Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994 B 7 Umstang út af litlu Eugene Ionesco Stephen Spender T.S. Eliot Eftir Jóhann Hjálmarsson KONUNGUR deyr, leikrit Eugene lonescos, fjallar um konung sem vill ekki deyja og hefur tekist aó lifa lengi. I lok verksins virðist þó draga til tíðinda í lífi kon- ungsins, það fjarar út. Hann er orðinn óhagganlegur, stífur eins og stytta. Mar- grét, fyrri drottning hans, segir við hann: „Jæja, nú ertu orðinn mál- laus, óþarfi fyrir hjartað að slá, og engin þörf lengur á að anda. Það var umstang útaf litlu, var það ekki?“ (Þýðing Karls Guð- mundssonar.) Ionesco sem er nýlátinn gerði sér grein fyrir fánýti valdsins og líka hættum þess. Hann deildi á ýmsa stjórnarherra, ekki síst Ceausescu Rúmeníuforseta, en Io- nesco var af rúmenskum uppruna. Hégómleiki sækir heim rithöf- unda sem aðra. Sá sem flestum betur skynjaði fáránleikann í lífinu gat íklæðst búningi heiðursfylk- ingarinnar, frönsku akademíunn- ar, án þess að stökkva bros. Það var dálítið eins og í leikriti að sjá myndir af Ionesco þannig upp- færðum. Sir Stephen Enska skáldið Stephen Spender var sleginn til riddara á sínum tíma og aðlaður. Hann er því ávarpaður Sir. Hann kvaðst hafa þegið heið- urinn líkt og fleiri félagar hans og vinir, að undanskildum málar- anum Francis Bacon sem skoraðist undan öllum vegtyllum. Þótt Stephen Spender sé nýlega orðinn 85 ára er hann ekki búinn að venja sig af að yrkja. Á afmæl- isárinu sendi hann frá sér nýja ljóðabók, Dolphins (útg. Faber). í blaðaviðtali sagðist hann hafa dreymt um það í bernsku að verða frægur. Hann viðurkenndi að það kæmi illa við sig að sjá ekki nafn sitt reglulega í dagblöðum, það jafngilti dánarvottorði. Stephen Spender var á árum áður oft nefndur í sömu andrá og W.H. Auden, Louis MacNeice og Cecil Day Lewis. í vinahópnum var einnig skáldsagnahöfundurinn Christopher Isherwood, lengi bú- settur í Berlín. Til þeirrar borgar leitaði Spender, enda margt eftir- sóknarvert þar, ekki síst í skemmt- analífi og listum. Á fjórða áratugnum voru þessi skáld ásamt öðrum marxistar og lögðu kommúnistum lið, jafnt í lífi sem list. Nokkrir úr hópnum börð- ust með lýðveldissinum í spænsku borgarastyrjöldinni, en án þess að vera nokkrar hetjur að sögn Spenders. Uppskeran var vonbrigði. Spender og Auden til dæmis (sá síðarnefndi hneigðist til kristinnar trúar) gerðust liðsmenn fijálsrar menningar og fordæmdu sjónar- mið æskuáranna. Spender þótti raunar ósannfærandi í hlutverki kommúnista og er dregið í efa að hann hafi í alvöru tileinkað sér stefnuna. Skáld Höfrunga (Dolphins) er af gagnrýnendum sagður hafa staðið í skugga Audens, þessa mótsagnakennda og mistæka skálds sem þýddi Eddukvæði. í nýju bókinni yrkir Spender mikið um Arthur Rimbaud og samskipti þeirra Pauls Verlaines, en um þau mátti fræðast af sjónvarpsmynd sænska skáldsins Folke Isakssons sem nýlega var sýnd í sjónvarpinu. Bálkur Spenders hefst á því þegar Verlaine otar byssu að Rim- baud. í ljóðinu er hlutverk skálds- ins til umræðu, varpað ljósi á þá kenningu Rimbauds að skáldið eigi að vera sjáandi og spámaður. Annars þykir bók Spenders ekki sérstaklega athyglisverð, að minnsta kosti ekki sem ljóðlist. Tom og Viv Kannski muna einhveijir eftir tíu ára gömlu leikriti Michaels Hastings um Tom og Viv sem náði meira að segja hingað til lands. Þetta leikrit um hjónaband skáldsins T.S. Eliot og Vivienne Haigh-Wood hefur nú orðið uppi- staða kvikmyndar. Tom og Viv eru löngu horfin af sjónarsviðinu, en seinni kona Eliots, Valerie Eliot, er enn á lífi. Hún er 68 ára og á heima í einnar hæðar íbúð í vestur- hluta London. Á húsveggnum er blátt skilti með áletruninni: Hér bjó Eliot. Kynlífsvandi í TLS (4. mars sl., höf. D.S.) er það rifjað upp að um leikritið Tom og Viv stóðu deilur, meðal annars bréfaskriftir í sama blaði. Meðal þeirra sem létu í sér heyra var ekkjan Valerie Eliot. Peter Redgrove komst að margra dómi að kjarna máls í framlagi sínu til umræðunnar þegar hann lýsti því yfir að ef greining Eliots á hinu sjúka í siðmenningu okkar ætti rætur í eigin kynferðislegum bág- indum og því að hann hefði ekki getað stofnað til persónulegra kynna við konur ættum við rétt á að vita það. T.S. Eliot var af bandarískum uppruna, gömlum Bostonættum, fæddur og alinn upp í St. Louis. Hann lagði kapp á að verða ensk- ur í siðum og háttum, gerðist breskur þegn, gekk í biskupakirkj- una og var konunghollur og íhalds- samur í skoðunum. Rætur hans í fortíðinni stóðu djúpt. Samt átti hann þátt í að bylta ljóðlistinni. Holir menn Holir menn eða Holmennin eftir Eliot sem Þorsteinn Gylfason kall- ar svo í þýðingu sinni, er ljóða- flokkur í skyldum anda og leikrit Ionescos (til dæmis Konungur deyr). Nægir að minna á upphafið: Vér erum holmennin vér erum hálmmennin hðllumst hvert að öðru hausleðrin troðin út. Æ já! Raustir vorar visnar er vér hvíslumst á hljótt marklaust hjal sem .vinds um visin grös rottur að bauka við brotin glös [ vorum visna sal Formlaus lögun, litlaus skuggi magnstola kraftur, andsvar án æðis. sig áfram í lífinu, skref fyrir skref. Með henni leikur Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari og Mateij Sarc á óbó. Þá verða flutt verk eft- ir Schubert og Weber, verk í róman- tískum stíl sem Svava segir að sig hafi langað til að flytja hér. Og loks verður flutt verk eftir Loeffler fyrir víólu, óbó og píanó, sem Svava segir mjög skemmtilega samið í impressíonískum stíl. Ekki veit hún hvort það hefur verið flutt hér, en það var mjög vinsælt í New York þegar hún var þar í Julliard skólan- um. Svava Bernharðsdóttir lauk dokt- orsgráðu við Julliardskólann í New York 1989 og hélt síðan til Basel til að læra á barrokhljóðfæri. Síðan hefur hún leikið víðs vegar um Evrópu m.a. með sinfóníuhljóm- sveitum og ekki komið heim í 11 ár. Nú eru þau hjónin Svava og Mateij Sarc hér í eitt ár, en flytja til Ljúbliana í Slóveníu í haust. Svava segir að sig hafi alltaf lang- að til að spila þetta hér heima og 'dreif sig því í þessa tónleika nú. En fyrirhugaðir eru fleiri tónleikar hjá þeim hjónum á næstunni. Þor- kell Sigurbjörnsson er að semja nýtt verk fyrir óbó fyrir Matej Sarc, sem verður frumflutt á „debut“- tónleikum hans á íslandi 8. maí í Listasafni Siguijóns Olafssonar, þar sem Steinunn Birna Ragnars- dóttir leikur með á píanó. Og 26. maí efna þau ásamt semballeikar- anum Elínu Guðmundsdóttur til tónleika í Norræna húsinu, þar sem Svava leikur á víólu d’amore, sem er 7 strengja hljóðfæri sem vinsælt var á 18. öld og verður þá í fyrsta sinn leikið á „ástarvíólu" á íslandi. -E.Pá. Morgunblaðið/Kristinn Hljómskálakvintettinn sem flytur verk Ewalds á upprunaleg hljóðfæri á tónleikunum í Hafnarborg á laugardag. strengi og flautu sl. haust. Eftir að Hildigunnur lauk námi hér 1989 fór hún utan og var við framhalds- nám í Hamborg og Kaupmanna- höfn. Hrein skemmtitónlist í stuttu samtali við blaðið sagði Hildigunnur að þetta nýja verk hennar sé hugsað sem hrein skemmtitónlist. Það sé frekar lag- rænt og ítvinnað íslenskt þjóðlag. „Eg var að skrifa alvarlegt verk fyrir strengjasveit og langaði til að lyfta mér upp og skrifa eitthvert gamanverk," sagði hún. „Svo lang- aði mig til að fá það flutt og fékk þessum ágætu hljóðfæraleikurum það. Þeir urðu hrifnir og hafa tekið það til flutnings. Ég hefi ekki heyrt það í flutningi, veit ekki hvernig það hljómar nema í tölvunni minni og það er mjög spennandi að bíða eftir því,“ sagði hún. Svavíóla Svo nefnir Svava Bernharðsdótt- ir víóluleikari tónleika sína í Nor- ræna húsinu á mánudagskvöld og setur það saman úr nafni sínu og hljóðfæri. Hún ætlar m.a. að flytja verk sem Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld samdi sérstaklega fyrir hana og gaf henni í útskriftargjöf frá Julliardskólanum í New York 1986. Frumflutti hún það á Listahá- tíð á Kjarvalsstöðum 1988. Verkið heitir Skref fyrir skref og er ein- leiksverk fyrir víólu. I hennar huga lýsir það því hvernig maður fetar MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Norræna húsið Sýningin Fornnorrænar sagnir, myndv. | I barna og unglinga til 8. maí og sýn. gestanemenda við MHÍ til 4. maí: Mokka-kaffi Jóhann Sigmarsson sýnir til 8. maí. Hlaðvarpinn Finnski Haphazard-hópurinn sýnir til | 7. mai. Stöðlakoti Þórdís Zoéga sýnir til 8. maí. Gallerí Fold Magdalena Margrét sýnir til 1. maí. Gallerí Listinn iNemendur Skurðlistarskóla Hannesar| I Flosasonar sýna til 27. apríl. Listhúsið, Laugardal Art-Hún hópurinn sýnir til 1. maí. IListasafn Islands Verk Barböru Árnason til 8. maí. Safn Ásgríms Jónssonar jSkólasýn. í 30 ár fram í maí. Gerðuberg Ósk Vilhjálmsd. sýnir til 24. apr. Listasafn Sigurjóns Hugmynd - Höggmynd til 1. maí. Listasafn ASI I Dröfn Friðfinnsd. sýnir ti! 24. apr. Gallerí Greip Gunnar Magnússon sýnir til 4. maí Hafnarborg Annette Ackermann, Jón Thor Gísla- son og Freydis Kristjánsd. sýna til 2. I maí. Listhúsið, Hafnarhúsinu Kristín Blöndal og Ingibjörg Hauksd. | Isýna til 1. maí. Hallgrímskirkja Haukur Halldór sýnir til 24. apr. I Nýlistasafnið I Veggspjaldasýn. Guerilla Girls og Har- aldur Jónsson sýna til 24. apr. Portið Samsýn. fimm listakvenna til 24. apr. | Gallerí 11 I Margrét Sveinsdóttir sýnir til 25. apr. | Gallerí Sævars Karls I Æja sýnir til 20. maí. Galleríið „Hjá þeim“ Soffía Sæmundsdóttir sýnir til 28. apr. I ISPRON, Álfabakka Þorborg Þórðardóttir sýnir til 26. ág-1 úst. I Gden Hveragerði Bennó G. Ægisson sýnir til 1. maí. TONLIST Laugardagur 23. apríl Tónl. í sal Fjölbrautask. Vesturl. á Akranesi kl. 14. Vortónleikar málm- blásara í Hafnarborg kl. 16. Burtf- ararprófstónl. Hlínar Erlendsd. fiðlu- leikara í Tónlistarsk. í Rvk. kl. 14. Vortónl. í Fella- og Hólakirkju kl. 16. Rökkurkórinn í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 16 og í Víðistaðakirkju kl. 21. Sunnudagur 24. apríl Anna Maria Pammer á tónl. í Nor- ræna húsinu kl. 17. Ámesingakórinn i Rvk. og Kór Kvennaskólans í Rvk. halda sameiginl. tónl. í Langholts- kirkju kl. 16. LEIKLESTUR Smíðaverkstæðið Leiklestur á Smíðaverkstæði Þjóð- leikhússins á leikritinu Dómínó sun. kl. 15. LEIKLIST Borgarleikhúsið Gleðigjafarnir kl. 20; sun. 24. apr., fim., lau. Eva Luna kl. 20; lau. 23. apr., fös. Þjóðleikliúsið Gaukshreiðrið kl. 20; lau. 23. apr., fös. Gauragangur kl. 20; sun. 24. apr., mið., fim., lau. Blóðbrullaup kl. 20.30; þri. 26. apr. Skilaboðaskjóðan sun. 24. apr. kl. 14., lau. kl. 14., mið. kl. 17., lau. kl. 14. Domino kl. 15; sun. 24. apr. Leikfélag Akureyrar Óperudraugurinn kl. 20.30; lau. 23. apr., fös., lau. Bar Par kl. 20.30; sun. 24. apr., fim. Nemendaleikhúsið Sumargestir kl. 20; sun. 24. apr., lau. Hugleikur Hafnsögur 13 stuttverk kl. 20.30; sun. 24. apr., fim., fös., lau. KVIKMYNDIR MIR „Sögur um Lenín“ sun. 24. apr. kl. 16. Umsjónarmenn listastofnana og sýn- ingarsala! Upplýsingar um listviðburði sem ósk- áð er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum merkt- ar: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 91-691181.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.