Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994 B 5 + MENNING OG LISTIR í MÖRGUM BORGUM AMSTERDAM SÍÐUSTU vikur hafa mörg óvenjuleg listaverk verið dregin fram í dagsljósið í hollenskum söfnum. I Van Gogh safninu hafa t.d. verið sýndar röntgenmyndir nokkurra málverka meistarans. í ljós komu nefnilega listaverk sem hann lýsti í bréfum en málaði síðar yfír. Verið er að sýna óperuna Salóme eftir Richard Strauss á íjölum Het Muziek- theater. Leikstjóm er í höndum Harry Kup- fer sem þekktur er fyrir að leggja mikla áherslu á allar hreyf- ingar söngvaranna ekki síður en sönginn. Það er því ekki öf- undsvert að vera í hlutverki Salóme því Kupfer gerir m.a. miklar kröfur til slæðudansins sem Salóme dansar fyrir veislugestina. í þessari upfærslu er Josephine Barstow í hlutverki Salóme og John Bröcheler sem söng Wozzeck fyrir skömmu er í hlutverki Jóhannesar skírara. Útvarpsfílharmónían leikur undir stjórn Edo de Waart. í lok apríl verður óperan Symposion eftir Hollending- inn Peter Schat framsýnd í Muziektheater. Schat fékk einn þekktasta rithöfund hollendinga, Gerrit Kompij til að skrifa líbrettó óperunnar og fjallar hún um þá kenningu að tónskáldið Tsjajkovskíj hafí verið kyn- hverfur og framið sjálfsmorð, m.a. þess vegna. Óperan verður sungin á hollensku. í aðalhlutverkum era Dale Duesing, Thomas Randle, Charles van Tassel og Harry Peeters og Fílharmóníuhljómsveit Hollands leikur und- ir stjórn Hans Vonk. í Concertgebouw tónleikahúsinu er úrval tónleika næstu vikur sem endranær. Hljómsveit hússins undir stjóm Riccardo Chailly leikur verk eftir Hindemith, Stravinskí og Tsjajkovskíj, einleikari í fyrsta píanókon- sert hins síðastnefnda er Lazar Berman. Útvarpsfílharmónían undir stjórn Edo de Waart flyt- ur svo nútímatónlist eftir Cage — The Seasons, Theo Lovendie — The Nightingale og Bartók— konsert fyr- ir hljómsveit. í litla sal hússins ætiar hinn heimsfrægi semballeik- ari Gustav Leonhardt að flytja tónlist eftir Fresco- baldi. Tónleikahúsið fær oft góða gesti, í byrjun maí kemur Rússneska þjóðarhljómsveitin og leikur undir stjórn Mikhail Pletnev forleik að Rómeó og Júlíu eftir Tsjajkovskíj, Dauðaeyjuna eftir Rakhmanínov og „Po- eme de l’extase“ eftir Skríjabín. Verkið er samið á áranum 1905 til 8 og byggt á hugrenningum tón- skáldsins um ást og list. Lokaundirbúningur er hafinn fyrir hina árlegu lista- hátíð „Holland Festival" sem haldin er í júní. Megin- áhersla verður lögð á kammertónlist, jafnt nýsamda sem eldri verk. Til dæmis verða frumfluttar tvær hol- lenskar óperur og tvær kínverskar. Af annarri tónlist má nefna flutning Schönberg Ensamble ásamt hol- lenska kammerkórnum undir stjórn Frans Braggen á tónlist eftir Bach í útfærslu Stravinskí, Dieter Schna- bels og Alexander Knaifel. Kristin Waage og Reynir Þór Finnbogason FLÓRENS MAÍTÓNLISTARHÁTÍÐIN í Flórens hefst í 57. sinn á þriðjudaginn með óperunni Móses og Aron eftir Schönberg undir stjórn Mehta. Hann stjórnar einnig flutningi hryllingsóperunnar Kjaliari Barbablu prins, þann 4. maí, einu lýrísku ópera Bartóks. Þann 8. maí leika Georges Pretre og Bamberg sinfónían tónlist eftir Bizet og Prokofjev, píanótónleikar Myung Whun Chung og fjöl- skyldutríós hennar verða þann 12. og Vladimir Ashkenazy spilar með Kammersveit Lousanne 19. maí. Ljósmyndir af 50 ára ferli Cartier-Bressons verða til sýnis í Forte di Belved- ere til 5. júní. Cartier-Bresson, sem er einn stofnenda Magnum fyrirtækisins, segist vera taugaspenntur maður sem hefur gaman af myndlist og skilur ekki neitt í Ijósmyndun. Hann hefur lagt myndavélina á hilluna og tekið til við myndlist. Alþjóðlega handverkssölusýningin stendur út mán- uðinn í Fortessa da Basso. Hún er nú haldin í 58. skiptið og þátt taka 500 aðilar frá 50 löndum en heið- ursgesturinn er kínverskur. 4.000 fermetra sýningar- svæðið er opið daglega milli 10 og 23. Picasso-sýning stendur alveg fram í nóvemberbytjun í Istituto degli Innocenti; andlitsmyndir, bókaskreyt- ingar, leir og listvefnaður. í Pallazzo Vecchio verður til 19. maí sýningin Gersemar Kuwait, með 126 dýr- gripum frá þjóðminjasafninu í þessari vinaborg Fiór- ens. Rússneski ballettdansarinn Mikhail Barishnikov sýn- ir næstkomandi fimmtudag verk kennt við hvítu eik- ina, í tengslum við maítónlistarhátíðina. Um mánaða- mótin, 30. apríl og 1. maí, dansa Liliana Cosi og Márinel Stefanescu ballettinn Gjöf til Tsjajkovskíj í Verdi-leikhúsinu. Flórens er „antík-borg“ og mikið um markaði og sýningar gamalla muna. Á morgun verður til dæmis almennur antíkmarkaður í Montelupo Fiorentino og 18. sölusýningin á gömlum myndavélum hefst í Arezzo, um 30 km frá Flórens. Þar í grenndinni, í Cortona, fer koparmunamarkaður fram á þriðjudaginn. Bergljót Leifsdóttir HELSINKI RÁÐAMENN í Helsinki eru að hefja herferð til að hljóta heiðursnafnbótina „menningarhöfuðborg Evr- ópu“ árið 2000. Þá verður haldið upp á 450 ára af- mæli borgarinnar og þykir mörgum að nafnbótin yrði vegieg afmælisgjöf frá Brussel. Helsinki keppir meðal annars við Prag um heiðurinn. Menningardeild borgarinnar hefur pantað stefnuskrá hjá bresku ráðgjafarfyrir- tæki og vill þar til dæmis ráðagerð um fjörgun menningarlífs á götum og torgum yfir veturinn. Þá sitja Finnar helst í heima- húsum og horfa á sjónvarpið enda skammdegi jafn óskemmtilegt hér og á íslandi. En hvað hefur Helsinki fram að færa sem menning- arborg? Miðað við Prag til dæmis er lítið af gömlum byggingum í borginni. Hún var lítill kaupstaður þang- að til í byijun 19. aldar þegar Rússakeisari gerði hana að höfuðborg þess landssvæðis sem hann þáði af Svíum. Miðborgin var endurbyggð með Pétursborg að fyrirmynd, í raun aðeins lítið svæði í kringum Senat- storgið, Dómkirkjuna og aðalbyggingu háskólans. Kannski mætti telja menningarafrek að ekkert varð úr þeim áformum að leggja stærsta trjágarð miðborg- arinnar undir búboltaleikvang í sumar. Búbolti er finnskt afbrigði af hinum ameríska „base ball“. Kais- aniemi-garðurinn var áður kálgarður borgarbúa en er nú kjörinn staður til útivistar rétt við járnbrautarstöð- ina. Þeir sem meta hvort Helsinki geti orðið menningar- höfuðborg ættu annars að leggja leið sína hingað um þessar mundir og hverfa á brott í síðasta lagi eftir mánaðamótin ágúst-september þegar menningarhátíð Helsinki lýkur. Sumarvertíð lágmenningar hefst eftir viku, þann 30. apríl. Þá er „aðfangadagur Valborgarmessu" eins og Finnar orða það, en samkvæmt gömlu finnsku dýrlingatali ér dagur heilagrar Valborgar þann 1. maí. Hann er helst sambland af sumardeginum fyrsta, sautjánda júní og þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum; á einni nóttu tryllast borgarbúar og sveima um óvenju glaðir. Ekki aðeins yfir baráttudegi verkalýðsins, held- ur almennum gleðidegi og upphaflega hátíðisdegi stúd- enta. Þeir héldu einmitt upp á hann í Kaisaniemi-garð- inum í tilefni afmælis Kajsu Wahllund sem rak krá þar á fyrstu áratugum 19. aldar. Kajsa mun hafa selt fátækum stúdentum bjór á afsláttarverði en þess vegna mættu þeir ásamt félögum að syngja henni nokkur lög á morgni 1. maí á ári hverju. Kráin starf- ar enn í norðurenda garðsins. Þeir sem kjósa fremur svonefnda hámenningu á fyrsta maí geta valið milli margra tónleika, að vísu helst í fremur léttum dúr. Hvað varðar tónlistarlíf má telja Helsinki tanda vel að vígi. Þeir sem vilja til dæmis snæða morgunverð með hljómsveitarundirleik geta farið í veitingastofu óperunnar. Af einhveijum ástæðum hefur veitingahúsum með lifandi tónlist fjölg- að mjög síðustu misserí. En næstu vikur verður nokk- urs konar lokasprettur sígildrar tónlistar og listdans áður en listafólkið tvístrast út um allt land þegar sum- artónleikar og aðrir listviðburðir hefjast í uppsveitum. Þeim sem ná að heimsækja Finnland síðustu vikuna í apríl er bent á sýningu þjóðarballettsins á þrem bal- lettum með tónlist eftir Igor Stravinskí: Les Noces, Petrushka og Le Sacre du Printemps. Einkum þykir síðastnefnda sviðsetningin merkileg þar sem farið er eftir uppsetningu Vaslav Nijinskíjs frá árinu 1913. Lars Lundsten KAUPMANNAHÖFN í KAUPMANNAHÖFN fer brátt að hilla undir vorið og um leið færist lífíð út á göturnar og menningarlíf- ið fer í sumarfötin. Leikhúsin era þó enn að og þegar sumra fer koma nýir þættir inn, svo sem sumartónleik- ar og -leikhús. Á Konunglega leikhúsinu er nýlokið sýningum á himneskri uppsetningu á ópera Beethovens, Fidelio, sem var veisla fyrir augað, auk þess sem tónlistin var í góðum höndum, ekki síst Tina Kiberg í titilhlutverk- inu og Poul Elming sem Florestan. Opera Brittens, Peter Grimes, gengur nú í sterkri uppsetningu og á næst- unni gefst kostur á að sjá vel heppnaða uppsetningu á Rósa- riddara Strauss, fallega sýningu á Lohengrin Wagners og Don Pasquale eftir Donnizetti. í fyrrakvöld voru frumsýndir tveir nýir Mahler-ballettar eftir John Neumeier, sem er ballett- meistari Hamborgarballettsins, við Des Knaben Wunderhorn og 5. sinfóníuna. Ballettáhugamenn bíða sýningarinn- ar með mikilli eftirvæntingu, eins og alltaf þegar Neumeier á í hlut. Af leikritum má fyrst nefna Vetrarævintýri Shake- speares, sem einnig er verið að sýna hér eíns og í Stokkhólmi og einnig hér þykir sýningin mjög vel heppnuð. Á litla sviðinu er að ljúka sýningum á ein- leiknum Oda, satans kvinna, sænskt leikrit leikið á sænsku af sænsk-danskri leikkonu, Ceciliu Zwick Nash, en hún er ung og mjög upprennandi. Leikurinn íjaliar um Odu Krogh, sem var norsk listakona á öld- inni sem leið. Á Dr. Dante’s aveny-leikhúsinu er verið að sýna leik- gerð byggða á bandarísku hrollvekjunni American Psyc- ho eftir Bret Easton Ellis, um ameríska uppann, sem er fjöldamorðingi í tómstundum sínum. Leikhúsið fékk leyfí höfundarins til að gera leikgerð, sem er sú fyrsta eftir sögunni og verður væntanlega flutt út. Uppsetning- in hefur hlotið biendnar móttökur gagnrýnenda. Af öðram hryllingi má nefna nýja og hálofaða danska hrollvekju, Nattevagten, sem fjallar um unga menn, sem ekki vita hvað þeir eiga að gera til að öðlast spennu í tilveruna og taka því að sér að vera næturverðir í líkhúsi. Gæti virst róleg vinna — þar til líkin taka upp á að spígspora um blóðugum sporum og láta næturverðina ekki í friði. Af myndlist má benda á sýningu á verkum Elviru Bach, sem er ein af þekktari þýskum ný-expressjónist- um, en verk hennar era sýnd í Galleri SCÁG, sem oft hefur sýnt og sinnt íslenskum listamönnum. Galleríið er við Ámaliengötu, rétt við konungshöliina. Á Louis- iana er verið að sýna verk bandarísku listakonunnar Kiki Smith, sem vakið hefur óskipta athygli á Feneyj- ar-tvíæringnum, auk þess sem þar er sýning á ástr- alskri frambyggjalist. Sigrún Daviðsdótlir LONDON ÞEIM sem stendur á sama um hressandi vorkul sem enn virðist við völd í Lundbúnaborg skal bent á Hyde Park, sem er sannkölluð gróðurperla í miðri borginni og býður þar að auki upp á hið ágæta Serpentine Gallery. Þar er stendur nú sýning á verkum sviss- neska nýlistamanns- ins Markusar Raetz, bæði grafík og skúlpt- úr. I Tate Galley stendur síðan enn stóra Picasso sýning- in; verk hans sem list- málara og mynd- höggvara. Sú mynd- listarsýning, sem hlýtur mesta lofíð hjá gagnrýnendum, er þó á verkum Goya og stendur í Royal Aca- demy til 12. júní. Yfir- skriftin er „Sannleik- ur og ímyndun”, áhersian á að sýna þróun „caprichos", þeirra mynda spænska meistarans þar sem hugmyndaheimur hans var hvað taumlausastur og sýningin er í Independent on Sunday sögð „sú besta á verkum Goya, sem okkur mun bjóðast um dagana“. Þriðji Spjánveijinn, Salvad- or Dali, hefur svo haldið innreið sína í Hayward Gall- ery við bakka Thames. Þar gefur fyrst og fremst að líta verk frá fyrstu listsköpunarárum Dalis, sem minna hefur sést af en seinni tíma verkum. Það er því ekk- ert lát á spænsku menningarherferðinni í Lundúnum, enda nýtur hún mun meiri vinsælda en ágangur Spán- veija í breskri fiskveiðilögsögu. Jafn lengi og Dali sýninguna, eða tl 30. maí gefur að líta í Hayworth málverkasýninguna „Unbound“, þar sem gefur að líta „óbeislaða" alþjóðlega nútímalist og er yfirlýstur til- gangur þar að sanna að málverkið sé ekki dautt. Því trúðu nú reyndar fæstir í alvöru, en þessi sýning hef- ur hins vegar hlotið nokkuð misjafna dóma. Fulltrúar Breta eru m.a. Peter Doig, Gary Hume og Paula Rego og ætti að vera þess virði að líta inn í Hayworth til að sjá hvað innfæddir nútímalistamenn eru að fást við. Það sama gildir um Saatchi Gallery, þar sem þriðji hluti sýningar á verkum ungra breskra myndlistar- manna stendur yfir fram í bytjun júní. í Ensku þjóðaróperunni, ENO, eru nú að hefjast sýningar á nýrri uppfærslu Júlíu Hollander á hinni frægu óperu Tsjajkovskíjs Evgení Onegin. Titilhlutverk- ið verður surigið af Peter Coleman-Wright og rússneski stjórnandinn Alexander Polianchko kemur frá Kírov til að láta ijós sitt skína í Lundúnum í fyrsta sinn. Meðal óhefðbundnari listamanna sem von er á til Lundúna á næstunni er síðan bandaríska fjöllistakonan Laurie Anderson. Hún hefur ekki verið mikið á ferð- inni upp á síðkastið og heldur í þetta sinn aðeins eina tónleika í Lundúnum, í Saddlers Wells Theatre, 23. maí. Anderson má hafa förlast mikið ef hún er ekki lengur þess virði að eiga með henni kvöldstund og vísast er að tryggja sér miða á tónleikana í tíma, en þarna mun hún meðal annars flýtja sýnishorn úr nýrri bók sinni „Stories from the Nerve Bible“, „Sögum úr biblíu taugakerfísins“. í stóra leikúsunum í West End er ekki sérlega mik- ið um beinar nýjungar sem stendur, heldur meira af nýjum uppfærslum traustra manna á borð við Harold Pinter og Tom Stoppard, sem oftast standa fyrir sínu. Þó að fæstir standi lengur á öndinni af hneykslun yfir því sem þeim dettur í hug. Pinter leikstýrir reynd-' ar því verki, sem ennþá er hvað umtalaðast í leikhús- lífi borgarinnar, „Oleanna" í Duke of York Theatre. Þetta nýja leikrit Davids Mamets varpar fram áleitnum spurningum um samskipti kynjanna og árangur kven- frelsisbaráttunnar, sem höfundur kenur að í samskipta- sögu settlegs háskólakennara og nemanda hans, sem sakar hann að ósekju um kynferðislega áreitni. Það er svo ef til vill ekki úr vegi að ljúka þessum Lundúnapistli á því að segja frá nýrri breskri kvik- mynd, tilbrigði við sögu helstu holdgervinga breskrar alþýðumenningar á þessari öld, Bítlanna. „Backbeat" heitir myndin og er reyndar fyrst og fremst helguð sögu fimmta bítilsins, Stu Sutcliffe, sem lést fyrir ald- ur fram, en sumir telja hafa veirð fjölhæfasta og áhugaverðasta meðlim hljómsveitarinnar. Slíkt má eðli málsins samkvæmt deiia um endalaust, en mynd- arinnar er beðið með talsverðri eftirvæntingu. Þann 27. apríl hefst síðan í The Special Photograph- ers Gailery sýning á ljósmyndum fyrram ástkonu Sutc- liffes, Astrid Kirchherr, frá allra fyrstu árum Bítianna. Hildur Helga Siguróardóttir LOS ANGELES ÞÁ er sumarið komið til Suður-Kaliforníu og fylkið skartar sínu fegursta. Ekki er enn orðið of heitt, en nógu þægilegt til að fylla strendurnar af fólki og þeir hraustustu eru bytjaðir að busla i sjónum, þrátt fyrir fréttir af hákarlaárás í San Diego. Fyrir þá sem kæra sig ekki um strand- ferðir eða vilja leita annarra skemmtana er af nógu að taka. Undir stjórn hins finnsks Esa-Pekka Salonen, hefur Fíl- harmóníuhljómsveit Los Angeles vaxið í áliti og bryddar sífellt upp á nýjum og spennandi verkefn- um. Fyrir þá sem vilja halda utan um budd- una má geta að fyrir örfáa dollara er hægt að horfa á æfingar og sjá hvernig snillingurinn vinnur. Ef óperan heillar meir þá er Los Angeles-óperan að sýna _,,Brúðkaup Fígarós" eftir Mozart um þessar mundir. I aðalhlutverkum era Gerard Finley og Thom- as Allen. Síðan til að kóróna klassísku deildina mun breski Konunglegi ballettflokkurinn setja upp 3 mis- munandi verkefni í Orange County Performing Arts Center í byijun maí. Þeir sem hrífast af meira léttmeti hafa úr nógu úrvali söngleikja að velja. „Sunset Boulevárd" gengur enn fyrir fuilu húsi, og „Fiðlarinn á þakinu" verður hér á ferðinni í maí. Mesta spennan umkringir þó söngleikina „Tommy“ sem sló í gegn á Broadway í New York og verður sýndur í Universal Amphitheatre í júlí, og „Falsettos" sem er nýr söngleikur sem vann til Tony-verðlauna fyrir bestu lög og texta. AF leikhúsum er það helst að frétta að nú er verið að sýna mjög skemmtilega og líflega uppsetningu á „Wood Demon" eftir Anton Tsjekhov . Öll sviðsetning er mjög skemmtileg og sýningin sem hefur fengið mjög góða dóma og verður sýnd í Mark Taper Foram út maí. Önnur leikrit sem óhætt er að mæla með era með- al annars „Last Summer at Bluefísh Cove“ eftir Jane Chamber í Theatre Geo í Hollywood, og leikrit Alison Carey „Twelfth Night or as you were“ þar sem hún tók tvö Shakespeare-leikrit, færði þau í nýjan búnig og vel það. Þessi sýning hefur orðið mjög vinsæl, og vafalaust er mörgum Shakespeare-unnendum ofboðið. Að lokum má geta helstu rokktónleika sem eru á döfinni. Fyrst má nefna að Depeche Mode, sem héldu fimm tónleika hér í haust fyrir fullu húsi, mæta aftur 20. maí og verða með útitónleika í Irwine Meadows. Primal Scream hitar upp fyrir þá. Elvis Costello ásamt Crash Test Dummies sem upphitunarhljómsveit, heldur tvenna tónleika í Universal Amphitheatre um miðjan maí. Gamli naglinn Jerry Garcia ásamt hljómsveit skemmtir Suður-Kaliforníubúum á þremur tónleikum um miðjan maf og í enda maí ætlar John Mayall að blúsa í House of Blues á Sunset Strip. Þá verða Crack- er og Meat Puppets í Fairfax High Auditorium 20. maí og 9. ágúst mætir Phil Collins í Great Western Forum. Kalifornía snýst því ekki bara um jarðskjálfta, sól og pálmatré, því hér er blómlegt menningar- og lista- líf. Nú og svo má alltaf skella sér í Disneyland og fá Ameríku beint í æð ef allt annað bregst. Þuríóur Guómundsdóttir og Jón B. Guómundsson. — MADRÍD AÐEINS örfáum vikum eftir að Fernando Trueba vann Óskarsverðlaunin með mynd sinni Belle Epoque, + frumsýnir annar spænskur Óskars- verðlaunahafi nýja mynd. José Luis Garci fékk Óskar fyrir bestu erlendu myndina 1983 fýrir Volver a empezar. Nú frumsýnir hann, eftir sjö ára þögn, Canción de cuna. I aðalhlutverki er Maribel Verdú, sem líka var í stóru hlut- verki í Óskarsverð- launamynd Trueba í ár. í Teatro Bellas Artes er verið að sýna Caligula eftir Albert Camus. Leikstjóri er José Tamayo, en í aðalhlutverkum eru Luis Merlo, Pedro Mari Sánchez og María Jesús Sirvent. Leikrit þetta var frumsýnt árið 1945 og fjallar um rómverska harð- stjórann fræga. José María Sieilia heitir einn af merkari máluram Spánar af yngri kynslóðinni. Hann sýnir um þessar mundir ný verk í Galería Soledad Lorenzo. Athyglisverð sýning stendur yfír í Museo Interac- tivo de la Ciencia. Þar má reyna á eigin spýtur ýmis tækniundir sem tilheyra hinu svokallaða „virtual real- ity“, svo sem að fljúga F-18 orrastuþotum, veiða hákarla eða verða hluti af málverkinu Las Meninas, Hirðmeyjunum, eftir Velázquez. Ragnar Bragason NEW YORK DÝRASTA uppfærsla í sögu Broadway opnaði nú á mánudaginn en hún er á söngleiknum Beauty and the Beast. Það er Walt Disney-fyrirtækið sem setur sýning- una upp til að fylgja eftir feikivinsælli teiknaðri kvik- mynd sinni og kostar að sögn til um 800-1000 milljón- um íslenskra króna. Sýningin á að bjóða upp á einhveijar stór- brotnustu tæknibrellur sem sést hafa í leikhúsi í New York, en ekki er víst að það gulltryggi góða aðsókn. Fyrirframsala á miðum nam „aðeins" um 400 milljónum króna, sem þykir engin ósköp þegar um stórsýningar á Broadway er að ræða. Aðrir söngleikir sem opna á næstunni era ný uppfærsla á Grease, sem var fyrst settur á fjalirnar árið 1972, og The Best Little Whorehous Goes Public. Sá er af léttara taginu og segir frá sannsögulegum atburðum þegar skattayf- irvöld tóku yfír rekstur sæluhúss í Nevada-ríki, þar sem vændi er löglegt og lestir af flestu tagi blómstra í eyðimerkurborginni Las Vegas. Ögn alvarlegra er leikritið Twilight: Los Angeles 1992, þar sem Anna Deavere Smith setur sig í spor 40 persóna og segir frá réttarhöldunum í máli Rodney Kings og óeirðunum sem fylgdu í kjölfarið. Eintal Smiths hefur fengið góða dóma og sömu sögu er að segja um gamanleik Claudiu Shears, Blown Sideways through Life, þar sem hún segir áheyrendum frá ævi sinni og 65 vinnustöðum sem hún hefur komið við á lífsleiðinni. Ný uppfærsla á harmleiknum Medeu eftir Evrípe- des, en þó einkum frammistaða leikkonunnar Díönu Riggs, hefur fengið éinróma lof leikhússrýna, jafnvel svo að einn þeirra segir uppfærsluna vera „stærsta viðburðinn á Broadway". Ánnað leikrit sem vert er að vekja athygli á er Three Tall Women eftir Edward Albee, sem fékk Pulitzer-verðlaunin fyrir besta leik- verk ársins nú fyrr í mánuðinum, en það segir frá 92 ára vellauðugri ekkju sem lítur yfír farinn veg. Djassgeggjarnar sem leggja leið sína til New York þessa dagana ættu að geta glaðst yfír því að sjaldan hefur verið jafn mikil gróska í opnun nýrra djass- klúbba. Meðal þeirra sem þykja hafa sýnt metnað og gefa von um langlífi eru Iridium, skammt frá Lincoln Center, Metropolis við Union Square og Down Beat í Greenwich Village, á milli djassmusteranna Village Vanguard og Sweet Basil. Meðal frægra djassista sem troða upp á næstunni má nefna Chuck Mangione, sem verður á Blue Note 3. til 8. maí og suður-afríska tónlistarmanninn Hugh Masekela, sem leikur á S.O.B.’s 4. og 5. maí. Buddy Guy, sem af mörgum er talinn vera besti blúsgítarleik- ari Bandaríkjanna, treður upp á Irving Plaza 19. og 20. maí, en alla jafna er besta blúsinn í bænum að fínna á Manny’s Car Wash ofarlegá á austurhlið Man- hattan. Fyrir áhugamenn um kvikmyndir er nú í boði hátíð sem stendur yfir til 11. maí í Film Foram í Soho, þar sem sýndar eru þöglar myndir frá fyrstu fímm árum Metro-Goldwyn-Mayer kvikmyndaversins. Margir sér- fræðingar í kvikmyndasögu telja þetta skeið vera hát- ind þöglu myndanna, þegar jafn ólíkar stjörnur og Greta Garbo og Buster Keaton létu Ijós sitt skína á hvíta tjaldinu og listrænn metnaður leikstjóra í Holly- wood var meiri en oft varð síðar. Helstu tíðindin úr safnaheiminum eru opnun 18 nýrra sala í Metropolitan-safninu, sem helgaðir eru list Indlands og annarra ríkja Suður- og Suðaustur- Asíu. Alls eru þar til sýnis um 1300 höggmyndir og aðrir listmunir frá þeim heimshluta og þarf vart að efast um sannleiksgildi þeirrar fullyrðingar Metropolit- an að hið nýja safn sé eitt hið besta og umfangs- mesta sinnar tegundar í heiminum. í Jewish Museum, skammt frá Metropolitan, er að fínna sýningu sem vakið hefur mikla athygli — hugsan- lega vegna velgengni kvikmyndarinnar Schindler’s List — þar sem skoðuð era listaverk og minnismerki um helför gyðinga á valdatíma nasista. Sýningin þyk- ir vel upp sett og sýna hvernig söguskoðun og boðskap- ur minnismerkja og heimildarverka hefur breyst eftir tímaskeiðum og löndum. Hugi Ólafsson PARÍS PARÍS skartar sínu fegursta á vorin og nú blómgast menningarlífið um leið. Æ oftar heyrist sagt að París sé að verða aftur sú lista- og menningarhöfuðborg sem hún var á ljórða og fimmta áratugnum. Blár I, Blár II, Blár III era nöfn á þrem stórum málverkum sem Katalóninn Miro málaði 1961. Pompidou-safnið hefur nú eignast þau öll og sýnir ásamt 15 öðrum verkum listaverkin til 6. júní. Á sömu Théatre de la Ville hæð safnsins er nýhafin yfírlitssýning á 200 teikning- um ameríska mínimalistans Sols Lewitt. í Musée de Picardie í Amiens var um leið opnuð önnur sýning með 200 teikningum eftir Lewitt og er aðdáendum hans ráðlagt að sjá helst báðar sýningarnar. I Galerie Jeu de Paume er verið að sýna verk eftir unga franska listamenn. Einnig era í safninu verk ítalans Piers Paolos Calzolari, eins þeirra sem listfræð- ingurinn Germano Celant flokkaði undir Arte Povera árið 1967. Calzolari notar oftast forgengileg efni í verk sín eins og smjör, en gerir einnig innsetningar og gjörninga. Sýningunni lýkur hér 5. júní en síðan fer hún til Lausanne í Sviss og Torino á Ítalíu. Annar listamaður sem tengist Arte Povera frá upphafi er Michelangelo Pistoletto, en hann er að sýna splunkuný verk til 11. júní í Galeríe Durand-Desseret. í sýningar- sal Galerie Gutharc sem er þar beint á móti verður næstkomandi fímmtudag opnuð sýning á verkum Hallgríms Helgasonar og verður hún einnig opin til 11. júní. Hollensk list á 20. öld er heiti yfirgripsmikill- ar sýningar í gamla Nútímalistasafninu við Trocadero, sem reyndar er skipt niður í tvær sýningar, „Nákvæm fegurð“ sem fjallar um tímabilið frá Van Gogh til Mondrians og „Frá hugmynd til myndarí' þar sem sjá má verk eftir 10 núlifandi listamenn. 1 Villette-garðinum við Vísindasafnið í 19. hverfí munu tatarar leggja undir sig La Grande Halle frá 12. -29. maí og bjóða þar upp á alls konar uppákom- ur til að kynna auðuga og litríka menningu sína sem fáir raunverulega þekkja. Rússnesku leiklistarkynningunni sem hófst í haust í Odéon-leikhúsunum er ekki enn lokið og munu sýn- ingar á Baraque de foire eða markaðsbragganum eft- ir Alexandre Block hefjast 3. maí. Lambert Wilson, sem er þekktari fyrir kvikmyndaleik en leikstjórn svið- setur nú sitt fyrsta verk, Les Caprices de Marianne, Duttlungar Mariönnu eftir Alfred Musset í leikhúsinu Bouffes du Nord. Musset var aðeins 22 ára gamall þegar hann samdi þetta tvíræðna og flókna verk, sem endurspeglar ofsann og hömluleysið sem einkennir svo oft ungar ástríður. Charlotte Gainsbourg dóttir Jane Birkin og Serge Gainsbourg er þrátt fyrir ungan aldur þekkt kvikmyndastjarna í Frakklandi. Hún er núna að stíga sín fyrstu spor á leikhúsfjölunum og hefur Oleanna eftir ameríska rithöfundinn David Mamet orðið fyrir valinu. Þar leikur Charlotte nemanda á móti Maurice Bénichou sem ieikur kennarann, en hann er einnig leikstjóri verksins. Frumraun Charlotte í leik- húsinu þykir frábær og hefur verkið fengið mjög góða dóma. I Théatre national de Chaillot er verið að sýna til 30. apríl, Les Libertins, þætti og atburði úr bylting- unni eftir Roger Planchon í hans eigin uppfærslu. í Théatre de la Ville hefjast sýningar 6. maí á Sögunni (sem við munum aldrei kynnast), L’Historie (qu’on ne connaitra jamais) eftir Helene Cixous, í uppfærslu Daniel Mesguich. Það er enginn annar en Snorri Stur- luson sem birtist á fjölum leikhússins og kreijast þess að fá að vera höfundur verksins. Ef Snorri væri uppi í dag hefðu frásagnir hans vissulega orðið öðruvísi og leikritið vekur einmitt söguna sem Snorri gat ekki sagt. I Opera Bastille eru þrjú verk á dagskránni næstu vikur; Alceste (26., 28. og 30. apríl og 3. maí), Faust eftir Gounod (25., 27. og 29. apríl og 2.-4. maí), og Tosca eftir Puccini þar sem Placido Domingo fer með hlutverk Cavaradossi (13., 17., 30., 23., 25., 27. og 30. maí og 3., 6., 8., 11., 13. og 17. júní). Gamla óperu- og danshúsið Opera Garnier býður í maí upp á Bayadere eftir Petipa og Khoudekov. Það var eitt af síðustu verkum Rudolf Noureev áður en hann lést að endurskoða kóreógrafíuna fyrir dansflokk óperann- ar. Þeir sem vilja hlusta á góða tónlist í fögru um- hverfí er ráðlagt að bregða sér í hina hágotnesku Saint Chapelle-kirkju, en þar verður miðaldatónlist flutt næstkomandi mánudagskvöld. Síðan er hægt að fara á þriðjudagskvöldið í Frúarkirkjuna sem er þar örskammt frá og hlusta á Benjamin Britten-hópinn flytja verk eftir m.a. Claude Lejeune og Messiaen. I Theatre des Champes Elysées verður konsertupp- færsla á Cosi Fan Tutte eftir Mozart undir stjóm sir Georg Solti 28. apríl. . Kvikmyndir eftir unga franska leikstjóra hafa mik- ið verið til umræðu hér upp á síðkastið og era gagnrýn- endur farnir að tala um nýju bylgjuna. Meðal þeirra kvikmynda sem hafa fengið hvað lofsamlegust um- mæli má t.d. nefna Personne ne m’aime eftir Marion Vernoux, L’historie du garcon qui voulait qu’on l’embrasse eftir Philippe Hard og Intimité eftir Dom- inique Moll. Áð lokum má geta þess að kvikmyndahátíðin í Cannes verður frá 12.-23. maí og þó að kvikmyndapró- grammið hafí ekki ennþá birst má búast við því að þar verði úrval listrænna kvikmynda. Laufey Helgadóttir STOKKHÓLMUR STOKKHÓLMUR er frábær borg að sækja heim, því auk alls annars þá er menningarlíf borgarinnar fíarska líflegt, hvort sem er leikhús- og tónlistarlífíð, eða myndlistin. Og það sér á að Svíar era þungavigtar- menn í leiklistinni, því stjörnunöfn eins og Wajda, Bergman, von Sydow og Josephsson skreyta auglýs- ingar dagblaðanna, sem sinna menningarlífinu ræki- lega. Á fimmtudögum kem- ur til dæmis út kálfur með „Dagnes Nyheter" með greinargóðu yfirliti yfir dag- skrá næstu viku. Þegar sýningin um snill- inginn Leonardo da Vinci opnaði í Kulturhuset í Stokkhólmi í byijun mars var strax sýnt að sýningin yrði fjölsótt, enda rækilega kynnt eins og tiðkast núorð- ið með stórar og dýrar menningarappákomur. Sýn- ingin er fræðandi og skemmtileg, þó fátt sé af verkum sjálfs snillingsins. Þau eru ekki hægt að vera að þjóta með um heiminn. Börnin fá líka efni við sitt hæfi, geta bæði fengið að mála og föndra. Á Moderna Museet opnaði nýlega sýning á verkum þýska mynd- listarmannsins Gerhard Richters, eins af veigameiri núlifandi Iistamönnum, ef dæmt er út frá sýningum og umljöllun. I Stokkhólmi era nokkur öflug gallerí og Galerie Nordenhake er eitt þeirra. Þar stendur nú yfír sýning á nýjum verkum Sigurðar Guðmundssonar. Af öðram góðum galleríum má nefan Galerie Aronwitsch og Galleri Lars Bohman. Sýningar þar gefa hugmynd um hreyfingar meðal yngri listamanna. Dramaten er flaggskip leiklistarinnar í Stokkhólmi, en hún þrífst einnig vel í minni húsum. Á Dramaten er nú verið að sýna Blóðbrullaup spánska höfundarins Gabriel Garcia Lorca. Sýningin hefur að hluta hlotið góða dóma. Dauðadans Strindbergs í uppsetningu leik- skáldsins Lars Norén þykir hafa tekist firna vel. í Goldbergtilbrigðunum eftir George Tabori era úrvals leikarar á borð við Max von Sydow og Erland Josep- hsson, sem kunnir eru úr Bergmansmyndum, en hér er það einmitt Bergman sem leikstýrir af víðkunnu öryggi. Heimkomunni eftir Harold Pinter var hrósað fyrir góðan leik. Sýningin á Measure for Measure eft- ir Shakespeare þykir einhver best heppnaða klassíska uppsetning hússins í nokkur ár. Það var ekkert smálát- ið með uppsetningu pólska kvikmyndaleikstjórans Andrzej Wajda á Draugasónötu Strindbergs, með Er- land Josephsson, en árangurinn hlaut ekki náð fyrir augum gagnrýnenda. Og jafn sjálfsagður og Strind- berg er í sænsku leikhúsi, þá er Lars Norén það líka. Tiden ár várt er nýtt leikrit eftir hann í uppsetningu, sem hefur hlotið lof. Eins og oft í leikritum Noréns þurfa perónsurnar að horfast í augu við að lífið er ekki eins og þær vilja helst trúa. Af öðrum athyglisverðum sýningum er Hamskiptin, gerð eftir samnefndri sögu Franz Kafkas í Galeasen, eins manns sýning á Hamlet á Peros Theater og í Kilen í Kulturhuset er sýning, I fru Vennermans fall, sem Gösta Ekman bæði leikur í og leikstýrir. Það er sjálfsagt að vekja athygli á kvikmyndahús- um. Þó Reykvíkingum finnist þeir sjá allar helstu nýju myndirnar, þá er til fullt af góðum myndum, sem ekki eru mikið auglýstar og fara því óvíða. í Stokk- hólmi er ágætt úrval nýrra og eldri mynda og einnig sænskra mynda, sem líkt og aðrar norrænar myndir ná sjaldan út fyrir landssteinana. Helstu tónlistarmenn heimsins koma í stöðugum straumi til Stokkhólms, svo það er skynsamlegt að hafa augun á auglýsingum frá Berwaldhallen og Kon- serthuset. Þar verða tónleikar undir stjórn Gennady Rozhdestvensky 27.4., en hann mun brátt stjóma Sin- fóníuhljómsveit íslands, 4.5. spilar píanóleikarinn Murray Perahia og 25.5. starfsbróðir hans Krystian Zimmerman. En Svíar þurfa ekki að leita langt, því þeir eiga fjöldann allan af góðum tónlistarkröftum. S.D. SAMANTEKT: ÞÓRUNN ÞÓRSDÓTTIR Úr uppfærslunni á Salóme Ljósmynd eftir Cartier- Bresson Miðborg Helsinki Evripídes Federico García Lorca

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.