lengst af hafa verið fleiri óskil- getin börn en meðal nágranna- þjóða. Og engum til ama. Um miðja síðustu öld fæddist hér sjötta hvert barn utan hjóna- bands. Okkur þykir það ekki til- tökumál nú eða ömumst við ein- stæðum mæðram í dag. Auðvitað ekki. Hvorki það né hjóna- skilnaðir haft vond áhrif t.d. í kosningum í virðingarstöður í þessu landi svo sem við ber ann- ars staðar. Er þá nokkur önnur ástæða nú til slíks en að þama sé um dökka íslenska konu að ræða? Er þetta ekki gróf móðgun við einstæðar mæður í landinu? Er raunar ekki svolítið skrýtið að engin kvennasamtök sáu ástæðu til að gera við það at- hugasemd? Þó verður maður hissastur á stjómum þessara út- varpsstöðva, sem vilja sitja uppi með slíka ábyrgð. Þetta á auðvit- að við um margt annað sem þær kjósa að bera ábyrgð á í útsend- um ummælum. Til er tækni til að doka við og seinka slíkum beinum óhroða í beinni útsend- ingu, svo að stjómandi geti stöðvað áður en mannorðsslys er orðið. I sama mund minnir Gunnar G. Schram prófessor okkur á í grein um stjórnarskrána í Morg- unblaðinu að meðal þeirra grund- vallarmannréttinda sem ekki er að finna í okkar stjórnarskrá sé ákvæði um jafnrétti kvenna og karla og bann við mismununun vegna litarháttar, kyns og trúar- bragða. Mannréttindakafli okkar sé allt frá 1874, þegar danskur kóngur var að skenkja okkur stjórnarskrá og viðhorf heimsins til þessara hluta æði langt frá nútímanum. Kannski höfum við bara ekki alveg náð í öldina okk ar í afstöðu til mannréttinda? Eða hvað? Myndir sem birtast í Morgunblaðinu, teknar af ljósmyndurum blaðsins, fást keyptar hvort sem er til einkanota eða birtingar. fltargtiiifybifeife Ljósmyndasala RAÐUNAUTAITJNDUR 1994 / Búnaðarfélag Islands og Rannsóknastofnun landbúnaðarins halda opinn ráðunautafund dagana 8. til 11. febrúar á Hótel Söíiu Dagskrá Þriðjudagur 8. febrúar ÍMYND LANDBÚNAÐARINS 9:00-12:15 Auk ímyndar landbúnaðarins veröur m.a. fjallaö um kynningarátak á vegum landbúnaÖarins, gæöamál og lífrænar afuröir. BREYTTER TÍMAR í LANDBÚNAÐI 13:30-17:00 FjallaÖ veröur m.a. um stööu GATT- og EES samninganna og möguleika landbúnaðarins í breyttu umhverfi. Miðvikudagur 9. febrúar BÚNAÐARHAGFRÆÐI 9:00-12:15 Leitað svara víÖJjví hvemig auka megi hagkvæmni í búrekstri. SAMSKIPTIRAÐUNAUTA OG BÆNDA Á ERFIÐLEIKATÍMUM 13:30-16:00 Fimmtudagur 10. febrúar HROSSARÆKT 9:00-12:15 Valin erindi sem flutt voru nýlega á alþjóðlcgri ráöstefnu um hrossarækt á íslandi. NAUTGRBPARÆKT 13:30-17:00 M.a. verður gerður samanburöur á Galloway-blendingum og íslenskum nautum. Föstudagur 11. febrúar FERÐAÞJÓNUSTA 9:00-12:20 Fjallað verður um m.a. gæöi og neytendavemd í ferðaþjónustu og þróun fjölbreyttra afþreyingamöguleika fyrir ferðamenn. JARÐRÆKT OG HEYVERKUN 13:30-16:00 Um rannsóknir á efnainnihaldi heyja og verkun heys í rúlluböggum, svo aö dæmi séu nefnd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.