Morgunblaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1994 Þrjár sýningar _______Myndlist Bragi Ásgeirsson í aðalsölum Hafnarborgar sýnir Baltasar Samper 23 ný myndverk, sem flest eru af stærri gerðinni og sum þeirra mjög stór. Aðallega eru þetta málverk, en í innri sal eru einnig nokkrar teikningar. Á undanfömum árum hefur listamaðurinn verið gagntekinn af fomum kveðskap og sækir viðfangsefni sín aðallega í Eddu- kvæðin. Eins og hann sjálfur segir í viðtali hefur henn gleypt í sig lesningu sem þeim tengjast og þreytist ekki á að mála mynd- ir sem skara þau. Baltasar er einn af þeim myndlistarmönnum sem liggur mikið á hjarta og er mjög í mun að segja frá lifunum sínum. Hann er sem sagt málari ná- lægðarinnar og og er ekki nema mjög gott um það að segja. Einnig er það mjög til fyrir- myndar að leita til arfleifðarinn- ar í fombókmenntum okkar og vinna úr sjálfri sögunni. Það er og í samræmi við vinnubrögð ýmssa nafnkenndustu núlistar- menn álfunnar á undanfömum áram, jafnframt því sem arki- tektar leita til húsagerðarlistar fyrri alda og færa í nýjan og ferskan búning. þetta er ánægjuleg þróun, því ég man vissulega þá tíð að slfldr þóttu „afturkreistingar" og við- undur af framsæknum myndlist- armönnum. Á seinni tímum hefur tjáfrelsi í listum aukist til muna og hið heimspekilega innihald og hug- myndafræði jafnvel orðið mikil- vægara sjálfri útfærslunni Áhættan við að leita myndefna í bókmenntum er þó jafnaðarlega sú, að myndimar beri full mikinn dám af þeim og að gerandinn missi sjónar á innri og ytri lög- málum myndflatarins, vegna þess að upphafin kyngi orðlistar- innar glepur honum sýn. Myndverk getur aldrei helgast af myndefninu einu hversu há- leitt sem það er, því eins og Rainer Maria Rilke sagði í óbundnu máli: „Það gengur mik- il og eilíf fegurð gegnum veröld alla og henni er réttlátlega dreift yfir stóra og smáa hluti." Þannig er hægt að gera mikil- fenglegt listaverk úr mosabarði ekki síður en helgisögu og yfir- leitt er það sjálf úfærslan og virkjun innri lífæða myndflatar- ins sem máli skiptir í tilorðningu myndverka. Þetta mun Baltasar vera ljóst, en samt þrengir sjálft myndefnið iðulega mjög að sköpunarverk- um hans og hann sér sjálfur vafalítið margt í myndum sínum sem öðram er hulið og fer þann- ig framhjá hinum almenna skoð- anda, nema kannski ef sá er jafn eldheitur unnandi Eddukvæða og hann sjálfur. Eitt málverk, sérstæðum galdri magnað, vakti fljótlega athygli mína er inn í salinn kom og ég þóttist strax viss um að það væri hrifmesta mynd sýning- arinnar og jafnfram sú er fæli í sér sterkustu tilvísunina til Eddukvæðanna. Eftir endur- tekna heimsókn er ég enn á sömu skoðun, þótt sumar myndanna, t.d. „Loki klippir gull“ (3) og Þrymheimar (10), stæðu þá sterkar en uppranaleg áhrif ann- arra töpuðust eins og gengur. Var hér um að ræða myndina „Landslag í álögum“ (1) , sem er létt og áreinslulaust máluð en samt svo sterk í byggingu og fjölbreytileg í formrænum stíg- andi. Engar beinar hlutlægar tilvís- anir eru í myndinni en samt skynjar maður svo mikla lífræna gerjun og lífsmögn í henni, jafn- framt því sem dularfullur upp- hafinn ljóðrænn strengur gengur eins og rauður þráður um mynd- flötinn allan. Önnur mynd, sem vakti einnig strax athygli mína var kröftug- lega máluð mynd af fígúra er nefnist „Persóna úr Eddu“ (2) . Hér koma greinilega fram áhrif frá landa hans, Katalóníu- manninum Antonio Tapies, sem er einn nafnkenndasti núlista- maður Spánar um þessar mund- ir. Það vora fleiri myndir sem ég staldraði sérstaklega við, svo sem „Freyja“ (7), Hlutteinar" Baltasar og Kristjana Samper. (9), „Skáldamjöður, „Bæli Bill- ingsdóttir“ og Nifhel (11, 12 og 13) sem allar eru magfnaðar og goðfræðilegar, en í þeim felast þó einnig leikrænir taktar og mikið spil með áhrifameðöl, sem er ekki það sem ég met mest hjá listamanninum. Kristjana Samper í Sverrissal á jarðhæð sýnir Kristjana Samper, eiginkona Baltasars, 15 skúlptúra og lág- myndir. Ýmsir muna vafalítið eftir sýningu hennar á Kjarvalsstöð- um fyrir nokkram áram, er hún kom fyrst fram með þessa teg- und mynda og dijúga athygli vakti. Þennan myndstíl hefur Krist- jana leitast við að þróa, en nú notast hún mun meira við jarð- liti og fram koma einnig sterk áhrif frá Tapies og er líkast sem þau hjónin hafí heimsótt Tapies- safnið á Aragó-reiðgötunni í Barcelona og eðlilega orðið fyrir sterkum áhrifum. Það era nokkur umbrot í myndum Kristjönu, en leikrænir taktar era einnig áberandi og Kristbergur Pétursson. þar líkist hún bónda sínum. Áhrifaríkustu og formrænt sterkustu skúlptúramir á sýn- ingunni era að mínu mati svörtu verkin er blasa við er inn er komið „Stúdía fyrir Ask og Emblu“ (12), sem menn gætu í fyrstu álitið að væra úr steini eða jafnvel marmara en era hoggin í leir! Þessir skúlptúrar era svo hreinir, beinir og formrænt sterkir að þeir bera af öllu öðra. Hin leikræna og frásagnarlega tjáning er hins vegar full rík í ýmsum verka Kristjönu, t.d. í verkinu „Persóna", en þar er höndin á brjóstinu og fæturnir sem eins og spretta út úr stytt- unni neðst, viðbót sem ég á bágt með að sætta mig við vegna þess að ég tel höfuðið og búkinn standa fullkomlega fyrir sínu í formrænum styrkleika. Litrænt áhrifaríkust er vafa- lítið verkið „Draumur" (8), sem ber sterkan keim af Tapies og verkið „Drangey" (2) er mjög áleitið og vel formað frá öllum hliðum. Listakonan leggur mikla áherslu á lýsinguna, sem gerir fyrstu áhrifin mun magnaðari en ella en það eykur einnig á leikrænt yfírbrað sumra mynd- anna. Þótt margt sé mjög athyglis- verð í myndgerð Kristjönu Sam- per er ég þess fullviss að mun meira er í hana spunnið en fram kemur á sýningunni og einkum hygg ég að hún ætti að leggja meiri áherslu á heildaráhrifin í stað þess að bæta við hjáleitum atriðum sem færa myndgerð hennar nær listiðnaðinum. Krist- bergnr Péturs- son í Kaffistofu Hafnarborgar er þriðja sýningin og er um að ræða nokkur olíumálverk á striga eftir Kristberg Pétursson. Kristbergur lauk námi við MHÍ 1985 og var svo við fram- haldsnám við Ríkisakademíuna í Amsterdam 1985-88. Hann hefur haldið fjórar sýningar og þeirra viðamest var sýning í aðalsölum Hafnarborgar á sl. ári er góða athygli vakti og er þeim er hér ritar í fersku minni. það era 9 verk á sýninunni og öll frekar smá og litaskalinn er áberandi brúnn og rauður jafnframt því sem örfínum blæ- brigðum kaldra frumlita bregður við. Einkenni myndanna er jafn og hægur litrænn stígandi með ljóðrænu yfírbragði. Myndverkin era fyrirferðarlítil á veggjunum, era vel og var- fæmislega máluð en luma á sér, auk þess sem dijúg íhugun virð- ist liggja að baki þeirra. Ég tók varla eftir þessum myndum við fyrstu skoðun, en þær urðu þeim mun ágengari í annari yfirferð, enda er aðall þeirra að gerandinn er eins spar á áhrifameðölin (effektana) og hugsast getur. í þeim er einhver dularfull kosmísk birta og ró í bland við eilífðina sem kemur einkum fram í aflöngum mynd- um nr. 1 og 2. Satt að segja njóta myndimar sín ekki á staðnum, því að eðli þeirra kallar á sérstakt umhverfi og lýsingu. Allar þessar þijár sýningar standa til sunnudagsins 20 marz. Aðeins eru eftir tvær sýningar á ballettsýningu íslenska dansflokks- ins á stóra sviði Þjóðleikhússins. íslenski dansflokkurinn Síðustu sýningar á stóra sviði Þjóðleikhússins AÐEINS eru tvær sýningar eftir á ballettsýningu íslenska dans- flokksins sem nú er á stóra sviði Þjóðleikhússins. Á sýningunni eru sýndir fjórir ballettar. Tvö verkanna eru samin sérstaklega fyrir íslenska dansflokkinn: Mánans ar eftir Auði Bjamadótt- ur, við tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson og Vitlaust númer eft- ir Maríu Gísladóttur við tónlist Péturs Grétarssonar. Að auki eru sýnd tvö erlend dansverk: Draumar eftir bandariska dans- höfundinn Stephen Mills og verk eftir Lambros Lambrou, sem ættaður er frá Kýpur. Sýningin hefur fengið lofsamleg ummæli hjá gagnrýnendum og áhorfendum. Allir dansarar flokks- ins taka þátt í sýningunni. Leik- mynd og búningar era hannaðir af Karli Aspelund og Leslie Bonnell, Lauren Hauser aðstoðaði við svið- setningu, lýsing er í höndum Björns B. Guðmundssonar og sýningar- stjóri er Kristín Hauksdóttir. Síð- ustu sýningamar verða sunnudag- inn 20. mars kl. 20 og laugardaginn 27. mars kl. 14. (Fréttatilkynning) DAGBÓK VINAFÉLAGIÐ verður með sælkerakvöld í kvöld kl. 20 í Templarahöllinni og er það öllum opið. BARNADEILD Heilsu- verndarstöðvar Rvíkur og Hallgrímskirkja eru með opið hús fyrir foreldra ungra bama í dag kl. 10-12 í Hall- grímskirkju. Umræðuefni: Mataræði bama. REIKI-HEILUN. Opið hús í kvöld kl. 20 í Bolholti 4. FLÓAMARKAÐSBÚÐIN, Garðastræti 2, er opin þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 13-18. KIRKJUSTARF___________ ÁSKIRKJA: Opið hús fyrir alla aldurshópa í dag kl. 14-17. Biblíulestur kl. 20.30. Fyrsta Mósebók. Ámi Bergur Sigurbjömsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Mömmumorgunn kl. 10.30. DÓMKIRKJAN: Kirkju- nefnd kvenna Dómkirkjunnar hefur sinn árlega kaffisölu- dag sunnudaginn 20. mars. Við guðsþjónustu dagsins kl. 14 prédikar frú Ebba Sigurð- ardóttir, biskupsfrú. Eftir messuna verður kaffisala í safnaðarheimilinu við Lækj- argötu. HALLGRÍMSKIRKJA: Kvöldbænir með lestri Passíu- sálma kl. 18._________ HÁTEIGSKIRKJA: Starf fyrir 10-12 ára böm kl. 17. Kvöldsöngur með Taizé-tón- list kl. 21. Kyrrð, íhugun, endumæring. LANGHOLTSKIRKJA: Vinafundur kl. 14-15.30 í safnaðarheimili. Umfjöllun: Efri árin. Leiðbeinandi Sigrún Gísladóttir, framkv.stj. Elli- málaráðs. Aftansöngur kl. 18. LAUGARNESKIRKJA: Kyrrðarstund kl. 12. Orgel- leikur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnaðarheimili að stundinni lokinni. Starf fyrir 10-12 ára í dag kl. 17. BREIÐHOLTSKIRKJA: í kvöld kl. 20.30 fjölskyldu- samvera fyrir börn sem ferm- ast eiga 4. apríl nk. Mömmu- morgunn föstudag kl. 10-12. FELLA- og Hólakirkja: Æskulýðsfundur 10-12 ára kl. 17 í dag. Föstuguðsþjón- usta kl. 20.30. Ragnheiður Guðmundsdóttir syngur litan- íu, píslarsagan lesin, organisti Lenka Mátéová. ________ KÁRSNESSÓKN: Starf með eldri borguram í safnaðar- heimilinu Borgum í dag kl. 14-16.30. SELJAKIRKJA: Frímerkja- klúbbur í dag kl. 17. t I ! I i i t i i l I i \ i 1 í i I i I t i I i l l i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.