Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRIL 1994 Stefnuskrá Siálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar kynnt Mikilsverðustu baráttu- málin að efla atvinnulífið MIÐSTÖÐ matvælaframleiðslu verði á Akureyri, flotkví verði komið upp, leik- og grunnskólar verði undir sömu stjórn, Borgar- braut yfir Glerár byggð á næstu tveimur árum, framtíðarurðun- arstaður fyrir sorp verði fundinn og sorphaugum á Glerárdal verði lokað, íþróttaskemman verði áfram nýtt sem íþróttahús og möguleikar skoðaðir á sameigin- legri aðstöðu á yfirbyggðu svæði fyrir knattspyrnu- og skauta- íþróttina og lokið verði við við- byggingu Amtsbókasafns. Þessi atriði koma fram í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar í næsta mánuði, sem frambjóðendur flokksins kynntu á blaðamanna- fundi i gær. Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjarstjórnar skipar efsta sæti á lista flokksins kynnti helstu stefnu- mál og gerði jafnframt grein fyrir ýmsum verkefnum sem unnið var að á kjörtímabilinu. Hann sagði að þrátt fyrir erfíðleikatímabil hefði verið unnið ötullega að uppbygging- arstarfi á ýmsum sviðum. Mikil- verðustu baráttumál nýrrar bæjar- stjómar á komandi kjörtímabili verða að efla atvinnulífið eftir varn- arbaráttu og framlög til endurreisn- Morgunblaðið/Rúnar Þór Stefnuskráin kynnt FRAMBJÓÐENDUR Sjálfstæðis- flokksins fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar kynntu stefnuskrá flokksins á fundi í gær. Frá vinstri eru Guðmundur Jóhanns- son, Borghildur Blöndal, Val- gerður Hrólfsdóttir, Sigurður J. Sigurðsson, Lilja Steinþórsdótt- ir, Sveinn Heiðar Jónsson, Þórar- inn B. Jónsson og Björn Jósef Arnviðarson. ar iðnfyrirtækja sem hafa verið verkefni þessa kjörtímabils. Sjálfstæðismenn vilja efla Akur- eyri og Eyjafjörð sem miðstöð mat- vælaframleiðslu m.a. með því að efla rannsóknir og styðja við þróun- arverkefni. Fram kemur í stefnu- skránni að sjálfstæðismenn vilja að komið verði upp flotkví á Akureyri og að aðstaða verði til þjónustu við erlend fiskiskip. Ráðstefnubær Einnig kemur þar fram að nauð- synlegt sé að hvetja til aukinnar notkunar íslenskrar framleiðslu og nefndi Sigurður að marka mætti leikreglur í þá átt að varðandi kaup á vöru og þjónustu hjá Akur- eyrarbæ yrði viðskiptum beint að innlendri framleiðslu. Flokkurinn vill að ráðinn verði ferðamálafull- trúi og að mikilvægt sé að styrkja möguleika bæjarins sem ráðstefnu- bæjar m.a. með því að fyrirtæki í bænum gerist aðilar að Ráðstefnu- skrifstofu íslands. Þá vilja sjálf- stæðismenn gera Akureyri að mið- stöð innlendrar ferðaþjónustu en skref í þá átt hafi þegar verið stigin. Hlutverk og verkefni atvinnu- málanefndar verða ■ endurskoðuð í þá átt að skapa nefndinni meira svigrúm til að sinna þróunarmálum. Þá kemur fram í stefnuskránni að sjálfstæðismenn vilja afnema heim- ildir sveitarfélaga til ábyrgðarveit- inga. Guðmundur var val- inn bæjarlistamaður Eigendur Aðalstrætis 16 hlutu við- urkenningu Húsfriðunarsjóðs GUÐMUNDI Ármanni Siguijóns- manns á Akureyri til eins árs. Þá syni myndlistarmanni hefur verið hlutu eigendur hússins númer 16 úthlutað starfslaunum bæjarlista- við Aðalstræti viðurkenningu --------------- Húsfriðunarsjóðs. Morgunblaðið/Rúnar Þór Viðurkenningar veittar GUÐMUNDUR Ármann Sigurjónsson myndlistamaður hlaut starfslaun listamanns á Akureyri og eigendur Aðalstrætis 16, Karl Frímannsson, Bryndís Þórhallsdóttir, Olafur Óskarsson og Aðalheiður Hafsteinsdótt- ir, hlutu viðurkenningu Húsfriðunarsjóðs. Menningarmálanefnd Akureyrar Markaðssetning vatns í Bandaríkjunum mjög kostnaðarsöm Of snemmt að segja hvort KEA hefur úthald til að halda áfram AKVA hf., sem pakkar vatni til útflutnings og er í eigu Kaupfélags Eyfirðinga, flutti út um 1,5 milljón Iítra af vatni á síðasta ári, en það eru 78 fjörutíu feta gámar af pökkuðu vatni. Vatnið var eingöngu flutt úr til Boston í Bandaríkjunum, en Akva hf. á dótturfyrirtækið þar, AKVA USA, sem sér um markaðsetningu þess. Samanlagt tap þessara fyrirtækja var um 135 milljónir króna á liðnu ári, sem er töluvert meira en áætlanir gerðu ráð fyrir, að því er fram kom í skýrslu stjórn- ar og kaupfélagsstjóra KEA á aðalfundi félagsins á laugardaginn. Á síðasta ári var ákveðið að beita öllum kröftum að því að selja vatn- ið í Boston. Eiginleg sala og mark- aðssetning hófst um mánaðamótin maí og júní í fyrra og var fjárfest verulega í markaðssetningunni á því ári. Virðist hún hafa tekist sæmilega, en AKVA USA hefur fengið allmargar viðurkenningar og verðlaun fyrir markaðs- og auglýs- ingaherferð á þessu svæði. Aðalá- herslan verður lögð á að styrkja dreifinguna og auka boðsöluna á þessu ári, en á því sviði hefði mátt takast betur til. Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga haldinn Eignasala stuðlaði að lækkun skulda Áfram gætt aðhalds í rekstri KAUPFÉLAG Eyfirðinga keypti hlutabréf í öðrum félögum fyrir 157 milljónir króna á liðnu ári. Félagið seldi bróðurpart hlutabréfa sinna í Olíufélaginu hf. auk þess sem það seldi aðrar eignir. Aðalfundur KEA var haldinn sl. laugardag þar sem þetta kom fram. Alls voru keypt hlutabréf í Hafn- fyrir minni upphæðir. arstræti 87-89 hf. - Hótel KEA - fyrir tæplega 111 milljónir króna, félagið keypti hlutabréf í SÍF fyrir rúmar 17 milljónir króna, í Sænesi hf. á Grenivík fyrir 15 milljónir, í Kjötumboðinu hf. fyrir tæpar 7,5 milljónir og í Skinnaiðnaði fyrir rúm- ar 3 milljónir. Þá keypti KEA hlutabréf í Sveip hf., Úrvinnslunni hf. og Strýtu hf. fyrir 500 þúsund krónur, Laxá hf. fyrir rúmar 600 þúsund krónur og í Olíufélaginu hf., Kaupþingi Norð- urlands og Fiskeldi Eyjafjarðar hf. Kjötumboðið er arftaki Goða hf. sem skuldaði KEA og var ekki unnt að fá andvirðið greitt nema með því að leggja andvirði skuldarinnar inn sem hlutafé í Kjötumboðinu. SÍF var breytt í hlutafélag á sl. ári og var séreignarsjóðum þess breytt í hlutafé. Fram kom í skýrslu stjórnar og kaupfélagsstjóra að á liðnu ári seldi félagið ýmsa varanlega rekstrarfjár- muni, m.a. tvö hús við Hafnarstræti fyrir 31 milljón króna. í árslok seldi félagið % af hlutafjáreign sinni I Olíufélaginu og var söluverð þess um 200 milljónir króna. Einnig seldi KEA hlutabréf sín í Samveri og Eyfirska sjónvarpsfélaginu. Eigna- salan kemur á móti fjárfestingum a árinu og stuðlaði að því að skuldir félagsins lækkuðu. Áfram aðhald Þegar ákveðnar fjárfestingar á þessu ári eru að upphæð um 100 milljónir króna, m.a. vegna endur- byggingar frystiklefa á Dalvík og kaupa og uppsetningar rafmagnsket- ils fyrir mjólkursamlag. Stefna fé- lagsins er að fjárfesta ekki það mik- ið að skuldir aukist, fari fjárfestingar fram úr því sem þegar er ákveðið verður helst að selja eignir á móti þeim. Áfram verður haldið á þeirri braut að gæta aðhalds á öllum svið- um, lækka rekstrarkostnað og halda áfram að lækka skuldir félagsins. Markaðssetningin dýr Nú stendur yfir -lokað hlutafjár- útboð á markaði vestanhafs upp á 300-400 milljónir króna. Fram kem- ur í skýrslunni að ekki sé enn vitað hvernig og hvort hlutafjárútboðið tekst, en framhaldið ræðst af því hver niðurstaðan verður. Takist hlut- afjárútboðið munu fjármunir verða notaðir til að fjármagna vöxt fyrir- tækisins og stækka dreifingarsvæðið smátt og smátt. Enn þykir of snemmt að segja fyrir um hvort vatnsútflutningurinn á framtíð fyrir sér, en möguleikarnir eru taldir mikl- ir og engri annarri vöru í smásölu- versluninni er spáð jafn mikilli aukn- ingu á næstu árum og pökkuðu vatni. „Hins vegar er markaðssetn- ingin dýr og mikil samkeppni á þess- um markaði. Það er því of snemmt að fullyrða hvort KEA hefur úthald til að halda áfram að rækta þennan útflutning, en vissulega er þetta eitt af þeim fáu sviðum sem félagið á möguleika á að vaxa verulega á á næstu árum og áratugum," segir í skýrslunni. Þröstur Ásmundsson formaður Menningarmálanefndar Akureyrar tilkynnti um viðurkenningarnar í samsæti á Fiðlaranum á sumardag- inn fyrsta. Guðmundur Ármann er fimmti bæjarlistamaður Akureyrar, en áður hafa Kristjana F. Arndal, Jón Hlöðver Áskelsson, Margrét Jónsdóttir og Jón Laxdal hlotið slík starfslaun. Guðmundur Ármann er fæddur í Reykjavík árið 1944, hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands frá 1963-1967 og síðan var hann við framhaldsnám í Gautaborg um skeið en hann hefur starfað á Akureyri í rúma tvo áratugi. Síðustu ár hefur hann m.a. unnið ötullega að uppbyggingu svokallaðs Listagils. Guðmundur Ármann þakkaði heið- urinn og sagði að þegar hann flutti til bæjarins fyrir 22 árum hefði hon- um ekki dottið í hug að hann ætti eftir að standa í þessum sporum. Viðurkenning Húsfriðunarsjóðs féll í skaut eigendum hússins Aðal- stræti 16, sem hafa unnið að endur- byggingu þess, en það er byggt alda- mótaárið. Eigendur þess eru Karl Frímannsson, Bryndís Þórhallsdótt- ir, Ólafur Óskarsson og Aðalheiður Hafsteinsdóttir. Karl sagði að ekki væri nema ár síðan maður nokkur hefði látið þau orð falla að hann gæfí ekki vetrardekkin sín fyrir hús- ið. Hann sagði eigendur hússins hafa fundið fyrir miklum áhuga fólks og vonaði að það hefði þau áhrif að fleiri tækju sér slík verkefni fyrir hendur. Mörg þúsund manns skoðuðu Svalbak E A UM þrjú þúsund manns skoðuðu Svalbak EA II, nýja frystitogara Útgerðarfélags Akureyringa, á laugardaginn, en þá var skipið almenningi til sýnis. Björgólfur Jóhannsson fjármála- stjóri UA sagði að auk þess hefði töluverð umferð fólks verið á sunnu- daginn og á föstudag var starfs- fólki, hluthöfum og fjölda annarra boðið að skoða skipið. „Það er greinlega mikill áhugi á að skoða skipið og það komu mun fleiri en við bjuggumst við,“ sagði Björgólfur. Svalbakur kom til heimahafnar á föstudag eftir siglingu frá Kanada þar sem hann var keyptur. Stefnt er að því að skipið haldi í fyrstu veiðiferð sína um miðja næstu viku og verði úti fram að sjómannadegi nema hann fylli sig fyrr en ætlunin er að senda skipið á úthafskarfaveið- ar á Reykjaneshrygg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.