Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994 yfirheyrt á kt'ánni, en það var skáld- ið Johannes Ewald - það orti ljóðið við danska þjóðsönginn - sem tryggði Rungsted fastan sess í dönskum bók- menntum. Fjölskylda hans í Kaup- mannahöfn vildi losna við viðkvæmt og drykkfellt skáldið úr sollinum, kom því fyrir hjá vertinum í Rungsted og þar dvaldist það frá vori 1773 til hausts 1775. Ewald hætti ekki að drekka, enda krá líklega ekki góður staður til þess, en þarna orti hann mörg af sínum kunnustu kvæðum. Annar orðsins maður var bendlaður við staðinn upp úr miðri nítjándu öld- inni þegar Georg Brandes hélt við vansæla eiginkonu húsráðandans, en þá var hætt að reka veitingasölu á búinu. Árið 1879 keyptu tvö böm kammerherrans Dinesens húsin og landareignina. Wilhelm hét annað þeirra, 34 ára piparsveinn, og skömmu síðar giftist hann hinni 25 ára Ingeborg Westenholz og næstu ellefu árin eignuðustu þau fimm börn í Rungstedlundi. Eitt þeirra var Kar- en Dinesen. Þrátt fyrir að Wilhelm Dinesen væri framsýnn maður og greindur og hafi skrifað vinsælar bækur um veiðar, þá náði hann sér í ólæknandi sjúkdóm og hengdi sig þegar Karen var tíu ára gömul. Þremur árum síð- ar brunnu tvær af fjórum álmum Rungstedlundar og voru aldrei end- urreistar. En þrátt fyrir þessar hrak- farir, þá bjó ekkjufrú Dinsesen þar áfram með börnum sínum og þar skrifaði Karen sínar fyrstu sögur og þar bjó hún til 1913, eða allt þar til hún fór til Afn'kur til að giftast unn- usta sínum og frænda, sænska bar- óninum Bror von Blixen-Finecke sem hafði keypt kaffibúgarð í Kenýa. Karen var þá 28 ára. Karen Blixen eyddi 17 árum í Afr- íku. Hún skildi við baróninn og átti í nánu sambandi við Englendinginn Hutton, en hann fórst í flugslysi og á endanum missti hún jörðina. Á þessum tíma kom hún oft til Dan- merkur og dvaldist ætíð hjá móður sinni í Rungstedlundi. Og þangað flutti hún að nýju í ágúst 1931, gjald- þrota og full vonbrigða eftir Afríku- dvölina. En Karen settist við skrif- borð föður síns og tók að skrifa. „Sjö hrollvekjur" færðu henni á svip- stundu alþjóðlega hyili og flestar aðrar bækur hennar urðu einnig til í friðsælu og fijóu andrúmsloftinu í Rungsted. Eftir að ekkjufrú Dinesen lést árið 1939, eftirlétu systkini Kar- enar henni búið - þau voru öll vel efnuð - og hún varð húsfreyjan á staðnum. Heimili Karenar Blixen varð fljót- lega þekkt fyrir fegurð og sérkenni- leika, en sjálf sagði hún að það ætti að vera „glæsilegra en prestssetur en ekki eins glæsilegd; og sveitaset- ur“. Hún varð aldrei mjög efnuð og gerði lítið af því að kaupa sér hús- gögn og skraut, en það sem hún átti var óneitanlega sérstakt og er enn á sínum stað. Á veggjum eru myndir sem hún málaði sjálf í Afríku, alls ekki illa gerðar, og aðrar eldri og virðulegri af forfeðrum. Mikið af húsgögnunum hafði verið á heimili hennar í Afríku, eins og forláta grammafónn, hægindastóll Denys Finch Hattons og bókaskápur langafa hennar. í herbergjunum eru veglegar kamínur, kistur og standklukkur, sófar, borð og stólar, og allt á þetta sér sögu og kemur víða fyrir í skrifum Karenar. I sófanum við arininn tók hún á móti gestum og fiutti víðfræg útvarpserindi sín á sjötta áratugnum, gluggatjöldin eru síð og liggja fram á gólfin og í vinnustofu hennar, sem hún kenndi við skáldið Ewald, er skrifborð föður hennar, vopn frá Afr- íku og myndir af elskhuganum sem grafinn var í Kenýa. Síðustu árin sem Karen Blixen lifði vann hún með ritara sér við hlið og í raun furðulegt hveiju hún kom í verk, því 1955 gekkst hún undir magauppskurð og gat e.inungis neytt fljótandi fæðu eftir það. Líkaminn féll saman - hún var 35 kíló síðustu . árin og glímdi við næringarskort - en engu að síður náði hún að upp- fylla .þann draum sinn að ferðast til flestra stórborga Evrópu og Banda- ríkjanna, halda regluleg útvarpser- indi, skrifa greinar og bækur og taka á móti gestum. En síðdegis hvern einasta dag sem hún eyddi í Rungstedlundi, settist hún niður og horfði á ljósmyndir af Denys Finch Hutton, stóð síðan upp, opnaði sval- ardyrnar og horfði þögul suður um stund; í átt til Afríku. LISTAMANNALAUN — FORSENDUR - ÁFORM - ÓÁHŒGJA - ÁVINHINGUR LISTIN SALTAR GRAUTINN STARFSLAUN listamanns gera honum kleift að helga sig alfarið eigin list, öðruvísi væri það ekki hægt, enginn lifir óstuddur af listinni á Islandi. Ekki í bili að minnsta kosti. Það er samdóma álit þeirra sem rætt er við hér á eftir vegna nýjustu úthlutunar listamannalauna úr opinberum sjóðum. Það er líka ástæða þess hve margir sækja, undir 500 manns í ár. Uthlutunarfé hrekkur síðan skammt til þess að allir verði ánægðir, nærri fjórir af hverj- um fimm fá ekki neitt, og sumum finnst þeir órétti beittir. Hinir, sem fengu, þurfa ekki um sinn að eyða tíma í brauðstrit annað en listina og mega það raunar ekki, ekki þeir sem fá laun greidd í ár eða þijú ár. Hálfs árs laun eru hins vegar algengust og ferða- styrkir veittir að auki og styrkir til ákveðinna eldri listamanna. Nú spyr sá forvitni, hveijar eru forsendur úthlutunar og hvað ætla svo handhafar launanna að takast á hendur? Nokkrir launþegar til þriggja ára voru spurðir um áformin og fólk úr úthlut- unarnefndum innt eftir hvað við væri miðað. Það reyndist áþekkt hjá sjóðunum fjórum sem greitt er úr; Launasjóði myndlist- armanna, Launasjóði rithöfunda og Tónskáldasjóði auk Listasjóðs, sem er almennur sjóður samkvæmt laganna hljóðan, en þó ætlaður leikhúslistamönnum að minnsta kosti að hálfu og svo flytjendum tónlistar því þejr falla hvergi ann- ars staðar inn. Úr Listasjóði úthlut- ar þriggja manna stjórn lista- mannalauna sem jafnframt hefur yfirumsjón með öðrum sjóðum og fer yfir skýrslur sem launtakendur skila að tímabili loknu. Stjórnir sérsjóðanna þriggja hafa þó endan- legt vald til úthlutunar að sögn Þórunnar Hafstein í menntamála- ráðuneytinu. Þær eru skipaðar þrem aðilum til eins árs í senn eftir tillögu við- komandi fagfélags. Stjórn lista- mannalauna er hins vegar skipuð til þriggja ára, einum að tillögu Bandalags íslenskra listamanna, einum að tilögu Háskólans og einn skipar menntamálaráðherra án til- nefningar. Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri er nú formaður stjórnarinnar. Hann segir um forsendur úthlut- unar úr Listasjóði að litið sé á hvernig viðkomandi hafi staðið sig og hvort líkur séu á að hann geti helgað sig listinni. Annað geti hann ekki sagt, af augljósum ástæðum, varðandi trúnað við hvern og einn og vegna undan- þáguákvæðis stjórnsýslulaga um að ekki þurfi að rökstyðja styrki til lista og vísinda. Þetta kann að vefjast fyrir ein- hveijum þeirra sem ekki fengu úthlutað í marslok. Þeir vildu gjarna vita ástæður þess að þeim var neitað og öðrum, ef til viil óreyndari, úthlutað. Þórhildur Þor- leifsdóttir leikstjóri er í þessum hópi, hún sótti um laun úr Lista- ejóði en fékk ekki. Eiginmaður hennar, Arnar Jónsson leikari, er hins vegar annar tveggja af þriggja ára þegum sjóðsins. Þór- hildur segir þau að mestu hafa sótt um vegna sama verkefnis og spurning sé hvort hann eiga þá að vinna helminginn. „Þar að auki verð ég að viðurkenna," segir hún, „að eftir allan þennan tíma í leik- stjórn, 20 ár og 18 þeirra í lausa- mennsku, finnst mér hart að alger- ir byijendur á þessu sviði séu tekn- ir fram yfir mig. Reynslan hlýtur að vera trygging fyrir fagþekkingu og ég veit ekki hvað úthlutunar- nefnd þekkir til starfa byrjenda. Maður ætti að fara að ná_ þeim þroska að teljast verðugur. Ég hef raunar heyrt úr fleiri starfsstéttum listamanna svipaða óánægju.“ Steinunn Jóhannesdóttir rithöf- undur er einnig ósátt við úrslitin og hefur kært til Jafnréttisráðs úthlutun úr Launasjóði rithöfunda. Hún segir hlutföll kynja þar afar óhagstæð konum, 34 karlar en 7 konur fái hálfs árs laun, 5 karlar og 4 konur árslaun og karl þriggja ára laun. „Mér finnst ég sniðgeng- in,“ segir hún, „sennilega sem kona. Um starfslaun sóttu fimm leikskáld sem voru með verk í stóru húsunum í vetur. Fjögur fengu, allt karlar, en minni umsókn var hafnað. Þó er þriðjungur félaga í Rithöfundasambandinu konur. Þarf ekki að taka tillit til jafnrétti- slaga við úthlutun? Þau hafa þann tilgang að bæta stöðu kvenna. í listum hefur hún alltof lengi verið slæm.“ Guðrún Nordal situr í stjórn rit- höfundasjóðsins og segist ekki geta tjáð sig um einstök tilvik. 172 umsóknir hafi borist og 51 getað fengið já. „Við förum yfir hveija umsókn fyrir sig,“ segir hún, „og komum okkar saman um niður- stöðu. Hana þurfum við ekki og eigum ekki að rökstyðja opinber- lega.“ Forsendur umsækjenda eru á sama hátt trúnaðarmál og sumir þeirra sem hlutu laun hika þegar spurt er um áformin næstu ár. Einar Már Guðmundsson rithöf- undur, sem hlýtur starfslaun til þriggja ára, segist hafa ýmislegt í takinu en hann sé feiminn við að tíunda óorðna hluti. „Ég er aðallega að fást við sagnaritun núna,“ bætir hann við þegar á er gengið, „og sé ekki annað en svo verði áfram næstu misseri. Ég hef alltaf verið dálítið fyrir grúsk og nú er ég að kynna mér ýmsa sögulega atburði með úrvinnslu þeirra í huga. Á sínum tíma lærði ég sagnfræði og vinnu- brögð hennar geta farið ágætlega með vinnu rithöfundarins. Starfs- launin veita mér visst fjárhagslegt öryggi, en breyta engu um ætlun- arverk mitt í ritlistinni. Hún er enn mikill bardagi — maður getur ekki hallað sér aftur á bak og horft út í loftið. Vinnuregla mín er: Eins fljótt og ég get, eins lengi og ég þarf.“ Tónskáldasjóður er miklu smærri en sjóður rithöfunda, hér skrifa fleiri en kompónera. í ár sóttu 25 tónskáld um starfslaun og 5 fengu. „Sjóðurinn hefur að okkar mati of lítið fé,“ segir Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari, sem sjálf fékk starfslaun til eins árs úr Lista- sjóði og situr í stjórn Tónskálda- sjóðs. „Við hefðum viljað geta út- hlutað fleirum til lengri tíma, tón- skáld verða helst að helga sig starfinu alveg og stærri verk þurfa lengri tíma en hálft ár eða jafnvel ár.“ Rut segir að umsóknum fylgi oft upplýsingar um fyrirliggjandi verkefni, en starfsferill tónskálds- ins sé fyrst og fremst hafður til viðmiðunar. „Við viljum gjarna að fólk sé búið að sanna sig,“ segir hún. Hjá Launasjóði myndlistar- manna er heildarferill listamanns- ins iíka aðalatriði að sögn Kristín- ar G. Guðnadóttur listfræðings sem sæti á í stjórninni. „Við lítum sérstaklega til virkni listamanns næstu ár á undan og til fyrirætl- ana hans á tímabilinu," segir hún. „Einnig þess hvort fólk hafi fengið starfslaun tvö undanfarin ár. Gögnin sem fylgja umsókn gefa yfirleitt góða mynd af vinnu lista- mannsins og þótt heildarmyndin sé þar meginatriði höfum við núna veitt nokkrum ungum og efnileg- um listamönnum laun. Þeir þurfa hvatningu og viðmiðunin var námstíminn og fyrstu sýningar." Átta myndlistarmenn fengu nú eins árs starfslaun og 11 hálfs árs. Fjórir fá laun greidd í þrjú ár: Birgir Andrésson, ívar Val- garðsson, Sigurlaug Jóhannsdóttir og Svava Björnsdóttir. íslensk þjóðareinkenni, mínimallist, text- íllist og lágmyndir úr pappa hafa í sem fæstum orðum verið við- fangsefni þeirra. ívar hefur sýnt reglulega hér heima og erlendis um árabil og segist bara halda sínu striki héreft- ír sem hingað til. „Ég hef alltaf þurft að stunda aðra vinnu með myndlistinni," segir hann, „bygg- ingarvinnu, vaktir á geðspítala, afleysingar í lögreglunni, viðgerðir höggmynda. Nú fæ ég hins vegar svigrúm til samfelidrar myndlistar- vinnu. Það er vitanlega kærkomið því ég hef nóg að gera og tek til dæmis þátt í fjórum samsýningum í næsta mánuði. Síðast hélt ég hér einkasýningu í Norræna húsinu fyrir tveim árum, það er eiginlega lágmarkstíminn sem líða þarf milli sýninga á þessum litla markaði.“ Svava Björnsdóttir sýndi síðast einsömul á Kjarvalsstöðum í fyrra. Hún kennir myndlist og ætlar af ýmsum ástæðum að byija að taka launin í upphafi næsta árs. Ætlar hún að halda áfram að steypa úr pappa? „Það er aldrei að vita hvað gerist,“ er svarið, „aðalatriðið er að geta unnið óskipt og laus við daglegt mas og amstur.“ Einmitt þetta er listamönnum gert betur kleift en fyrr með gild- andi lögum um starfslaun. Þau hafa í þijú ár legið úthlutun til grundvallar. 107 milijónir skiptast á fjóra sjóði sem veitt geta laun í allt að fimm ár þótt enn hafi það ekki gerst. Launin nema 92 þús- undum á mánuði og miðast við lektorslaun í Háskólanum. Áður var fimm sinnum minna heildarfé til úthlutunar og starfslaunatíminn styttri. Fátt er því svo með öllu illt. Og ekkert fullkomið. Hafliði Hallgrímsson tónskáld, þriggja ára þegi Tónskáldasjóðs, segist þreytt- ur fyrirfram á vinnu næstu ára. Hún er þauiskipulögð og veitir ekki af. „Ég er í verkefni núna en byija í september á sinfóníu sem ég ætla að tileinka Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Hugmyndin var fyrir mörgum árum að gera þetta í til- efni af fimmtíu ára afmæli lýðveld- isins. Nú hefur hún hlotið hljóm- grunn og ég vonast til að hægt verði að frumflytja í lok næsta árs svo ekki verði allt of langt liðið frá afmælinu. Meðal annarra verkefna eru skrif fyrir Tríó Reykjavíkur, Caput-hópinn og sumartónleika í Skálholti. Auk þessa vonast ég til að ljúka öðru stóru hljómsveitar- verki á síðasta starfslaunaárinu. Svona er ég nú búinn að skipu- leggja upp á mánuð og get ekki neitað því að_ tilhugsunin þreytir mig dálítið. Ég á erfitt með að semja tónlist." Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari fékk þriggja ára úthlutun frá Listasjóði. Hún er á öðrum nótum en tónskáldið og segist ætla að láta reyna á starf á alþjóðlega vísu. „Ég er nýkomin í samband við umboðsmann í Englandi," segir hún, „og einmitt að bíða núna eft- ir bréfi með ýmsum tillögum um tónieika. Á þessu tímabili ætla ég að sjá hvort þetta gengur upp. Hingað til hef ég verið heppin, fólk hefur heyrt mig spila í keppni eða á tónleikum og beðið mig að koma, en þessu er ekki endalaust treystandi. Mig langar líka að nota tímann til að læra verk, sem ég á þá til að nota seinna. Tónlistin fer ekki úr pokahorninu." Þórunn Þórsdóttir Dómínó leiklesið ó Smíðaverkstæðinu LEIKRITIÐ Dómínó eftir Jökul Jakobs- son verður leiklesið á Smíðaverkstæðinu á morgun, sunnudag. Þetta er þriðja og jafnframt síðasta leikritið í leiklestraröð Þjóðleikhússins, sem efnt var til í minn- ingu þessa merka leikskálds, en Jökull hefði orðið sextugur á þessu leikári. Fyrri leiklestrar voru Sjóðleiðin til Bagdad og Herbergi 213. í kynningu segir: „Dómínó var frumsýnt 4. júní 1972 af Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó og hlaut frábærar viðtökur. Leikstjóri var Helgi Skúlason. í Dómínó hefur Jökull náð meistaratökum á þeirri tækni sem hann hafði verið að þróa smám saman, þar sem persónur tala saman án þess að tala saman. Þar sem hver talar um annan þveran, ef svo má segja, og „sam- skipti“ eru nafnið tómt. Fyrir vikið er hér ef til vill besti, heilsteyptasti og mest heillandi textinn í samanlögðum leikritum Jökuls. í Dómínó kynntumst við jafnframt í fyrsta sinn persónu sem varð fyrirferðarmikil f flestum síðari leikritum Jökuls. Það er maðurinn sem fór út í heim og snýr nú til baka, kominn á miðjan aldur og hefur ekkert fundið annað en ennþá fyrirferðarmeira innihalds- og merking- arleysi. Flytjendur eru Hjalti Rögnvaldsson, Guðrún S. Gísladótttir, Elva Ósk Óskarsdóttir, Guðrún þ. Stephensen, Ingvar E. Sigurðsson og Tinna Gunnlaugsdóttir. Ixdkstjóri er Helga Bach- mann. Leiklesturinn hefst á Smíðaverkstæðinu kl. 15 og er sérstök athygli vakin á því að verkið verður aðeins flutt í þetta eina sinn.“ Hópurinn sem stendur að leik- lestrinum ásamt leikstjóranum Helgu Bachmann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.