Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994 Art Hún hópurinn með afmælissýningu Art Hún er hópur fimm listakvenna, sem hefur starfaó sam- an í fimm ór og efnir í tilefni af því til afmælissýningar í List- húsinu í Laugardal, sem lýkur 1. maí. A sýningunni mó sjó verk sem þær hafa verið að vinna undanfarin tvö ór,- leir- verk með jórni og gleri eftir þær Elínborgu Guðmundsdóttur, Margréti Salóme Gunnarsdóttur og Sigrúnu Gunnarsdóttur, kol- og krítarteikningar eftir Helgu Armanns og mólverk eftir Erlu B. Axelsdóttur. Þessar listakonur hafa í fimm ár verið með sameigin- legar vinnustofur í 270 fer- metra húsnæði og með 50 fermetra sölugallerí við Stangarhyl í Ártúnshoiti, þar sem fólk getur óhikað komið, skoðað og séð þær vinna alla daga eftir hádegi. Voru fyrsti hópurinn sem kom upp slíkum sameigin- legum vinnustað listamanna með sölugalleríi. Nafnið Art Hún vekur forvitni, svo augljóst sem það er þegar skýringin er fengin hjá þeim. Hún táknar einfaldlega „þær“ og Art hefur merkinguna list og tegund. Og þar sem þær eru í Ártúnshverfinu átti það sérstaklega vel við þennan hóp. í hópnum hafa frá upp- hafi verið sömu listakonurn- ar og samstarfið gengið og gengur ljómandi vel. Þær hafa komið sér þannig fyrir að hver og ein getur unnið að list sinni í næði en þó notið félagsskapar og hvatningar' hinna. Vinnustofur þeirra hafa þá sérstöðu að bjóða fólk velkomið og þær skiptast á að sinna gestum, eina viku í senn. „Alltaf hægt að ganga að okkur þarna frá kl. 12-6. Þetta hefur þann kost að við höfum persónuleg samskipti við fólk sem kemur að skoða hjá okkur. Það getur komið oftar og skoðað sama hlutinn, fengið lánað heim og skipt fyrir annað. Margir hafa komið af og til meðan við vorum að undirbúa þessa sýningu og fylgst með hvem- ig verkin urðu til. Fundist þeir nálgast þau betur á þann hátt,“ segja þær. Tilhögun er bæði fijáls og reglu- bundin. Engin er framkvæmda- stjóri, en þær settu sér í upphafi vinnureglur, sem hægt er að grípa til þegar eitthvað kemur upp á. Helga og Erla voru með vinnustof- ur heima, en fannst að gæti verið uppbyggilegt að hitta aðra lista- menn. Hinar voru að koma út úr listaskóla þegar þær tóku upp Listakonumar fimm sem mynda Art Hún hópinn. þessa samvinnu fyrir fimm árum. Allar byijuðu þær nokkuð seint að vinna fyrir alvöru í listinni, en af þeim mun meira kappi. „Köst- uðu bleiunum að afloknu barneign- arskeiði," sagði ein þeirra. Erla hafði farið í listaskóla í Saratoga Springs í Bandaríkjunum og líkað svo vel að þær hinar fóru þangað líka og þær hafa haldið sambandi við listafólk og kennara þaðan. Tveir kennaranna komið hingað og nýlega sýndu þær þar í Pompei museum. Þær hafa sýnt saman fimm sinnum. Ein sýning þeirra fór til Chicago, New York og er nú í Florida. En annars sýna þær hver fýrir sig. Þannig er oftast eitthvað um að vera og þá hafa þær stuðníng hver af annarri og geta rætt saman um það sem er efst á baugi. Ekki var í upphafi spáð alltof vel fyrir slíku sam- starfi, en þær eru mjög ánægðar með þessa vinnutilhögun. Tala um að gott sé að vinna þannig í mynd- listarlegu umhverfi og samkenndin sem myndlist sé mikils virði. Auk þess sé samvinnan góður persónu- legur skóli. Söngfélag Skaftfellinga. Vortónleikar í Fella- og Hólakirkju í dag SÖNGFÉLAG Skaftfellinga í Reykjavík og Kór Víkurkirkju í Mýrdal halda sameiginlega vortónleika í Fella- og Hóla- kirkju í dag, laugardaginn 23. apríl, kl. 16. Boðið er upp á fjölbreytta dag- skrá og kaffi í hléinu. Stjórnend- ur eru Violeta Smid og Anna Björnsdóttir. Undirleikari er Pa- vel Smid. Allar fiðlu- sónötur Griegs GUÐNÝ Guðmundsdóttir fiðluleik- ari og píanóleikarinn Pétur Móté efna til nokkuð óvenjulegra tón- leika í Norræna húsinu þriðjudag- inn 26. apríl kl. 20.30. Þar munu þau flytja allar fiðlusónötur Ed- vards Griegs. Þær eru þrjór talsins og hafa aldrei verið leiknar hér allar saman, að því er Guðný best veit. MorgunblaðiO/KAX Guðný Guðmundsdóttir og Pétur Máté á ævingu í Fella- og Hólakirkju. au Guðný og Pétur hafa verið að æfa þessar sónötur Griegs frá í haust og tilgangurinn að taka þær upp á geisla- disk. En áður vilja þau leika þær sem mest á tónleikum og hafa þeg- ar verið með tónleika á þremur stöð- um úti á landi, á Akureyri, Flateyri og ísafírði, þar sem þessar sónötur féllu í mjög góðan jarðveg. Pétur Maté, sem er Ungveiji, kom til íslands fyrir fjórum árum með konu sinni Lenku, sem er org- anisti. Þá ráðinn til að taka að sér Tónlistarskólann á Stöðvarfírði, auk organistastarfa í nálægum sóknum og kórstjórnar. Meðan hann var þar lék hann með Sinfón- íuhljómsveit íslands píanókonsert Tsjajkovskíjs. Vakti þá athygli Guðnýjar að á þessum litla stað úti á landi væri þessi færi píanóleikari. Síðan hafa þau oft leikið saman þegar tækifæri gafst. Þá bauðst honum kennslustarf við tónlistar- skólana í Reykjavík og í Bessa- staðahreppi auk þess sem hann kennir við Tónskóla þjóðkirkjunnar. En Lenka kona hans er organisti í Fella- og Hólakirkju. Þar hefur ver- ið keyptur Steinway-flygill og þar hafa þau Pétur og Guðný verið að æfa Grieg-fiðlusónöturnar. Þar hyggjast þau taka þær upp þegar þar að kemur. Nú þarf því ekki lengur níu klukkustunda akstur eða flugferð fyrir þau Pétur eða Guðnýju til að komast á æfíngu saman. Guðný Guðmundsdóttir konsert- meistari í Sinfóníuhljómsveitinni er nú á sex mánaða starfslaunum og kvaðst því geta einbeitt sér að því að æfa sig og að tónleikum. Getur þó ekki verið alveg í fríi, því hún er með nemendur í Tónlistarskólan- um, sem hún getur ekki yfírgefíð. Er raunar að útskrifa nemanda á miðvikudaginn. Sónötur Griegs, sem þau Guðný og Pétur ætla að leika, eru þijár og segir Guðný að tvær þær fyrstu hafí fallið nokkuð í skuggann, því þær hafa ékki verið mikið leiknar og því fengið orð fyrir að vera kannski ekki svo merkilegar. Þar hefur þó orðið bót á eftir hátíða- höld mikil í Noregi á 150 ára ártíð Griegs. Grieg samdi fyrstu sónötuna ópus 8 í F-dúr þegar hann var að- eins 22ja ára gamall. Guðný segir að hún sé full af æskufjöri og mjög lífleg. Frans Liszt varð á sínum tíma ákaflega hrifinn af henni. Þegar Guðný var í Julliard-skólanum ósk- aði hún eftir því við einn kennara sinn að fá að spila þessa sónötu eftir Grieg og hann spurði á móti hvora þeirra hún ætlaði að spila. í hans huga voru þær aðeins tvær. Sem íslendingur var gerð undan- tekning svo hún fengi að leika hana og féll hún í góðan jarðveg. Aðra sónötuna, sem er ópus 13 í G-dúr, samdi Grieg aðeins tveimur árum síðar. Hún er full af norskri þjóð- lagatónlist. Yndisleg og þægileg áheyrnar, en líka í henni átök og dramatík, að sögn Guðnýjar. Þriðju sónötuna opus 45 í C-moll,samdi Grieg svo ekki fyrr en 20 árum síð- ar, þá orðinn þroskaður listamaður. Hún er mjög dramatísk og alvarleg og hefur orðið afar vinsæl. Guðný segir að þeim þyki alveg jafn skemmtilegt að leika allar þessar sónötur og óskaplega gaman að fylgja Grieg í þeim. Þá þurfa þau eins og hann að eldast um 20 ár frá þeirri fyrstu og til þeirrar síð- ustu. - E.Pá. Sérsamin íslensk verk á tvennum tónleikum Á TVENNUM tónleikum, sem haldnir veróa á laugar- dag og mánudag, verða flutt íslensk verk, sérstak- lega samin fyrir flytjendur. Annars vegar verður á Málmblásaratónleikum í Hafnarborg kl.4 laugardag- inn 23. apríl fluttur brassk- vintett nr. I fyrir 5 blásara eftir Hildigunni Rúnarsdótt- ur. Hinsvegar verður á tón- leikunum Svaviola í Nor- ræna húsinu mánudaginn 25. apríl kl. 20.30 flutt verk sem Þorkell Sigurbjörnsson samdi fyrir Svövu Bern- harðsdóttur víóluleikara. Málmblásaratónleikarnir eru orðinn árlegur viðburður, þessir þeir sjöundu í röð- inni. Venjulega hafa þeir verið á skírdag, en nú heldur seinna. Tónleikarnir eru á sýningu Jóns Thors Gíslasonar listmálara sem jafnframt er opin. Tólf manna hóp- ur blásara leikur á þessum tónleik- um. Fluttur verður Kvintett nr. 2 eftir Victor Ewald, sem er rúss- neskt tónskáld. í þessum kvintett er ekki hin hefðbundna skipan málmblásturshljóðfæra í dag, held- Svava Bernharðsdóttir víóluleikari. Morgunblaðið/Kristinn ur upprunalegu hljóðfærin, þ.e. 2 kornettar, eshorn, tenórhom og túba. Hafa sérstök hljóðfæri verið fengin að láni hjá Lúðrasveit verka- lýðsins. Þá verður fluttur Brass- kvintett nr. 1 eftir íslenskt tón- skáld, Hildigunni Rúnarsdóttur. E Ásgeir Hermann Steingrímsson fyrsta trompett. Þetta er frumflutn ingur á verki Hildigunnar, en nokk ur verk hafa áður verið flutt efti hana, nú síðast Marr, verk fyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.