Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994 B 3 Þrjár finnskar listaknnur sýna í Hlaðvarpanum stnrar ng litríkar silkimyndasngnr um frísklega nútímastúlku KONA SEM SEGIR SEX HAPPAOGGLAPPAHÚN eða Tilviljanatáta er kona sem ýmsir kannast við. Hún er glöð og góð í að sjá skemmti- legu hliðina á hlutunum. Lífið er ekki alltaf einfalt og ekki alltaf auðvelt og einmitt þá grípur þessi kona til sinna ráða. Þá slær hún upp veislu eða lætur sig dreyma. Þegar drasl- ið er að kæfa hana setur hún sígilda músík í botn, fer í vaðstígvél og vopnast kústinum. Að loknu ástarævintýri dregur hún fram fallegu fötin sín og fær sér blóm í stof- una. Húmorinn er hennar besti vinur. Konan kemur frá Finnlandi og gefur nú gestum Hlað- varpans færi á að kynn- ast sér. Hún heitir á ensku Haphasardess og birtist vikulega á síðum fínnska kvennablaðsins Me Naiset í myndasögunni Satunnainen. Hún er líka komin á stórar silkimyndir, litríkar og gleðigefandi, og þær eru til sýnis á efri hæð Hlaðvarp- ans við Vesturgötu. Aðstandendur bombunnar, þijár finnskar lista- konur, opnuðu sýninguna á silki- myndasögunum á sumardaginn fyrsta. Hún er opin virka daga frá 12 til 18 og laugardaga frá 12 til 16 næstu tvær vikur, fram til 7. maí. Maikki Harjanne er barnabóka- höfundur og veflistakona, hún hefur unnið sjónvarpsþætti fyrir börn og búið til teiknimyndir. „Ég hafði gert teiknimyndabækur fyrir börn,“ segir hún „og langaði að breyta yfir í myndasögu fyrir full- orðna. Sögu um svona konu. Þetta var í febrúar í fyrra og ég hafði samband við Eppu, sem greip hug- myndina á lofti.“ Eppu Nuotio er leikkona' og rithöfundur og hún kom strax næsta dag með fjöl- margar hugmyndir að litlum sög- um. Haphasardess varð til. í apríl könnuðu þær stöllur hvort viku- blaðið sem nefnt er áður vildi birta myndasögumar. Svo var og síðan hafa lesendur þess fylgst með gleðilegum raunum Draumadísu, sem hún gæti líka heitið. Um sumarið fóru síðan Eppu og Maikki að ræða um silkisögur, sögur í yfirstærð, litríkar sögur til að lífga upp hvunndaginn. Þær sneru sér til Johönnu Bruun, tísku- hönnuðar, sem rekur eigið fyrir- tæki í Helsinki, og henni leist strax vel á málið. í nóvember opnaði þríeykið sýningu í Museum of Applied Arts í Helsinki. Hún er nú komin til Reykjavíkur og héðan fer konan lífsglaða aftur til Finn- lands á tvær sýningar og hennar bíða raunar líka sýningar í San Fransisco og Tókýó á næsta ári. Svona kona getur ekki annað en slegið í gegn hjá þeim sem kynn- ast henni. Þ.Þ. Morgunblaðið/Sverrir Maikki, Eppu og Johanna með vinkonu sinni í Hlaðvarpanum. Henni myndi passa topphattur eins og Maikki er með. SHE FAXED OAI HER &IRTHDAy HEFJIÐ YÐUR, ÞÉR ÖLDNU DYR Atli Heimir Sveinsson og Einar Jóhannesson. HegleiOslukonsert Atla Helmls Imli klarlnettu frumflutlnr at Elnaii Jóhannessyni í Kiistskiikju klukkan 17 á meignn KYRRÐARTÓNLIST, tónlist til að ferðast við um víðátt- ur sálarinnar, þannig lýsir höfundur hljómunum sem berast um Kristskirkju síð- degis á morgun. Atli Heim- ir Sveinsson hefur samið klarinettuverk fyrir Einar Jóhannesson, sem frum- flytur það í kirkjunni.Stað- urinn hæfir textanum sem gengið er út frá, hann er úr 24. Davíðssálmi og hljóðar svona: Þér hlið, lyftið höfðum yðar, hefjið yður, þér öldnu dyr, að konungur dýrðarinnar megi inn ganga. Verkið er að sögn Atla Heim- is hugleiðsla fyrir einleiks- klarinétt, sennilega lengsta einleiksverk sem samið hefur verið fyrir hljóðfærið, yfír sjötíu mínútna langt. „Ég hafði lengi ætlað að skrifa fyrir Einar,“ segir hann, „og út- koman varð þessi. Engin snögg veðrabrigði, aðeins ein hljóðpípa, ekki atburðir heldur ástand. Tón- skáldið John Cage sagði einhvern tímann að væri músík löng og leiðinleg ætti maður að halda áfram að hlusta og svo ennþá áfram og þá myndi eitthvað ger- ast. Ég hef aðeins heyrt þessa tón- list innra með mér og held að hún krefjist einbeitingar. Þá getur maður gleymt sér og henni raunar líka — þannig er hugleiðsla. Hún er mikilvæg í kristinni trú, við Einar erum kaþólskir og ég vísa dálítið til þess í tónlistinni. Hins vegar á hún lítið skylt við nýaldar- starfsemi eða austurlensk trúar- brögð. Kannski er þetta visst tímabil hjá mér, ég hef verið að semja fleiri kyrrðarverk. Leþe til dæmis fyrir bassaflautu sem Kolbeinn Bjarnason hefur leikið og nú hef ég í smíðum stórt verk fyrir ein- leiksfiðlu sem Rut Ingólfsdóttir mun flytja á næstunni.“ Atli Heimir skrifaði klarinettu- verkið í fyrra og vildi hafa það upprunalegt. „Ekki frumstætt,“ segir hann, „heldur upprunalegt í þeim skilningi að tónlist var í upphafi hluti helgisiða. Henni var ætlað að hjálpa fólki að nálgast guðdóminn. Ég reyndi líka að semja tónlist handan hugtaka, hvorki hæga né hraða, hvorki sterka né veika. Bæði formfasta og fijálsa með nákvæmlega niður- skrifuðum nótum og óendalegum möguleikum í túlkun. Að minnsta kosti fyrir jafn afburðagóðan flytjanda og Einar. Hann hefur þessi hárfínu blæbrigði á valdi sínu.“ Konsertinn breytist að sögn tónskáldsins eins og hitastigið — oft og tíðum án þess að við gefum því gaum. „Ég hafði engin sérstök áform þegar ég samdi hann,“ seg- ir Atli Heimir. „Byijaði með lín- urnar úr sálmunum og lét innsæið ráða. Skrifaði niður spuna fyrir hið alminnsta og einfaldasta; hol- að innan tré.“ Þ.Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.